Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Reynslan frá Grundartanga Hrakspárnar um járnblendiverksmiðjuna hafa ekki ræst — eftir Daníel Agústínusson Deilan í Eyjafirði Skiptar skoðanir Eyfirðinga um stóriðju í héraðinu hafa vart farið fram hjá neinum. Undirskriftum er safnað gegn stóriðju og þær af- hentar forsætisráðherra. Síðan kemur enn stærri hópur, sem vill stóriðju að undangenginni ítar- legri rannsókn. Þarna standa tvær fylkingar, hvor gegn annarri. Það er ekki ætlun mín að blanda mér í málefni Eyfirðinga. Þeir hafa oft sýnt það áður, að þeir eru flestum hæfari til að taka ákvarðanir í eigin málum, eins og byggð þeirra og samvinnustarf ber vitni um. Hinsvegar rifja umræður þeirra Eyfirðinga og blaðaskrif þeim tengd upp atburði, sem skeðu í nágrenni Akraness fyrir 10 árum, þegar undirbúningur stóð yfir að byggingu járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga í Hvalfirði. Skoðanir manna nú eru hinar sömu og þá var haldið á lofti. Jafnvel orðalagið er hið sama og fyrir 10 árum. Málið kynnt — Vel fagnað Það mun hafa verið veturinn 1973—’74 að Halldór E. Sigurðs- son, alþm. og ráðherra, hélt fundi í hreppunum sunnan Skarðsheiðar og kynnti hugmyndir, sem fram voru komnar í ríkisstjórninni um járnblendiverksmiðju á Grundar- tanga. Var þeim ákaflega vel tek- ið. Menn sáu þarna fyrir sér öflugt fyrirtæki, sem skapaði fjölbreytni í atvinnulífi héraðsins. Unga fólk- ið sem þá leitaði atvinnu sinnar til Reykjavíkur eða suður á Keflavík- urflugvöll ætti kost á störfum í heimahögum. Besta ráðið við flóttanum „suður“ væri efling at- vinnulífsins í héraðinu. Halldór E. Sigurðsson taldi mál þetta ekki aðeins mikilvægt vegna atvinnulífsins heldur og hafnar- gerðar við Grundartanga, sem gæti orðið grundvöllur að enn fre- kari atvinnuuppbyggingu í hérað- inu og aukinni þjónustustarfsemi. Um þetta voru heimamenn sam- huga, sem þátt tóku í umræðunum og bjartsýnir á framtíðina. En Adam var ekki lengi í Paradís. Magnús Kjartansson sem þá var iðnaðarráðherra hafði beitt sér fyrir viðræðum við erlent stórfyr- irtæki um eignaraðild og sýnt málinu áhuga. Hinsvegar kom það fljótlega í ljós að djúpstæður ágreiningur var í Alþýðubanda- laginu um verksmiðjuna. Andstaðan hefst I kosningum til Alþingis vorið 1974 barðist Jónas Árnason alþm. í Vesturlandskjördæmi harkalega gegn málinu og sagði því raunar stríð á hendur. Skipti hér engu máli, þótt þetta væri að nokkru leyti fóstur Magnúsar Kjartans- sonar. Að loknum kosningum fór hann hamförum í Borgarfirði og eina áhugamál hans næstu árin var að forða Vesturlandi frá þeim ósköpum sem járnblendiverk- smiðja myndi valda kjördæminu. Mun vera nokkuð sérstakt að þingmaður hagi störfum sínum á þann hátt. Röksemdirnar gegn verksmiðjunni voru í stuttu máli þessar: Ofboðsleg mengun. Óhæfir sameignarmenn erlendis. A bygging- artímanum þyrfti 500—600 menn í vinnu og þar með myndi öll byggð sunnan Skarðsheiðar leggjast í eyði. Haugur af „snefilefnum" myndaðist við verksmiðjuna. Þau væru baneitr- uð. Auk þess myndi ódámur þessi fjúka um allt umhverfið og eitra það. Væru „snefilefnin" notuð í undir- stöðu að vegagerð væri sá vegur hættulegur yfirferðar. Vatnsból Akurnesinga í Akrafjalli yrði í mik- illi hættu og sennilega ónothæft. Sem sagt: Verksmiðjan á Grundar- tanga myndi leggja blómlega byggð sunnan Skarðsheiðar í auðn og ógna mannlífi á Akranesi. Það mátti ekki minna vera. Ýmsir sérfræðingar í umhverf- ismálum voru látnir vitna um þetta og fólk sem hafði séð járn- blendiverksmiðjur erlendis, bar þeim hroðalega söguna. Allt þetta moldveður minnti á trúboða, sem ferðuðust um landið í byrjun ald- arinnar og töldu fólki trú um það, að dómsdagur væri í nánd. Var ekki að undra þótt margir yrðu hræddir og vildu komast hjá því að dómsdagur rynni upp, með því að taka afstöðu gegn verksmiðj- unni. Skáld kveðja sér hljóðs Skáld eru viðkvæm og gerninga- veður þetta fór ekki framhjá þeim. f löngu kvæði eftir eitt þeirra, sem búsett er í héraðinu, eru þessi er- indi, sem endurspegla áróðurinn gegn verksmiðjunni: nÞað rísa í byggðinni baneitruð fjöll þau breidast um grundir og leira. Blásýran læðist í vatnsból og völl þið vitið hvað gerist þá fleira. Við sjáum ei dauðann en samt gæti hann í sókn orðið lúmskur að herja. Og þá er ei hægt fyrir maðk eða mann í moldinni líf sitt að verja.