Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANtJAR 1985 25 pJtrgiwi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasðlu 25 kr. eintakiö. Skýrar línur hjá Sjálfstæðisflokknum Amorgun, fimmtudag, mun miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins taka af- stöðu til þeirrar tillögu Þorsteins Pálssonar, flokksformanns, að lands- fundur sjálfstæðismanna komi saman í vor. Ekkert bendir til annars en tillag- an verði samþykkt. Þar með skapast ný viðhorf innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir straumar sem sett hafa svip sinn á störf og stefnu flokksins undan- farna mánuði og meðal annars hafa brotist fram í óánægju með ríkisstjórn- ina og vangaveltum um breytingar á mönnum í ráðherraembættum eiga nú eftir að falla í einn farveg við undirbúning landsfund- ar. Með því að gera tillögu um landsfund og skýra frá því með jafn afdráttarlaus- um hætti og í Morgunblað- inu í gær að ekki yrði breytt um sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni hefur Þorsteinn Pálsson dregið skýrar línur innan Sjálf- stæðisflokksins og gagn- vart Framsóknarflokknum. Bollaleggingar um breyt- ingar á ríkisstjórninni nú eiga upptök hjá framsókn- armönnum. Opinberlega hafa þeir meira að segja reifað þann möguleika að breyta lögum um Stjórn- arráð íslands með reglu- gerð til að geta hróflað við einstökum ráðherrum. Þorsteinn Pálsson hefur gegnt formennsku í Sjálf- stæðisflokknum síðan í nóvember 1983. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími í stjórnmálum og farsæll að mörgu leyti, þrátt fyrir samdrátt þjóðartekna, þar til síðasta haust þegar frið- urinn slitnaði í kjaramál- um með alkunnum erfið- leikum og afleiðingum. Fyrir og eftir þau átök hef- ur Þorsteinn Pálsson verið samkvæmur sjálfum sér í yfirlýsingum um þær leiðir sem hann telur bestar til að trygftja afkomu launþega og hag fyrirtækja: Að sem víðtækust samstaða náist um hófsamar launahækk- anir og kjarabætur sem fel- ast í því meðal annars að ríki og sveitarfélög lini á skattaklónni. Formaður Sjálfstæðis- flokksins mælir hér með leið sem allir aðhyllast í raun en ekki hefur tekist samstaða um að fara, ekki síst vegna pólitísks reip- togs. Þetta reiptog á sér ekki einungis stað milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, atvinnurekenda og launþega, ríkisvaldsins og opinberra starfsmanna heldur einnig innan stjórn- málaflokkanna og milli stjórnarflokkanna. Ein af- leiðing þess eru ítrekaðar umræður og vangaveltur um mannaskipti í ríkis- stjórninni, þar sem athygl- in beinist ekki síst að því hvort Þorsteinn Pálsson taki þar sæti eða ekki. Þegar Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins sat núver- andi ríkisstjórn, skipuð sömu mönnum og nú. Þá töldu landsfundarfulltrúar það ekki nauðsyn að for- maður flokksins tæki setu í ríkisstjórn. Það er tímabær og skyn- samleg ákvörðun hjá Þorst- eini Pálssyni að gera til- lögu um að sjálfstæðis- menn hittist á landsfundi nú í vor. Fundinn á að halda á tveggja ára fresti og hefði í raun ekki þurft að efna til hans fyrr en í haust. Stjórnmálaaðstæður núna eru þannig að það fer vel á því að trúnaðarmenn sterkasta og fylgismesta stjórnmálaaflsins í landinu komi saman og ráði ráðum