Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Hver er gyðingur? Jerúsalcm. 15. jan. AP. FRUMVARP til skilgreiningar á hver sé gjAingur verður tekið til fyrstu at- kvæðagreiðslu á þjóðþingi Israels á morgun, miðvikudag. Shimon Peres forsætisráðherra hefur látið í Ijós áhyggjur sínar út af því hvaða áhrif frumvarpið kunni að hafa erlendis. Sagði hann í gær að alvarlegur klofn- ingur gæti komið upp á meðal gyðinga í Israel og þeirra gyðinga sem búsettir eru erlendis. Haft var eftir Peres í dag að lík- urnar á því væru „jafnar“ að frum- varpið, sem borið er fram af fjórum flokkum heittrúarmanna, yrði sam- þykkt við fyrstu atkvæðagreiðslu. Frumvarpið felur í sér breytingar á núgildandi lögum, sem veita að- fluttum gyðingum sjálfkrafa ríkis- borgararétt í Israel, og svo kann að fara að rétttrúnaðarprestum verði veitt vald til þess að vefengja gyð- ingdóm sumra aðkomumanna, sem setjast vilja að í ísrael. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru af þjóðþinginu 1950, er gyðing- ur lauslega skilgreindur sem „mað- ur, sem á gyðing fyrir móður eða hefur snúizt til gyðingatrúar“. Samkvæmt nýja frumvarpinu verð- ur þessi skilgreining þrengd. Veður víða um heim Lagil Hsest Akureyri 0 skýjaó Amsterdam +15 +5 skýjaó Aþana 3 11 skýjað Barcelona 0 þokum. Bartín +15 +17 skýjaó BrUssel +12 +4 snjókoma Chicago +9 1 skýjaö DuMin +3 5 skýjaó Feneyjar 0 snjókoma Frankfurt +11 +8 snjókoma Genf +9 +8 snjókoma Hetsinki +19 +15 heióskírt Hong Kong Jerúsalem 10 18 vantar skýjaó Kaupm.höfn +1 skýjaó Las Palmas 18 skýjað Lissabon 10 heióskírt London +3 0 skýjaó Los Angetes 6 22 heióskírt Luxemborg 7 heióskírt Malaga 4 skýjaó Mallorka 4 skýjaó Miami 14 22 heióskirt Montreal +15 +14skýjaó Moskva +17 +17 skýjaó New York +2 7 heióskírt Osló +11 +7 skýjaó Paris +10 +8 snjókoma Peking +11 3 heióskírt Reykjavík 6 rigning Rio de Janeiro 20 31 skýjaó Rómaborg +2 7 rigning Stokkhólmur +8 +8 skýjaó Sydney 20 28 heióskírt Tókýó +1 6 heiöskfrt Vínarborg +9 +7 skýjaó Þórshöfn 3 skýjað Nýja Kaledóníæ Stjórnvöld borin sökum Nonema, Nýju Kaledóníu. 15. jannar. AP. LEIÐTOGI frelsishreyfingar kanaka á Nýju Kaledóníu, eyjaklasa austur af Astralíu, sem er undir franskri stórn, hélt því fram í dag, að Eloi Machoro, einn leiðtogi hreyfingarinn- ar, befði verið myrtur með vitund og vilja stjórnvalda. í yfirlýsingu Jean-Marie Tji- baou, eins forystumanna kanaka, sagöi, að sérstakur sendimaður Frakklandsforseta, Edgard Pisani, og yfirmaður lögreglunnar, Jean Deibero hershöfðingi, hafi lagt blessun sína yfir morðið á Machoro og félaga hans, Marcel Nonnaro. Krafðist hann rannsókna á þessu máli og þeim yrði refsað, sem borið hefðu ábyrgðina. Opinberlega hef- ur þessum ásökunum Tjibaous ekki enn verið svarað en búist er við, að það verði gert fljótlega. Brazilía: I greipum kuldans Bærinn Maidstone í Kent í Englandi sést hér nær auður og yfirgefin eftir óveður, sem þar gekk yfir með fannfergi í gær. Ekkert lát á kuldun- um í Vestur-Evrópu Mesta snjókoma í tvo áratugi á Norður-Ítalíu Mílanó og London, 15. jan. AP. MESTA snjókoma í tvo áratugi var á Norður-Ítalíu í dag. Flugvellir lokuð- ust og járnbrautarsamgöngur féllu niður að mestu leyti í norðurhluta landsins. Fórnarlömbum kuldanna fjölgar enn þar í landi og eru þeir nú orðnir 31, sem látið hafa liTið af völdum vetrarkuldanna. „Super Cup“-keppninni, sem átti að fara fram á miðviku- dagskvöld í Torino, á milli Evr- ópumeistaranna, Liverpool og Evrópumeistara bikarhafa, Juv- entus, kann að verða frestað sök- um kuldanna, en 60.000 aðgöngu- miðar hafa verið