Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Óperan r Eg veit ekki hvað skal segja um hinn glæsilega flutning tón- listardeildar Ríkisútvarpsins á Betlaraóperu John Gays. í fyrsta lagi hef ég persónulega afskaplega lítinn áhuga á óperum, finnst söguþráðurinn gjarnan ótrúverð- ugur, og ankannalegt að sjá fólk syngja texta, sem í raun ætti að mæla af munni fram í eðlilegum talmálsstíl. John Gay er mér greinilega sammála í þessu efni, því hann skrumskælir í Betlaraóp- erunni vinsælar ítalskar óperur, er voru Dallasþættir þess tíma. Þess vegna getur svo sem áhugalítill óperugestur fyllst eldmóði yfir kostulegum texta Gays. í öðru lagi er náttúrulega i verkahring tón- listargagnrýnandans, að fjalla um músíkhlið þessa verks. En þar get ég borið vitni um sem leikmaður að gamla góða lampatækið mitt varð eins og fínasta dómkirkju- orgel, er söngfuglarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðmundur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir hófu upp raust sína. Stælingar, stuldir og útsetningar Atla Heim- is Sveinssonar voru í anda verks- ins og lýsti jarðbundinn hlustandi er ég hafði mér til ráðuneytis því yfir er seinustu tónarnir hljómuðu úr lampatækinu klukkan 22.15 að þetta væri ein „vandaðasta og skemmtilegasta útsending út- varpsins" eins og hann orðaði það. Nú í þriðja og síðasta lagi er mér vandi á höndum að útlista text- ann, því sjálfur leiklistarstjóri ríkisútvarpsins vinnur það verk af mikiili natni á 18. síðu fimmtu- dagsmoggans. Hef ég engu þar við að bæta, nema kannski smá brandara á ensku. Þegar The Begg- ar’s Opera var fyrst flutt í Lin- coln’s Inn Fields 1728, stjórnaði henni John Rich, þá var sagt að hún hefði gert Gay rich and Rich gay. Krúsidúllur Áður en ég skil við þessa metn- aðarfullu og glæsilegu uppfærslu tónlistardeildarinnar vil ég minn- ast á þrjú smáatriði er vöktu sér- staka athygli mína. í fyrsta lagi lunkin samtöl Hrafns Gunnlaugs- sonar leikstjóra við Atla Heimi, er skotið var inn við upphaf og lok verksins. í þessum léttfleygu sam- tölum upplýstu þeir félagar ýmis- legt um framvindu verksins. Sannarlega óvænt innskot er sönnuðu að ætíð kemur Hrafn á óvart. í öðru lagi fannst mér kossaflangsi og blautlegum smell- um gert fullhátt undir höfði. Það má ekki ofhlaða verk með stunum og líkamshljóðum erótískrar ætt- ar. í þriðja lagi vil ég aðeins víkja að framsögn Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur er hún hvarf til talmálsins. Ég hef það mikia trú á Sigrúnu sem óperusöngkonu að ég vil benda henni og fleirum úr hópi hinna yngri leikara á að vara sig til dæmis á því að öll svokölluð lokhljóð eru fráblásin, aftast I orði. Sem dæmi má nefna fráblásna varamælta harðhljóðið [ph] eins og í op [o:p^], eða tannmælta frá- blásna harðhljóðið [t“] er kemur fyrir í orðinu rot [ro:t^]. Hér á ekki að nota fráblásturslaus lin- hljóðin [b] og [d]. Þetta eru kannski óttaleg smáatriði en þau lyfta Róbert Arnfinnssyni í hæðir. Að lokum vil ég þakka Leiklistar- deildinni fyrir þægilega kvöld- stund, og nú bíður maður bara spenntur eftir hljómplötunni með Betlaraóperunni, sem ég er viss um að gæti styrkt enn frekar rekstrargrundvöll þessarar ágætu deildar, í harðnandi samkeppnis- heimi. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP Uglan hennar Mínervu — vísindaheimspeki í brennidepli ■i Þátturinn 35 Unglan hennar Mínervu er á dagskrá útvarps í kvöld í umsjón Arthúrs Björg- vins Bollasonar. Gestur þáttarins að þessu sinni er Stefán Snævarr sem stundar nú framhaldsnám i heim- speki í Ósló. Munu þeir tveir ræða saman um vís- indaheimspeki og m.a. hugleiða það hvort hægt er að afla hreinnar þekk- ingar sem ekki er tengd neinum siðferðilegum sjónarmiðum eða hags- munum. Þá munu þeir spjalla um það hvort siðfræði og þekking tengjast almennt og jafnframt hugleiða það sem er að gerast í þessari umræðu í samtímanum. Stefán Snævarr En Stefán Snævarr hefur aðallega fengist við mál- og vísindaheimspekinga samtímans. Laugardags- cyt 00 myndin er ^ A ““ bresk frá árinu 1982 og gerð eftir sígildri riddarasögu Walters Scott um lvar Hlújárn. Myndin gerist á Eng- landi í lok tólftu aldar, þegar ófriðurinn milli normannskra og saxn- eskra íbúa landsins er i algleymingi. Söguhetjan er ungur riddari, leikinn af Anth- ony Andrews, sem mun vera íslenskum sjónvarps- áhorfendum að góðu kunnur fyrir leik sinn í Ættaróðalinu. Riddarinn ungi á þá ósk heitasta að kvænast sinni heittelsk- uðu en áður en af því get- ur orðið, verður hann að ná sáttum við föður sinn og yfirstíga ýmsar hindr- anir. Margar aðrar eftir- minnilegar persónur koma við sögu s.s. Rík- harður Ijónshjarta