Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 23 Brúarsmíðin þolir enga bið ísinn á dönsku sundunum er nú í þann veginn að loka Eyrarsundi og Stórabelti og ferjurnar eiga í miklum erfiðleikum með að komast áfram, jafnvel þótt ísbrjótar ryðji brautina. Kuldarnir í Danmörku fara nú að nálgast metið frá 1942 en þá fór frostið mest í 29 stig. Þykir Dönum nú augljóst, að ekki megi lengur dragast úr hömju að smíða brú yfir Stórabelti og brú eða jarðgöng undir Eyrarsund. Á myndinni fer „Thorbjörn", öflugasti ísbrjótur Dana, fyrir litlu flutningaskipi og ryður því rennu í gegnum ísinn. Noregur: 182 milljarða hagnaður af utanríkisviðskiptum (Mi, 15. janóar. AP. Utanríkisviðskipti Norðmanna ár- ið 1984 voru þeim hagstæð um 40,3 Hollustuvín fyrir hjartað í Frakklandi er nú komið á markaðinn vín, sem framleiðend- urnir segja, að sé hollt fyrir hjart- að og komi í veg fyrir alls kyns æðasjúkdóma. Nýja víntegundin, sem heitir Coeur (hjarta), var gerð eftir að í ljós kom í könnun, sem fram fór árið 1979, að hjarta- áföll eru fátíðari í þeim héruð- um og löndum þar sem vínrækt hvílir á gömlum merg. Rann- sóknir, sem fóru fram í kjölfar könnunarinnar, leiddu i ljós, að sútunarsýra, sem kemur úr fræjum og stönglum við vin- gerðina, leysir upp kólesteról, sem safnast saman í æðum, en það getur valdið hjartasjúk- dómum. Höfundur nýja vínsins heitir Guy Roger og býr í Corbieres- héraði i Suðvestur-Frakklandi. Hann fékk til liðs við sig lyfja- fræðing við háskólann í Borde- aux og víngerðarsérfræðing og er útkoman nýtt rauðvín, rikt af sútunarsýru en snautt af áfengi. milljarða norskra króna, eða jafn- virði 182 milljarða íslenzkra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem norska hagstofan sendi frá sér í dag. Er hér um að ræða 27,1% aukn- ingu frá árinu 1983 er Norðmenn fluttu út vörur fyrir 31,7 milljarða krónur umfram innflutning. í desember sl. var viðskiptajöfn- uður Norðmanna hagstæður um 5,4 milljarða norskra króna, sem er 48,4% aukning frá árinu áður. 42 ára eldflauga- fræðingur yf- ir herafla Kína Peking, 15. janúar. AP. CHEN Hongyou, 42 ára eldflauga- sérfræðingur, hefur verið skipaður aðstoðaryfirmaður herafla Kína, að sögn Xinhua fréttastofunnar. Er Hongyou einn 300 ungra há- skólastúdenta, sem settir hafa verið til æðstu metorða í kín- verska hernum. Alls eru 4,2 millj- ónir hermanna í kínverska hern- um, þar af hálf milljón í flugher landsins. Deng Xiaoping skipaði eldri for- ingjum á eftirlaun í nóvember sl. til að rýma fyrir ungum og færari mönnum. Herferð gegn krák- um í Malaysíu Kuala Lumpur, 15. janúar. AP. LÝNT hefur verið stríði á hendur krákum í borginni Kelang í Mala- ysíu og hafa borgarbúar brugðist vel við og slátrað 15 þúsund af hinum hávaðasama fugli, sem yfir- völd ræktuðu á sínum tíma og létu sleppa. Talið er að á milli 50 og 60 þúsund krákur sé að finna í Kel- ang og næsta nágrenni og stend- ur yfir útrýmingarherferð, sem borgaryfirvöld standa á bak við. Kelang er 30 km vestur af Kuala Lumpur. Breskir landnemar fluttu krákuna með sér til Malaysiu frá Indlandi snemma á þessari öld því hún lifði á skordýrum, sem lögðust á kaffiplöntur og ollu uppskerutjóni. Nú, 28 árum eftir að ríkið hlaut sjálfstæði, eru ræktaðir arðsamari oliupálmar og