Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 46

Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Luton Town í Laugardalnum Á morgun gegn Reykjavíkurúrvalinu — Gat ekki leikið í Englandi vegna slæms veðurs LUTON Town, sem leikur i ensku 1. deildinni í knattspyrnu, kemur hingad til lands í kvöld, og leikur é morgun gegn Reykjavíkurúrvali é nýja gervigrasvellinum í Laug- ardal. Þetta veröur fyrsti formlegi leikurinn é vellinum þeim. Óhætt er aö segja aö þessi heimsókn, sem er mjög óvænt aö, só hval- reki é fjörur íslenskra (eöa sunn- lenskra) knattspyrnuunnenda, sérstaklega é þessum tíma érs. Þar sem veður er mjög slæmt í Englandi um þessar mundir hefur lítiö veriö leikiö þar. Mörgum leikj- um hefur veriö frestaö í dag, þ.á m. leik Stoke og Luton. Halldór Einarsson og Baldvin Jónsson fengu þá hugmynd fyrr í þessari viku aö fá hingaö til lands liö úr ensku fyrstu deildinni, ef fresta yröi leikjum ytra í dag. Aö sögn Halldórs Einarssonar var haft sam- band við Sava Popovic, um- boösmann knattspyrnuliöa, sem hefur aðsetur í London og samdi hann viö Luton um aö koma til landsins. Þaö var ekki endanlega ákveöiö fyrr en um hádegisbiliö í gær aö úr heimsókninni yröi — eftir aö stjórn ensku deildarkeppn- innar ákvaö á fundi sínum aö leik Stoke og Luton yröi frestaö. .Þaö hefur mikiö veriö rætt um þaö í fréttum í Englandi undanfariö aö þar sé enn kaldara en á is- landil" sagöi Halldór Einarsson í samtali viö blm. Mbl. í gær. „Okkur datt því í hug aö bjóöa liöi þaöan hingaö til lands, ef áframhald yröi á frestun leikja, því þaö er slæmt fyrir liöin aö missa langan tíma úr án þess aö spila. Sava Popovic kom hingaö til lands meö liöi Manchester United er þaö kom í heimsókn til Vals sumariö 1982. Viö höfum haldiö sambandi viö hann síöan, og er viö leituöum til hans nú fór hann þegar a stúfana og þetta er útkoman," sagöi Hall- dór. • Ricky Hill, besti maöur Luton- liösins. Flugleiöir brugöust skjótt viö er leitaö var til fyrirtækisins, og ákvaö aö bjóöa Luton-liðinu hingaö til lands. Fyrirtækið býöur einnig gistinguna, en ensku leik- mennirnir munu búa á Hótel Esju. Hópurinn flýgur frá London fyrir hádegi í dag til Glasgow og þaóan með Flugleiðavél til Keflavíkur. Liöiö veröur komiö hingaö til lands um kl. 19 í kvöld. Leikurinn hefst kl. 15.00 á morgun í Laugardalnum og liöiö fer síöan út aftur á mánudagsmorgun. Breskir blaöamenn veröa meö í för Luton-liösins hingaö til lands, a.m.k. frá Daily Telegraph, Daily Mail og Sun, en þessi för Luton hingaö hefur vakiö mikla athygli ytra og veröur án efa mikil land- kynning. Ekki aö undra, því þaö gerist ekki á hverju ári aö knatt- spyrnukappleikur fer fram i Laugardalnum í janúar, þegar ekki er hægt aö leika i Englandi vegna veöurs og slæmra vallarskilyröa! Aö sögn Baldvins sér Knatt- spyrnuráö Reykjavíkur um fram- kvæmd leiksins. Hitaveita Reykja- víkur brást vel viö er til hennar var leitaö vegna leiksins, og hafa hita- leiöslur undir nýja vellinum veriö kyntar af fullum krafti þannig aö allur klaki veröur farinn úr vellinum kl. 15 á morgun. Af frægum leikmönnum Luton- liósins má nefna enska landsliös- manninn Ricky Hill, sem leikur á miöjunni. Þær sögusagnir hafa veriö á lofti undanfariö aö hann færi jafnvel fljótlega frá liöinu, og hefur hann veriö verölagöur á 300 til 400 þúsund pund. Einnig má nefna framherjann Brian Stein, varnarmennina Mal Donaghy og Steve Foster, sem nýlega var keyptur frá Aston Villa og lék þar áöur meö Brighton, og miövallar- leikmanninn Brian Horton, fyrirliöa liösins. Sigurður Aðalsteinsson þjálfari: „Ekki