Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR1985 ntmmn M. C> 1984 Umversal Press Syndicate ^peklc*. er go& Uncc' Gj&inn cr^reyní\ o£ fa. 6\ma6búlkuna, út me& " ást er ... ^•20 ... ad leggja kinn viö kinn. TM Rag. U.S. Pat. OH.-aH rights resarvad ®1984 Los Angetes Times Syndicale Ég befði heldur viljað fá stóran bróðir! Svona stefnumót duga bara ekki lengur, vina? HÖGNI HREKKVÍSI &ÚMÁTT VEL7A SJÁLPUR ••HEILSUKORT" HAm oa b " Ómakleg gagnrýni Trommuleikari hljómsveitarinnar Fist, en bréfritari telur hana hafa hlotið ómaklega gagnrýni í Mbl. 9851—5054 skrifar: Þann 6. desember sl. voru haldnir tónleikar í Safari af hljómsveitunum Centaur og Fist. Þann 23. desember birtist í Morg- unblaðinu grein á Þungamiðjusíð- unum og bar hún yfirskriftina ,Um jómfrúarspor Fist og óþol- inmóða Kentára." Að mínu mati var þessi grein fremur ómakleg, en þó einkennandi fyrir marga ís- lenska (og sjálfsagt erlenda) tón- listargagnrýnendur, sem skrifa um popptónlist. Það virðist vera einhver árátta hjá þeim að hrósa hljómsveitunum aldrei of mikið. Þeir virðast halda að gagnrýnin sé þeim mun merkari sem hún er ómaklegri eða á þá leið að þessi eða hinn hljóðfæraleikarinn ætti að nota þetta eða hitt hljóðfærið meira eða minna, söngvarinn skyldi syngja meira á öðrum nót- um en hann gerir og að lokum að hljómsveitin hefði fremur átt að spila einhver önnur lög en hún spilaði. Ef fylgt er þeirri forskrift sem gefin er í slíkum skrifum á viðkomandi hljómsveit að verða miklu betri. Einmitt á þennan hátt var gagnrýnin þeirra FM/HB sem skrifuðu fyrrnefnda grein. í henni segir m.a.: „Flest þessara laga eru afbragðsgóð en ef hljómsveitin Fist ætlar að sigla undir fána rokksins þá mega þeir piltar taka 80% laganna og sparka þeim út i ystu myrkur og semja í þeirra stað rokk og ról.“ Það er bara ekkert annað. FM/HB ætla sér það stóra hlut- verk að ákveða hvers konar tónlist spila á til að kalla megi hana rokk og ról. Ég efast ekki um að FM/HB þekkja tónlistarsöguna vel. En svona fyrir hina, sem ekki Nafn féll niður Þau mistök áttu sér stað við vinnslu blaðsins sl. miðvikudag að niður féll nafn höfundar greinar- innar Ýmislegt um áfengismál, en hann er Siggi flug. þekkja hana eins vel, þá ætla ég að skjóta inn smá „fróðleiksmola" til þeirra. Rokk og ról á upptök sin að rekja til Bandaríkjanna, i lok fimmta áratugarins. Það óx af meiði „rhytm and blues“ tónlistar. Alan Freed, plötusnúður þar í landi, varð síðan fyrstur manna til að nefna „rock and roll“ því nafni. En það voru fleiri en Bandaríkja- menn sem voru þreyttir orðnir á Dean Martin og Frank Sinatra, þannig að „rock’n roll“ átti auðvelt með að „vagga“ sér inn í hjörtu ungmenna víðar um heim. Í Bret- landi varð til fræg blanda af breskri og bandarískri tónlist. Þar fóru vinsælustu hljómsveitir allra tíma, þ.e. Bitlarnir og The Rolling Stones, nær „rhytm and blues", þ.e. nær upprunanum. Aðrir þróuðu svo rokkið enn meira. Úr ofangreindum „fróðleiks- mola“ má lesa að „landamæri“ rokk og ról-tónlistar eru afar óljós. Að mínu mati voru þeir pilt- ar í Fist með skemmtilega blöndu af þróuðu og hráu rokk og róli. En það var fleira sem fór fyrir brjóstið á þeim FM/HB. Gulli gít- arleikari í Fist fær eftirfarandi orðsendingu frá þeim: „ ... mætti Gulli gjarnan nota tólfstrengja- hálsinn meira, án þess að þurfa að gera það í rólegum lögum.