sínum. Landsfundir sjálf- stæðismanna hafa undan- farin ár og raunar um lang- an aldur verið áhrifamestu pólitísku samkomur lands- manna. Ekki er vafi á því að hið sama verður upp á teningnum nú. Morgunblaðið fagnar því að formaður Sjálfstæðis- flokksins skuli hafa tekið af skarið í vangaveltunum um ríkisstjórnina. Lýðræð- islegir stjórnarhættir veita kjósendum öruggt tækifæri til að fella dóma um störf stjórnmálamanna, jafnt ráðherra og annarra. Mestu skiptir að stjórn- málamennirnir noti tím- ann á milli þess sem slíkir dómar eru upp kveðnir til að sinna því sem þeim er trúað fyrir. Jónas Matthíasson á flotbrú inni í stóra tankinum, sem er fullur af seióum. Morgunbladið/ól.K.Mag. „Skipuleggja þarf fiskeldi frá grunni — með því hugarfari að það standi á eigin fótum“ HAFIN er starfsemi í flskeldisstöð sem er að rísa skammt vestan Grindavíkur á vegum Fiskeldis Grindavíkur hf. Gr það ein af fjórum fiskeldisstöðvum sem eru í undir- búningi og byggingu I Grindavík. Fyrirtskið var stofnað síðastliðið vor af flestum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjunum í Grindavik, ásamt tveimur bygginga- og véla- verktakafyrirUekjum í Hafnarflrði og nokkrum einstaklingum. Blaða- maður Mbl. ræddi á dögunum við Jónas Malthíasson, verkfræðing í Hafnarflrði, sem er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, um starfsemina og flskeldi almennt. Koma meðal annars fram hjá honum ýmis þau vandamál sem hin ungu fiskeldisfyr- irtæki víðsvegar um landið eiga við að stríða. „Rafmagnið ókaupandi“ Jónas var var fyrst beðinn um að segja frá því helsta sem nú er verið að gera: „Það er nú hvorki fugl né fiskur enn sem komið er. Einn 300 tonna geymir sem verður notaður fyrst um sinn fyrir 10 þúsund seiði, sem við keyptum í lok nóvember. Síðar er þessum geymi ætlað að vera dælumiðlari. Geymirinn er yfirbyggður, 12 metrar í þvermál og um 3 m djúp- ur. Það þurfti auðvitað að byrja á vegagerðinni, aðkomu frá þjóðvegi og vegum að Bjarnagjá og Hrafnagjá. Við dælum úr Bjarna- gjá núna með tveimur dælum eftir 280 millimetra plastlögn í geym- inn. Gjárnar eru báðar mjög vatnsgæfar en í þeim er blanda af sjó og vatni. Er fastlega reiknað með að þaðan verði hægt að taka allt það vatn sem þörf er á, jafnvel fyrir 1.000 tonna laxeldisstöð. Það er ekkert smáræði, allt að 5 þús- und sekúndulítrar, svipað og heil á. Rafmagn fáum við eftir há- spennustreng, sem liggur með- fram aðkomuveginum. í vinnu- skúrum við stöðina er spennir og töflubúnaður. Það er verst að rafmagnið er svo dýrt að það er nánast ókaupandi. Ég tel að við eigum rétt á sérsamningum vegna þess hversu stöðugt álag við erum með allt árið um kring. Ég er bú- inn að gera eina tilrauna við raf- veituna héma. Hún dugði ekki, þeir trúa ekki þessu tali um jafnt álag. En þegar ég er búinn að sýna þeim það svart á hvítu mun ég gera aðra atrennu. Ég er ef til vill svolítið ónotalegur í garð rafveit- unnar, en mér gremst bara alltaf þegar vel rökstuddri málaleitan er vísað á bug í skjóli valds og snar- vitlausra gjaldskráa, sem litið er á eins og heilagar kýr.