Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 48
E
EUROCARD
**gtitilFlafrIfe k
SnÐFEST iAnstraiist
óing
Fyrr en þig grunar!
Tímapantanir í síma 11630
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Ahrif kuldanna f Evrópu á olíuverð:
17 dollara hækkun,
óvíst um áhrif hér
— Innkaupajöfnunarreikningur neikvæður um 230 milljónir króna
VEGNA aukinnar cftirspurnar eftir gasolíu í Evrópu, af völdum
kuldanna þar að undanfórnu, hefur gasolíuverð á Kotterdammark-
aði hækkað frá áramótum um tæpa 17 dollara tonnið, úr 218,50 í
235,25 dollara, og er enn að hækka. Hefur gasolían hækkað á
hverjum degi að undanförnu. Svartolía hefur einnig hækkað, en
mun minna, og bensínverðið hefur haldist óbreytt frá áramótum.
keyptu næsta gasolíufarm. Keypt-
ur hefði verið gasolíufarmur fyrir
áramót sem komið hefði til lands-
ins eftir áramót og hefði tonnið í
honum kostað 223 dollara. Bjóst
hann við að gasolíuverðiö lækkaði
strax og úr kuldunum færi að
draga.
Þórður
tsgeirsson, forstjóri
Olíuverslunar Islands hf., sagði í
samtali við Mbl. að ekki væri víst
að verðhækkun olíunnar á Rotter-
dammarkaði hefði áhrif á olíuverð
hér á landi. Það færi eftir því hvort
verðið hækkaði áfram og héldist
hátt og hvenær íslensku olíufélögin
Þórður sagði að ef gasolía yrði
keypt áður en verðið færi að lækka
„gerir það okkar olíuverð ennþá
óraunhæfara en það er í dag“.
Sagði hann að verðið væri allt of
lágt þar sem olíuverðhækkunin í
október hefði verið of lítil og allar
oliuvörur seldar með tapi. Sagði
hann að stöðugt útstreymi væri úr
„innkaupajöfnunarreikningnum“
og hann nú neikvæður um 230
milljónir kr. „Það er sú upphæð
sem olíufélögin eiga inni í verðlag-
inu,“ sagði Þórður.
Kuldarnir leiða til auk-
innar sölu mokkaskinna
„VIÐ gerum ekki ráð fyrir að kulda-
kastið hafi áhrif á söluna hjá okkur
á næstunni, það kemur of seint til
þess. Kuldarnir munu hinsvegar að
öllum líkindum hafa mjög jákvæð
áhrif fyrir okkur fyrir næsta vetur,“
sagði Jón Ásbergsson, framkvæmd-
astjóri sútunarverksmiðjunnar
Loðskinns hf. á Sauðárkróki, þegar
hann var spurður að því hvaða áhrif
kuldarnir í Kvrópu að undanfornu
hefðu á framleiðslu og sölu ís-
lenskra mokkaskinna.
Jón sagði að salan hefði gengið
heldur illa undanfarin þrjú ár
vegna þess hvað veturnir hefðu
verið mildir og því ekki þörf fyrir
eins hlýjan fatnað. Jón sagði að
aöalsölutimi mokkajakkanna í
Evrópu væri í október til janúar,
og hæfist framleiðsla þeirra í maí.
Kuldakastið myndi væntanlega
hafa þau áhrif að mokkaflíkurnar
seldust upp í verslunum og kæmu
því endurpantanir frá þeim í
sumar. Hinsvegar kæmi kulda-
kastið of seint til að geta haft
áhrif á söluna í vetur.
Jón sagði að á síðastliðnu ári
hefðu verið seldar úr landi rúm-
lega 2,5 milljónir ferfeta af
mokkaskinnum, eöa nálægt 360
þúsund skinnum, sem væri efni-
viður í um það bil 55 þúsund káp-
ur. „Þessir kuldar munu hafa góð
áhrif hjá okkur — það veitir okkur
yl að hugsa til þess,“ sagði Jón.
Eldur í skuttogar-
anum Heiðrúnu
Holungarvík, 15. janúar.
ELDUR kom upp í skuttogaranum
Heiðrúnu frá Bolungarvík í gær.
Skipverjar urðu eldsins varir um kl.
13.30 og var skipið þá að veiðum í
Víkurál.
Eldurinn kom upp í skorsteins-
húsi, sem er aftantil bakborðs-
megin á skipinu. Skipverjar hófu
þegar slökkvistarf, sem var erfið-
leikum bundið vegna mikils reyks.
Um kl. 17 hafði þeim þó tekist að
ráða niðurlögum eldsins með
handslökkvitækjum og brunadæl-
um skipsins. Ekki er vitað um
skemmdir á skipinu, en ljóst er að
tjón er allnokkuð, því þar sem eld-
urinn kom upp eru geymdir verð-
mætir varahlutir skipsins, auk
þess sem þar liggja um raflagnir
og fleira.
Að sögn Einars Kristins Guð-
finnssonar, útgerðarstjóra hjá
Einari Guðfinnssyni hf., sem er
eigandi Heiðrúnar, var gert ráð
fyrir að skipið gæti siglt fyrir eig-
in vélarafli til hafnar í gærkveldi.
