Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 35 Kirkja Ijóssins. Prestarnir sex sem starfa á Kenavíkurflugvelli. í fremri röð til hægri er Captain Philip Anderson, sem stjórnar kirkjuslarfinu á Keflavíkurflug- velli. Ný kirkja á Keflavíkurflugvelli: 7 mismunandi trúar- hópar nota kirkjuna Vojfum, 7. janúmr. í DESEMBER var ný kirkja vígð á Keflavíkur- flugvelli. I krikjunni hafa 7 mismunandi trúarhópar guðsþjónustur, en á Vellin- um eru miklu fleiri trúar- hópar, en aðrir hafa ekki sérstakar trúarathafnir. Kirkjunni hefur verið gefíð nafniö Kirkja Ijóssins. Framkvæmdir við kirkjuna hófust þann 24. apríl 1983, þegar fyrsta skóflustungan var tekin, en kirkjan var vígð fullbúin þann 16. desember sl. Verktaki við kirkjusmíðina var íslenskir aðalverktakar. Kirkjan er rúmlega 4000 m2 að stærð og skiptist í aðalsal sem tekur 300 manns í sæti, kapellu sem tekur 50 manns í sæti, bænahús, eldhús og skrifstofur. Ennfremur er safnaðarheimili sem má skipta í fjóra misstóra sali. Allar innréttingar í kirkj- unni eru miðaðar við að trú- arhóparnir sjö geti notað sömu aðstöðu, enda er engin sérstök aðstaða fyrir neinn heldur allt sameiginlegt. Skreytingar í gluggum eru t.d. ekki trúarlegs eðlis. í aðalsal er altaristafla sem er breytt eftir því hver hefur guðsþjón- ustu hverju sinni. Það er gert með því að bæta í altaristöfl- una eða taka úr henni. í kap- ellu eru innbyggðar helgi- myndir en þær má skipta um með einu handtaki. Þeir trú- arhópar sem nota kirkjuna eru ýmsar tegundir mótmæl- enda og kaþólikka, auk gyð- inga. í Bandaríkjunum er öll kirkjustarfsemi rekin fyrir gjafafé, en í kirkjum hersins er allt greitt af ríkinu. Öll framlög í kirkjum hersins fara til góðgerðarstarfsemi. Á Keflavíkurflugvelli er öflugt safnaðarstarf. Á sunnudögum eru sunnudaga- skólar fyrir börn og fullorðna, biblíu-leshópar starfa og fleira. Forkynning á hjóna- bandi, tjáskipti efld og fólki kennt að umgangast hvert annað. Samskipti á milli hinna ýmsu trúarhópa er mik- ið. Það eru haldnir sameigin- legir hljómleikar, kórsöngur og trúarlegar leiksýningar. Á Keflavíkurflugvelli eru starfandi sex prestar, sem skiptast þannig: 4 fyrir sjó- herinn, og 2 fyrir flugherinn. Einn prestanna stjórnar kirkjustarfinu, er samræm- ingaraðili. Það er Captain Philip Anderson, sem gegnir því starfi, en hann er af ís- lenskum ættum. Langalangafi og -alnma hans bjuggu að Stóru-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði, Suður-Þingeyj- arsýlu, en þau fluttu til Kan- ada árið 1873. Þau h étu Henrietta Lovísa Níelsdóttir 1820—1901 og Þorlákur Gunnar Jónsson 1824—1910. Þau áttu níu börn og tveir synir þeirra voru lútherskir prestar. Captain Philip Anderson messar einu sinni í mánuði í kapellu Háskóla íslands fyrir enskumælandi fólk á íslandi. E.G. (Ir aðalsal kirkjunnar. Á myndinni má sjá skírnarfont, og aftan við fjr kapcllu, eins og gyðingar noU hana. (Jr kapellu, eins og þegar kaþólikkar noU hana. skírnarfontinn er laug (undir jólatrénu). Þá sést alUrisUflan en henni er breytt eftir því hvaða trúarsöfnuðir halda guðsþjónustu í kirkjunni. Fiskeldi og náttúruvernd Á undanförnum árum hafa ver- ið settar á stofn fjölmargar fisk- eldisstöðvar hérlendis og er ljóst, að allmargar stöðvar eru nú í und- irbúningi, sumar hverjar mjög stórar. 