“ Rætt við Jónas Matthíasson, framkvæmda- stjóra Fiskeldis Grindavíkur hf. — Hvaða framkvæmdir eni fyrir- hugaðar á næstunni? „Ætlunin er að reisa 100 tonna eldiseiningu. Henni verður lokið í vor og sumar. Jarðvinnan er að hefjast. f þessari einingu eru tveir 150 tonna tankar og tveir 1.200 tonna. Þeir minni eru fyrir seiði, hinir fyrir stærri fisk. Ætlunin er að yfirbyggja þetta með sameig- inlegri skemmu yfir alla fjóra tankana í einu. Það er fjári dýrt, en ég er sannfærður um að hjá því verður ekki komist fyrr eða síðar. Fiskurinn þarf rökkur. I opnum tanki liggur hann við vegginn í torfum og notar því aðeins hluta af því rými, sem hefur verið byggt handa honum. Það er of þétt og því meiri hætta á kvillum fyrir bragðið. Svo gerir sólarljósið það að verkum að gróður vex í opnum kerjum. Erfitt er að þrífa þau, vatnið gruggast og óþverri sest í tálknin á fiskinum. Um leið og kerskálabyggingin er reist þarf að fjölga dælum í Bjarnagjá og leggja nýja vatnslögn. í Bjarnagjá er 10 stiga hiti, sem er býsna gott. Spurning er hvað hann endist lengi. Við þorum ekki að treysta á það fyrir meira en 100 tonna áfangann í upphafi." Stefnt að 1.000 tonna stöð — Hver eru framtíðaráformin? „Við erum óttalegir kotungar í samanburði við fiskeldisfyrirtæk- in, sem á að fara að reisa hérna í kringum okkur. Þeir eru að nefna tölur um tífalt það sem við erum að hugsa um, svo miklu stærri eru þeir. Við stefnum ákveðið að 1.000 tonna stöð, en förum okkur hægt í byrjun. Við reisum þessa 100 tonna einingu fyrst, lagfærum barnasjúkdómana og byggjum síð- an í stærri áföngum. Fyrirætlanir Hitaveitu Suður- nesja í sambandi við virkjun Eld- varpa til raforkuframleiðslu skipta einnig miklu máli fyrir okkur. Fræðin segja að fiskurinn vaxi hraðir við hærra hitastig og er talað um 12 til 14 stig sem æski- legan hita. Við höfum aðeins 10 stig og það einungis í Bjarnagjá því vatnið í Hrafnagjá er aðeins 6 til 7 stiga heitt. Hámarksvöxtur er eitt en hámarksarðsemi annað. Því hærri sem hitinn er, því hrað- ar vex fiskurinn, því meira súrefni þarf hann, því minna súrefni er uppleyst í hverjum vatnslítra og þess vegna þarf enn meiri dæl- ingu. Dæling og hitum kostar pen- inga. Vaxtaraukningin verður að skapa nægilega auknar tekjur til að borga þetta — og gott betur. Hitaveitan er með áform um að leiða gufu frá Eldvörpum niður að strönd hérna hjá okkur og reisa raforkuverið hér, en það verður ef til vill 10 til 15 megawött að stærð. Með því móti skapast möguleikar á að nýta kælivatnsvarma, sem ella færi ónýttur út í loftið, til að hita vatn eða sjó fyrir fiskeldið. En ekki nóg með það. Jarðgufa komin svo að segja að byggð í Grindavík skapar stórkostlega möguleika í iðnaðaruppbyggingu enda er hún miklu ódýrari en gufa framleidd með olíu eða rafmagni." — Getur þú bent á einhverja væn- lega framleiðslumöguleika í tengsl- um við flskeldi eða jarðgufu? „Fiskeldi stendur aðeins á öðr- um fæti á meðan það er ekkert nema laxeldi. Það þarf að fjölga tegundum, ég get nefnt nokkrar: Lúðu, sandhverfu, krabba, skel- fisk, þang og þörunga. Ég sá til dæmis grein í blaði um þang eða þörung, sem kallast spirulina, og farið er að rækta í Bandaríkjun- um. Þetta er 65% prótein og skilar tuttugföldu magni á hvern hekt- ara í samanburði við sojabaunir. Ég veit ekki hvort skilyrði eru til þessarar ræktunar hér, en vissu- lega er þetta þess virði að vera kannað