Skipverjar unnu þá að því að gera
vélar gangfærar aftur, þar sem
þær höfðu stöðvast vegna slökkvi-
starfsins. Veður var gott á miðun-
um og var reiknað með að Heiðrún
kæmi til hafnar eftir 5—6 tíma
siglingu.
— Gunnar
Missti átta
gáma í óveðri
LEIGUKKIP Eimskips, sem ber
heitið City of Perth, hreppti
slæmt veður út af Nýfundnalandi
um helgina og missti átta gáma í
sjóinn.
Að sögn Þórðar Sverrissonar
hjá Eimskip var skipið á leið
frá Bandaríkjunum til íslands
er óhappið varð. Skipið er í
flutningum milli Bandaríkj-
anna, Islands og Evrópu og
voru vörur í gámunum í eigu
íslenskra og evrópskra inn-
flytjenda. Þórður sagði að
skipið hefði siglt til Halifax og
væri verið að yfirfara ástand
þess þar. Ekki er enn búið að
meta tjónið sem varð á skipinu,
en einhver búnaður á dekki
mun hafa eyðilagst. Vörurnar í
gámunum voru tryggðar, en
Þórður sagði að auk þess tjóns
sem orðið hefði á skipinu sjálfu
væri missir átta gáma tilfinn-
anlegur fyrir skipafélagið.
City of Perth er væntanlegt
til Reykjavíkur í lok vikunnar.
Kafbátaloft-
net á Skarðs-
víkurfjöru
RÚSKNESKT loftnetsdufl fannst í
fyrradag á Kkarðsvíkurfjöru. Kér-
fræðingar Landhelgisgæslunnar
gerðu duflið óvirkt og hefur það nú
verið sent áieiðis vestur um haf til
rannsóknar hjá bandaríska flotan-
um.
Gylfi Geirsson, loftskeytamaður
hjá Landhelgisgæslunni, sem sótti
duflið austur og gerði óvirkt, sagði
að tvisvar áður hefðu svipuð dufl
fundist rekin hér við land, annað á
Héraðsflóa á síöasta ári. „Þetta er
kafbátaloftnet, sem á að sökkva
sjálft ef það slitnar aftan úr bátn-
um,“ sagði Gylfi. „í því er sjálf-
sökkvibúnaður, sprengja, sem
eitthvað hefur staðið á sér. Því
sökk loftnetið ekki en rak upp í
fjöru.“
Glatt á hjalla í Hlégarði
MorRunbladið/Guðrún
Unglingar í Mosfellssveit gerðu sér glaðan dag í Hlégarði sl. laugardagskvöld í tilefni af árs afmæli
félagsmiðstöðvarinnar Bóls þar í sveitinni. Margt var til skemmtunar og glatt á hjalla eins og sjá má.
Kjá nánar á bls. 27.
Færeyingar
sigruðu
llrslit liggja nú fyrir í norrænu
sundkeppninni 1984 þar sem
keppt var í 200 metra sundi.
Færeyingar sigruðu með
1,271 sundi á mann, en íslend-
ingar komu rétt á eftir með
1,021 sund. í þriðja sæti urðu
Finnar með 0,127 sund, þá
Norðmenn með 0,117 sund og
Svíar með 0,028 sund . Lestina
ráku svo Danir með 0,003
sundstig. Sundstigin eru
reiknuð þannig út, að íbúatölu
viðkomandi lands er deilt í
fjölda sundspretta.
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
61 % árgjalda enn í vanskilum
UlVf ÁKAMOT var enn í vanskilum
61% af árgjöldum ársins 1984, það
er afborganir og vextir af lánum til
Ktofnlánadeildar landbúnaðarins,
samtals að upphæð um 130 milljónir
kr. Er það um 5 prósentustigum
lægra innheimtuhlutfall en var um
áramótin 1983/1984. Leifur Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri Ktofnlána-
deildarinnar, sagði í samtali við
Mbl. að aðalástæða þessa lélega inn-
heimtuhlutfalls væri slök skil
vinnslustöðva landbúnaðarins.
Leifur sagði að margar vinnslu-
stöðvar ættu í erfiðleikum vegna
samdráttar í hinni hefðbundnu
búvöruframleiðslu. Sagði hann að
vanskil bænda væru svipuð og áð-
ur, þrátt fyrir mikla skuldbreyt-
ingu á árinu, sem kom lánum
margra bænda við deildina í skil.
Gjalddagi árgjaldanna var 15.
nóvember. Leifur sagði að þessi
miklu vanskil væru erfið fyrir
Stofnlánadeildina og þrengdu
lánamöguleika hennar sem þeim
nemur.
„Við verðum að þrýsta á um
innheimtu hjá þessum aöilum en
hinsvegar vonar maður í lengstu
lög að úr málum greiðist áður en
til frekari aðgerða kemur. En við
hljótum að verða að beita þeim
innheimtuaðferðum sem við höf-
um,“ sagði Leifur, aðspurður um
til hvaða innheimtuaðgerða yrði
gripið.