Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 [ f [ i t \ * i ! { \j i t i Einstaklingsframtak á rétt á sér í menningarlífinu Spjallað við Pál Baldvin Baldvinsson og Sigurjón Sig- hvatsson um „Hitt leikhúsið“ og „Litlu hryllingsbúðina" „VIÐ HÖFUM orðið varir við að fólk heldur að sýningin sé krakkastykki en það er mikill misskilningur. Fólk af eldri kynslóðinni, sem hefur komið á sýninguna er undantekningarlaust yfir sig hrifið og skemmtir sér konunglega, enda er fullt af tilvitnunum og skírskotunum í verkinu sem höfða til hinna eldri,“ sögðu þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Sigurjón Sighvatsson er blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá að máli skömmu eftir frumsýningu „Litlu hryllingsbúðarinnar", sem nú er á fjölunum í Gamla bíói. Þeir Páll Baldvin og Sigurjón eru aðstandendur nýs leikhúss, sem ber heitið „Hitt leikhúsið", en athygli og umrsður að undanfornu. Það hefur mörgum þótt í mik- ið ráðist af tveimur ungum mönnum að setja upp svo viða- mikla sýningu sem „Litla hryll- ingsbúðin" er, ekki síst þar sem hér er um frumraun þeirra að ræða við uppfærslu á leiksýn- ingu. Þá hafa heyrst raddir, sem telja að hér sé farið inn á var- hugaverðar brautir í íslensku leikhúslifi og að með þessu framtaki hafi „kapitalisminn" haldið innreið sína i islenskt leikhús. Hvað sem öllum bolla- leggingum líður er hitt víst, að sýningin hefur fengið góðar und- irtektir og virðist ætla að verða „kassastykki", sem svo er nefnt á fagmálinu. En hvað segja þeir félagar sjálfir um þessa um- ræðu: „Það er vissulega rétt, að með stofnun leikhússins hefur einka- framtakið haldið innreið sfna i íslenskt leikhúslíf og við teljum það vera af hinu góða. Við telj- um að það sé grundvöllur fyrir því að reka menningarstarfsemi sem byggist á einkaframtaki og án ríkisforsjár að öllu leyti. Við viljum ekki reka þetta á opinber- um styrkjum, frekar deyjum við. En sumt fólk virðist vera með hinar ótrúlegustu hugmyndir og efasemdir um þetta. Við höfum til dæmis heyrt það frá ákveðn- stofnun þess hefur vakið talsverða um aðilum að með uppsetningu einmitt þessa verks hefðum við farið eftir fyrirframgerðri gróðaformúlu eða áætlun um pottþétt kassastykki. Þetta er fjarri öllum sanni. Það var alveg undir hælinn lagt hvort þetta myndi ganga eða ekki. Þetta verk hefur að visu gengið mjög vel í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndunum, en í sum- um löndum hefur verkið fallið og það gat alveg eins gerst hér. En þessi umræða um að einka- framtak í menningarlífinu sé af hinu vonda er út i hött að okkar dómi. Við getum litið á bókaút- gáfu hér sem dæmi. Þar hefur einkaframtakið fengið að njóta sín með góðum árangri. Við er- um líka sannfærðir um að reynslan af okkar starfsemi á eftir að leiða í ljós að einstakl- ingsframtakið á rétt á sér í menningarlífinu." Við urðum að gera þetta sjálfír En hvað er það sem rekur unga menn til að ráðast í svo áhættusamt fyrirtæki, sem stofnun nýs leikhúss hlýtur að vera? „Við höfum áhuga á leikhúsi og þetta var eina leiðin. Við urð- um að gera þetta sjálfir. Hvað heldur þú að hefði gerst, ef við hefðum labbað niður í Þjóðleik- hús og beðið um leyfi til að setja upp þetta stykki, eða hvaða leikhús sem er. Það hefði verið hlegið að okkur. Það var því ekki um annað að ræða en að gera þetta sjálfir og okkur tókst að ná saman fjármagni til að standa að þessari sýningu, á þann hátt að við getum vel við unað. Við teljum að þessi sýning okkar sanni, að einkafjármagn á rétt á sér í leikhús- og menning- arlífi hér á landi, sem víða ann- ars staðar og jafnframt það, að menning geti borgað sig fjár- hagslega, því allir eru sammála um að menning borgar sig að öllu öðru leyti. Það er til nokkuð sem kalla má andlegan gróða. Það er til fullt af einstaklingum í einkarekstri, sem er sammála þessu sjónarmiði og við náðum til þessafólks, sem var tilbúið til að leggja fjármuni I þetta, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að fá þá til baka. En þetta er í rauninni ekki spurning um gróða eða tap. Þessi sýning mun seint skila gróða þótt allt bendi til að hún verði „kassa- stykki". Við og allir aðstandend- ur sýningarinnar höfum lagt gífurlega vinnu í þetta verk og að undanförnu höfum við unnið 18 til 20 tíma á sólarhring. Annað er, að við tókum mikla áhættu með því að velja söngleik því það gefur auga leið að mun erfiðara er að finna hæfileika- fólk til að taka þótt í slíkri sýn- ingu. í þessu sambandi má minna á að Þjóðleikhúsið hefur hætt við að sýna söngleik vegna þess að þeir treystu sér ekki til „Við tókum mikla áhættu." Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Bald- vinsson fylgjast með æfingum á „Lithi hryllingsbúðinni". að manna hann. En við teljum okkur hafa verið mjög heppna með val á leikendum í „Litlu hryllingsbúðinni". Og það tók langan tíma að finna rétta fólkið í sum hlutverkin, eins og til dæmis stelpnatríóið. En þetta hafðist að lokum. Það má eigin- lega segja að það sé með ólíkind- um hvað þetta fólk skilar sínum hlutverkum vel. Og við viljum að það komi skýrt fram, að það var ekki sist vegna dugnaðar og ódrepandi áhuga þessa fólks að þessi sýning varð að veruleika." Samkeppni um frítíma fólks Og hver er svo tilgangurinn með öllu þessu umstangi? „Tilgangurinn er fyrst og fremst að fá fólk í leikhús, og þá ekki síst fólk sem fer sjaldan eða aldrei í leikhús. Við viljum stækka þann hóp sem notar fri- tíma sinn til að sjá leiksýningar. Staðreyndin er sú að áhorfenda- hópur leikhúsanna hefur staðið í stað. Ef til vill stafar það af þvi að leikhúsin hafa ekki verið í takt við tímann og kannski misst tengslin við almenning eða ekki ræktað nægilega samband sitt við áhorfendur. Þú fæðist ekki með leikhúshefð og vonandi er- um við með þessu að skapa nýj- an áhorfendahóp i íslensku leikhúsi. Með þessu erum við ekki að segja að gamalreyndir leikhúsgestir eigi ekki erindi á „Litlu hryllingsbúðina". Þvert á móti erum við sannfærðir um að flest allir muni skemmta sér vel á þessum sýningum. Sannleikurinn er líka sá, og það verða leikhúsin að átta sig á, að þau eru í gífurlegri sam- keppni um fritíma fólks, þennan stutta tíma milli vinnu og svefns. Við reynum að haga vinnubrögðum okkar í samræmi við þessa staðreynd. Að þessu leyti eru leikhúsin angi af skemmtibransanum. Þess vegna má með nokkrum sanni segja, að við séum í samkeppni við Broad- way og Þórskaffi, svo ekki sé tal- að um myndbandaleigurnar og kvikmyndahúsin. Þetta er hörð samkeppni, því frítími fólks er naumur. En leikhúsið hefur þó sína sérstöðu sem lýsir sér einna best í því hversu persónuleg reynsla einstaklinga er á leik- sýningum. Við treystum því að það geri gæfumuninn og einnig viljum við minna á, að það er gaman að fara í leikhús." — Sv.G. Fjárhagsáætlun borgarinnar: Framlag tíl barna- heimila tvöfaldað TÆPLEGA 40 milljónum króna verður varið til smíði barnaheimili í borginni á þessu ári samkvæmt frumvarpi á fjárhagsáætlun borgar- innar. Sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri á fundi borgarstjórnar í gær, að það væri meira en tvöfoldun á framlagi síðasta árs, sem ( reynd Mótmæla því að viðskiptaráðu- neytið verði lagt niður Á FUNDI Samstarfsráðs Félags ísl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka fslands og Verzlunarráðs íslands 16. janúar 1985 var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Félag Isl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök íslands og Verzlun- arráð íslands mótmæla þeim hug- myndum, sem fram hafa komið um að leggja viðskiptaráðuneytið niður sem sjálfstætt ráðuneyti. Samtökin telja að viðskiptaráðuneytið gegni mikilvægu hlutverki fyrir utanrík- isverslunina og aðrar greinar við- skipta í landinu. Mikilvægi þess sem sjálfstæðs fagráðuneytis hefur aldrei verið meira en nú vegna þeirra gagngeru umbóta, sem unnið er að á sviði verðlags- og peninga- mála og varða hag neytenda og sparifjáreigenda jafnt sem hag fyrirtækja í verslun og viðskiptum." nam 18,4 milljónum króna. Hækkun á útkomu liðins árs er rúm 75% á sambærilegu verðlagi. Sagði Davíð að vonir stæðu til að unnt verði að taka