Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 27 Guðjón Egill Hall- dórsson - Minning Fæddur 26. janúar 1928 Dáinn 7. janúar 1985 Kveðja vinar og samstarfsmanns Þegar maður fréttir af láti vinar frá æsku og síðar félaga í starfi, fyllist hugurinn tómleika, líkt og horfinn sé dálítill hluti af manni sjálfum. Þótt vitað sé að það fást engin svör, þá er manni eðlilegt að spyrja, af hverju var þessi maður burtkallaður á góðum aldri? Hann með ljáinn hefur höggvið stórt í hóp okkar SVR-manna á skömmum tíma með andláti for- stjóra okkar, Eiríks Ásgeirssonar. Síðan eins af okkar góðu og traustu vagnstjórum, Eiríks Gíslasonar, og nú Egils, en undir seinna nafni sínu gekk Guðjón Eg- ill jafnan. Kynni okkar Egils hófust, þegar við vorum drengir á Grettisgöt- unni og þurftum að safna liði og standa saman gegn strákum úr öðrum hverfum. Egill var fjölhæfur maður og tók sér ýmisleg störf fyrir hendur og reyndist hvarvetna hinn ágæt- asti starfsmaður. Hann hóf ungur sendils- og verzlunarstörf, síðan bifreiðaakstur hjá SVR, þá næst var hann sjómaður á farskipum um nokkurra ára skeið, en nú síð- ustu ár stundaði hann á ný akstur hjá SVR og lágu leiðir okkar þá saman að nýju. Við Egill vorum vaktfélagar og er Egils sárt saknað af okkur fé- lögum hans á B-vaktinni. Það var aldrei nein deyfð eða lognmolla þar sem hann fór kátur og skemmtilegur og gaf góð ráð og hnittin tilsvör. Þannig mun ég og félagar mínir í SVR geyma minn- ingu hins látna starfsfélaga. Öllum aðstandendum hans sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Jakob Sigurðsson Kveðjuorð: Halldóra Jakobs- dóttir kaupkona Fædd 31. ágúst 1902 Dáin 13. janúar 1985 Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hin dýru dægur ljóma. Drottins lúður þegar hljóma, hin mikla morgunstund. (V.Briem). Útför föðursystur minnar, frú Halldóru Jakobsdóttur, kaupkonu, var gerð í gær frá Garðakirkju. Mig langar til að minnast hennar i Sr. Boots minnst Á morgun, sunnudaginn 20. janúar, verður flutt minningar- guðsþjónusta um séra Gerard Boots í Dómkirkju Krists konungs Ráðstefna um uppeldismál í TILEFNI af ári æskunnar heldur Landssamband framsóknar- kvenna ráðstefnu um uppeldis- og fræðslumál í dag á Hótel Holt. Ráðstefnan hefst klukkan 10.00 og stendur fram til klukkan 17.00. Fjallað verður um það hvernig haga beri uppeldi og námi æsku í þjóðfélaginu og hvernig koma má til móts við heimili og foreldra sem eru í auknum mæli úti á vinnumarkaðnum. Ráðstefnan er öllum opin. Arkitektar sýna í Ásmundarsal Nú stendur yfir sýning á verk- um nokkurra íslenskra arkitekta i Ásmundarsal. Sýningin er opin milli klukkan 9 og 17 alla virka daga til 25. janúar. örfáum orðum, ég vil þakka henni samfylgdina í gegnum árin. Hall- dóra og fjölskylda hennar og for- eldrar mínir, sem látnir eru, og við systkinin bjuggum í sama húsi i mörg ár og var mikill samgangur þar á milli sem aldrei bar skugga á, hafi hún þökk fyrir. Mér hefur verð sagt frá því að Halldóra hafi rétt mörgum hjálparhönd, þeim sem áttu um sárt að binda, þótt ekki hafi verið haft hátt um það. Því munu margir minnast hennar i Landakoti. Séra Boots starfaði hér í meira en 50 ár og var víð- kunnur maður, bæði fyrir prest- þjónustu sína og samningu fransk-íslenskrar og islensk- franskrar orðabókar. Einnig var hann kunnur fyrir kennslustörf, bæði í Landakotsskólanum og í einkatimum. Hann andaðist i Hollandi 11. desember sl. með hlýhug og þakklæti. Halldóru hitti ég nokkrum dögum fyrir and- lát hennar og grunaði mig sist að það yrði ( hinsta sinni þótt árin væru orðin áttatíu og tvö. Frænku minni óska ég góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Dætr- um hennar og fjölskyldum þeirra og Magnúsi votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem). Marfa „Tobacco Road“ frumsýnt í Aratungu á morgun Á morgun frumsýnir Ungmennafélag Biskupstungna í Aratungu leikrit- ið „Tobacco Koad“ eftir Erskine Caldwell í leikgerð Jacks Kirkland. Jökull Jakobsson þýddi verkið. Leikstjóri er Eyþór Árnason, en leik- mynd gerði Ólafur Engilbertsson. Leikurinn gerist f suðurríkjum Bandaríkjanna á kreppuárunum og fjallar um líf og starf Lcster-fjöl- skyldunnar. Leikarar eru 11 talsins, en alls hafa um 25 manns tekið þátt í uppsetningu verksins. Undirbúin afmælissýning „Afmælissýning Félags bifvélavirkja“ FÉLAG bifvélavirkja mun í tilefni af 50 ára afmæli félagsins opna sýningu í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16. Sýningin verður opin frá 20.