“ Hvern- ig, með leyfi að spyrja? Slá með honum rhytmann eða „pikka“? Það á ekki alltaf við að pikka meö öllum lögum og það að slá takt á 12-strengi ásamt öðrum 6- strengja gítarleikara gæti endað með glamri. Víkjum nú að gagnrýni þeirra sem hljómsveitin Centaur fékk, en hún var allt annars eðlis. Umfjöll- unin var að mestu leyti laus við ráðleggingar, að vísu var Sigga söngvara bent á að hann væri með betri munnhörpuleikurum sem til hefur heyrst og að hann mætti gjarnan láta meira heyrast í því hljóðfæri. Ég er sammála FM/HB í því að Sigga standist fáir snún- ing í munnhörpuleik, en það er oft þannig að það sem sjaldan heyrist er skemmtilegra en það sem heyr- ist oft. Það verður að meta það hverju sinni hvað á við. Þá segja FM/HB að Jonni gítar hafi oft spilað betur en á þessum tónleik- um „... og gert betri hluti en það sem hann gerði þetta kvöld". Jonni sýndi leikni sina á annan hátt þetta kvöld en áður, en að hann hafi gert betri hluti en um- rætt kvöld læt ég ósagt. Hann var fyrst og fremst rhytmagítarleik- ari þetta kvöld, en hann hafði áður verið „sólógítar" hljómsveitarinn- ar. Hann stóð sig því með stakri prýði í því hlutverki þetta kvöld. Undir lok greinarinnar minnast FM/HB á eitthvert „rugl“ sem hlaupið hafi i dagskrá Centaur. Undirritaður kannast ekki við þetta rugl og telur öllu fremur að eitthvert rugl hafi hlaupið í penna þeirra FM/HB. Að vísu dofnaði eitthvað yfir stemmningunni, sem annars var frábær, um miðja dagskrá Centaura. Ég held að þetta hafi verið vegna þess að eitt eða tvö lög, sem spiluð voru á þessum tíma, voru ekki jafn gríp- andi og hin sem á undan fóru eða á eftir komu. Satt að segja var frábær stemmning á þessum hljómleikum Centaur. Sviðs- framkoman var ekki af lakara taginu, hljóðnema-statívið sveif til og frá á sviðinu, með hoppandi fjörugan söngvara hljómsveitar- innar. Hann sveiflaði hljóðneman- um allt í kringum sig og það lauk með því að hann slitnaði af snúr- unni. En þeir Centaurar létu það ekki setja sig út af laginu heldur stóð trommuleikarinn Gummi upp og fékk salinn til að syngja með sér Tumi á traktor. Ég vil benda íslenskum tónlist- armönnum á að dómari dómaranna er neytandinn, en ekki tónlistar- gagnrýnendur, þó að þeir geti skipt máli varðandi afstöðu neyt- endanna. Benjamin Disraeli hafði ekki mikið álit á gagnrýnendum. Hann sagði eitt sinn um bók- menntagagnrýnendur „Gagnrýn- endur eru menn sem hafa verið misheppnaöir i bókmenntum og listurn." Ég er smeykur um að þetta eigi einnig við um marga tónlistar- gagnrýnendur. Það er því sígild og þörf á minning sem Díogenes hinn gríski varpaði fram fyrir um 2.400 árum. Hann sagði: „Við höfum tvö eyru og eina tungu, til að heyra meira og tala minna.“ Að lokum vona ég að FM/HB farnist vel i starfi sinu. Þó þeim hafi ekki verið vandaðar kveðjurn- ar í þessari grein þá er ekki allt það sem á Þungamiðjusíðunni hef- ur birst af hinu illa. Margt af því sem ég hef lesið þar er góðra gjalda vert þó að það sé ekki bókað hér. En gagnrýni getur verið holl, þó of mikið af henni geti gert illt verra. Vísukorn um valdamenn Július Jónsson skrifaði og bað um að eftirfarandi hugleiðing hans eftir verkfallið yrði birt í dálkum Velvakanda. Tolli fast í fetann kippti, fannst hann auka hróður sinn. Frá dýrtíðinni loku lyfti, um landið flýtur ósóminn. Tekjuhæstir slst til sátta sömdu’ um hæsta launastig. Gleymdu illa minnimáttar, meinið grefur enn um sig. iU.-vV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.