seldir að leikn- um. Snjóskaflar í suðausturhluta Englands eru nú orðnir einn og hálfur metri á þykkt og valda þar geysilegum truflunum á samgöng- um. Þar var enn snjókoma í dag og lá við að hafnarbærinn Dover við Ermarsund einangraðist er snjóskaflar tóku að hlaðast upp vegna ofankomu og skafrennings á brúm, sem liggja að borginni. í Danmörku hóf þriðji ísbrjót- urinn að brjóta ísinn á sundunum til þess að losa skip, sem þar eru frosin föst. Þá eru danskir fiski- menn orðnir mjög uggandi yfir kuldunum, þar sem þeir komast ekki til veiða sökum ísa, en þessi tími er að jafnaði bezti veiðitími þeirra. „Við höfum setið aðgerðalausir í tvær vikur," sagði Erik Sörensen, formaður Sambands fiskimanna við Eyrarsund, í dag. Bætti hann því við, að 50 af 80 skipum á þessu svæði væru frosin inni á höfnun- um og kæmust ekki til veiða. Þetta væri þeim mun verra sökum þess, að þetta væri bezti mánuðurinn til þess að veiða þorsk, kola og lúðu á þessu veiðisvæði. 40 manns fórust af völdum skriðufalls Rfo de Janeiro, Brnziliu, 15. jnnúnr. AP. SKRIÐUFALL sem úrheílisrigning olli lék grátt fjölbýlt fátækrahverfi sem stendur í brattri brekku í útjaðri borg- arinnar Vittorio við suðausturströnd Braziiíu. Að minnsta kosti 40 manns fórust og enn fleiri slösuðust, að sögn lögreglunnar á staðnum. Aloizio da Silva lögregluforingi sagði að 26 lík hefðu fundist I rúst- um húsahjallanna, sem skriðuföllin færðu í kaf. „En við búumst fastlega við að fleiri hafi látið lífið,“ sagði hann. Hamfarirnar urðu í bítið i morg- un, þriðjudag. Heiftúðleg rigning losaði um grettistak eitt geysimikið efst í brekkunni fyrir ofan fátækra- hverfið. Rann bjargið af stað og tók geipimikið af hnullungsgrjóti og jarðvegi með sér og sópaði kofum og húshjöllum á undan sér. Sovéska stýriflaugin yfir Noregi og Finnlandi: Ekki með eitur- sprengju segja Sovétmenn SOVÉSKA stýriflaugin sem fór yfir Noreg og inn í Finnland frá kafbáti í Barentshafi 28. desember síðastliðinn var annað hvort af gerðinni Shadd- ock SS-N-3 eða Sandbox SS-N-12, að því er segir í nýjasta hefti af herfræðiritinu Jane’s Defence Weekly. Þá segir blaðið að danska leyni- þjónustan hafi látið því í té upplýsingar um, að þarna hafi verið stýriflaug af gerðinni Shaddock SS-N-3 á ferðinni. f afsökunarorðsendingu sem Fram til þessa hafa Sovétmenn Sovétmenn sendu vegna atviks- ins tóku þeir sérstaklega fram, að í flauginni hafi hvorki verið kjarnahleðsla né eitursprengja. Háttsettir starfsmenn i norræn- um utanríkisráðuneytum segja, að þetta orðalag í afsökun Sov- étmanna komi á óvart, þar sem ekki hafi fyrr verið staðfest af sovéskri hálfu að eiturefni séu sett í stýriflaugar Sovétmanna. neitað fullyrðingum vestrænna sérfræðinga um eiturefni í sov- éskum stýriflaugum. Ratsjár urðu fyrst varar við flaugina þegar hún fór með Mach 1,1 hraða inn i norska lofthelgi fyrir suð-austan bæinn Kirkenes sem er á landamærum Sovétríkjanna og Noregs. Þá var flaugin í nokkur þúsund feta hæð. íbúar á svæðinu segjast hafa heyrt hvin þegar hljóðmúr- inn var rofinn og einn sjónar- vottur segist hafa séð eldstólpa aftur úr flauginni þegar hún flaug inn í norðurhluta Pasvik- elev-dalsins og þaðan yfir til Finnlands með „gífurlegum hraða“ til austurhluta Inarvij- árvi-vatns. Finnskar ratsjár náðu flauginni en töpðuðu henni yfir vatninu. Stýriflaugar af þessari gerð draga um 450 km. Þær er að finna í sovéskum kafbátum af gerðunum Juliett, Whisky og Echo II. Þegar flauginni var skotið voru Sovétmenn á flota- æfingum í Barentshafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.