Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Sigurður hefur loks fengið atvinnuleyfi Frá Bob HennesMy, fréttamanni MM. á Englandi. Knattspyrnumaðurinn ungi, Sigurður Jónsson, hefur fengið atvinnuleyfi í Englandi og nú er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti leikið með Sheffield Wedn- esday þegar hann er kominn í nægilega góða æfingu. Sigurður fór utan síöastliðinn föstudag til félagsins. Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri félagsins, hef- ur lýst því yfir í blöðum, aö Sig- urður sé mjög alhliða knatt- spyrnumaður og hann sé aö sjálfsögöu inni í myndinni hjá sér hvað varðar fyrstu uppstillingu á liði Sheffield Wednesday. En Frestað Dómstóll HSÍ tók fyrir í gær- kvöldi kæru Vals á hendur Vík- ingi. Valsmenn höfðu kært Vík- inga og töldu að þeir hefðu notað ólöglegan leikmann í leik liðanna á dögunum í íslandsmótinu. Dómstóllinn frestaði málinu í gær eftir aö hafa fjallað um þaö og verður það tekið fyrir aftur í dag kl. 18.00 og er þá að vænta úr- skurðar. • Siguröur Jónsson æfir nú af krafti meö enska liðinu Sheffield Wednesday. fyrst að sjálfsögöu verði Siguröur að komast í góða líkamlega æf- ingu. — Varalið Sheffield Wed- nesday átti að leika gegn WBA í dag, en sökum veöurs varð ekk- ert af leiknum. Alls staðar er snjór og svo mikill kuldi aö öllum leikjum er frestaö. Allt bendir því til þess að Siguröur leiki sinn fyrsta leik meö varaliðinu næst- komandi miövikudag þegar leikiö verður gegn Nottingham Forest. Mikíð hefur veriö fjallað um Sigurð í blööum í Sheffield og hafa þau birt stutt spjall við Sig- urö. Þar kemur fram að hann sé mjög ánægöur meö að vera kom- inn til félagsins og aö atvinnu- leyfið sé í höfn. Nú sé ekkert ann- að að gera en aö æfa af míklum krafti og standa sig. Sigurður segir að það hafi alltaf verið draumur sinn að leika í ensku deildakeppninni og því hafi hann hafnaö tilboöum frá liðum á meg- inlandínu. Bæöi Feyenoord og lið í Belgíu sýndu honum áhuga. Að sögn enskra blaða mun Sheffield Wednesday hafa greitt Sigurði dágóða upphæö enskra punda í eigin vasa fyrir þann þriggja ára samning sem hann geröi viö félagiö. Þá mun ÍA fá greiðslu, hversu mikið er ekki vit- aö. Sheffield Wednesday er um þessar mundir í fjórða sæti í ensku 1. deildinni með 41 stig. Morgunblaöiö/Júlíus O Raksturinn á Mieto tókst mjög vel eins og sjá má. Mieto rakar sig JUHA Mieto skíðagöngutröllið frá Finnlandi, sem verður á meðal keppenda á heimsmeistaramót- inu í Seefeld, ætlar aö raka af sér skeggíð, en hann hefur veriö með skegg síðastliöin 12 ár. Nú stendur yfir í Finnlandi fjár- söfnun fyrir skiðasambandið þar. Juha Mieto, sem er landsliösmaö- ur í göngu og hefur verið í því síö- an 1972, segist skulu raka af sór skeggiö ef safnast meira en tvær milljónir finnskra marka í fjársöfn- un skíðasambandsins. Allt útlit er fyrir aö þessi upp- hæð náist og veröur þá Mieto aö raka af sór skeggiö, sem hann hef- ur verið svo frægur fyrir í gegnum árin. Joha Mieto sagöi aö ef svo margir vildu sjá hann rakaöan þá mundi hann ekki bregöast þeim. Honum finnst þaö líka tilhlýöilegt aö enda keppnisferil sinn án skeggs, eins og hann byrjaöi fyrir 12 árum í Sapporo þá skegglaus. Carl Lewis ætlar að gera betur CARL Lewis, fjórfaldur sigurveg- ari á Ólympíuleikunum í Los Ang- eles síðasta sumar, segir aö hann eigi eftir að vinna mun fleiri afrek á komandi árum. Carl Lewis sagöi viö fréttamenn um helgina aö þau afrek sem hann vann á Ólympíuleikunum í sumar séu gömul afrek. Hann eigi eftir aö vinna mörg góö afrek á næstu ár- um. „Nu er Ólympíuleikunum lokiö en ekki von mín um