Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
Sigurði Helgasyni svarað
eftir Jakob F.
Ásgeirsson
I Dagblaðinu & Vísi 9. janúar sl.
er birtur útdráttur úr einum kafla
í bók minni, Alfreðs saga og Loft-
leiða, og kallaður til Sigurður
Helgason að gera við hann
athugasemdir.
„Athugasemdir" þær sem blaðið
hefur eftir Sigurði eru mestan
part skætingur og rógur um mig,
en þó líka ætlaður fleirum þar sem
hann segir: „Höfundur hefur grei-
nilega fengið fræ úr korni sem
malað var í myllu Gróu frá Leiti
og uppskeran í samræmi við það.“
Það er fyrst að leiðrétta sem
segir á forsíðu DV þennan dag, að
Sigurði Helgasyni séu „ekki vand-
aðar kveðjurnar" í bók minni.
Þetta finnst mér helst til frjálsleg
notkun á orðatiltækinu, að vanda
e-m ekki kveðjurnar. Sigurður
Helgason er ekki skammaður i
þessari bók og hann er ekki atyrt-
ur fyrir tiltæki sín, heldur er í
bókinni „áreynslulaus frásögn",
eins og það var orðað í ritdómi,
um þá valdabaráttu sem varð inn-
an Flugleiða eftir sameiningu
flugfélaganna og þar til Alfreð
Elíasson var rekinn útúr skrif-
stofuhúsi félagsins. Það er engar
skammir að finna í þessari bók,
eins og reyndar sýndi sig í þeim
slitrum sem DV birti.
Þrjú atriði í máli Sigurðar
Helgasonar má segja að snerti
málefnalega umræðu og skal þeim
nú svarað og síðan aurkasti
mannsins og álygum.
Sigurður víkur að hlutabréfa-
kaupunum 1953, en þá náðu
starfsmenn Loftleiða meirihluta í
stjórn félagsins með því að kaupa
leynilega hlutabréf í félaginu eftir
gamalli útboðsheimild. Um þetta
er fjallað ítarlega í kaflanum
Tímaót, bls. 124—136. „Athuga-
semd“ Sigurðar er svohljóðandi:
„Ég dvaldi í Bandaríkjunum
veturinn 1952—53 og hitti þá oft
gamla vini frá Loftleiðum. Við
þær viðræður vöknuðu hjá mér
hugmyndir um kaup á hlutabréf-
um fyrir mig og fleiri og átti ég
síðan verulegan þátt í að skipu-
leggja þau kaup og framkvæma.
En sú frásögn sem hér birtist er
hvað mig varðar í röng meginat-
riðum.“
í frásögn bókarinnar af þætti
Sigurðar í þessum hlutabréfa-
kaupum er m.a. stuðst við samtal
mitt við Jóhannes Markússon,
flugstjóra, en það var hann sem
átti „hugmyndina" að þvl að
starfsmenn Loftleiða leituðu til
Sigurðar um þessi kaup. í bókinni
segir, bls. 131:
„Við starfsmennirnir rúðum
okkur því inn að skinninu, seldum
ýmsar persónulegar eignir og
keyptum bréf eins og við mest
máttum. Við vorum hins vegar
engir efnamenn og leituðum því
eftir fjársterkum aðila sem gæti
keypt þau bréf sem við höfðum
ekki bolmagn til að kaupa. Helst
vildum við finna einn mann, svo
að fyrirætlanir okkar kvisuðust
ekki, því þá hefði stjórnin
umsvifalaust lagt bann við
hlutabréfasölunni. Jóhannes
Markússon, flugstjóri, þekkti vel
til Sigurðar Helgasonar, sem þá
var framkvæmdastjóri tveggja
fyrirtækja í Reykjavík, Orku og
Steypustöðvarinnar. Jóhannes
vissi að Sigurður hafði mikið fjár-
magn á bak við sig og stakk uppá
því að við leituðum til hans. Það
gerðum við og eftir nokkrun um-
þóttunartíma ákvað Sigurður að
ganga til liðs við okkur.“
Þessi frásögn stendur óhrakin.
Siðar í bókinni, þar sem fjallað
er sérstaklega um ýmis viðskipti
Sigurðar Helgasonar og annarra
stjórnarmanna Loftleiða, er sagt
frá því að við hlutabréfakaupin ’53
hafi Sigurður eginast stærri hlut
en hinir stjórnarmennirnir, Al-
freð, Kristján Guðlaugsson, Einar
Árnason og Kristinn Olsen, en að
svo hafi verið um talað, að þegar
þeir fjórmenningar hefði bolmagn
til þess, þá skyldu þeir leysa til sín
á nafnverði eitthvað af þeim hlut-
abréfum sem skráð voru á Sigurð,
þannig að þeir ættu „allir jafnan
hlut, félagarnir í stjórn Loftleiða,"
eins og það er orðað í bókinni.