nánar. Við höfum jarðguf- una til að þurrka þangið og fram- leiða próteinmjöl í manna- og dýrafóður. Af nærtækari möguleikum má nefna framleiðslu fiskimjöls með jarðgufu, líkt og þeir gera í Ströndum á Reykjanesi. Éinnig má nefna framleiðslu alls konar fiskrétta, umbúða, „instant" dufts svo sem súpur og kaffi, ilmvatna, bjórs og spíra. Eg veit ekki með vikuriðnað, trjávöruiðnað eins og spónaplötuframleiðslu eða lífefna- iðnað. í kjölfar frumatvinnu- greina koma svo auðvitað þjón- ustugreinar: Sérhæfð tækjasmíði, tölvukerfi, fagtímarit, auglýsinga- gerð, sala á þekkingu og fleira og fleira. Það albesta af þessu öllu saman þekki ég bara því miður ekki, það er vonandi í höfðinu á einhverjum snillingnum. Ætti sá hinn sami ekki að láta þar við sitja. Af því að ég minntist á fóður- gerð get ég ekki stillt mig um að láta í ljósi efasemdir um að fiska- fóðurframleiðsla á Akureyri sé skynsamleg sem fyrsta skref. Þarna eru réttir menn með réttar hugmyndir, en ég er ekki viss um að þeir séu á réttum stað. Væri ekki hægt að fá ódýrari fram- leiðslu í jarðgufudrifinni verk- smiðju, jafnvel þó að hana þyrfti að byggja frá grunni? Ég veit ekki svarið. Verksmiðjurnar á Reykja- nesi þurfa endurnýjun og samein- ingu. Þær eiga skilyrðislaust að nota jarðgufu. Það væri slæmt ef annars virkilega lofsvert framtak þeirra í Krossanesi við Akureyri yrði til þess að gera fiskafóður of dýrt, til dæmis eftir næstu olíu- verðsskriðu. Við ættum að geta framleitt heimsins besta og ódýr- asta fóður. Á hinn bóginn þýðir ekki að brölta við þetta á mörgum stöðum í einu. Tækin eru dýr og framleiðslueiningin verður að vera stór, því annars borgar fram- leiðslan sig ekki.“ Framleiðslulínan eins og Jónas hugsar hana, allt frá aðfluttum seiðum, efst til vinstri, til útflutnings, lengst til hægri. “Stórefla þarf rannsóknir og þróunarstarf“ — Hvað vilt þú segja um uppbygg- ingu flskeldis hér á landi? Erum við á réttri leið? „Já, ég tel það tvímælalaust. Áralöng reynsla og þrotlaus bar- átta frumherjanna er nú sem óðast að skila árangri. Við sem komum inn í þetta, svo að segja fyrirhafnarlaust, eigum þessum mönnum mikið að þakka. Stjórn- völd hafa einnig gert margt gott og er Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði dæmi um það. Fleiri mætti nefna: Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, Fiskifélag íslands, Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins og Bændaskólinn á Hólum. Þessi grundvöllur er vita- skuld afskaplega mikils virði, en það þarf samt að treysta hann og bæta, þegar þróunin er í þann mund að skipta um gír, ef svo má að orði komast. Það þarf að skipu- leggja fiskeldið frá grunni og með því hugarfari að það standi á eigin fótum í framtíðinni, þannig að ríkisvaldið hvorki gefi né þiggi, umfram það sem eðlilegt getur talist." — Hvað átt þú við með því? „Það þarf að marka atvinnu- greininni bás í stjórnkerfinu fyrir það fyrsta. Ég held að það sé að ýmsu leyti besti kosturinn að skipta fiskeldinu á milli landbún- aðarráðuneytisins og sjávarút- vegsráðuneytisins, í meginatrið- um þannig að fiskeldi í ám og vötnum heyri undir landbúnað, en eldi í eða við sjó heyri undir sjáv- arútveg. Stórefla þarf rannsóknir og þróunarstarf, þannig að við