Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 13
13 VMSÍ motmælir öryggisleysi fiskvinnslufólks „STJÓRN Vekamannasambands fs- lands vill minna á þá staðreynd að böruðútriutningsgrein landsins er Hskiðnaður. Hann er starfræktur af fólki þar sem konur eru 75 % af vinnu- afli. Án þessarar miklu þátttöku kvenna í þessari atvinnugrein mundu útriutningstekjur íslendinga hrynja sarnan," segir i frétt frá VMSÍ. „Ótrúlegur fjöldi fjöldskyldna á lífsafkomu sína undir þvi að þessi atvinna sé stöðug og traust. Sam- kvæmt samningum og lögum, sem ekki er hægt að fá breytt, er hægt að segja þessu fólki upp störfum með viku fyrirvara, hvenær sem er, ef hráefni er ekki fyrir hendi. Og breytir það þá engu hvort viðkom- andi er búinn að vinna 3 mánuði eða 30 ár i viðkomandi starfsgrein. Það þykir ekki lengur tíðindi þótt hundruðum kvenna sé sagt upp störfum og þær uppsagnir eigi sér helst stað í jólamánuðinum. Nú eru t.d. á 3ja hundrað manns atvinnulausir á Akranesi og hlið- stæð tala í Hafnarfirði, þó virðist ástandið vera verst á Suðurnesjum, en þar eru á sjötta hundrað manns atvinnulausir. Meginhluti þessa fólks er fiskvinnslufólk, aðallega konur. Þá er víða annars staðar á landinu atvinnuleysi hjá þessu fólki, þótt töiur séu lægri nema i Reykjavik. Þrautþjálfað fiskverkunarfólk sækir i vaxandi mæli úr þessari starfsgrein og víða út á landsbyggð- inni er um brottflutning að ræða af þessum orsökum. Verkamannasamband tslands mótmælir því réttindaleysi og at- vinnuleysi sem þetta fólk býr við og varar við þeirri þróun að þraut- þjálfað fiskverkunarfólk flýi I önn- ur störf vegna öryggisleysis i at- vinnu og lélegrar afkomu," segir ennfremur í frétt VMSÍ. Alþjóðleg bæna- vika 18.—25. jan. ALÞJÓÐLEG bænavika um einingu kristinna manna er árviss þáttur í lífi kristinna manna víða um hinn kristna heim, segir í frétt frá Biskupsstofu. Að undirbúningi hennar hér á landi stendur samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga á tslandi. t henni eiga sæti tveir fulltrúar þjóðkirkj- unnar og einn fulltrúi frá hverjum eftirtalinna trúfélaga: rómversk- kaþólsku kirkjunni, aðventistum, hvítasunnusöfnuðunum og Hjálp- ræðishernum. Efni bænavikunnar að þessu sinni var valið af alkirkjulegum hópi á Jamaica i Vestur-Indíum og er „Frá dauða til lífs með Kristi," Efes.2:4—7. Þar er undirstrikað, að kristnir menn i heimi erfiðleika og margvíslegra þrenging eiga nýtt lif og von í samfélagi við Jesúm Krist og þá jafnframt hver við annan. 1 bænavikunni bjóða söfnuðirnir hver öðrum til sameiginlegs guðs- þjónustuhalds. Hér I Reykjavík verða guðsþjónusturnar á eftirtöld- um stöðum: Sunnudag 20. janúar í Neskirkju kl. 2 e.h., miðvikudag 23. janúar i Dómkirkju Krists konungs kl. 8.30 e.h., fimmtudag 24. janúar hjá Hjálpræðishernum kl. 8.30 e.h., föstudag 25. janúar f Aðventkirkj- unni kl. 8.30 e.h. og laugardag 26. janúar i Filadelffukirkjunni kl. 8.30. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANtJAR 1985 VDKYNNUM OPEL KADETT1985 á glæsilegri bílasýningu að Höfðabakka 9 laugardag og sunnudag. Opið frá kl. 13.00 — 17.00 Sýnum einnig úrval nýrra og notaðra bíla. Hressið upp á helgina með skemmtilegri heimsókn á Höfðabakkann. Nýr Opel er nýjasti bfllinn ★Skv. úrskurði yfir 50 af snjöllustu sérfræðingum viðurkenndra bílablaða frá 16 Evrópulöndum í árlegum kosningum þar sem tekið er tillit til hönnunar, þæginda, öryggis, sparnaðar, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við misjafnar aðstæður og gæði miðað við verð. BiLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 á^ZZZ^ðu^ frarr>tiðarbítT daði> Velkomna ^ KADETT HURÐIR á nýjar og gamlar innréttingar Veist þú hvaó massífu fulningahuröirnar frá Lerki hf. geta gert eldhúsinnréttinguna þína glæsilega? — líka þá gömlu og þá opnanlegar í staö rennihurða. Huröir, for- stykki o.fl. sem til þarf, smíðað eftir máli. Efni: eik, beyki og fura. Litað, lakkað eða hvítt. Lerki hf. Skeifan 13,108 Reykjavík sími 82877 — 82468

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.