Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 21 Strangar mengunar- varnir í Austurríki Landsstjórn Færeyja Þessi mynd var tekin af nýkjörinni landsstjórn Færeyja þegar hún kom saman til fyrsta fundar síns á föstudag. Frá vinstri: Jóngerð Purkhús, sem fer með fjármál og heilbrigðismál, Jógvan Durhuus, mennta-, orku- og umhverfismál, Atli P. Dam lögmaður, utanríkis- og sjávarútvegsmál, Vilhelm Johannesen, iðnaðar- og fiskræktarmál, Lasse Klein, samgöngu- og menningarmál, Niels Pauli Danielsen, félags- og fjölskyldumál. Bretland: Námamenn í Derbyshire úr landssambandinu? Vin. 15. jnnánr. AP. AUSTURRÍSKA ríkisstjórnin til- kynnti í dag um strangar aðgerðir til að draga úr mengun. Meðal þeirra má nefna nokkurn fjár- stuðning við þá, sem kaupa sér bíl með sambyggðum hreinsibúnaði, og ennfremur, að eftir 30. septem- ber á þessu ári verður allt venju- legt bensín blýlaust. Fred Sinowatz, kanslari, greindi frá þessum aðgerðum og sagði, að með þeim hefðu Austur- ríkismenn tekið forystuna í Evr- ópu í mengunarvörnum. Yrðu þeir fyrstir Evrópuþjóða til að bjóða upp á blýlaust bensín, frá 1. apríl nk., og til að taka upp jafn strangar mengunarvarnir og Bandarikjamenn. Blýbætt bensín með hárri oktantölu verð- ur þó áfram fáanlegt en það er allmiklu dýrara en hitt. Samkvæmt nýju reglunum munu þeir, sem kaupa bíl með hreinsibúnaði, fá 7000 schillinga (rúmar 12.000 ísl. kr.) styrk frá ríkinu en þeir, sem kaupa nýjan bil án hreinsibúnaðar, verða látnir gjalda þess í hærri skött- um. Skylt verður að færa alla bíla til skoðunar einu sinni á ári þar sem hreinsibúnaðurinn verð- ur athugaður. Eftir 1. janúar okkar og ánum okkar frá dauða,“ sagði Sinowatz, „en það verður langt og strangt stríð, sem háð verður á mörgum vígstöðvum." London, 15. juúar. AP. LEIÐTOGAR kolanámamanna í Derbyshire-héraði lögðu í dag fram tillögu um breytingar á lögum fé- lagsins, sem hefði, ef samþykkt yrði, þær afleiðingar, að félagið segði sig úr lögum við landssam- bandið sem er í verkfalli. Áður hefur námamannafélagið í Nottingham-héraði tekið svip- aða ákvörðun, og hafa félags- menn þess, 30.000 að tölu, svo til allir snúið til starfa og hætt þátttöku í verkfalli landssam- bandsins. Fyrrnefnd tillögugerð þeirra Derbyshire-manna kemur í kjölf- ar tilkynningar stjórnarnefndar ríkisreknu kolanámanna um að enn hefði 551 námamaður snúið aftur til vinnu og væru þeir þá orðnir 4.407 frá áramótum, en alls 73.000, eða um 40% af heild- arfjölda kolanámamanna. Forseti landssambands kola- námamanna, Arthur Scargill, vísaði þessum tölum stjórnar- nefndarinnar á bug og kvað þær uppspuna: „Staðreyndin er sú, að það er meiri þátttaka í verkfall- inu nú en í upphafi deilunnar fyrir tæpum tíu mánuðum," sagði hann. Scargill og aðrir leiðtogar landssambandsins hafa hótað að reka félagið í Nottingham úr sambandinu nema fyrrnefndum breytingum á félagslögum verði rift fyrir janúarlok. Breytingarnar fólust í því, að felld voru niður ákvæði, þar sem kveðið er á um skyldu félags- manna til að fylgja landssam- bandinu að málum, einkum í verkfallsaðgerðum. Til stendur, að Scargill hitti Ian MacGregor, formann stjórn- arnefndar kolanámanna, á mið- vikudag. Þeir áttu síðast saman viðræðulotu í októbermánuði, en upp úr þeim viðræðum slitnaði. 