séum að minnsta kosti ekki eftirbátar annarra þjóða. Á þessu byggjast allar framfarir og öll nýsköpun. Það þarf að vinda bráðan bug að því að skipuleggja heilbrigðisþjón- ustuna. Fisksjúkdómar valda gíf- urlegu tjóni. Það er hægt að minnka það með fyrirbyggjandi aðgerðum sem krefjast mun fleiri sérfræðinga með tilheyrandi tækjabúnaði og aðstöðu. Til dæm- is þarf að koma á stöðluðum for- skriftum um verslun með seiði, heilbrigðisvottorð og tilheyrandi. Framleiðsla eldisstöðvanna verð- ur að vera fyrsta flokks strax í upphafi, annars fellur þetta allt um sjálft sig. Semja þarf reglu- gerðir um fiskmat, flokkun og meðferð og koma á fót virku eftir- liti. Síðast en ekki síst vil ég nefna markaðsöflun og sölu. Við verðum að reka kröftuga sölustarfsemi og hafa vakandi auka fyrir sam- keppni og nýjum tækifærum. Ég er ekki viss um að íslendingar hafi staðið sig sem skyldi í sölu sjávar- afurða á undanförnum árum. Mér finnst við alltaf einblína á tonnin, ekki kílóin eða grömmin. Ekki svo að skilja að mér finnist ekki sjálfsagt að hagnýta þau sölukerfi sem þegar eru fyrir hendi á okkar hefðbundnu mörkuðum, það er engin spurning um það. Utflutn- ingur ferskfisks með flugvélum fer stöðugt vaxandi en menn verða að gera sér ljósa grein fyrir þeim mun sem er á því að flytja og selja ferska vöru og frysta. Ferska var- an krefst hraðvirks, nákvæms og sveigjanlegs sölu- og dreifingar- kerfis . Við þurfum líka að afla nýrra markaða og má í þvi sam- bandi nefna Japan, olíufram- leiðsluríkin og fleiri lönd. f þessum efnum verður atvinnu- greinin að eiga sér einhvern sam- nefnara, til dæmis sölusamtök, sem gæta hagsmuna sinna félags- manna, miðla upplýsingum um markaðshorfur, framboð og eftir- spurn, verð, pakkningar og óskir viðskiptavinanna. Allt það sem ég hef verið að nefna krefst sam- hæfðs átaks, innan atvinnugrein- arinnar sjálfrar fyrst og fremst, en hér ættu stjórnvöld einnig að hjálpa til.“ „Fnimkvæðið á að vera okkar - ekki ríkisvaidsins“ — Hver er raunverulegur stuðn- ingur stjórnvalda við uppbyggingu flskeldis og hver telur þú að hann ætti að vera? Bjarnagjá, þaðan sem Fiskeldi Grindavíkur fær vatn til starfseminnar. Fjær sést á dælubúnaðinn. Séð inn í seiðatankinn um kýrauga. „Eins og ég sagði áðan, þá vil ég sem minnst ríkisafskipti af at- vinnuvegunum. Frumkvæðið á að vera okkar, ekki ríkisvaldsins og þess vegna á að spyrja síðari spurningarinnar fyrst og fyrri hluta hennar á eftir. Svo lengi sem maður gengur ekki til verks með því hugarfari að stjórnvöld færi manni allt á silfurfati, heldur hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir, þá er þetta í góðu lagi. En þeir verða líka að lofa upp á æru og trú að setja aldrei á okkur sérsköttun í neinu formi, ekki útflutnings- gjöld, fóðurskatt eða neitt þvíum- líkt, annars fer þetta allt í vit- leysu. Um afskipti stjórnvalda vil ég að öðru leyti segja þetta: í fyrsta lagi eiga stjórnvöld að hjálpa til við uppbyggingu rann- sóknastöðvar fyrir fiskeldið, með því markmiði að hún geti staðið á eigin fótum innan tíu ára eða svo. Besta ráðið til þess er að stöðin selji þjónustu sína til hinna ein- stöku eldisstöðva, niðurgreitt fyrstu árin en síðar á kostnaðar- verði. Stjórn stöðvarinnar yrði skipuð