Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Innreið afturhalds í menntamálum Um inntökupróf í HÍ eftir Pétur Má ólafsson Á íslandi hefur alllengi verið stefnt að því að allir hefðu jafnan rétt til náms, óháð þjóðfélags- stöðu, fjárhag og búsetu. Framan af öldinni var jafnrétti til náms ákaflega takmarkað. Allflestir tóku fullnaðarpróf eftir 13 ára bekk. Til að komast í menntaskóla varð að gangast undir inntökupróf í þá og ef menn ætluðu að eiga möguleika á að ná þeim urðu þeir að fá einhvern til að segja sér til. Þessi fræðsla var í formi einka- kennslu, sem oftast kostaði pen- inga. Eins og gefur að skilja höfðu ekki allir efni á slíkri fræðslu. Með fræðslulöggjöfinni árið 1946 var stigið stórt skref í átt til jafnréttis. Komið var í veg fyrir að einungis þeir sem betur máttu sín hefðu möguleika á að mennta sig. í stað inntökuprófa í mennta- skólana kom landsprófið. Þetta olli straumhvörfum í skólamálum hér á landi. Markmiðið var að gera sem flestum, sem höfðu til þess hæfileika, kleift að stunda það nám sem þeir vildu. Fagleg sjón- armið áttu að ráða, ekki pen- ingasjónarmið. Hin síðari ár hafa mennta- og fjölbrautaskólar risið víða um land og hafa þeir ýtt mjög undir þessa stefnu. I skólum þessum er m.a. boðið upp á nám sem lýkur með stúdentsprófi, oftast tekur það fjögur ár, stundum lengri eða skemmri tíma. Skólar þessir eru reknir fyrir almannafé og hafa öll ungmenni jafnan rétt til náms í þeim, svo framarlega sem þau hafi lokið grunnskólaprófi með til- skildum árangri. Á sama hátt rek- ur ríkið háskóla. Allir hafa haft jafnan rétt til að stunda nám við hann ef þeir hafa lokið stúd- entsprófi eða hlotið sambærilega menntun. Nú virðist því miður einhver afturkippur vera kominn í fyrr- nefnda stefnu. Búið er að bera upp þá tillögu í læknadeild Háskóla ís- lands að komið verði á inntöku- prófum í deildina vorið 1986, á 40 ára afmæli áðurnefndra fræðslu- laga. Hingað til hafa allir fengið að hefja nám á fyrsta ári í læknis- fræði en 36 efstu fengið að halda áfram á annað ár. í tillögunni felst að sían svokallaða verði færð ári framar, aðeins 36 hefji nám á fyrsta ári. Með tillögunni er verið að lýsa yfir vantrausti á alla mennta- og fjölbrautaskóla í landinu, bæði nemendur og kennara, því sam- kvæmt henni á nú að prófa úr efni sem kennt er í framhaldsskólum, í líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Umsækjandinn á að sýna kennur- um deildarinnar að hann hafi lært þessi fög samviskusamlega i mennta- eða fjölbrautaskóla, þó að hann hafi skírteini sem sýnir að hann hafi lokið stúdentsprófi í þessum greinum. En það er ekki tilhögun prófsins heldur prófið sjálft sem þarf að athuga, því að ég er ansi hræddur um að þetta sé aðeins upphafið að öðru og meira. Ef prófið kemst á í læknadeild skapar það fordæmi. Hvaða deild kemur næst? Verður það verk- fræði- og raunvísindadeild? Laga- deild? Eða kannski viðskipta- fræðideild? Þetta er ekki svart- sýni því tillaga þessi hefur hlotið góðan hljómgrunn í ýmsum deild- um Háskóla Islands. Hlutverk framhaldsskóla hlýtur að vera að veita nemendum sem almennasta þekkingu. Sú þekking kemur mönnum að gagni í háskóla svo og á mörgum öðrum sviðum í iífinu. Framhaldsskólar eru því nokkurs konar undirbúningsdeild- ir fyrir nám á háskólastigi. En hvaða afleiðingar hefði samþykkt tillögunnar á framhaldsskólana? Alvarlegustu afleiðingarnar yrðu þær að framhaldsskólarnir færu að koma sér upp brautum sem einblíndu algjörlega á eitt Pétur Már Ólafsson „Tillagan um inntöku- prófin kemur eins og þruma úr heiöskíru lofti, er alger tíma- skekkja. Hún lysir mik- illi þröngsýni og íhalds- semi ef ekki hreinu afturhaldi.