Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Fellini w Eg verð að játa að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með HljómsveiUrænngu Fellinis f sjón- varpinu á mánudagskvöldið var. Meistarinn er að góðu kunnur og bjóst ég satt að segja við meirihátt- ar uppákomu þar sem sæi inní endi- markalausan hugarheim fylltan hinum skringilegustu verum slíkum sem hann tínir uppaf strætum Rómaborgar. Þess í stað safnaði Federico hér saman ósköp hvers- dagslegu fólki að spila sinfóniu. Vafalaust hafa áhugamenn um æðri tónlist haft ómælda ánægju af þessari Prova d’orchestra, en fyrir mann sem lyftist ekki hærra á tón- listarbárunni en er nemur aríu Kamillu litlu úr Kardimommubæn- um varð samstilling strengjanna lítt áhugaverð jafnvel þótt fellínsk stálkúla ryfi skarð í hina þröngu umgerð og opnaði þannig örskots- stund inní hugarheim meistarans. í kynningu sjónvarpsins segir eitt- hvað á þá leið að ... Fellini hafi reynt að túlka það undur þegar stjórnandinn skapar samhljóm úr sundrungu og óreiðu á hverju sem dynur. Einnig megi þjóðfélagið draga nokkurn lærdóm af mynd- inni. Federico Auðvitað má draga samasem- merki milli Prova d’orchestra, og vissra þjóðfélagslegra fyrirbæra slíkra sem frést hefir af suður á Ítalíu. Þannig lýsir aldinn starfs- maður sinfóníunnar þeim blóma- tíma er stjórnandinn hafði óskorað vald og átti það jafnvel til að lemja á fingur spilaranna. Hér er senni- lega vísað til fasismans, en eftir að Mussolini komst til valda á Ítalíu 1922, varð Fasistaflokkurinn eini leyfði stjórnmálaflokkurinn þar í landi um árabil. Ég fæ ekki annað séð en að hið nánast fullkomna upp- lausnarástand er ríkti i sinfóníu- hljómsveit þeirri er Fellini leiðir á sviðið 1979 í Prova d’orchestra sé merki um hnignun ítalsks samfé- lags frá tíma Mussolini, hins sterka stjórnanda. Sannarlega óvæntur boðskapur frá jafn víðsýnum manni og Fellini. Fellini Ég tel misráðið af sjónvarpinu að kynna einn mesta meistara kvik- myndalistarinnar með sjónvarps- mynd er tekur fyrir svo afmarkað efni að eigi getur gagnast nema fáum útvöldum. Nær hefði verið að efna til svolítillar Fellinihátíðar þar sem saga meistarans er rakin í kvikmyndum á borð við La Strada (54), U Dolce Vito (59), 81/. (63), Sat- yricon (69), Fellini Roma (72), Amar- cord (74), Casanova (77), og loks endað á Prova d’orchestra. Þessi Fellinihátíð gæti svo tengst kynn- ingu á ítölskum listiðnaði, bíla- framleiðslu, tónlist, myndlist, mat- argerðarlist og bókmenntum. Þann- ig getum við notað fjölmiðlana til að baða menningu vora í menning- arstraumum er leika um fjarlægar þjóðir og álfur. Slíkt dregur úr hættunni á andlegri úrættingu og eykur samkeppnishæfni vora í sí- minnkandi heimi. Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni því ég má til með að sýna ykkur mynd af hinni trúföstu eig- inkonu meistara Fellinis, henni Gi- uliettu Masina, sem gjarnan eldar pasta handa feitlógnum bónda sín- um í litlu íbúðinni þeirra á Via Margutta. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTYARP / S JÓN VARP Meginland í mótun — þáttur 2. „Sofandi risar“ ■■ í kvöld verður 35 sýndur í sjón- — varpi annar þáttur breska heimilda- myndaflokksins „Megin- land í mótun", og nefnist hann „Sofandi risar". Þættir þessir fjalla um jarðsögðu vesturhluta Bandaríkjanna í víðasta skilningi, um tengslin milli steina, gróðurs og dýra, þ.m.t. mannsins. Dregin er upp mynd af landrekskenningum, fjöll- um á hreyfingu, eldgos- um, jarðskjálftum o.fl. með aðstoð tölvu og korta. I þættinum í kvöld er fjallað um svæði, þar sem ógnaröfl í iðrum jarðar gætu hvenær sem er brot- ist út í eldgosum eða jarðskjálftum. Þýðandi og þulur er Jón O. Edwald. Látrabjarg í Barðastrandarsýslu. Mál til umræðu — sumarstörf skólafólks í brennidepli Vafalaust munu margir unglíngar storfa hjá ungl- ingavinnunni næsto sumar. Úr safni sjónvarpsins: Mynd um Látra og Látrabjarg ■I í kvöld er í út- 20 varpi þátturinn ““ Mál til um- ræðu, sem er umræðu- þáttur fyrir ungt fólk. Stjórnendur eru Matthías Matthíasson og Þóroddur Bjarnason. Að þessu sinni verða sumarstörf skólafólks í brennidepli. Þeir félagar fá fjölda námsfólks í út- varpssal og spjalla við það um sumarvinnu þeirra, fyrr og nú. Þá kemur full- trúi frá Atvinnumiðlun stúdenta í heimsókn og verður þá síminn opinn fyrir hlustendur. Geta námsmenn því litið upp úr skólabókunum og slegið á þráðinn og fengið upplýs- I ingar