mönnum úr atvinnugrein- inni að mestu leyti. Þarna gætu rúmast bæði hinar hagnýtu rann- sóknir er lúta að nýsköpun og framförnum og einnig sjúkdóma- rannsóknir og fyrirbyggjandi eft- irlit og varnir. í öðru lagi ætti að setja reglur varðandi meðferð og flokkun framleiðslunnar að fengnum til- lögum frá til þess skipaðri nefnd. í þriðja lagi verður að gera upp- byggingu fiskeldisstöðva auðveld- ari en nú er. Fyrsta skrefið er að afnema aðflutningsgjöld og sölu- skatt, þannig að jöfnuður náist við sjávarútveg og landbúnað og helst betur til þess að örva uppbygging- una. Hlutafjárframlög til fiskeldis ættu að vera skattfrjáls næstu fimm árin. Auðvelda þarf aðgang að lánsfé með hagkvæmum kjör- um. Með hagkvæmum kjörum á ég við það hagkvæmasta sem lána- markaðurinn hefur unn á að bjóða, alvörulán en engin gjafa- lán. Veð til tryggingar lánum eiga skilyrðislaust að koma frá því sem fjármununum er varið til, fram- kvæmdunum sjálfum. Það er skilj- anlegt að bankar séu hikandi í þessu þegar nýjar atvinnugreinar eiga í hlut en þá er það skylda stjórnvalda að hjálpa til með ábyrgðir á meðan reynsla og traust er að skapast. Hluthafar leggja fram hlutafé, ef til vill 30 til 40% af kostnaði. Þeir taka þá áhættu að tapa því öllu, meira er ekki hægt að krefjast. Hvernig eiga stofnendur nýrra fyrirtækja að geta lagt fram aðra tryggingu en framkvæmdirnar sjálfar og þar með talið þeirra hlutafé? Bregðist stjórnvöld hér er ekki hægt að sjá að þau hafi trú á fisk- eldi sem mikilvægri atvinnugrein. Samt má ekki skilja orð mín svo að fé eigi að ausa á báða bóga í fiskeldisfyrirtæki út um allar trissur og ríkissjóður fái síðan reikninginn ef illa fer. Síður en svo, það verður að vanda þetta. Fyrst á að koma fótunum undir þau fyrirtæki sem augljóslega hafa bestu aðstöðuna og eru því að öðru jöfnu líklegust til að skila mestum arði. Jafnframt þarf að gæta þess að fjármagni sé ekki beint í of marga staði í einu. Það er engum greiði gerður með því fá aðeins hluta af fjárþörf sinni full- nægt. Það skapar freistingu til ótímabærra framkvæmda, sem daga hálfpartinn uppi og skilja ekkert eftir nema vandræði. Byggðasjónarmiðin gamalkunnu verður líka að nota með meiri að- gát en hingað til. Þau eiga að mínu mati við þegar hagkvæmni tveggja kosta er fullnægjandi og jöfn. „Vesgú og spís, Benedikt“ Um hlutverk stjórnvalda vil ég í fjórða lagi nefna að fiskeldi f svokölluðum strandkvíum, það er kerjum á landi, krefst dælingar sem er raforkufrek eins og ég sagði áðan. Ekki er fjarri lagi að 1.000 tonna eldisstöð noti 1.000 kílówött eða 1 megawatt og árleg- ur nýtingartími aflsins sé allt að 8.000 klukkustundir. Þetta er svip- að álagsmynstur og hjá stóriðju og réttlætir því sérverðlagningu í samræmi við það. Stjórnvöld og bæjarfélög, yfirboðarar rafveitna, verða að átta sig á þessu og bjóða sanngjarna taxta, til dæmis grundvallaða á heildsölutöxtum Landsvirkjunar, sem vissulega taka verulegt tillit til nýtingar- tíma og söluspennu. Sveigjanleiki í þessum efnum er löngu tímabær. Rafveitur um allt land eru því miður ekki þær þjónustustofnanir í vitund fólksins sem þær í raun réttri ættu að vera. Þetta stafar af trénaðri sölupólitík og viljaleysl fyrst og fremst. Sannleikurinn er