Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 31 Minning: Hannes Friðriksson — Arnkötlustöðum Kæddur 9. október 1892 Dáinn 11. janúar 1985 Elskulegur afi minn, Hannes Friðriksson, andaðist í hárri elli 11. janúar síðastliðinn, 92 ára gamall. Hann fæddist á Amkötlu- stöðum, Holtum Rangárvalla- sýslu, og ól þar nánast allan sinn aldur. Lífssvið hans spannar langt tímabil mikilla breytinga. Fram- farirnar eru slíkar, að erfitt er að gera sér í hugarlund, að nokkur önnur kynslóð nái að lifa aðrar eins. Afi sleit barnsskónum á Arn- kötlustöðum hjá móður sinni, móðursystur og hennar fjölskyldu. Hann byrjaði ungur að stunda sjó- róðra frá Suðurnesjum og sótti sjóinn meira eða minna í 24 ár. Fyrst á opnum bátum, en seinna á togurum og sigldi þá nokkrum sinnum út með aflann. Afi kvæntist ömmu minni Steinunni Bjarnadóttur frá Efra- Seli i Landssveit 24. júní 1929. Sama ár hófu þau búskap á Arn- kötlustöðum. Fljótlega tók að fjölga á bænum. Börnin fæddust með stuttu millibili 7 talsins. Þau eru Hulda, gift Þorleifi Jónssyni, dáin 1970; Margrét, kennari; Guð- mundur Eiður yfirverkstjóri, fórst af slysförum 1975, kvæntur Sól- veigu Halblaub; Bjarni rafvirkja- meistari, kvæntur Helgu Halb- laub; Salvör, gift Hannesi Hann- essyni; Ketill Arnar, ráðunautur, kvæntur Ástu Jónasdóttur og Ás- laug, gift Herði Þorgrímssyni. Barnabörnin eru 27 og barna- barnabörnin 10. Afi og amma bjuggu á Arn- kötlustöðum til ársins 1962 en brugðu þá búi að mestu leyti og fluttust til Reykjavikur og deildu heimili með Margréti dóttur sinni á hæðinni fyrir ofan okkur. Þau förguðu þó ekki öllum skepnunum heldur komu þeim fyrir á ná- grannabæjum og bjuggu áfram sumarmánuðina til 1967. Þá tók Salvör dóttir þeirra við búinu ásamt fjölskyldu sinni. Afi vann í Reykjavík frá 1%2—1975, fyrst í Landsmiðjunni og seinna hjá BM Vallá. Hann var fljótur að laga sig nýjum aðstæðum og undi vel hag sínum. Þegar amma dó hélt afi aftur á heimaslóðir til dóttur sinnar og tengdasonar og dvaldi þar í góðu yfirlæti til dauðadags. Hér er stiklað á stóru hvað varðar lífshlaup afa. Hann barst lítið á, var dulur og baðst undan ábyrgðarstöðum væri til hans leit- að. Okkur leið vel í návist hans og þegar hann á stundum sagði frá ýmsu sem á daga hans hafði drif- ið, leiftraði hann af frásagnar- gleði. Afi hafði góða kímnigáfu og kom okkur krökkunum oft á óvart í þeim efnum. Hann sagði þá gjarnan eitthvað spaugilegt, lyfti augabrúnunum á sinn sérstæða hátt og horfði glettinn á okkur. Ég hændist snemma að afa og ömmu, enda fædd á Arnkötlustöð- um og aðeins 7 árum yngri en yngsta barn þeirra. Minningarnar um samneyti mitt við þau og þá einkum og sér f lagi veru mína hjá þeim í sveitinni eru allar baðaðar sólskini, þar ber hvergi skugga á. Jafnvel smáatriði eins og hafra- grauturinn og lýsið, sem var ekki beinlínis mín uppáhaldsfæða á þessum árum, eru upphafin f huga mínum sem viss hluti af lífs- munstrinu sem afi og amma sköp- uðu. Þau voru samheldin hjón og erfitt að hugsa sér þau án hvors annars. Afi missti því mikið þegar amma og elzti sonur hans dóu sama ár, en bar harm sinn f hljóði. Hin síðari ár stytti habn sér oft