um hvers sé að ' vænta með störf á sumri komanda. ■i Þáttur úr safni 35 sjónvarpsins, um Látra og Látrabjarg, verður sýndur í sjónvarpi í kvöld. Þáttur þessi var tekinn af þeim Þórarni Guðna- syni kvikmyndatöku- manni, Sigfúsi Guð- mundssyni hljóðupptöku- manni og Hinriki Bjarna- syni, sumarið 1968. Hinrik sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið að þeir þre- menningar hefðu verið staddir norður í Rauða- sandshreppi í Barða- strandarsýslu, þar sem þeir unnu að gerð stuttrar heimildamyndir um mann að nafni Andrés Karlsson, sem þar átti heima. Sagði Hinrik að tími hefði unn- ist til að gera aðra hluti og tóku þeir félagar þá myndir af Látrum og Látrabjargi sem urðu uppistaðan í þættinum sem sýndur verður í kvöld. Meðal annars er skoðuð forn verstöð að Brunnum. ÚTVARP X MIÐVIKUDAGUR 16. janúar 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvðldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurtregn- ir. Morgunorö: — Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Elsku barn“ Andrés Indriðason les sögu slna (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10J» Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Úr ævi og starfi (slenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11A5 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur Guörúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1i20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman Umsjón: Ölafur Haukur Slm- onarson. (RÚVAK). 13.30 .Kukl, Þeyr, Ikarus" o.fl. leika og syngja 14.00 .Þættir af kristniboöum um vlöa veröld" eftir Clar- ence Hall .Plógurinn og fagnaðarer- indið“. Starf Emroys Alvord I Rhodeslu. Astráður Sigur- steindórsson les þýðingu sina (11). 14.30 Miðdegistónleikar Hljómsveit Tónlistarháskól- ans I Parls leikur .Grlmu- dansleikinn" svltu eftir Aram Katsjatúrlan; Richard Blare- au stj. 1445 Popphólfiö — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1945 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Söguhorniö — Kötturinn meö Ijónshjart- aö. Sögumaöur Hjalti Jón Sveinsson. Myndir: Sigrlöur S. Vernharðsdóttir. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hinriks. 1940 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 2030 Auglýsingar og dagskrá. 2045 Meginland I mótun. 2. Sofandi risar. 1020 islensk tónlist a. Ragnar Björnsson leikur orgelverk eftir Pál isólfsson og Jón Þórarinsson. b. Kirkjukór Lögmannshllö- arsóknar syngur Islensk lög. Askell Jónsson stj. c. Skólakór Garöabæjar syngur Islensk Iðg. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir stj. 17.10 Sfðdegisútvarp Tilkynningar 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1940 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarpssaga barnanna: .Ævintýri úr Eyjum” eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- MIÐVIKUDAGUR 16. janúar Breskur heimildamynda- flokkur I þremur þáttum um náttúru og jarðsögu vestur- hluta Bandarlkjanna. I öör- um þætti er fjallaö um svæöi þar sem ógnaröfl I iðrum jaröar gætu hvenær sem er brotist út I eldgosum eða jarðskjálftum. Þýöandi og þulur -Jón O. Edwald. 2145 Saga um ást og vináttu. Þriöji þáttur. son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (17). 2040 Mál til umræöu Matthlas Matthfasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræöuþætti fyrir ungt fólk. 21.10 .Let the People Sing“ 1984 Alþjóöleg kórakeppni á veg- um Evrópusambands út- varpsstöðva. 7. þáttur. Um- sjón: Guömundur Gilsson. Keppni blandaóra kóra. 2140 Aö tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Horft I strauminn með Úlfi Ragnarssyni (RÚ- VAK). Italskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýöandi Þurlður Magnús- dóttir. 2245 Ur safni sjónvarpsins. Látrar og Látrabjörg. Þáttur frá 1968, geröur aö Látrum og þar I grennd, m.a. er skoöuö forn verstöö að Brunnum. Umsjónarmaður: Hinrlk Bjarnason. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Tlmamót Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 23.15 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 16. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sig- urjónseon og Jón Ólafs- son. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—18.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 18.00—17.00 Vetrarbrautin Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapaö fundiö Sögukorn um soultónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.