“ ákveðið inntökupróf. Vísir að þessu er deildaskipting fram- haldsskólanna en ég er hræddur um að þær nýju yrðu miklu sér- hæfðari, — framieiddu hrein og klár „fageðjót". Nemendur yrðu að velja sér starfssvið strax að lokn- um grunnskóla. Ég er ekki viss um að margir 16 ara unglingar viti Nú mæta allir Duran Duran aðdáendur á stórkostlega hátíð sem haldin verður í Safarí á morgun, fimmtudag 17. janúar. Hátíðin hefst kl. 9 og lýkur kl. 2 eftir miðnætti. M.a. koma fram: - Módelsamtökin með nýjustu Duran Duran tískuna. - Valdar verða Duran Duran stjörnu, kvöldsins - Frír Svali - Stofnaður verður Duran Duran að- dáendaklúbbur - Duran Duran tónleikar á 50 tommu myndbandsskjá. Aldurstakmark 16 ára. Allir verða keyrðir heim eftir ball. Miðaverð 250 kr. hvað þeir ætla að gera að ævi- starfi sínu. Þessi sérhæfing væri möguleg í stóru skólunum. Hvað um þá litlu? Hvað um skólana úti á landi? Þeir hefðu hvorki nægan nemendafjölda né fjárhagslegt bolmagn til að bjóða upp á slíkar sérgreinadeildir. Þar með hefðu stúdentar frá litlu skólunum mun minni möguleika til að stunda það framhaldsnám sem þeir vildu. Er það jafnrétti til náms? Ég er líka dálítið smeykur um að eftir að inntökuprófin hafa ver- ið innleidd verði stutt í einkskól- ana. Þá spryttu upp undirbún- ingsdeildir fyrir læknisfræði eða lögfræði o.s.frv. Kennslan í þeim yrði varla ókeypis frekar en í einkaskólum sem störfuðu fyrir gildistöku fræðslulaganna árið 1946. Hverjir hefðu efni á að stunda nám við slíkar deildir? Ég er hræddur um að einhverjir yrðu útundan eins og fyrr á öldinni. Væri það jafnrétti til náms? Ríkinu ber skylda til að sjá um að allir hafi jafnan rétt til náms. Ríkinu ber skylda til að sjá um að þær menntastofnanir sem það rekur séu ekki í fjársvelti. Það er því sorglegt að horfa upp á niður- skurð á fjárveitingum til Háskóla íslands meðan Seðlabankamuster- ið og flugstöðin fræga rísa með fádæma hraða. Hvað af þessu þrennu skyldi vera mikilvægast fyrir þjóðarbúið? Varla eru menn í vafa um að vel menntuð þjóð sé mikilvægari en steinsteypuhallir. Mennt er máttur og vel menntuð þjóð á framtíðina fyrir sér. Hins vegar er það öfugþróun ef Hí ætl- ar að byrgja sig múrum með inn- tökuprófum. Sú þróun er ekki síður háskaleg að Háskóli íslands sýni stúd- entsprófinu þvílíka lítilsvirðingu sem í tillögunni felst. Það er íhug- unarvert hvort við getum ætlast til þess að erlendir háskólar taki mark á einhverju plaggi, sem að visu heitir stúdentspróf, ef okkar eigin háskóli virðir það að vettugi. Sjálfsagt teldu háskólar í ná- grannalöndunum nauðsynlegt að semja sérstök inntökupróf fyrir hina slælega uppfræddu mör- landa. Þeir gætu líka einfaldlega skellt hurðum á nef okkur fávísum til að spara sér bæði tíma og fyrir- höfn, því tíminn er þeim dýrmæt- ur. Inntökupróf geta tafið stúdenta mjög frá háskólanámi. Prófin yrðu væntanlega í öllum deildum á sama tíma á vorin. Ef stúdent félli á prófi í ákveðinni grein yrði hann að gjöra svo vel að bíða í heilt ár eftir næstu prófum, sæti hjá eitt kast eins og segir í spilum, vegna þess að hann hafði ekki tækifæri til að þreyta próf í öðrum greinum. Hver er tilbúinn til þess? Prófin yllu misrétti milli þeirra sem útskrifast um vor og áramót. Þeir síðarnefndu hefðu miklu meiri tima en hinir til að undirbúa sig fyrir inntökuprófin. Þá verðum við líka að miða við að einhverjir framhaidsskólar lifi enn um sinn og útskrifi stúdenta, en ekki verði nemendur aðeins útskrifaðir frá einkaskólum, nemendur sem hefðu ekki þurft að hafa fjárhagslegar áhyggjur um dagana eða hefðu eitthvað meira til brunns að bera en hinir, sem hefðu ekki efni á námi eftir grunnskóla. Sjálfsagt er ýmislegt sem betur mætti fara í skólakerfi lands- manna, einnig á framhaldsskóla- stigi, og vissulega býr Háskóli Is- lands við þröngan húsakost. En tillagan um inntökuprófin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, er algjör tímaskekkja. Hún lýsir mikilli þröngsyni og íhaldssemi ef ekki hreinu afturhaldi. Nær væri að beina kröftum sínum inn á aðr- ar brautir, t.d. gegn niðurskurði ríkisvaldsins á fjárveitingum til Hí og raunar skólakerfisins í heild. Tillagan um inntökuprófin má ekki ná fram að ganga. Til að sporna gegn því verða fram- haldsskólanemendur og stúdentar að taka höndum saman og mót- mæla kröftuglega. Megi tillagan deyja drottni sínum og hvíla í friði. Pétur Mír Ólaísson stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.