nógu ánægöur meö frammistööuna“ „ÞAD VERDUR aó segjast alveg eins og er aó ég er ekki nógu énægóur meó frammistöóu ís- lensku keppendanna í 30 km göngunni. Gottlieb hætti eftir fyrstu sjó km en Einar lauk göng- unni og varö í 52. sæti af 80 kepp- endum. Hann heföi étt aó geta gert betur,“ sagói Siguróur Aóal- steinsson, þjélfari íslensku skióa- göngumannanna, sem taka um þessar mundir þétt i heimsmeist- aramótinu í norrænum greinum, sem fram fer um þessar mundir í Sefeid í Austurrfki. — Fyrstu sjö kflómetrarnir í 30 km voru allir uppá móti og mjög erfiðir. Gottlieb og Einar gengu mjög rösklega af staö en fóru full- geyst aö mínu mati. Þeir fóru meö alla orkuna í upphafi göngunnar og Gottlieb hélt ekki út. Einar kláraöi hinsvegar en var örþreyttur þegar hann kom í mark. Þaö voru viss vonbrigöi aö þeir félagar skyldu ekki gera betur en raun bar vitni en þeir eiga eftir aö keppa aftur og þá standa þeir sig vonandi betur. — Timi Einars var 1. klst. 27 mín. Svíinn Gunde Svan sigraöi á 1. klst. 24,1 mín. Hann er frábær göngumaöur og ávallt í fremstu röö. Þaö var mjög athyglisvert, aö því er mér fannst, aö nú skauta allir göngumennirnir meira en nokkru sinni fyrr. Skrefiö er í raun aldrei stigiö. Fyrir vikiö veröur gangan mun hraöari og erfiöari. Þetta er ný tækni sem er búin aö ryöja sér til rúms um alla Evrópu. — Rússar komast ekki á blaö hér en Noröurlandabúar standa sig meö mikilli prýöi, enda nota þeir skautatæknina frábærlega vel, sagöi Siguröur. Guöríður skoraöi 17 mörk í Eyjum • Guórióur Guójónsdóttir Fram sigraói ÍBV ( 1. deild kvenna í gærkvöldi meó 38 mörk- um gegn 15. í hélfleik var staóan 18—7 fyrir Fram. Framstúlkurnar sýndu mikla yfirhurði í leiknum og léku oft vel. Liö ÍBV var hinsvegr frekar slakt og náöi sér ekki á strik og á greini- lega ekki mikla framtíö fyrir sér í 1. deildinni í ár. Bestar hjá Fram voru Erla Rafnsdóttir og Guöríöur Guö- jónsdóttir. Hjá IBV skaraði engin framúr. Mörk ÍBV: Anna Dóra Jó- hannsdóttir 4 2v., Eyrún Sigþórs- dóttir 3, Andrea Atladóttir 2, Ingi- björg Jónsdóttir 2, Ragna Birgis- dóttir 1, Ólöf Elíasdóttir 1, Hafdís Siguröardóttir 1. Mörk Fram: Guöriöur Guö- jónsdóttir 17, 7 v., Erla Rafnsdóttir 10, Guörún Gunnarsdóttir 5, Sig- rún Blomsterberg 2, Oddný Sig- steinsdóttir 2, Arna Stefánsdóttir 1, Kristín Birgisdóttir 1. HKJ/ÞR. Gunde Svan fré Svíþjóð sígraói (30 km göngunni (gær eins og búist ir vió. Hann vann é sérlega góóri frammistöóu sfóustu 10 kOómetr- „Hreinlega kláraði mig alveg á fyrstu 10 km“ — sagði Einar Ólafsson skíðagöngumaður „Mér fannst 30 km gangan vera alveg sérlega erfió, mun erfióari en ég bjóst vió. Fyrstu sjö kfló- metrarnir voru aliir uppé móti og þaó kom manni svolítió i opna skjöldu. Ég hreinlega kléraói mig alveg é fyrstu 10 km. Átti ekki nægilegan kraft eftir til að skila mér meó snerpu síóustu 20 km. En ég er svona þokkalega ánægöur meö aö koma inn í 52. sæti af 80 keppendum. Vissulega stefndi ég aö þvi aö gera betur en þaö tókst ekki,“ sagöi Einar Ólafs- son skíöagöngumaöur frá isafiröi ( gærkvöldi er blm. Mbl. spjallaöi viö hann símleiöis. Einar sagöi aö allar aöstæöur væru eins og best yröi á kosiö. Aöbúnaöur á mótinu frábær og allt gert fyrir keppendurna. Einar sagöi jafnframt aö hann væri ákveöinn í því aö keppa í 15 km göngunni svo og 50 km. — „Ég hef aldrei áöur keppt í 50 km göngu og veit aö hún veröur erfið en ég mun leggja mig allan fram og þaö er mér mikiö kappsmál aö aö standa mig vel í henni. Ég held aö hún eigi vel viö mig,“ sagöi Ein- ar. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.