Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 31 Frá GrundarUnga. eftir því sem fyrirtækið er nýrra og stofnkostnaður liggur á með fullum þunga. Hinsvegar má fuli- yrða að engar hrakspár Alþýðu- bandalagsins hafa ræst. Þær hafa allar orðið því til skammar og það fyrr en búast mátti við. Er það mikil gifta fyrir Vesturlandskjör- dæmi. Hver er reynslan af verksmiðjunni? Nú hefur verksmiðjan starfað í ár. Eftirgreind atriði blasa við þeim, sem eitthvað fylgjast með rekstrinum og er fróðlegt að bera þau saman við frásögnina hér að framan og allan áróðurinn gegn verksmiðjunni: 1. Stjórn verksmiðjunnar hefur tekist mjög vel og góður andi ríkt meðal starfsmanna henn- ar. 2. Hún veitir ca. 180 mönnum at- vinnu, sem einkum búa á Akranesi og í hreppunum sunnan Skarðsheiðar. Launa- greiðslur verksmiðjunnar 1984 voru kr. 100 millj. og eru áætl- aðar 1985 kr. 180 millj. Meðal árstekjur eru því hærri en al- mennt gerist. 3. Mikill stöðugleiki hefur verið þar í starfsfólki og meiri en almennt á vinnustöðum. Það bendir til þess að menn uni þar all vel hag sínum. „Allt þetta moldveður minnti á trúboða, sem ferðuðust um landið í byrjun aldarinnar og töldu fólki trú um það, að dómsdagur væri í nánd. Var ekki að undra þótt margir yrðu hrædd- ir og vildu komast hjá því að dómsdagur rynni upp, með því að taka af- stöðu gegn verksmiðj- unni.“ 4. Ekki hefur heyrst talað um mengun frá verksmiðjunni né önnur óþægindi. Vatnið á Akranesi er nú talið — samkv. opinberri rannsókn — með því allra besta, sem gerist í land- inu. 5. Rykið sem átti að leggja byggðina í eyði er selt í tönk- um til sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi og notað þar til hlöndunar í sementið, sem eft- ir það er talið eitt hið besta í veröldinni í sérstökum gæða- flokki. 6. Ekki er vitað um einn einasta bónda, sem hætt hefur búskap vegna tilkomu verksmiðjunn- ar eða jarðir lagst í eyði af völdum hennar. Það er meira að segja búið á Klafastöðum, þar sem verksmiðjan stendur í túninu. 7. Laxarækt er hafin undir rykhreinsitækjum verksmiðj- unnar og með varma frá þeim. Það gæti aukið lífríki Hval- fjarðar á næstu árum, ef sú tilraun heppnaðist, sem þar er hafin. 8. Umræður fara nú fram um rekstur gróðurhúsa á verk- smiðjusvæðinu sem hituð yrðu upp með orku frá verksmiðj- unni. 9. Á sl. ári gátu starfsmenn verksmiðjunnar aukið afköst hennar um 15% umfram það sem hún er áætluð fyrir, án teljandi aukakostnaðar. Þeir ráðgera að þessi aukning verði í ár 20% og heildarframleiðsl- an 63,4 þús. tonn. Þannig geta þeir með hugviti og dugnaði gert verksmiðjuna langtum hagkvæmari, en áætlað var. 10. Hreinleg umgengni og snyrti- mennska á verksmiðjusvæðinu er til fyrirmyndar og eiga stjórnendur verksmiðjunnar og starfsfólk mikinn heiður skilið fyrir slíka umgengnis- hætti. Margir vinnustaðir í landinu mættu gjarnan gefa þessu auga og taka sér til eft- irbreytni. 11. Verksmiðjan kaupir mikla af- gangsorku hjá Landsvirkjun, sem annars kæmi engum að notum og hefur þannig áhrif á hagstæðara orkuverð í landinu en ella væri. 12. Verksmiðjan hefur orðið til þess að fólki hefur fjölgað í hreppunum sunnan Skarðs- heiðar og á Akranesi. í Skil- mannahreppi hefur fólki fjölg- að um tæp 50%. Hún hefur einnig orðið til þess að auka þar þjónustu og viðskipti. Hér skal staðar numið, en listi þessi gæti verið lengri, ef grannt væri skoðað. Hinsvegar er ég ekki að segja með þessu yfirliti, að störfin í verksmiðjunni séu ein- hver dans á rósum. Því fer fjarri. Vafalaust eru ýmis þeirra erfið og sum leiðinleg. En það er ekkert sérstakt fyrir Grundartanga. Þetta finnst á flestum vinnustöð- um. Hallareksturinn sem ógnaði verksmiðjunni fyrstu árin er horf- inn og samkv. fréttum nú eftir áramótin eru líkur fyrir hagnaði u.þ.b. kr. 100 millj. 