Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Sigríður Sig- mundsdóttir frá Fossá - Minning Fædd 24. Júní 1904 Dáin 6. janúar 1985 Mágkona mín, Sigríður Sigur- mundsdóttir, er nú horfin okkur. Hún var stórbrotin kona, greind og skemmtileg. Okkar kynni hóf- ust fyrir mörgum áratugum og í gegnum tíðina höfum við haft mikið saman að sælda. Oft var gaman að koma til hennar eða fá hana í heimsókn, það fylgdi gjarn_ an húmor og léttleiki í kjölfar hennar. Auðvitað átti Sigga sínar erfiðu stundir. Hún reyndi það að missa manninn frá þremur ungum börn- um og missa seinna son sinn einn- ig í hafið. En ætíð tókst hún á við erfiðleikana af einbeitni og yfir- steig þá. Heimili Sigríðar var fyrirmynd- arheimili því hún hugsaði vel um það. Enda kom hún frá stórkost- legu heimili sjálf, sem var heimili tengdaforeldra minna á Fossi í Barðastrandarhreppi. Hún vand- ist því ung að taka til hendinni og vinna vel sín störf. Hún hjálpaði sínum börnum mikið með þeirra börn. Hún fékk alla sína hjálp vel endurgoldna í ellinni. Ingibjörg dóttir hennar hugsaði um hana í veikindum hennar af einstakri hugulsemi og umhyggju. Sigríður var á heimili Ingibjargar ævi- kvöldið og hafði það eins gott og hægt var þessi árin. Krístín dóttir Sigríðar býr á Akureyri og á þar hið myndarlegasta heimili. Ég kveð Siggu með þessum orð- um: t Elskulegur eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTOFER LÁRUSSON LARSEN, Höröalandi 8. lést i Landspitalanum aöfaranótt 15. janúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Sigriöur Svanlaugsdóttir. t Móðir min og tengdamóöir, ÞORBJORG JÓNSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Hátúni 10 B 14. janúar 1985. Ása Ragnarsdóttir, Guðfinnur Pétursson. t Ástkær eiginkona mín, GERDA S. BETÚELSSON, Markarflöt 23, Garóabn, lést i Landakotsspitala 14. þ.m. Guðbjartur Betúelsson. t Eigínmaöur minn, INGÓLFUR GUOMUNOSSON, Karlagötu 17, Reykjavik, er lést 8. þ.m. veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hallgrimskirkju. Hermína Franklfnsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Brúnastööum, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 10.30 árdegis. Svanhildur Ingimundardóttir, Axel Þórir Gestsson, Hilmar Ingimundarson, Erla Hatlemark og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför systur okkar, STEINUNNAR GUOMUNDSDÓTTUR. Róöhildur Guömundsdóttir, Tómas Guömundsson, Ingimundur Guömundsson. Þann 6. þessa mánaðar andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík Sigríður Guðrún Sigurmundsdótt- ir. Hún fæddist að Fossá í Barða- strandarhreppi 24. júní 1904. For- eldrar hennar voru Sigurmundur Guðmundsson bóndi þar og Krist- ín Kristjánsdóttir kona hans. Sig- urmundur var sonur Guðmundar Oddgeirssonar í Sauðeyjum og Sigríðar Andrésdóttur konu hans, en Kristín var dóttir Kristjáns Jónssonar hreppstjóra í Hergilsey og Magðalenu Olafsdóttur frá Kirkjuhvammi á Rauðasandi. Systkini Sigríðar eru: Haraldur Sigurður fæddur 1902, hann var bóndi á Fossá en dvelst nú á sjúkrahúsinu á Patreksfirði; Magðalena Sesselja móðir mín og tvíburasystir Sigríðar, hún var búsett í Reykjavík og dó 1953; Kristján f. 1905, hann er eigandi Sælgætisgerðarinnar Kristal í Reykjavík; Ingvi óskar fæddur 1912 en dó 23 ára gamall; Kristinn Valberg fæddur 1920, hann er bú- settur í Reykjavík og stundar fjár- búskap í Viðey. Systkinin á Fossá þóttu snemma dugleg og atorkusöm. Það var mikið að gera á stóru heimili. Systurnar lærðu fljótt saumaskap og vefnað hjá Magðalenu ömmu sinni sem var þar á heimilinu, en hún hafði lært vefnað og sauma og unnið við það í Flateyjarhreppi og t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför STEFÁNS SIGURÐSSONAR frá Ártúni, Hjaltastaöaþinghá. Malen Guttormsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Kristmann Jónsson, Siguröur Stefánsson, Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir, Ingíbjörg Stefánsdóttir, Bergljót Stefánsdóttir, Stefán Geirsson, Sæunn Stefánsdóttir, Sveinn Guömundsson, Guölaug Stefánsdóttir, Þorleifur Pálsson, Margrét Stefánsdóttir Beck, Eirfkur Beck, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir sendum viö öllum þeim vinum fjær og nær, sem sýnt hafa okkur samúö og vináttu viö andlát og útför sonar okkar, dóttursonar og unnusta, ÞÓRS JÚLÍUSAR SANDHOLTS, Laugarásvegi 33. Sérstakar þakkir sendum viö Bjarna Þjóöleifssyni, lækni, öörum læknum og hjúkrunarfólki á deild 11-A Landspitalanum. Ennfremur Þorgeröi Ingólfsdóttur, Hamrahliöarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíö. Guö blessi ykkur öll. Þórhildur Sandholt, Gfsli Sigurbjörnsson, Guóbjörg Sandholt, Sigþrúöur Erla Arnardóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, STEFÁNS SIGURÐSSONAR frá