betri afrek,“ sagöi Carl Lewis. Carl Lewis var nýlega kosinn besti íþróttamaöur heims 1984. Lewis sagöist ætla aö reyna aö bæta heimsmetiö í langstökki sem er 8,80 metrar, einnig kvaöst hann ætla aö bæta sig í 100 og 200 metra hlaupi. Hann vann sem kunnugt er langstökkiö, 100 og 200 metra hlaupin og var svo í sig- ursveit Bandaríkjanna í 4x100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í LA. Hann kvaöst geta einbeitt sór bet- ur aö bættum árangri á þessu ári, því hann væri ekki undir sama álagi og hann var á Ólympíuleikun - um í sumar. • Haukamaðurinn Pálmar Sigurösson einbeittur á svip í leiknum í gær þar sem hann endar hraöaupphlaup sitt með skoti á körfuna. ÍR- ingurinn kemur engum vörnum við þrátt fyrir góð tilþrif. Haukar sigruðu Mieto ætlar sór aö leggja skíöin á hilluna eftir heimsmeistaramótiö í Seefeld. HAUKAR sigruöu ÍR með 94 stig- um gegn 90 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi í íþróttahúsi Seljaskóla. í hálfleik var staðan 42—27 fyrir Hauka. Allan fyrri hálfleikinn höföu Haukar yfirhöndina og léku þá mun betur en ÍR-ingar. Hittni Hauka var líka betri og öllu meiri kraftur var í leik þeirra. ( síðari hálfleiknum efldust ÍR- ingar og léku mun betur en í fyrri hálfleik. Baráttuvilji og kraftur kom í leikmenn liösins og þeim tókst aö minnka muninn og komast um tíma yfir, 71—70. En Haukum tókst aö rétta sinn hlut aftur og sigra. Stigahæstir í liöi Hauka voru ívar Webster og Pálmar Sigurös- son, báöir skoruöu þeir 29 stig. Þeir voru líka bestu menn liösins. I liöi |R lék Björn Steffensen vel, skoraöi 20 stig, en næstur honum kom Karl Guölaugsson meö 17 stig. Leikið í kvöld FJÓRIR leikir fara fram í kvöld í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. í Laugardalshöllinni leika Víkingar gegn FH og Þróttur gegn Þór. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.00. í Kópavogi, í íþróttahúsi Digra- nesskóla, leika UBK gegn KR og Stjarnan og Valur. Fyrri leikur hefst kl. 20.00. Kenny Dalglish í bann Meistarakeppni meistaranna fer fram í Tórínó á italíu í dag. Þar leiöa saman hesta sína liö Liverpool frá Englandi og lið Juventus frá ítalíu. Þetta er leikur milli Evrópu- mestara bikarhafa og Evrópu- meistara meistaraliöa sem fer fram ár hvert. Áöur hafa alltaf veriö leiknir tveir leikir heima og heiman, en nú er breyting á því, í framtíöinni veröur aðeins einn leikur og á hann aö fara fram í Mónakó ár hvert. Þessi leikur á Ítalíu klemur til meö aö gefa Liverpool-liöinu miklar tekjur, reiknaö er meö aö þeir fái um 250 þúsund pund alls. 100 þúsund fyrir aögangseyri, 100 þúsund fyrir sjónvarþsróttinn og 50 þúsund fyrir aö spila leik- inn á italíu. Kenny Dalglish, liösmaöur Skota og framherji Liverpool, veröur illa fjarri góöu gamni í þessum leik í dag, hann fékk þriggja leikja bann hjá aganefnd UEFA á mánudag. Búiö er aö velja 16 leikmenn sem taka þátt í þessum leik í dag. Sammy Lee er nú í hópnum, en hann hefur ekki leikiö meö Liverpool í næstum tvö mánuöi vegna meiösla í hnó. Þar sem Dalglish er ekki meö eru aöeins tveir framherjar í liöi Liverpool, þaö eru þeir lan Rush, marka- hæsti maöur Evrópu á síöasta keppnistímabili, og Paul Walsh, sem eins og Sammy Lee hefur átt viö meiösli aö stríöa i hné. 16 manna hópur Liverpool er þannig skipaöur. Markmenn: Bruce Grobbelaar, Bob Bolder. Varnarmenn: Phil Neal, Mark Lawrenson, Alan Hansen, Alan Kennedy, Gary Gillespie og Jim Beglin. Miöjumenn: Steve Nicol, Ronnie Whelan, Kevin McDon- ald, John Wark, Sammy Lee og Jan Mölby. Framherjar: lan Rush og Paul Walsh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.