- Erindi þessi þurfa ekki skýr- ingar við, en þau eru ævarandi heimild um málflutninginn. Ég heyrði nýlega í útvarpinu að skáldin í Eyjafirði eru komin af stað á svipuðum nótum. Almennur fundur á Leirá Á haustnóttum 1974 boðuðu ráðherrarnir Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sigurðsson fund á Leirá og kynntu með ítariegum framsöguræðum væntanlega verk- smiðju á Grundartanga. Með þeim var m.a. Baldur Johnsen læknir, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Skýrði hann fyrirhugaðar mengunarvarnir og þær kröfur, sem til verksmiðjunnar væru gerðar í þeim efnum. Jónas Árnason alþm. hafði sma- lað ýmsu fólki á fundinn, einkum úr flokki sínum og gagnrýndi það verksmiðjuna harðlega. Hann hafði m.a. símað eftir 2 bændum noröan úr Mývatnssveit. Þeir áttu að bera vitni um alla þá bölvun, sem Kísilgúrverksmiðjan hefði leitt yfir Mývatnssveitina. Að þeirra dómi var hún verst hin and- lega og félagslega mengun, sem af verksmiðjunni leiddi. Karlakórinn hefði hreinlega dáið. Ung- mennafélagið klofnað og annað eftir því. Hinn góði og ljúfi félags- andi við fjallavötnin fagurblá væri nú grútfúll og stórmengaður. Af þessum ástæðum skoruðu þeir á bændur og búalið í Borgarfirði að standa gegn verksmiðjunni og sögðust mæla þar af reynslu og heilindum. Á fundinum vakti mikla athygli framkoma ungs manns, sem kall- aði sig umhverfisverkfræðing. Hann var starfsmaður Baldurs Johnsen en kominn á fundinn samkv. beiðni Jónasar Árnasonar. Erindi hans virtist helst vera það, að gera allan málflutning Baldurs sem tortryggilegastan. Fannst ýmsum þarna nokkuð langt geng- ið. Kenningin um hættuna af „snefilefnunum" virtist frá honum komin. Eftir langar umræður lauk fundi þessum og fóru margir óttafullir heim um framtíð hér- aðsins. Sóknin hert Nokkru síðar var annar fundur haldinn á Leirá að tilhlutan and- ófsmanna. Þangað var fenginn ís- lenskur læknir, sem hafði verið við nám í Skotlandi m.a. í meng- unarfræðum. Hann gekk lengra en nokkur hafði áður gert og fullyrti að allt drykkjarvatn Akranes- kaupstaðar yrði baneitrað og ónothæft. Nú varð fólk enn hræddara en áður og aldrei lá bet- ur á Jónasi þingmanni. Er ekki að undra þótt fólk hrökkvi við, þegar mál eru túlkuð á þann hátt í nafni lærdóms og vísinda. Þegar hér var komið, var sú krafa sett fram, að atkvæða- greiðsla færi fram um staðsetn- ingu verksmiðjunnar. Ekki var hægt að verða við þeirri beiðni, þar sem búið var að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir í samráði við sveitastjórnirnar í hreppun- um. Hefði krafa þessi komið fram fyrr, tel ég líklegt að við henni hefði orðið og verksmiðjan þá ver- ið samþykkt. Hinsvegar má færa líkur fyrir því, að hún hefði verið felld, þegar hér var komið málum. Þá var sú krafa uppi á síöasta stigi að fela félagsfræðingum að gera álit um þá röskun á búsetu, sem verksmiðja á Grundartanga hefði í för með sér. Það lenti víst í tímahraki og harma fáir. Byggðin hefur þróast með eðlilegum hætti og engin slík vandamál eða félags- leg komið upp. Því ekki heldur smáiðnaöur? Á Leirárfundinum héldu nokkr- ar pólitískar fylgikonur Jónasar úr uppsveitum Borgarfjarðar fjálglegar ræður gegn verksmiðj- unni og töldu sig vita margt um hættuna. Jafnframt sögðu þær að betra væri að koma smáiðnaði upp í héraðinu í stað hinnar hættulegu verksmiðju. Um þetta gerði svo Samband borgfirskra kvenna samþykkt nokkru síðar og nefnd var sett á laggirnar. Þrátt fyrir 10 ára starf hafa fáir orðið varir við árangur af starfi hennar. Frétt kom þó eitt sinn um það, að nefnd- in legði til að bifreiðaverkstæði yrðu stofnuð í