1984, auk veru- legra afskrifta. Fái verksmiðjan nokkur slík ár, kemst rekstur hennar á traustan grundvöll. Samvinna við japanska fyrirtækið — Sumitomo Corporation — sem er eigandi að 15% verksmiðjunnar gefur góð fyrirheit um meira ör- yggi í rekstrinum. Skipbrot Alþýðubanda- lagsins Barátta Alþýðubandalagsins gegn verksmiðjunni á Grundar- - tanga hefur beðið algert skipbrot. Hún var líka hvorki byggð á vís- indum né heilbrigðri skynsemi, heldur ofstæki, trúarkreddum og venjulegu afturhaldi. Það vekur athygli að Kvennalistinn hefur gert stefnu Alþýðubandalagsins í stóriðjumálum að sinni stefnu, auk flestra annarra mála, sem frá því koma. Kvennaframboðið á Ak- ureyri syngur sama sönginn. Það er því ekki að furða, þótt þetta ‘ sérkennilega pólitíska fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum hafi í munni almennings hlotið nafnið: Skottið á Alþýðubandalaginu, og er það vel við hæfi. Álþýðubandalagið á svo eftir að finna það, að stefna þess í stór- iðjumálum verður því ekki til framdráttar. Hún stríðir gegn tæki nútímans og bættum lífs- kjörum þjóðarinnar. Reynslan er ólygnust Þegar umræður um stóriðju eru á dagskrá í þjóðfélaginu finnst mér eðlilegt að inn í þær komi sú reynsla, sem á liðnum árum hefur fengist af hliðstæðum fyrirtækj- um hér á landi. Reynslan er ólygn- ust í þessu sem öðru. Þegar er» 4—5 fyrirtæki, sem geta fallið undir heitið stóriðja. Eftir því sem þeim fjölgar er auðveldara að taka ákvarðanir um þau næstu. Stað- reyndirnar tala sínu máli og þá munu engar reykbombur gagna. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til landfræðilegra aðstæðna, sem geta verið eitthvað breytilegar. Þær ætti að vera auðvelt að meta hleypidómalaust. Þegar ég var að ljúka hugleið- ingum þessum rakst ég af tilviljun á vísu, sem einn af starfsmönnum Grundartanga hafði gert á sl. sumri. Það er fróðlegt að bera andblæ hennar saman við bölsýni ljóðskáldanna frá 1976, sem sátu föst í áróðursneti andstæðinga verksmiðjunnar og áttu ekki einu sinni von á því að ánamaðkurinn lifði í sambýli við hana. Höfundur nefnir visuna: Sveitarómantík með stóriðjubragði. Vísan gefur einnig nokkra hugmynd um and- rúmsloftið meðal starfsmanna. Hún er þannig: „Verksmiðjunnar vélahljóö verma hug og hjarta, er hún kveður ástarljóð út í vorið bjarta." Dan/e/ Agústínusson er tyrrrerandi hæjarstjóri á Akranesi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VEROBfter AM AHK AOUR husi vcnoLUNaniwwAW a wo kaupog saia nouuuumÉfA SiMATtMI KL.10-12 OG 16-17. Dyrasímar — raflagnir Gestur ratvirkjam., s. 19637. t til sölu i -11-A-A....*| Verðbréf og víxlar ( umboðssölu. Fyrirgreiöslu- skrifstotan, fasteigna- og verö- bréfasala, Hatnarstrœti 20 (nýja húsiö viö Lækjartorg), s. 16223. Rýmingarsala Teppasalan, Hlíöarvegi 153, Kópavogi. 30% staögr afsláttur. Simi 41791. I.O.O.F 7 = 16601168% = I.O.O.F. 9 = 16601168% = XX. □ Gimli 59851177-2 I.O.G.T. St. Veröandi nr. 9 og st. Frón 227, fundur í kvöld, miövlkudag. kl. 20.30. ÆT. □ Glitnir 59851167 — 1 ATK. Frl. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miövikudag kl. 8. Barnaskemmtun félagsins Angliu veröur haldin nk. laug- ardag 19. janúar kl. 14.30—17.30 að Síöumúla 11. Aögöngumiöasala viö inngang- inn. Verö kr. 150,00. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Uppl. í sima 12371. Stjórn Anglíu. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Frá Feröafélagi íslands — Myndakvöld Miövikudag 16. janúar efnir Feröafélagiö til fyrsta mynda- kvöldsins á þessu ári, í Risinu, Hverfisgötu 105 kl. 20.30 stundvísiega. Efnl: Guöjón Ó. Magnússon sýnir myndir og seg- ir trá Friölandi aö Fjallabakl (náttúrufari. landnotkun, og þjónustu viö feröamenn). Helgi Magnússon sýnir myndir trá Siöu, Holtsdal. Fjaörárgljúfri, Fljótshverfi, Lakagígasvæöinu og víöar (Feröafélagsferö 1983). Aögangseyrir kr. 50.00. Velt- ingar i hléi aö eigin ósk. Ath. Lyfta til hægri i anddyri. Allir velkomnir félagsmenn og aörir. Feröafélag islands. REtUA MUSTTIUSItlbiiAKA ARMHekla 16—1—hrs —MT—HT raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi öskast íbúð óskast Hjón meö 2 börn óska eftir íbúö á leigu. Reglusemi og skilvísar greiðslur í boði. Upplýsingar í síma 78236 eftir kl. 18.00. Knattspyrnudeild KR óskar eftir aö taka 3ja—4ra herb. íbúö meö húsgögnum á leigu í sjö mánuði, frá miðjum febrúar. Helst í vesturbænum. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: „KR — 85“ fyrir 15. janúar nk. ...'l Metsö/ublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.