Þegar sá dagur kom að þeir höfðu
bolmagn til að leysa til sín bréfin,
gengu þeir Alfreð og Einar Árnas-
on á fund Sigurðar, en hann sagði
þá aðeins: — Ja, hvað bjóðið þið?
Þeir buðu á endanum í bréfin,
enda þótt þeim fyndist framkoma
Sigurðar furðuleg, en Sigurði
fannst boðið ekki nógu hátt og
þess vegna átti hann stærri hlut í
félaginu en aðrir stjórnarmenn
Loftleiða.
Frá þessu er sagt á bls. 341—2.
Sigurður gerir enga „athugasemd"
við þessa frásögn — og hvað er þá
„í meginatriðum" rangt?
Um afskipti sín af Air Bahama
hefur Sigurður aðeins þetta að
segja:
„Varðandi það sem í bókinni er
kallað alvarlegt trúnaðarbrot, þá
er þar flest úr lausu lofti gripið.
Þau plögg sem þar er vitnað til eru
drög sem snertu hugmyndir að
breyttu starfsfyrirkomulagi mínu.
Þegar Alexander P. Maillis hafði
sent umrædd plögg til íslands, að
því er virðist í þeim tilgangi að
reyna að klekkja á mér, var hinn
virti lögfræðingur Loftleiða í New
York spurður álits. Eftir yfirlýs-
ingu sem hann gaf var ekki
minnst á þetta mál framar. Að
ekki skuli vera sagt frá þessu í
bókinni er vissulega umhugsunar-
efni.“
Nú er mér fyrst spurn: Hvaða
yfirlýsing var þetta? Hvers vegna
var hún gefin? Hvað stóð í þessari
yfirlýsingu? Hvar er hún? Af
hverju er hún ekki nefnd í stjórn-
arfundargerðum Loftleiða? Hvar
eru fundargerðir Air Bahama?
Hér þarf ekkert að fara á milli
mála, ef Sigurður leggur plöggin á
borðið.
Ég byggi frásögn Alfreðs sögu
um þetta efni aðallega á stuttri
skýrslu Kristjáns Guðlaugssonar
til Alfreðs og afriti af fundargerð-
um sem Alexander P. Maillis, þá-
verandi forseti Air Bahama, sendi
stjórnendum Loftleiða um mitt ár
1972. Er frásögnin um hið „alvar-
lega trúnaðarbrot" Sigurðar á bls.
342—4 í bókinni, en „trúnaðar-
brotið“ fólst í því, að því er heim-
ildir greindu, að Sigurður hefði
ætlað að fara á bak við félaga sína
í stjórn Loftleiða og kaupa stóran
hlut í Air Bahama án vitundar
stjórnarinnar hér heima og auk
þess ætlað að ákveða „sjálfum sér
42 þúsund dollara árslaun ofaná
allar aðrar tekjur", eins og segir í
bókinni.
Er ekki Sigurður að játa þessu
öllu, þegar hann segir: „Þau plögg
sem þar er vitnað til (þ.e. í bók-
inni) eru drög sem snertu hug-
myndir að breyttu starfs-
fyrirkomulagi mínu“?
Þá segir áfram, að Maillis hafi
sent „umrædd plögg til íslands ...
í þeim tilgangi að reyna að klekkja
á mér“. Það er trúlegt, en ástæður
Maillis koma bara ekki þessu máli
við. Málið snýst um það, Sigurður,
sem stendur í þessum fundargerð-
um, ekki hvort sá sem sendi þær
til íslands sé vondur maður eða
góður.
Sigurður Helgason fer nokkrum
almennum orðum um það sem
hann kallar „rangar ákvarðanir".
Hann viðurkennir að til ágrein-
ings hafi komið með honum og
öðrum stjórnendum Loftleiða eftir
að Alfreð Elíasson veiktist og
einkum verið deilt um áframhald
Norðurlandaflugsins og samein-
ingarmálið. Um bæði þessi mál er
fjallað ítarlega í bókinni og þáttur
Sigurður í t.d. sameiningarmálinu
gerður mjög góður vegna þess að
heimildir sýndu að hann hefði
Jakob F. Ásgeirsson
„Þaö er ég sem ber
ábyrgð á Alfreös sögu
og á að svara til saka.
