Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANtJAR 1985 fclk í fréttum Streisand afhjúpar sveininn LJj ér sjáum við kappann sem Barbra Streisand hefur reynt að fela I fyrir haukfránum augum fjölmiðla sfðustu vikurnar og mánuð- ina. Það hefur Iengi gengið fjöllum hærra að hún væri í sambúð sem virtist ætla að enda með hnappheldu, en karlinn reyndist vera hálf- gerður huldumaður. Hér er hann þó og fullkomlega sýnilegur. Ljós- myndari einn frétti af þeim á hóteli í Lundúnum fyrir skðmmu og sat fyrir þeim. Myndina tók hann er þau voru á leið frá hótelinu í vikufrf til Marbella á Spáni. Karlinn heitir Richard Baskin og er 37 ára gamall. Hann er hljómlistarmaður, annað er ekki af honum að segja. k£| Stutt ævisaga Furðufuglinn og söngvarinn Boy George er óútreiknan- legur. Þessi 23 ára gamli pilt- ur tilkynnti nýársákvörðun sína fyrir skemmstu. Er hún í því fólgin að hann mun skrifa ævisögu sína og ljúka henni áður en enn eitt árið rennur í hlað. Surningin er hvort bókin verði stutt eða löng?? Athyglis- verður körfubolta- maður Manute Bol frá Súdan er að reyna fyrir sér í körfuknattleiknum vestur í Bandarfkjunum og svo sem sjá má hefur kappinn ýmislegt til brunns að bera sem þykir nauðsynlegt eða æskilegt í þeirri íþróttagrein. Má þar nefna hæðina en Bol teflir fram fleiri sentimetrum heid- ur en flestir kollegar hans. Bol er 2£9 metrar á hæð og þykir liðtækur undir körfu andstæð- inganna, körfuskot samherj- anna verða að snjöllum send- íngum til Bols sem grípur knöttinn hátt í lofti og þarf næstum að beygja sig til að „troða". Að öðru leyti skortir Bo) margt svo sem úthald og líkamlegan styrk, en hann er afar horaður eins og sjá má og liðamótin ekki sem styrkust. Samsvarar kappinn sér fremur illa. Tveir goðir saman essir frægu kappar hittust um áramótin er mikill skemmtiþáttur var sýndur beint til fjölmargra Evrópulanda á gamlárskvöld, en báðir komu þeir fram í þættinum. Þetta eru Michel Platini, talinn besti knattspyrnumaður Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað, t.v., og auðvitað Elton John poppari og formaður enska 1. deildarfé- lagsins Watford. Var varla möguleiki að stía þeim f sundur til að taka þátt í hlutverkum sín- um í þættinum og er þeim var lokið hittust þeir á ný og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Nærri má geta hvert umræðu- efnið var... trúlega knatt- spyrna. RUNAR marvinsson „GESTAKOKKUR" Á NAUSTINU Skemmtilegra að meðhöndla fisk Guðmundur Jónsson söng um árið: Lax lax og aftur lax. Blm. frétti af manni sem ekki væri ólíklegur til að raula textann að- eins öðruvísi eða „Fisk, fisk, fisk og aftur fisk. Hann heitir Rúnar Marvinsson, byrjaði snemma á sjónum og fór að veiða fisk. Síðan tók hann til við að sjóða hann og brasa á veitingahúsum, að því búnu fór hann að selja fisk f Forðabúrinu. Nú er hann „gesta- kokkur" á Naustinu og býður þar sinn sérstaka matseðil og að sjálfsögðu má þar finna marga fiskrétti. Blm. og ljósm. kíktu inn hjá honum og spurðu hve lengi hann hefði verið í kokkeríi. — Ég byrjaði í þessu þegar ég var til sjós og það kom ekki til af góðu. Þeir settu mig í eldamennsk- una, þvi ég var yngstur og léleg- astur á skipinu. Síðan kom áhug- inn upp úr þessu og ágerðist eftir því sem árin liðu. Eg er það sem kalla má sjálfmenntaður, hef lært mikið af þeim sem ég hef unnið með og prófað mig síðan áfram. — Hvað býðurðu gestunum á Naustinu uppá? — Það er nú ýmislegt, en ef ég mætti velja matseðilinn fyrir þá er ég hræddur um að fiskur yrði ofaná. Mér finnst töluvert skemmtilegra að meðhöndla og vinna fisk en annan mat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.