—27. jan. nk. Sýnd verða gömul verkfæri og bflhlutar, auk gamalla Ijósmy nda. Félagið hefur auk þess í hyggju að minnast þessara tímamóta með útgáfu á sögu félagsins allt frá því að fyrst var farið að gera við bíla hér á landi. Höfundur verksins er Ásgeir Sigurgestsson en áætlað er að fyrra bindi verksins komi út á þessu ári. Allir þeir, sem búa yfir upplýs- ingum er tengjast sögu félagsins, eða eiga ljósmyndir, sem tengjast efninu, eru hvattir til að hafa samband við höfund ritsins eða skrifstofu félagsins. í stjórn Félags bifvélavirkja eiga sæti: Guðmundur Hilmars- son, formaður, Snorri Konráðsson, varaformaður, Jón Magnússon, ritari, Samson Jóhannesson, gjaldkeri, Björn Indriðason, gjald- keri styrktarsjóðs, Kristinn Bjarnason, meðstjórnandi, Sverrir Þorsteinsson, meðstjórnandi, og Þorvaldur Kjartansson 1. vara- maður í stjórn. Bridgcs Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Aðalsveitakeppni Bridgedeild- ar Skagfirðinga í Reykjavík, hófst sl. þriðjudag. Til leiks mættu 16 sveitir. 1 aðalsveitakeppninni eru spil- aðir tveir leikir á kvöldi, allir v/alla. Eftir fyrstu tvær umferð- irnar, eru þessar sveitir efstar: Sveit Magnúsar Torfasonar 50 Sveit Hjálmars Pálssonar 45 Sveit Friðriks Indriðasonar 38 Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 36 Sveit Leifs Jóhannessonar 34 Sveit Gísla Stefánssonar 33 Opna mótiö á Akureyri Skráning í opna minningar- mótið á Akureyri, sem verður helgina 15.—17. febrúar, er kom- in á fulit skrið. Stefnt er að þátttöku minnst 60 para. Fyrir- komulagið verður þannig, að fyrst verður öllum pörum skipt í jafnstóra riðla, spilaðar þrjár umferðir (tvímenningur) í und- anrás, slönguraðað. Að þeim loknum komast 22 efstu pörin í úrslit, barometer. Þar verða spil- uð 3 spil milli para, alls 63 spil sem hefjast á laugardagskvöld- inu, og lýkur á sunnudagseftir- miðdaginn (fyrir kvöldflug til Reykjavíkur). Keppnisgjald verður kr. 1.200 pr. par. Alls verða um 40—60.000 kr. í verðlaun, eignabikarar og silfurstig. Þátttakendur geta komist að mjög hagstæðum samningum við Flugleiðir og hótelin á Akureyri, svokallaðan helgarpakka (þó ýmsu verði nú að sleppa sem honum fylgir ...). Á Akureyri taka stjórnar- menn þar við þátttökutilkynn- ingum, en í Reykjavík sér Ólafur Lárusson um að skrá væntan- lega þátttakendur í s: 18350 á skrifstofu Bridgesambands ís- lands. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út fimmtudag- inn 7. febrúar nk. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Eftir 6 umferðir í undan- keppni Reykjavíkurmótsins i sveitakeppni, er staða efstu sveita þessi: stig Sveit Úrvals 121 Sveit Jóns Baldurssonar 120 Sveit Guðbr. Sigurbergss. 104 Sveit Þórarins Sigþórssonar 102 Sveit Jóns Hjaltasonar 98 Sveit Sigmundar Stefánssonar94 Sveit Sigurðar B. Þorsteinss. 94 Vakin er athygli á þvi, að næstu fórar umferðir verða spil- aðar í dag í Hreyfils-húsinu og hefst spilamennska kl. 12 á há- degi. Bridgefélag BarÖ- strendingafélagsins Mánudaginn 7. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 14 sveita. Spilaðir eru 16 spila leikir. Staða efstu sveita eftir 4 umferðir: Sveit: Gunnlaugs Þorsteinssonar 60 Friðjóns Margeirssonar 60 Sigurðar ísakssonar 59 Ragnars Þorsteinssonar 57 Viðars Guðmundssonar 54 Þóris Bjarnasonar 46 Arnórs Ólafssonar 45 Jóhanns Guðbjartssonar 41 Mánudaginn 21. janúar verða spilaðar 5. og 6. umferð. Spilað er i Siðumúla 25 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Tækjasýning í Plastos I DAG KL. 1—5 AÐ BÍLDSHÖFÐA 10. Kjörbúöavogir — lönaöarvogir — Kjötvinnsluvogir — Rannsóknarvogir — Sjálfvirk verömerkivog — Pallapökkunarvélar — Lokunarvélar — Vakúmpökkunarvélar. Allt til vigtunar, pökkunar og vörumerkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.