Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
45
Punktar frá
Englandi
Frá Bob Hennossy, (réHarítars Mbl.
é Englandi.
Enska knattspyrnusam-
bandið hefur gefiö 40 þús-
und sterlingspund til Eþíóp-
íusöfnunarinnar. Þaö er
barnahjálpin í landinu sem
mun fá peningana gagngert
til matarkaupa. Peningaupp-
hæð þessi er ágóöi sam-
bandsins af fyrsta leik
keppnistímabilsins þegar
leikið var um góögeröa-
skjöldinn á Wembley. Liö
Everton og Liverpool léku.
Poppstjarnan Rod Stewart
hefur alfariö neitaö því aö
hann ætli aö kaupa hlutabréf
aö upphæö fimm milljónir
punda í knattspyrnufélaginu
Wolves. En félagiö er í mikl-
um fjárhagsvandræöum um
þessar mundir. Sú saga var á
kreiki aö Rod heföi gert tilboö
i hlutabréf og væri tilbúinn
meö fjármagn. Þetta mun
ekki á rökum reist. Rod Stew-
art er geysilega mikill áhuga-
maöur um knattspyrnu eins
og félagi hans Elton John.
Nú mun vera ákveðiö aö
enska landsliöiö i knattspyrnu
leiki vináttulandsleik þann 26.
mars áriö 1986 í Moskvu. Þaö
er langt liöið síöan enska
landsliöiö hefur sótt þaö
rússneska heim. Þaö var áriö
1973, þá var leikiö i Moskvu
og sigraöi enska liöiö 2—1
eftir hörkuleik. Martin Chivers
skoraöi sigurmark Englend-
inga. Rússneska knattspyrnu-
sambandiö hefur lagt mikiö
kapp á aö fá Englendinga í
heimsókn og samningar hafa
nú tekist.
Chelsea hefur hafnaö til-
boöi frá Glasgow Rangers i
Derek Johnstone. Rangers
vildu kaupa hann á 10 þúsund
pund. Hann lék áöur meö
Rangers en hefur ekki komist
í liö Chelsea aö undanförnu.
Kðrfubolti
Staðaní
1. deild
STADAN í 1. deild karla í
körfuknattleik eftir leiki
helgarinnar er nú þessi:
Keflavik 10 9 1 903—665 18
Fram 9 7 2 743—532 14
Reynir S. 12 6 6 866—892—12
Þór Ak. 8 4 4 614—630 8
Grindavík 8 2 6 640—618 4
Laugdælir 9 0 9 437—766 0
Sundmót
Ægis
Sundmót Ægis veröur
haldiö í Sundhöll Reykjavík-
ur þann 25. og 27. janúar nk.
Keppt veröur í eftirtöldum
greinum:
Föstudagínn 25. janúar:
1500 m skriösund karla
1500 m skriösund kvenna
Sunnudaginn 27. janúar
200 m baksund karla
200 m bringusund kvenna
100 m bringusund karla
100 m baksund kvenna
100 m skríösund karla
100 m flugsund kvenna
100 flugsund karla
200 m fjórsund kvenna
4x100 m fjórsund karia
4x100 m fjórsund kvenna
Þátttaka berist til: Kristins
Kolbeinssonar, Granaskjóli
17, Ásgeirs Þórðarsonar,
Torfufelli 9, Sigurðar Benja-
mínssonar, Unufelli 33.
Skráningarkort berist fyrir
24. janúar og þátttökugjald
er kr. 100 fyrir einstaklings-
greinar en 200 fyrir boðsund
er berist meö skráningu.
• í kjölfar hins góöa árangurs Bjarna Friörikssonar í júdó er áhugi á íþróttinni aö glæöast mikiö hér á landi. Á drengjameístaramóti íslands sem
fram fór um síöustu helgi voru 79 keppendur frá 7 félögum. Fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr. Viö birtum því hér nokkrar svipmyndir af
mótinu sem Friöþjófur Helgason Ijósmyndari Mbl. tók. Hér aö ofan má sjá lítinn hluta af hinum fjölmörgu ungu keppendum.
SVIPMYNDIR FRÁ DRENGJAMÓTINU í JÚDÓ
• Þeir taka á öllu sem til er ungu mennirnir.
• Mikiö var um átök og falleg brögð sáust.
• Þaö er alltaf ánægjulegt aö fá verölaun.
• Gott aö hvíla lúin bein á milli glíma.
• Skyldi ég hafa sigraö?
• Hvenær kemur eiginlega aö mér?