Eng- landskonungur, Hrói höttur og kappar hans. Leikstjóri er Douglas Camfield, en með önnur aðalhlutverk fara James Mason, Olivia Hussey, Lysette Anthony, Michael Horden og Sam Neill. Anthony Andrews og Lysette Anthony í hlutverkum ívars og Rowenu. ívar Hlújárn — bresk sjónvarpsmynd frá 1982 Við feðginin sjónvarps- áhorfendur fylgst með þeim feðginum í breska gamanmynda- flokknum „Við feðginin”, eftir langt hlé. Er þetta fyrsti þátturinn af þrett- án, framhald fyrri þátta um ekkjumanninn og einkadóttur hans sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Megum við líklegast vænta þess að þau tvö lendi saman i einhvers konar klandri, þó að þau bjargi sér alltaf út úr vandræðunum í lokin. Með hlutverk þeirra feðgina fara Richard 0. Sullivan og Joanne Rid- ley. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Richard O. Sullivan og Joanne Ridley í hlutverk- um ekkjumannsins og dóttur hans. — fyrsti þáttur af þrettán ■■ í kvöld geta ÚTVARP LAUGARDAGUR 19. janúar 7.00 Veöurfregnlr. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Guðmundur Ingi Leifsson talar. 8.15 Veðurtregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál: Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar trá kvöidinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). Oskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla Sig- urður Helgason stjórnar pætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar 1230 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13A0 Ipróttapáttur. Umsjón: Hermann Gunnarsson. 14.00 Hér og nú. Fréttapáttur I vikulokin. 15.15 Ur blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚ- VAK) 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál. Guörún Kvaran flytur páttinn. 16.30 Bókapáttur. Umsjón: Njðrður P. Njarðvlk. 17.10 A óperusviðinu. Óperan og áhrif hennar á aörar greinar tónlistar. 1. páttur: Upphaf óperunnar. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 14A5 Enska knattspyrnan. Fyrsta deild: Chelsea — Arsenal. Bein útsending frá Lundún- um 14.55 til 16.45. 17.15 Ipróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Kærastan kemur I hðfn. Lokapáttur. Danskur myndaflokkur I sjö páttum ætlaður börnum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision - danska sjón- varpið). 19A0 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Við feðginin. Fyrsti páttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I prettán páttum, framhald 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19 J5 Úr vðndu að ráða. Hlust- endur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: .Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- fyrri pátta um ekkjumann og einkadóttur hans á unglings- aldri. Með hlutverk peirra feögina fara Richard O. Sulli- van og Joanne Rldley. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.00 Ivar hlújárn. Bresk sjónvarpsmynd frá 1982, gerð eflir slgildri ridd- arasögu eftlr Walter Scott. Leikstjóri Douglas Camfield. Aðalhlutverk: Anthony And- rews. James Mason, Olivia Hussey, Lysette Anthony, Michael Horden og Sam NeHI. Myndin gerist á Englandi I lok tólftu aldar. Söguhetjan er ungur riddari sem veröur að yfirstlga ýmsar prautir áö- ur en hann nær sáttum viö fðður sinn og fær hðnd sinn- son les pýöingu Freysteins Gunnarssonar (18). 20.20 Harmonikupáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 Sðgustaöir á Noröurlandi — Möðruvellir I Hörgárdal. (Þriðji og slðasti páttur). Um- sjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK) ar útvöldu . Ymsar aðrar eft- irminnilegar persónur koma viö sögu, svo sem Isak gyð- ingur og Rebekka dóttir hans, Rlkharöur Ijónshjarta Englandskonungur. Hrói hðttur og kappar hans. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 23.15 Gyllti dansskórinn. Þýskur sjónvarpspáttur. Nokkur fremstu danspör I Evrópu úr hópi atvinnu- og áhugamanna sýna sam- kvæmisdansa og suöur- ameriska dansa. Þátttak- endur eiga pað sameiginlegt aö hafa unniö til verölauna sem nefnast .gyllti dans- skórinn" árið 1984. (Evróvision — pýska sjón- varpið). OOJH) Dagskrárlok. 21J0 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverkum. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Uglan hennar Mlnervu. Umsjón Arthúr Björgvin Bollason 23.15 Óperettutónlist. Guð- mundur Gilsson kynnir. 24.00 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 0030 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 19. janúar 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. Hlé 24.00—03.00 Næturvaktin Stjómandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR 19. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.