nefnilega sá að réttmætar rök- semdir þess ér til rafveitunnar leitar, hafa nákvæmlega ekkert að segja. Svarið er alltaf það sama: „Þetta er okkar gjaldskrá, vesgú og spis Benedikt." Þetta er þeim mun hörmulegra, þegar afstaða af þessu tagi hreinlega kemur í veg fyrir að fyrirtæki rísi, sem fylli- lega eiga rétt á sér. Bæjarfélög og orkubú ættu virkilega að nýta sér sveigjanlegar og réttlátar orku- gjaldskrár til þess að laða til sin nýjan fyrirtækjarekstur. Er mæl- irinn til dæmis ekki fullur, þegar bakarar, sem jú baka á nóttunni, utan álagstímans, íhuga í fyllstu alvöru að taka upp olíukyndingu?" „Ekki sáttur við erlenda eignaraðild“ — Jónas, þú hefur lýst bæði góð- um og slæmum hliðum í uppbygg- ingu flskeldisins. Hvað er það sem fær menn til að leggja út í þessa 0vis.su. til dæmis þig, verkfræðing- inn, sem snýrð baki við þeirri at- vinnu sem þú hefur menntað þig til? „Ég hef ekkert einfalt svar við þessari spurningu. f fyrsta lagi er talsverð verkfræði í svona fyrir- tæki og jarðhiti kemur vissulega við sögu en ég starfaði mest við beislun jarðhitans í mínu fyrra starfi. Hér er því ekki um algera umsöðlun að ræða, fremur þróun. í öðru lagi finnst mér rökrétt fyrir sjávarpláss eins og Grindavík að fara út í fiskeldi. Ég er tengdur sjávarútvegi í Grindavík og vil gjarnan hjálpa til. í þriðja lagi er ég ekki sáttur við erlenda eignaraðild í fiskeldi á ís- landi. Ekki svo að skilja að ég sé andstæðingur erlendrar þátttöku í atvinnulífi landsmanna almennt, síður en svo. Ég tel bara að hún komi fyrst og fremst til greina þegar um er að ræða, stórfyrir- tæki sem við ráðum ekki við að byggja og eiga upp á eigin spýtur, tækniþekkingu sem ekki er til í landinu eða aðgang að erlendum mörkuðum fyrir hráefni og/eða framleiðsiuvörur. Við erum að láta takmarkaðar auðlindir lands- ins í staðinn, við verðum að hafa það í huga. Aðstaða til fiskeldis er vissulega auðlind og ég sé ekki að útlendingar búi yfir neinu því sem réttlæti sölu hennar. Það sem út- lendingarnir hafa, en við ekki, er áhættufé. Þess vegna eru þeir hér. Við getum og eigum að hafa góða samvinnu við útlendinga, án þess að láta þá sölsa undir sig bestu fiskeldisaðstöðu landsins. Til hvers vorum við annars að færa út auðlindalögsögu okkar? Ég sá fram á það síðastliðinn vetur að ef ekki yrði tekið til hendinni, yrðu útlendingar búnir að leggja Reykjanesið undir sig. Nú þegar eru Norðmenn, Hollend- ingar, Svíar og Ameríkanar allt í kring um okkur. Ætli við verðum ekki eina alíslenska fiskeldisfyr- irtækið á Reykjanesskaganum þegar upp verður staðið, en þetta er eitt besta svæði til fiskeldis á landinu. í fjórða lagi held ég að mönnum sé hollt að breyta til, sjá hlutina frá fleiri hliðum, spreyta sig á nýjum viðfangsefnum. Þú getur kallað þetta hvað sem þér sýnist: Athafnaþrá, metnað, löngun til að láta gott af sér leiða, eða jafnvel geðbilun. Það er að minnsta kosti ekki gróðafíkn, eins og margir halda að sé undirrót alls einka- framtaks. Fyrirtæki verða að græða, annars dafna þau einfald- lega ekki, það er rétt, en ég er viss um að flest fyrirtæki eru ekki stofnuð og rekin með það eitt að markmiði," sagði Jónas Matthí- asson að lokum. — HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.