Ártúni, Hjaltastaöaþinghá. Malen Guttormsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Kristmann Jónsson, Siguröur Stefánsson, Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttír, Bergljót Stefánsdóttir, Stefán Geirsson, Sæunn Stefánsdóttir, Sveinn Guömundsson, Guölaug Stefánsdóttir, Þorleifur Pálsson, Margrét Stefánsdóttir Beck, Eirfkur Beck, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Ólafsvfk. Herdís Hervinsdóttir, Vigfús Vigfússon börn og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur, sonar og afa, SIGURÐAR ÁSGEIRS GUDMUNDSSONAR málarameístara, Aóalstræti 19, ísafiröi. Anna Hjartardóttir, Hjörtur Arnar Sigurðsson, Pétur Sigurgeir Sigurösson, Kristfn Böövarsdóttir, Gunnar Þór Sigurósson, Siguröur Pétursson, Margrét Pétursdóttir. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem) Guðný Jóhannsdóttir víðar. Þegar Sigríður og Magða- lena voru á unglingsaldri var þeim komið til Kristínar, konu séra Bjarna Símonarsonar, prófasts á Brjánslæk, til að læra útsaum. Kristín þótti snillingur í öllu er að útsaumi laut. f einn vetur var Sig- ríður við nám í orgelleik hjá Sig- valda Kaldalóns í Flatey. Hún þótti ná mjög góðum árangri i orgelleik á ekki lengri tíma. For- eldrar hennar verðlaunuðu hana með þvi að kaupa handa henni vandað orgel og á það lék hún oft fleiri tíma á dag. Eftir tvitugsaldur voru systurn- ar yfirleitt í Reykjavík á veturna. Voru þar þá oftast nær í vistum en sóttu jafnframt námskeið i vefn- aði og saumum. Um tíma var Sig- ríður í vist hjá Unni Skúladóttur Thoroddsen og Halldóri Stefáns- syni lækni og reyndust þau henni sem foreldrar væru. Það var henni lán að eiga þau að í veikindum sem hún átti seinna við að stríða. Tvisvar tóku Unnur og Halldór Sigríði veika inn á heimili sitt og önnuðust hana og hjúkruðu henni um margra mánaða skeið af ein- stakri alúð og hlýju. í Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli stundaði Sigríður nám vet- urinn 1928—29. Þaðan kom hún með marga fallega muni og fróð- ari um matargerð og ýmislegt fleira, og sýndi það óspart í verki þegar heim á Fossá kom. Alltaf man ég hve ég hlakkaði til er hún kom heim á vorin. Það færðist svo mikið líf í allt þegar hún kom. Orgelið tók að hljóma að nýju eft- ir að hafa staðið óhreyft um vet- urinn. Vorhreingerningarnar hóf- ust og allt varð að vera fínt og fágað. Eitt vorið kom Sigríður með áklæði að sunnan og klæddi stóra sófann í stofunni. Þá málaði hún stofuna og setti blúndu- gluggatjöld fyrir gluggana og meira að segja voru gamlir myndarammar bronsaðir svo þeir urðu logagylltir að nýju. Allir á heimilinu dáðust að því hvað stof- an væri orðin fín, og þá var Sigga ánægð. Hún vildi hafa allt svo fal- legt. Á sumrin sá hún oft um eld- hússtörfin. Amma mín var þá frelsinu fegin og var í heyskap á engjunum en lét dótturina um húsverkin. Ég var þá oft að snúast inni við og fann fljótt að Sigríður móðursystir mín var skapstór og betra að gera eins og hún sagði. Ekki vildi ég gera henni neitt á móti skapi. Um þrítugsaldur fluttist Sigríð- ur suður til Reykjavíkur og var þar búsett síðan. Árið 1936 giftist hún Ólafi Jónasi Guðmundssyni frá Melum á Skarðsströnd, mikl- um ágætismanni. Lengst af starf- aði hann hjá Eimskip hf. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Krist- ínu Klöru fædda 1936, Ingibjörgu Báru fædda 1937 og Ingva Sigur- jón fæddan 1939. Ég var til húsa hjá henni veturinn 1943—44. Þau hjónin höfðu þá fest kaup á húsinu Bergi í Skerjafirðinum, sex íbúða timburhúsi. Til að fá upp í afborg- anir leigðu þau fimm íbúðir út. Ólafur var bátsmaður á Goðafossi og kom ekki til landsins nema á margra vikna fresti, því skipið var í siglingum milli landa með vörur. Siglt var í stórum skipalestum og voru þessar siglingar mikið hættuspil því alls staðar gátu leynst þýskir kafbátar eða flugvél- ar. Alltaf fannst okkur á heimil- inu eins og það væri stórhátíð þeg- ar Ólafur kom heim. Hann kom með gjafir til allra heima og færði mér til dæmis sparikjól og skó fyrir jólin. Þá kostaði hver kjóll sem svaraði mánaðarlaunum stúlku í vist í Reykjavík. Einn dag í apríl 1944 var Goða- foss væntanlegur til landsins og biðum við öll á heimilinu spennt eftir komu Ólafs. Ég hafði verið send tvisvar í næsta hús til að hringja og spyrja hvenær skipið legðist að landi og fékk þau svör að enn væri skipið úti á ytri höfn. Við biðum með matinn á borðinu, hangikjöt sem var eftirlætismatur húsbóndans. Allt í einu er barið að dyrum. Ég fer til dyra og þar stendur séra Jakob Jónsson og systkini Ólafs og mátti ráða af svip þeirra að eitthvað voðalegt hefði skeð. Það stóð heima. Skipin í skipalestinni höfðu hreppt ofsa- veður -f hafi og björgunarbátur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.