öllum hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Væntanlega átti einnig þá að leggja niður að einhverju eða öllu leyti bifreiðaverkstæði K.B. í Borgarnesi. Það er ekki öll vitleys- an eins. Sá hugsanagangur er því ekki nýr — hjá þeim sem ekki mega heyra stóriðju nefnda, að benda á smáiðnað í staðinn, án frekari út- skýringar. Þetta orð er eins og af- sökun fyrir málstaðnum. Sann- leikurinn er sá, að smáiðnaður og stóriðja eru ekki og hafa aldrei verið ólíkir valkostir. Þetta er ein- stakt rugl, sem búið er að hlusta á alltof lengi. Hugvitssamir og dug- legir menn geta hvar og hvenær sem er komið upp smáiðnaði, ef nauðsynleg skilyrði eru fyrir hendi. Verksmiðjan á Grundar- tanga spillir ekki fyrir smáiðnaði. Hennar vegna er hægt að koma honum upp í hverjum hreppi Borgarfjarðarhéraðs. Hvað hefur áhugafólkið um smáiðnað aðhafst sl. 10 ár? Forustan brást ekki Það er með ólíkindum, hversu fámennur hópur kommúnista, sem beitti fyrir sig nokkrum sérfræð- ingum, komst langt í áróðri sín- um, gagnvart hrekklausu fólki. Hér að framan hafa nokkur dæmi verið nefnd, en miklu meira er ósagt. Það sem bjargaði málinu gegnum allt þetta moldveður var einbeitt forusta ríkisstjórnarinn- ar og þá einkum þeirra ráðherra, sem að framan eru nefndir. Nokk- ur seinkun varð á framkvæmdinni af ástæðum, sem ekki verða rakt- ar hér, en aldrei var hvikað frá settu marki. Framleiðslan á Grundartanga hófst í maí 1979. Nokkrir erfið- leikar voru fyrstu árin vegna orkuskorts, sölutregðu og verð- falls. Með fullvirkjun Hrauneyja- foss var komin nægileg orka. Sveiflur á markaði verða sjálfsagt ekki umflúnar og alltaf reiknað með þeim. Þær koma sér þó ver, | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Húsnæöi óskast Ungan enskan verkfræöing vantar 3ja—4ra herb. íbúö á tímabilinu 1. mars til 31. desember (jafnvel lengur, eftir samkomu- lagi) á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirfram- greiösla allt aö 6 mánuðir í erlendum gjald- eyri. Tilboö merkt: „Þ — 2622“ sendist augl.deild Mbl. fyrir 28. janúar nk. Húsnæði óskast Ungum enskum verkfræöingi vantar 3ja—4ra herb. íbúö á tímabilinu 1. mars til 31. desember (jafnvel lengur, eftir samkomu- lagi) á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirfram- greiösla allt að 6 mánuöir í erlendum gjald- eyri. Tilboö merkt: „Þ — 2622“ sendist augl.deild Mbl. fyrir 28. janúar nk. Veitingastaður — miðbærinn Til sölu nú þegar er veitingastaöur í fullum rekstri í hjarta borgarinnar. Þeir sem hafa áhuga sendi gögn sín á augld. Mbl. merkt: „Miöbær — 1580“. þjónusta 2 trésmiðir Tökum aö okkur alla nýsmíöi og breytinga- vinnu, setjum upp bílskúrshurðir, milliveggi, uppsetningu á innréttingum og fl. Upplýsingar í síma 78610. Sjálfstæðisfélag Húsavíkur veröur meö baejarmálafund þriöjudaginn 15. janúar í kaffiteriu Hóteis Húsavikur kl. 20.30. c , : Dagskrá: Almenn bæjarmál. oljomm. Auglýsing frá Utan- ríkismálanefnd SUS — Fyrirlestur um bandarísk stjórnmál Hér á landi er staddur Edwin Fogelman prófessor í stjórnmálafræöi víö Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Mun hann flytja fyrirlestur á vegum Utanríkismálanefndar SUS fimmtudaginn 17. þ.m. og nefnlst fyrirlesturinn Stjórnmálaviöhorf I Bandaríkjunum viö upphaf síöara kjörtimabils Ronalds Reagan. Fyrirlestur prófessors Fogelmans á vegum Utanrikismálanefndar SUS veröur i Valhöll viö Háaleitlsbraut fimmtudaginn 17. janúar kl. 20.30 og er öllum opinn. Aö fyrlrlestrinum loknum mun prófessor Fogelman svara fyrirspurnum fundarmanna. Utanríkismálanefnd SUS. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur almennan félagsfund mánudaginn 21. janúar nk. í Sjálfstæö- ishúsinu, Hafnargötu 46, Keflavik, kl. 20.30. Fundarefni: Bærinn okkar. Gestur fundarins veröur Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar. Vilborg Ámundadóttir og Sólveig Jónsdóttir flytja stutt ávörp. Kaffiveitingar og bingó. St/órnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.