stundir við að spila. Hvenær sem færi gafst hóaði hann saman mannskap til að taka vist og var þá oft kátt á hjalla. Menn urðu að vera snöggir að segja á spilin sfn svo honum ofbyði ekki seinagang- urinn í unga fólkinu. Þó honum dapraðist nokkuð sjón og heyrn allra síðustu árin, sá hann alltaf vel á spilin og heyrði sagnirnar og brást skjótt við til hins síðasta. Nú er hérvist afa lokið og kveðjustundin upp runnin. Sökn- uðurinn er sár en minningarnar lifa. Blessuð sé minning elsku afa. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir „Drottinn vakir, drottinn vakir, daga og nætur yfir þér.“ Þökk sé Hannesi fyrir okkar samveru- stundir. Fyrir rúmum 17 árum flutti ég á „ættaróðal" hans. Þá hafði sami ættleggur setið þennan stað f 167 ár. En þar með var sá ættleggur ekki rofinn, því konan mín er hér borin og barnfædd. En vel gat það verið erfiðleikum bundið að setjast á svo rótgróinn stað sömu ættar, því oft sýnist sitt hverjum, en aldrei lét hann það f ljós, að eitthvað væri rangt er gert var. Svo frábær hógværð hlýtur að vera fágæt, því eins og nærri má geta hljóta sjónarmið tveggja manna sem nær 40 ár skilja að, ekki ævinlega að fara saman. En hógværðin og mannkærleikur var hans aðalsmerki í svo ríkum mæli. . En skrum á hér ekki við. Lát- laust var líf hans allt til síðustu stundar. Hannes Friðriksson fæddist að Arnkötlustöðum 9. október 1892 sonur Salvarar Runólfsdóttur og Friðriks Friðrikssonar frá Hól á Stokkseyri. Hann var af Bergsætt. Þau Salvör og Friðrik giftust ekki og leiðir skildu en drengirnir urðu tveir er fæddust 9. október en ann- ar fæddist andvana. Hannes ólst upp í skjóli móður sinnar og móð- ursystur, Önnu Runólfsdóttur og manns hennar Gunnars Guð- mundssonar er bjuggu allan sinn búskap á Arnkötlustöðum, en Gunnar lést í Bakkaferð 1922, langt um aldur fram. Þá varð Hannes fyrirvinna heimilisins næstu árin. Sú kynslóð sem hann tilheyrði varð snemma að vinna fyrir sér. Hannes var þar engin undantekn- ing. 15 ára fór hann á sina fyrstu vertíð ríðandi fyrsta hluta leiðar- innar, en gangandi frá ölfusá f samfloti með austanmönnum á leið í verið, alla leið suður í Garð hélt hann. Þar var hann ráðinn og átti að halda til hjá þeim hjónum á Lambastöðum er hétu Magnús og Ólöf. Þau áttu son er Þorgeir hét. Þeir feðgar áttu bátinn er Hannes var ráðinn á. Nú hittist svo á að heimilið var f sóttkví í tvær vikur vegna tauga- veiki. Þá var honum komið fyrir annars staðar á meðan. Á þeim tíma var algengt að menn voru ráðnir upp á fast kaup og hann átti að fá kr. 40,00 fyrir vertíðina en voru greiddar 50,00 svo við hann hefur líkað þótt ungur væri. Þessi saga fylgií- hér með til að sýna hvernig unglingar urðu að bjarga sér 1908. Næstu fjórar vertfðir var Hann- es hjá Guðmundi á Auðnum í Vog- um. Síðan var hann 8—10 vertíðir i Þorlákshöfn, lengst hjá Jóni Helgasyni frá Eyrarbakka. Siðan fór hann á togara og var búinn að vera tvær vertfðir áður en vöku- lögin komu, en alls urðu þær 10 hjá hinum þekkta skipstjóra og aflamanni, Þorgeiri Olgeirssyni, fyrst á Belgum og síðan á Júpfter. Það segir sína sögu. Árið 1929 urðu þáttaskil i lffi Hannesar. 