1 þessu sambandi telur Náttúru- verndarráð nauðsynlegt að minna á 29. grein laga um náttúruvernd, sem hljóðar svo: „Valdi fyrirhuguð mannvirkja- gerð eða jarðrask hættu á því, að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúruminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits Náttúruverndarráðs, áður en framkvæmdir hefjast. Ef það er vanrækt, getur Náttúruverndar- ráð krafist atbeina lögreglustjóra tii að varna því, að verk verði haf- ið eða því framhaldið. Virkjanir, Greinargerð frá Náttúru- yerndarráði verksmiðjur og önnur stór mann- virki skulu hönnuð i samráði við Náttúruverndarráð. Sama gildir um vegalagningu til slíkra mann- virkja. Nánari fyrirmæli samkv. þessari grein setur menntamála- ráðuneytið í reglugerð." Ekki fer á milli mála, að þetta ákvæði í náttúruverndarlögunum á við klak-, eldis- og hafbeitar- stöðvar. Slíkum stöðvum fylgir ætíð jarðrask, mismikið að sjálf- sögðu. Frárennsli frá slíkum stöðvum er mjög mengað lífræn- um leifum, og getur þessi mengun á stundum verið varhugaverð. Merkar náttúruminjar eru víða um land, og er augljóst að þeim getur stafað hætta af fiskeldis- stöðvum, sem oft er valinn staður á ströndum eða fjarðarbotnum þar sem er auðugt og fjölbreytt lífrfki. Á næstunni kemur út endur- skoðuð útgáfa Náttúruminjaskrár, hin 4. í röðinni, sem Náttúru- verndarráð hefur sett saman. Til- gangur náttúruminjaskrárinnar er að gefa „heildaryfirlit yfir þau svæði eða staði sem hafa eitthvað það til að bera sem þjóðinni er mikils virði að eiga og vart eða ekki verður bætt, sé því raskað. Slík skrá markar m.a. stefnu í friðlýsingarmálum, og undirbýr jarðveginn fyrir viðræður rétt- hafa um þau efni. Það er og mikil- vægt fyrir þá, sem leggja á ráðin um ný mannvirki og hverskonar breytingar á landi, að vita hvar síst má raska náttúrunni, um leið er henni ætlað að vera leiðarvísir varðandi skipulag og nýtingu lands." Því miður hefur orðið talsverð- ur misbrestur á því, að forsvars- menn fiskeldisstöðva hafi leitað álits Náttúruverndarráðs áður en stöðvar eru reistar eins og þeim ber þó skylda til samkvæmt lög- um. Þess eru jafnvel dæmi að fisk- eldisstöðvar séu reistar á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá og styrktar af opinberum sjóðum án þess að leitað hafi verið álits Nátt- úruverndarráðs, eins og lög gera ráð fyrir. Tekið skal fram, að þegar leitað hefur verið álits Náttúruverndar- ráðs vegna fiskeldis hefur ráðið í flestum tilvikum ekki gert athuga- semdir við staðsetningu eða rekst- ur stöðvanna. í öðrum tilvikum hafa framkvæmdaaðilar og Nátt- úruverndarráð komið sér saman um ýmis atriði, þannig að báðir hafa vel við unað. Til undantekn- inga heyrir að framkvæmdaaðilar séu ófúsir til þess að virða óskir Náttúruverndarráðs um að sér- stökum svæðum eða stöðum sé hlíft við raski eða mengun. Náttúruverndarráð vill hér með eindregið hvetja alla þá, sem eru með fiskeldisstöðvar f uppbygg- ingu eða undirbúningi, en ekki hafa leitað til Náttúruverndar- ráðs, að gera það hið fyrsta. Jafn- framt er skorað á þá, sem nú starfrækja fiskeldisstöðvar án þess að tilskilið samráð hafi verið haft við Náttúruverndarráð, að hafa þegar samband. Það er þjóðinni fyrir bestu að leitast sé við að sú starfsemi sem hún rekur taki mið af þeim lög- málum sem landið setur. (Frá Náttúmverndarráði.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.