Morgunblaðið - 19.01.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.01.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 7 Úr borgarstjérn: : Stofnun fólkvangs í Elliðaárdal frestað Kristján Benediktsson (B) sögðu rök ráðsins fyrir frestun á stofnun fólkvangsins léttvæg og sagði Adda Bára að með einföldu sam- komulagi við hagsmunaaðila mætti ganga frá því máli. Umhverfísmálaráð Reykjavíkur- borgar hefur ákveðið að fresta stofn- un fólkvangs í Elliðaárdal. Auglýst var eftir athugasemdum um stofnun fólkvangsins í Lögbirtingablaðinu í Sr. Andrés Ólafsson messar í Dómkirkjunni Á MORGUN, sunnudag 20. janúar, messar sr. Andrés Ólafsson fv. pró- fastur í Dómkirkjunni kl. 11.00 í for- follum sr. Þóris Stephensen. Sr. Andrés Ólafsson er kirkjuvörður og meðhjálpari í Dómkirkjunni, en var áður sóknarprestur og prófastur á Hólmavík. Formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, Ingimundur Sig- fússon, mun lesa meðhjálpara- bænirnar i upphafi og við lok messunnar. Svala Nielsen óperusöngkona syngur Allsherjar Drottinn eftir César Franck mkeð Dómkórnum, en organleikari er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. (Frá Domkirkjnnoi.) Vestur-Húnavatnssýsla: Fundur um byggða- og landbúnaðarmál ALMENNUR fundur um landbúnað- ar- og byggðamál verður haldinn f Víðihlíð í Vestur-Húnavatnssýslu þriðjudaginn 22. janúar og hefst kl. 21. Framsögumenn á fundinum verða Egill Bjarnason ráðunautur og alþingismennirnir Pálmi Jóns- son og Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðalfundur Full- trúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á þriðjudag AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 22. janúar nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, segir í fréttatilkynningu frá Full- trúaráðinu. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf en auk þess flytur Davíð Oddsson borgar- stjóri ræðu. Meðlimir Fulltrúa- ráðsins eru hvattir til að fjöl- menna og hafa meðferðis fulltrúa- ráðsskírteini. Aðstöðugjöldin í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur gert tillögu um að álögð aðstöðugjöld í Reykjavík á þessu ári verði 0,33% af rekstri fiski- skipa og flugvéla, 0,65% af rekstri verslunarskipa og fískiðnaði, 1,00% af hvers konar iðnaði öðrum og 1,30% af öðrum atvinnurekstri. Prentun og útgáfa dagblaða skuli þó vera undanþegin aðstöðugjaldi. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, hefur gert breytingartillögu þann- ig að aðstöðugjöld verði 0,65% af landbúnaði, rekstri verslunar- skipa, fiskiðnaði og hverskonar iðnrekstri öðrum. Málið verður af- greitt við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar í byrjun febrúar. janúar 1984 og bárust nokkrar at- hugasemdir frá aðilum sem telja sig verða fyrir fjártjóni ef af því verður. Þær athugasemdir verður að meta og fjárbætur til þessara aðila ef fólk- vangurinn verður stofnaður. Hefur umhverfismálaráð lagt til að sérstök nefnd, Elliðaárdalsnefnd, verði skip- uð, sem fjalla á um nýtingu dalsins til útivistar. í máli Huldu Valtýsdóttur, formanns umhverfismálaráðs, kom fram á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, að Elliðaárdalurinn væri eitt aðalútivistarsvæði borg- arbúa og því bæri nauðsyn til að vernda það sem best. Áætlað væri m.a. að vinna að stígagerð á þessu ári góðan spöl á syðri bakka ánna í dalnum, norður af Stekkjabakka. Adda Bára Sigfúsdóttir (G) og Davíð Oddsson borgarstjóri sagði m.a. að engin rök væru fyrir því að flýta ákvörðunum í þessu efni, alla annmarka varðandi þær þyrfti að skoða vandlega. Aðstæð- ur til útivistar væru ákjósanlegar í dalnum. SOLDEN SÁ BESTI VARÐ FYRIR VALINU Aðferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA í Sölden færö þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERD FRÁ KR. 20.800. og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! (Miðað við gengi 21.11 '84) Gisting er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri: Beint leiguflug til Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden. Brottfarardagar: 9 febrúar, 23. febrúar. Nýr brottf arardagur: 9. mars. * Sbr. mðurstoóur fjolmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. KOtÁ® ® v.,b 4 -------------------- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.