Ég lagði mig fram um
að segja ekki neitt ann-
að af Sigurði Helgasyni
en ég taldi að væri ör-
ugg vitneskja fyrir. Ég
hef ekkert á móti því að
Sigurður taki málið upp
í blöðum, og þótt mér
þætti viðkunnanlegra að
hann hefði manndóm til
þess að láta á það reyna
fyrir dómstólum hvað
ofmælt sé um hann í
bók minni.“
komið vel undirbúinn til þeirra
viðræðna og setti fram athyglis-
verðar hugmyndir um framtíð
flugfélaganna. Allt er þetta rakið
eftir heimildum, eins og annað í
bókinni, og Sigurður gerir enga
„athugasemd" við ofangreind at-
riði, heldur notar tækifærið í DV
til að koma því á framfæri að
hann hafi haft rétt fyrir sér í
þessum efnum og skal hann látinn
í friði með þá skoðun, enda þótt
hún sé umdeilanleg.
Þá ræðir Sigurður stuttlega
hina „gífurlegu erfiðleika“ Flug-
leiða 1979—80 og segir réttilega að
fækkun starfsfólks hafi verið
óhjákvæmileg. En síðan segir
hann: „Það er alrangt, sem haldið
er á lofti í bókinni, að uppsagnir
hafi bitnað harðar á Loftleiða-
flugmönnum en flugmönnum
Flugfélagsins."
Það er einungis ein setning, slit-
in úr samhengi, sem gefur Sigurði
Helgasyni tilefni til þessarar „at-
hugasemdar" og hún er svohljóð-
andi: „Félag Loftleiðaflugmanna
sýndi fram á að uppsagnirnar
bitnuðu harðar á þeim en flug-
mönnum Flugfélags tslands.“
Setning þessi birtist í þessu sam-
hengi í bókinni á bls. 359:
„Sigurður Helgason tók því einn
við forstjórn Flugleiða hinn 1. júní
1979. Mánuði síðar var um 200
starfsmönnum Flugleiða hf. sagt
upp störfum frá og með 1. október.
Samhliða þessum samdráttarað-
gerðum var fjölgað í yfirstjórn fé-
lagsins og Érling Aspelund ráðinn
sjötti framkvæmdastjórinn ... Þá
var farið að hringla með lykilm-
enn hjá fyrirtækinu, gamla Loft-
leiðamenn; starf skrifstofustjóra,
Finnbjarnar Þorvaldssonar, var
lagt niður, ólafi P. Erlendssyni,
forstöðumanni farþegaafgreiðslu
var sagt upp og Flemming Holm,
forstöðumaður aðalbókhalds, var
gerður áhrifalaus. Félag
Loftleióaflugmanna sýndi fram á að
uppsagnir bitnuðu harðar á þeim en
flugmönnum Flugfélags fslands.
Ólgan og óánægjan innan gamla
Loftleiðahópsins óx mjög við þess-
ar aðgerðir — og þann 15. júlí
birti Þjóðviljinn við mig viðtal
sem bar yfirskriftina „Sigurður
vill ryðja burt öllu sem tengist
Loftleiðum" ..."
Þarna er semsé verið að sýna
andrúmsloftið innan fyrirtækisins
sumarið 1979 frá sjónarhóli hinna
gömlu Loftleiðamanna eftir að
Sigurður Helgason hafði verið ge-
rður einn að forstjóra félagsins.
Forsvarsmenn félags Loftleiða-
flugmanna boðuðu til blaða-
mannafundar á sínum tíma og
töldu sig þar sýna fram á að þess-
ar uppsagnir hefðu bitnað harðar
á þeim en Flugfélagsmönnum. Það
er skoðun Alfreðs Elíassonar að
þetta hafi verið svo sumarið ’79.
Sigurði hefði verið nær að eyða
nokkrum orðum að hinum sér-
stæðu aðferðum sem hann notaði
við að bola gömlum Loftleiðamön-
num í háum stöðum frá félaginu,
en það er þeim „uppsögnum" sem
lýst er ítarlega í bókinni og ef Sig-
urður þurfti að tjá sig um „upp-
sagnir" þá lá beinast við að tala
um þær.
Þessu næst fullyrðir Sigurður
Helgason að í bók minni sé sleppt
„að segja frá mörgu sem skiptir
verulegu máli fyrir Loftleiðir".
