Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 43

Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 43 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS r’ " ■ ^ ■L 4r Á |H>4( ^ ’ ’ "■■f « k 1 í WIÉ0’ 4 íslenskt þjóðfélag fjandsamlegt börnum Axel B. Björnsson skrifar: Kæri Velvakandi. Ég get ekki annað en tekið undir með „móður" sem skrifar í Vel- vakanda þ. 5.janúar sl. „Er ís- lenskt þjóðfélag fjandsamlegt börnum?" Ég hef einnig verið er- lendis og veit af eigin reynslu hversu stór munur það er að ferð- ast t.d. í Þýzkalandi eða á Spáni með lítið barn, og hér. En ég ætla ekki að skrifa um það, heldur um blaðburðarbörn hér í Reykjavík. Blaðaútburðurinn er bæði erfiður og illa launaður (hvað fá bréfber- ar t.d. í laun á mánuði?) Systir mín þarf að vakna um 5.30 á morgnana, og burðast með tvær þungar töskur með að meðaltali 50 blöð (tvöfalt á sunnudögum) í hvaða veðri sem er, í grenjandi rigningu eða nístandi frosti, hvassviðri eða haglhríð, hvort sem það er gangfært úti eða ekki. Samt er til fólk sem er alltaf að kvarta um alla mögulega hluti, jafnvel að börnin séu of löt til að standa upp snemma (þau þurfa nú að vera komin í skólann fyrir kl. 8). Ég man eftir þegar mamma mín bar út blöðin á meðan við áttum heima í stórborg erlendis. Hún fékk alltaf einhvern aukapening þegar hún fór að rukka. Það þótti sjálfsagt. Og um jólin fékk hún oft ávexti og sælgæti eða aðrar smá- gjafir fyrir sig og börnin sín. En það hugsar enginn út í þetta hér, ekki einu sinni þegar börnin rukka. Og svo eru sumir þar fyrir utan ruddalegir í framkomu eða virðast aldrei vera með peninga svo að börnin þurfa að fara marg- ar ferðir til að fá reikninginn borgaðan. Og þetta er ísland, og það mun víst aldrei breytast, alveg sama hversu mikið er talað eða skrifað um það. Já, íslenskt þjóðfélag er fjand- samlegt börnum af því að íslenskt þjóðfélag er drykkjuþjóðfélag. Með ári hverju vex tala þeirra unglinga sem fara út í drykkju- og eiturlyfjaneyzlu, af því enginn kennir þeim lengur að fara með bænir — samtal við Guð — eða lesa Biblíuna. Og með ári hverju lækkar aldur þeirra sem sækjast eftir vímugjafa. Já, íslenskt þjóð- félag er fjandsamlegt börnum af því að það nennir ekki að ala upp börnin sín, aga þau og sýna þeim hvar takmörkin eru og gefa þeim það öryggi sem þau vantar. Það kennir þeim hvorki lágmarks kurteisi né mannasiði á almanna- færi né að vinna samvizkusamlega og áreiðanlega. Það er hægt að tína meira saman, en ég læt þetta nægja. Meira um þetta sama efni er hægt að finna í hinni frægu bók „Korriro" eftir Ása í Bæ. Hann á skilið Nóbelsverðlaun fyrir það verk. Tónleika á ári æskunnar Tvær úr Mosfellssveit skrifa: Við erum mjög óhressar með það hvað lítið er gert fyrir ungl- inga á ári æskunnar, að visu er ekki langur tími liðinn frá ára- mótum. Væri t.d. ekki hægt að fá hingað hljómsveitir (ekki Ringo Starr eða Paul McCartney sem voru vinsælir fyrir 20 árum). Það væri hægt að fá Duran Duran, Wham! eða Limahl, sem flest allir unglingar hafa gaman af. Það hafa verið skrifaðar greinar í Velvakanda og beðið um hópferð á tónleika með Duran Duran en við erum óhressar með það líka því að ekki hafa allir efni á því að fara utan, þó að gefinn sé hópaf- sláttur. Tvær úr Mosfellssveit mælast til þess að haldnir verði hér tónleikar, Ld. með Duran Duran, í tilcfni af ári æskunnar. -------------------------------------\ Eign við Laugaveg Óska eftir aö kaupa verslunarhúsnæöi viö Laugaveg. Gott verö fyrir rétta eign. Tilb. sendist augl.deild Mbl. merkt: „K — 123“. Þakka allan hlýhug og heiöur sem þið vinir mínir sýnduð mér á ýmsan hátt á 80 ára afmæli mínu 9. janúar sl. Þessi dagur verður sem lýsandi stjama í endurminningum um ókomin ár. Guð blessi ykkur bjarta og hamingjuríka framtíð. Lifið heil. Huxley Ólafsson. LAUS STAÐA FRÉTTAMANNS í EÞÍÓPÍU Rauði kross íslands auglýsir hér meö fyrir Alþjóöa Rauöa krossinn lausa stööu fyrir fréttamann í Addis Ababa í Eþíópíu. Ráöningartími er þrír mán- uöir frá miöjum febrúar og möguleiki á framleng- ingu. Meðal verkefna fréttamannsins verður: a) aö vinna og senda til Alþjóöa Rauöa krossins fréttaefni í máli og myndum, sem síöan veröur dreift til landsfélaga og fjölmiöla víöa um heim, b) aö aöstoöa Rauöa krossinn í Eþíópíu viö aö taka á móti erlendum fréttamönnum og sinna þeim, c) aö vinna viö gerö upplýsingabæklings um starfsemi Rauöa krossins í Eþíópíu. Leitað er að starfsmanni með: a) minnst fimm ára starfsreynslu sem frétta- maður, b) gott „fréttanef**, c) fullkomiö vald á ensku í mæltu og rituöu máli, d) þekkingu og áhuga á starfsemi Rauöa kross- ins. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra Rauöa kross íslands, Nóatúni 21, Reykjavík, sem gefur nánari upplýsingar í síma 26722. Rauöi kross islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.