gúmmitré á gömlu kaffiekr- unum. Vegna þessa leitar krákan á aðrar slóðir, m.a. inn á heimili fólks. Af henni hefur hlotist mikið ónæði vegna háværs krúnks hennar. Leitar krákan m.a. að æti og svífst einskis. Hefur því verið skorin upp herör gegn krákunni og veiðimönnum hvaðanæva boðið til borgarinnar á skytterí. Um 200 skyttur skutu 9.393 krákur á laugardag og 4.718 til viðbótar á sunnudag. Árið 1971 var einnig lagt til at- lögu gegn krákunni og voru þá um 10 þúsund fuglar skotnir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN C. AUSLAND Treholt og kosningar mál málanna í Noregi Ef litið er til síðasta árs leikur enginn vafi á hvaða atburður var mest í fréttum í Noregi. Þá er einnig auðvelt að geta sér til um hvaða atburður verður í brennidepli á þessu ári. Lykilorðin eru „Treholt“ og „kosningar". Spurningin er sem sé, hvaða áhrif Treholt-málið hefur á kjósendur þegar gengið verður til kosninga í september. Þegar Arne Treholt var handtekinn 21. janúar 1984, var hann á leið til Vínarborgar á fund við útsendara sovésku leyniþjónustunnar KGB. Þótt enn liggi ekki fyrir hvenær Treholt gekk KGB á hönd, virðist hann hafa starfað fyrir Sovétmenn í rúman áratug. í framhjáhlaupi má geta þess, að komið hefur í Ijós að Treholt starfaði einnig fyrir leyniþjónustu Iraka. Ef Treholt hefði verið óbreyttur starfsmaður í utanríkisráðuneytinu hefði mál hans ekki vakið svo gífurlega at- hygli hér í Noregi og raun bar vitni. Treholt var hins vegar háttsettur embættismaður í utanríkisþjónustunni og hafði hlotið skjótan frama fyrir til- stilli Jens Evensen; embætt- ismanns i utanríkisráðuneytinu, sem einnig hafði látið til sin taka í stjórnmálum innan Verkamannaflokksins. Treholt var nánasti ráðgjafi Evensens í samningaviðræðum Norðmanna og Sovétríkjanna um fiskveiði- réttindi í Barentshafi. Þá hefur því einnig verið hald- ið fram að Treholt hafi hvatt Ev- ensen til að halda ræðu, þar sem fram kom sú hugmynd að Norð- urlönd yrðu lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. Kéttarhöld í lok febrúar Þegar Norðmenn höfðu náð sér eftir mesta áfallið sem fylgdi handtöku Treholts, komst málið úr brennidepli fjölmiðlanna. En líkur eru á að svo verði ekki lengi. I lok febrúar er ætlunin að hefja réttarhöld yfir Treholt og kann mál hans því að verða helsta fréttaefni norskra fjöl- miðla fram á sumar. Spurningin snýst því um hvaða áhrif réttarhöldin yfir Treholt hafa á kosningarnar í september. Svarið ræðst, að hluta til, af því hvernig ríkis- stjórn Willochs færir sér málið í nyt til að koma þeirri skoðun að hjá kjósendum, að ekki sé unnt að treysta stefnu Verkamanna- flokksins í öryggismálum. Samið um öryggismál Það voru einkum tveir atburð- ir sem urðu þess valdandi að sá einhugur, sem ríkt hafði í örygg- ismálum Norðmanna, varð að engu. Hinn fyrri var ákvörðun NÁTO þess efnis að hafin skyldi uppsetning Pershing II kjarna- vopna og stýriflauga í Evrópu. Sá síðari var ósigur Verka- mannaflokksins í síðustu kosn- ingum sem leiddi til þess að flokkurinn varð að sætta sig við stjórnarandstöðu. Þar sem Verkamannaflokkurinn sat ekki að völdum varð leiðtogi hans, Gro Harlem Brundtland, fyrir sífellt meiri þrýstingi frá vinstri væng flokksins. Vorið 1984 létti þessari spennu nokkuð þegar Gro