Hann hefur þó ekki annað dæmi
að nefna um þetta en að í bókinni
sé „hvergi minnst á (leturbr.
hér)... þá samninga, sem fram
fóru í ársbyrjun 1970 við stjórn-
völd i Bandaríkjunum varðandi
leyfi til þotuflugs til Bandaríkj-
anna.“
Þetta eru ósannindi. Á bls. 204
þar sem fjallað er um lok Loft-
leiðadeilu og upphaf þotuflugs fé-
lagsins árið 1970, segir orðrétt:
„Aður höfðu verið gerðir hagstæð-
ir samningar við flugmálayfirvöld
í Bandaríkjunum, sem tryggðu
Loftleiðum óbreytta aðstöðu, enda
þótt félagið tæki upp þotuflug með
litlum fyrirvara, og giltu Loftleið-
agjöld áfram á flugleiðinni milli
Bandarikjanna og Lúxemborgar.“
Sigurður Helgason leggst á það
lúalag, að draga látinn mann inn í
deilur um Alfreðs sögu. Það er
ekki orð sagt til miska Erni John-
son persónulega í Alfreðs sögu, en
hitt hljóta allir að skilja að það
var ekki hægt að komast hjá því í
heimildarbók um Loftleiðir að
rekja deilur forystumanna Loft-
leiða og Flugfélagsins og ég fæ
ekki séð að minning Arnar John-
son sé á nokkurn hátt svert með
því. Loftleiðir hófu harða sam-
keppni við Flugfélagið og for-
stjóra Flugfélagsins bar skylda til
að halda fram hlut sins félags.
Örn Ó. Johnson var alla tíð harður
andstæðingur Loftleiða. Það fór
aldrei á milli mála og það vissu
allir, lika Sigurður Helgason, sem
má ekki halda að öll gögn hafi
týnst eins og fundargerðarbækur
Áir Bahama.
Þá getur það varla talist drengi-
legt af Sigurði Helgasyni að reyna
að koma höggi á eiginkonu Al-
freðs, Kristjönu Millu Thor-
steinsson, sem ekki reyndi á nokk-
urn hátt að hafa áhrif á bókar-
gerðina. Sigurði ætti að þykja nóg
höggvið í knérunn þeirra hjóna
með því að bregðast Alfreð veik-
um, þótt hann hefji ekki upp róg-
burð um eiginkonu hans.
Það er ég sem ber ábyrgð á Al-
freðs sögu og á að svara til saka.
Ég lagði mig fram um að segja
ekki neitt annað af Sigurði Helga-
syni en ég taldi að væri örugg
vitneskja fyrir. Ég hef ekkert á
móti því að Sigurður taki málið
upp í blöðum, þótt mér þætti við-
kunnanlegra að hann hefði
manndóm til þess að láta á það
reyna fyrir dómstólum hvað
ofmælt sé um hann í bók minni.
Trúlega heldur hann sér þó við'
venju sína, þegar á hann er deilt,
að svara með fullyrðingum, að
þetta og hitt sé „rangt„ eða að
hann „elti ekki ólar“ við það sem á
hann er borið. Honum hefur jafn-
an dugað þetta.
En ég ætla ekki að láta honum
duga þetta. Mér er það alls ekki
óljúft að með okkur hefjist deilur í
blöðum. Ég fengi þá tækifæri til
að rekja gang mála frammi fyrir
alþjóð og spyrja Sigurð margra
spurninga sem vöknuðu upp við
sögugerðina og hann einn getur
svarað.
Jakob F. Ásgeirsson er höíundur
bókarinnar Alfreós saga Loftleiða.
Morgunblaðið/Úlfar
Páll Jóhannsson tenór syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
Páll Jóhannsson
syngur á ísafirði
ísafirói, 7. janúar.
SÖNGVARINN Píll Jóhannesson
hélt söngskemmtun í Alþýðuhúsinu
laugardaginn 5. janúar sl. við afar
góóar undirtektir áhcyrenda. Píanó-
undirleik annaðist Ólafur Vignir Al-
bertsson.
Á efnisskránni voru verk eftir
Scarlatti, Stradella, Bach-Gou-
onod, Jón Björnsson, Sigvalda
Kaldalóns og Karl Óttó Runólfs-
son. Meðal verka voru aríur úr
Don Giovanni, Rigoletto, Perluk-
öfurunum, og Toska. En meðai ís-
lensku verkanna voru Blái hellir-
inn, Brúna ljós þín blíðu, Stormar,
Ég lít i anda liðna tíð og Hirðing-
inn. Fremur fátt var á tónleikun-
um, en undirtektir áheyrenda afar
góðar og varð listamaðurinn að
syngja mörg aukalög.
Úlfar