Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
7
HELCAR
REISUR
l>orsteinn Thorarensen
kynsins frá steinöld til geimald-
ar.
Þetta áttunda bindi er 160
blaðsíður og er það prentað hjá
Mondadori-útgáfunni á Italíu,
sem Fjölvi hefur samstarf við í
sambandi við veraldarsöguna.
Láttu ekki veturinn
lióa án þess
Magnús Hallgrímsson, verkfræðing-
ur.
Setur upp hrein-
lætisaðstöðu í
flóttamanna-
búðum í Eþíópíu
MAGNÚS Hallgrímsson verkfræð-
ingur er nýfarinn af stað til Eþíópíu
til hjálparstarfa í vegum Rauða
kross fslands.
Magnús mun aðallega sjá um að
fyrir hendi sé hreint vatn f bæki-
stöðvum Rauða krossins, einkum
þar sem fæðugjafir fara fram. Þá
mun hann einnig koma upp
hreinlætisaðstöðu fyrir þann
fjölda flóttamanna sem dvelur í
búðum umhverfis bækistöðvar
Rauða krossins þar sem matvæl-
um er dreift. Mun Magnús fara
víða í þessu skyni, þó sennilega
fyrst og fremst um héruðin Wollo
og Sidamo.
Magnús Hallgrímsson var árið
1980 á vegum Rauða kross íslands
við svipuð störf í flóttamannabúð-
um í Indónesíu.
Tilfærslur
í utanríkis-
þjónustunni
ÁKVEÐNAR hafa verið eftirtaldar
tilfærslur á embættismönnum utan-
ríkisþjónustunnar miðað við 1. aprfl
nk. samkvæmt frétt frá utanríkis-
ráðuneytinu:
Þorsteinn Ingólfsson, sendi-
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu,
flytur til starfa við fastanefndina
í Genf.
Valgeri Ársælsson, sendifulltrúi
í Genf, flytur til starfa við sendi-
ráðið í Briissel.
Þórður Einarsson, sendifulltrúi
í Bruussel, flytur til starfa við
fastanefndina í New York.
Kornelíus Sigmundsson, sendi-
ráðunautur í New York, flytur
heim til starfa í utanríkisráðu-
neytinu.
Áttunda bindi
veraldarsögu
Nýr framkvæmdastjóri
Vinnufatagerðarinnar
ÁTTUNDA bindi Veraldar-
sögu Fjölva eftir Þorstein
Thorarensen er komið út.
Sérheiti þessa bindis er:
„Villiþjóðir úr norðri.“
í bókinni er meðal annars
fjallað um þjóflutningana. Hún
skiptist í átta meginkafla;
Germanir ráðast inn í Róma-
veldi, Aðlögun Rómaveldis að
kristindómi og villiþjóðum, Tími
m*r*
.
umbyltinga, Þjóðflutningar,
Býsönsk menning, fjórði kaflinn
heitir Máttur Miklagarðs —
Sassanítar urðu rómverjum
þungir í skauti, fimmti kaflinn
heitir Miklagarðsmenn reyndu
að sameina veldið aftur, sá sjötti
heitir Vestur-Evrópa öll á valdi
Germana, sjöundi kaflinn heitir
Gúptaríkið á Indlandi fram til
innrása Araba og áttundi og síð-
asti kaflinn er Aldarspegill og
þar fjallar Þorsteinn m.a. um
kenningar Barða Guðmundsson-
ar um uppruna íslendinga og um
fund rómverskra smápeninga á
fslandi.
Veraldarsaga Fjölva á í 20
bindum að rekja sögu mann-
FRÁ OG með sl. áramótum
hefur Þórarinn Gunnarsson,
skrifstofustjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda, verið
ráðinn framkvæmdastjóri
Vinnufatagerðar íslands hf.
Þórarinn er fæddur árið 1949
og lauk prófi frá Viðskiptadeild
Háskóla íslands í júní 1976.
Réðst hann þá til Félags ís-
lenskra iðnrekenda sem deildar-
stjóri hagdeildar.
Frá apríl 1977 var hann ráð-
inn skrifstofustjóri félagsins og
gegndi því starfi til áramóta sl.
Þórarinn er kvæntur Hall-
dóru Jónsdóttur og eiga þau
þrjá syni.
Vinnufatagerð íslands hf. er
stofnuð árið 1932 af Sveini B.
Valfells og er nú í eigu afkom-
enda hans.
Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og
hópum tækifæri til að njóta Iffsins á nýstárlegan og
skemmtilegan hátt, fjarri sinni heimabyggð.
Fararstjórnin er f þfnum höndum: Þú getur heimsótt
vini og kunningja, farið f leikhús, á óperusýningu,
hljómleika og listsýningar. Sfðan ferðu út að borða á
einhverjum góðum veitingastaö og dansar fram
á nótt. — Stfgðu ný spor f Helgarreisu Flugleiðal
Helgarreisa er hvfld og hressing f
skammdeginu.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur
Flugleiða. umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
FLUGLEIDIR
Þórarinn Gunnarsson