þrjú ný barnaheimili i notkun á árinu. Leikskóla og dagheimili við Hálsa- sel, en leikskólinn yrði að lfkind- um tekinn í notkun í mars og skóladagheimilið næsta haust. Alls munu 76 börn geta sótt heim- ilið á hverjum degi. Samkvæmt upphaflegum áformum var gert ráð fyrir að börn þar gætu verið 36. „Sá munur sem hér kemur fram I barna- fjölda, hlýtur að vekja okkur borgarfulltrúa til umhugsunar um það, hvort ekki sé rétt á meðan margir bíða, að leggja áherslu á að veita sem flestum einhverja úr- lausn í stað þess að veita fáum einungis það besta, sem völ er á. Þetta á ekki aðeins við um þá þjónustu sem veitt er á barna- heimilum, heldur hvarvetna þar sem við teljum, að tiltækir fjár- munir hrökkvi ekki til að veita öll- um, sem rétt eiga viðunandi úr- 'ö INNLENT lausn. Nú er unnið að samanburði á ýmsum kostnaði, sem höfuð- borgir Norðurlanda hafa hver af sínum rekstri og þar hafa kostir leikskólanna hér vakið verðskuld- aða athygli," sagði Davið meðal annars. Kostnaður við byggingu dag- heimilis og leikskóla við Rofabæ er áætlaður tæplega 15 milljónir króna og af leikskóla og dagheim- ili við Boðagranda krónur 14,5 milljónir. Verða þessi heimili af- hent næsta haust til notkunar. Hvora stofnunina geta 97 börn sótt á hverjum degi. Plássum fyrir börn á barnaheimilum fjölgar því um 270 á þessu ári. Af öðrum framkvæmdum við barnaheimili i borginni á þessu ári ná nefna hönnun og bygg- ingarframkvæmdir við dagheimili og leikskóla í Grafarvogi og kostn- að vegna dagheimilis og leikskóla við Stangarholt, en það húsnæði verður afhent fullgert að utan, en fokhelt að innan árið 1986. Viðurkennir inn- brot í sumarbústaði MIKIL brögð hafa verið að því að undanfornu, að brotist hafi verið inn í sumarbústaði við Þingvallavatn og I Grafningi. Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í fyrrakvöld mann á þritugsaldri og hefur hann játað að hafa brotist mn í sumarbústaði. RLR gerði í gær kröfu um að maðurinn verði úrskurðaður i gæzluvarðhald til 25. janúar. Skemmdir hafa verið unnar á fjölmörgum sumarbústöðum og eins hefur munum verið stolið. Lögreglan á Selfossi hefur að und- anförnu unnið að rannsókn máls- ins og fékk RLR til liðs við sig. Margeir Pétursson: „Bjartsýnn fýrir ein- vígið við Agdestein“ „ÉG ER bjartsýnn fyrir einvígið við Simen Agdestein í Reykjavík — að mér takist að sigra. Við heyj- um fjögurra skáka einvígi og vegna sigurs Agdestein gegn mér í Gausdal nægir honum jafntefli í Reykjvík,“ sagði Margeir Péturs- son í samtali við blm. Mbl. „Við höfum tvívegis telft áður. í ágúst síðastliðnum tefldum við hér í Gausdal í siðustu umferð alþjóð- legs móts. Ég sigraði þá í æsi- spennandi skák. Fórnaði manni, sem við nána skoðun stóðst ekki en Agdestein fór á taugum og ég mátaði hann,“ sagði Margeir. „Ég vanmat Agdestein nú, hann hafði telft illa, en verið heppinn. Jóhann Hjartarson var með kolunnið á Agdestein, sem vann eftir afleik Jóhanns. Agde- stein er mikill keppnismaður, það sýndi hann gegn mér nú. Ég fékk ágæta stöðu, en tapaði eftir að hafa tekið ranga ákvörðun. Fórnaði tveimur léttum mönn- um fyrir peð og hrók. Hefði átt að fórna drottningu fyrir hrók og biskup og örugglega haldið minum hlut. Agdestein sýndi þá mikla keppnishörku, telfdi fram- haldið mjög vel og sigraði. En fyrst og fremst vann ég sjálfan mig í þeirri skák. Eg tel að við íslenzku skák- mennirnir hefðum allt eins get- að orðið í tveimur efstu sætun- um. Svíinn Ernst reyndist okkur þungur í skauti, hann vann Jó- hann og Helga. Sérstaklega var Helgi óheppinn að tapa, hann yf- irspilaði Svíann en lék slysalega af sér. Þá var Jóhann að mlnu mati óheppinn gegn Agdestein og Helgi gegn Moen. Jóhann og Helgi höfðu ekki þann meðbyr sem þarf til sigurs í móti — því miður," sagði Margeir. Einvígi Margeirs og Agdestein verður í Reykjavík í byrjun febrúar. Sig- urvegarinn tekur þátt í milli- svæðamóti. Tveir efstu menn á millisvæðamótunum komast í áskorendaeinvígin — tefla um réttinn til þess að skora heims- meistarann á hólm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.