Harlem tókst að ná samkomulagi við ríkisstjórn Káre Willoch um yfirlýsingu um stefnuna í öryggismálum þjóðar- innar. Hér var um málamiðlun að ræða, sem gerði ekki út um deilurnar. Segja má, að þeim hafi verið sópað undir teppið. Við lok síðasta árs virtust komnir brestir í samkomulagið. Willoch forsætisráðherra átti í erjum við samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni auk þess sem hann var undir stöðugum þrýst- ingi frá Verkamannaflokknum varðandi ýmis mál, svo sem sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna um frystingu kjarnorkuvopna. Sum- ir forystumanna í flokki Will- ochs, hægri flokknum, höfðu ver- ið óánægðir með málamiðlunina og lögðu hart að honum að láta af samkomulaginu. Vildu þeir að Willoch léti í ljós efasemdir um stuðning Verkamannaflokksins við aðildina að NATO. Olíuvinnslan Þó svo að athygli fjölmiðla hafi mjög beinst að pólitískri baráttu og væntanlegum kosn- ingum, þá varð olíuvinnsla Norð- manna og hlutverk þeirra sem olíuframleiðsluríki drjúgt fréttaefni á síðasta ári. Á und- anförnum árum höfðu Norð- menn lítt haft sig í frammi varð- andi olíuverð í heiminum. En í október siðastliðnum varð breyt- ing á, þegar ríkisrekna olíufélag- ið, STATOIL, lækkaði olíuverð sitt. OPEC-samtökin gagnrýndu þessa ákvörðun, en sjálf áttu samtökin í mesta basli við að halda uppi verðinu á eigin fram- leiðslu. Yamani, olíumálaráð- herra Saudi-Arabíu, kom í ör- stutta heimsókn til Osló, en nú í byrjun árs var enn allt á huldu varðandi olíuverð í framtíðinni. Árið 1984 lentu Norðmenn fyrst í alvarlegum erfiðleikum við sölu á gasi. Bretar höfðu skrifað undir samkomulag um kaup á gasi frá Sleipnis-svæðinu en síðan fengu bresk yfirvöld bakþanka og málið fór í hnút. Þetta kostaði margra mánaða spennu og innbyrðis baráttu í London. Káre Kristiansen, orkumálaráðherra Norðmanna, hótaði að hætt yrði við gas- vinnslu á Sleipnis-svæðinu og framleiðsla á olíu yrði aukin. Um áramótin var ekki ljóst hver yrði framtíð gasvinnslu Norð- manna. Friðarverðlaunin I desember voru friðarverð- laun Nóbels afhent í Osló. Ekki minnkaði athygli fjölmiðla þeg- ar fresta varð afhendingunni vegna sprengjuhótunar. Verð- launahafinn, Desmond Tutu, biskup frá Suður-Afríku, og aðr- ir gestir urðu að yfirgefa bygg- inguna á meðan sprengjuleitin fór fram. Óneitanlega urðu yfir- menn lögreglunnar nokkuð vandræðalegir þegar í ljós kom að þeir höfðu ekki látið kanna bygginguna áður en athöfnin hófst. Kristiansen, orkumálaráð- herra, kallaði fulltrúa þriggja erlendra olíufélaga á sinn fund í því skyni að bera á móti fréttum þess efnis að Norðmenn seldu yf- irvöldum í Suður-Afríku olíu. I stuttu máli má segja, að Norðmenn hafi gengið til móts við nýtt ár án þess að vera þrúg- aðir af alvarlegum vandamálum. Stjórn og stjórnarandstaða leita nú logandi ljósi að snöggum bletti á andstæðingnum vegna væntanlegra kosninga. Akkiles- arhæll stjórnarinnar er atvinnu- leysið. Hvað varðar stefnuna í öryggismálum, þá leiðir tíminn í ljós hvor stendur þar höllum fæti, Verkamannaflokkurinn eða samsteypustjórn Willochs. John C. Ausland er fyrrum starfs- maður í bandarísku utanríkisþjón■ ustunni. Hann er nú búsettur í Osló og stundar ritstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.