24. júní gekk hann að eiga Steinunni Bjarnadóttur frá Efra-Seli á Landi. Hún var fædd 6. desember 1900. Þau hófu búskap á Arnkötlustöðum það sama ár og bjuggu þar óslitið til 1%2 er þau brugðu búi að mestu og dvöldu í Reykjavík að vetrinum en á Arn- kötlustöðum á sumrin. Þeim varð 7 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi. Árið 1975 var skammt stórra högga á milli. Elsta son sinn misstu þau 17. jan. í flugslysi og 4. ágúst Iést Steinunn, kona Hannes- ar. Þetta voru mikil áföll. En Hannesi Friðrikssyni var ætlað að halda göngu sinni áfram um nær áratug og æðraðist ekki. En nú er 92 ára farsælli göngu lokið sem endaði á sama stað og hún hófst. Við hjónin og börnin okkar þökkum af alhug samfylgdina. Guð blessi Hannes á nýjum leið- um. H.H. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI EGGERTSSON, Fagrabn 1«, Reykjavfk, lést i Landspltaianum föstudaginn 18. janúar. Jóhanna Jóhannaadóttir, bttrn, tengdabðrn og barnabttrn. t Eiginkona min, LILJA ÁRNAOÓTTIR, Hvolsvegi 18, Hvolavelli, lést fimmtudaginn 17. janúar. Guttjón Jónsson. + Konan min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTJANA INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Skúlaskeitti 16, Hafnarfirtti, lést i Landakotsspitala 17. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Hermann Glslason. + Eiginmaöur minn, faöir og sonur, VILHJÁLMUR STEINN VILHJÁLMSSON, lést á heimili sfnu i Gautaborg 26. desember. Jarðarförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Sólveig Guttjónsdóttir, Guttjón Vílhjálmsson, Bergþóra Guömundsdóttir. + Móöir okkar, KOLFINNA 8NÆBJÖRG JONSDÓTTIR fré Hólmavfk, andaöist 17. p.m. i hjúkrunardeild Borgarspftalans. Haraldur Guttjónsson, Júlfana Vagtakjttld, Olttf R. Guttjónsdóttir, Magnús E. Guttjónsson, Kristinn A. Guttjónsson, Elln Guttjónsdóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afl og langafi, SIGUROUR STEINDÓRSSON, (Sllli), Réttarholtsvegi 57, veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameins- félag íslands eöa Hjartavernd. Ásmundur Sigurttsson, Sonja Sigurttardóttir, Svanhvft Sanow, Gunnar Sigurttsson, Erta Sigurttardóttir, Jenny Sigurttardóttir, Þorsteinn Sigurösson, Stefnir P. Sigurösson, Matthfas Sigurttsson, Siguröur G. Sigurösson, Margrót Sigurttardóttir, Sigrfttur Vilhjémsdóttir, Júlla Ruth Sigurttsson, Wally Sanow, Guttrföur Jónsdóttir, Sigurttur Magnússon, Ragnar Geirdal, Laufey Hjaltalfn, Asdfs Sigurttardóttir, Ragnheiöur Guömundsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Kristfn H. Amundadóttir, barnabttrn og barnabarnabðrn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KARL GUOMUNDSSON, attstottarverkstjóri, Hjaröarhaga 44, Reykjavfk, sem lést f Landakotsspftala 10. janúar, veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 21. janúar kl. 15.00. Markúsfna 8. Markúsdóttir, Guttmundur R. Karlsson, Olafur R. Karlsson. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, GUDBJARGAR KRI8TIN8DÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra I B-álmu Borgarspitalans fyrir frábæra umönnun. Kristfn Jónsdóttir, Helgi Sigvaldason, Arndfs Jónsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.