1988 má enginn hreinsibúnaðar. bíll vera án „Við ætlum okkur að bera sig- ur úr býtum í baráttunni við mengunina og forða skógunum Vinstri öfga- menn sprengja í Brussel Bruasel, 15. janúar. AP. HÓPUR vinstri öfgamanna hefur lýst yfir, að hann beri ábyrgð á sprengingu, sem varð í nótt í bíl og olli miklu tjóni á byggingu í eigu bandaríska hersins um einn kíló- metra frá aðalstöðvum NATO í Brussel, að sögn embættismanna. William Taylor undirofursti, talsmaður Bandaríkjahers, kvað einn bandarískan vörð hafa særst lítillega i sprengingunni, sem varð um kl. 3.30 að staðartíma (02.30 að ísl. tíma), „en hann sneri aftur til starfa í dag,“ sagði Taylor. Hann sagði, að sprengingin hefði engin teljandi áhrif á aðal- starfsemina í húsinu, en þar eru vistarverur til félagsstarfa fyrir starfsmenn Bandarikjanna hjá NATO. Við sprenginguna brotnuðu all- ar rúður i framhlið hússins og skemmdir urðu á inngangi hússins og samkomusal. Taldi Taylor, að tjónið næmi um 500.000 dollurum (20 millj. ísl. kr.). Harðir bardag- ar í Kambódíu Aranyaprathet, ThaiUndi, 15. janúar. AP. HERLIÐ Rauðu Khmeranna og VI- etnama áttu í hörðum bardögum í dag á ýmsum stöðum í grennd við landamæri Kambódíu og Thailands. Skýrði yfirstjórn thailenzka hersins frá þessu í dag. Herlið Vietnams hélt uppi ákafri fallbyssuskothrið á stöðvar Rauðu Khmeranna. í bardögunum að undanförnu hafa Vietnamar hertekið búðir Rauðu Khmeranna á sex stöðum. Ekkert lát er þó á viðnámi þeirra siðarnefndu, sem halda hvern dag uppi hörðum gagnárásum á vietnamska herlið- ið. Svíþjóð: Mikil misnotkun á e ftir launar éttinum Þeim fjölgar stöðugt, sem fara á eftirlaun löngu fyrir aldur fram Stokkhólmi, 15. janúir. Frá fréttariUr. Mbl. í SVÍÞJÓÐ fjölgar þeim nú ört, sem fara á eftirlaun áður en venjulegum eftirlaunaaldri er náð, og eru nú samtals 320.000 talsins, helmingi fleiri en árið 1970. Af þessum fjölda eru 75.000 undir fimmtugu. Árið 1970 er tekið hér til við- miðunar vegna þess að þá var eft- irlaunalögunum breytt allveru- lega. Fyrir þann tíma gátu menn ekki farið á eftirlaun fyrr en eft- irlaunaaldri var náð nema heilsa þeirra bannaði þeim að vinna, en eftir 1970 var farið að taka tillit til annarra aðstæðna einnig. Þá mátti t.d. maður, sem hafði verið atvinnulaus i langan tíma og virt- ist ekki eiga von á atvinnu á næst- unni, fara á eftirlaun en þó að þvi tilskildu, að hann væri orðinn sextugur. Þróunin í þessum málum hefur orðið önnur en til var ætlast og þeir gerast nú æ yngri, sem kom- ast á eftirlaun. Sem dæmi má nefna, að mönnum á aldrinum 30—39 ára, sem eru komnir á eft- irlaun af heilsufarsástæðum hef- ur fjölgað um 93%, mönnum á aldrinum 40—49 um 50% og 60—64 ára um 118%. „Þeir geta varla lifað mjög eft- irsóknarverðu lífi, sem fara á eft- irlaun löngu fyrir aldur fram og þess vegna ætlum við ekki að sætta okkur við þessa þróun mála,“ sagði Sture Korpi, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sem nú hefur skipað mönnum sínum að kanna allt, sem lýtur að þessu máli og meira en hugsan- legri misnotkun eftirlaunaréttar- ins. Ekki fer á milli mála, að at- vinnuleysið ræður langmestu um hvort fólk reynir að komast á eft- irlaun á miðjum aldri. Eftirlauna- þegarnir eru langflestir á Norður- landinu þar sem atvinnuleysið er mest og má nefna sem dæmi, að i Strömsund í Jamtalandi er 12,1% fullorðins fólks í bænum eftir- launaþegar, sem þó eru ekki komnir á löglegan eftirlaunaald- ur. Fæstir eru þeir í velmegandi sveitarfélögum 1 nágrenni Málmhauga, t.d. i Lomma þar sem þeir eru aðeins 2%. GJAFAVÖRUR 20% AFSL. | HEIMILISTÆKI 10% AFSL. I HÚSGÖGN 10% AFSL. 1 FATNAÐUR 30-80% AFSL. Auk ýmissa sértilboða! LAIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.