Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 48
b óing Fyrr en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 BTT NDRT AIIS SHHAR LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Aukning í eldi og seiðafram- leiðslu 1984 VHÐIMÁLASrrOFNUN er með 50—60 nskeldisstöðTar af ýmsum gerdum i skrá kji sér, en innan við belmingur þeirra hefur hafið framleiðslu. Samkvsmt upplýsingum sem Árni Helgason, fiskifræðingur i Veiðimilastofnun, hefur tekið saman, framleiddu stöðvarnar i síðasta iri 1.040 þúsund sumaralin seiði, 790 þósund gönguseiði, 107 tonn af eldislaxi og 24 tonn af hafbeitarlaxi. Framleiðsla á eldislaxi er rúm- lega helmingi meiri en árið áður, þegar framleiðslan var 52 tonn. Sagöi Árni að þar vægi þyngst mik- il framleiðsluaukning hjá ISNÓ i Kelduhverfi, þar var slátrað 92 tonnum á árinu. Sagði Árni að i þeirrí grein laxeldis stefndi í mikla aukningu á næstu árum. Fram- leiðsla á hafbeitarlaxi var nokkru minni i fyrra miðað við árið áður, þegar hún var 36 tonn. Árni sagði að hafbeitarstöðvarnar hefðu yfir höfuð náð góðum heimtum en f þessari grein væru alltaf sveiflur. 1 fyrra hefðu smálaxagöngurnar ver- ið minni en gert var ráð fyrir en þessi grein ætti einnig að hafa þokkalega möguleika. Seiðaframleiðsla var meiri í fyrra en árið áður. Ekki liggja fyrir tölur um framleiðslu á sumaröldum seið- um frá árinu 1983 en þá voru fram- leidd um 710 þúsund gönguseiði. Árni sagði að sumar seiðastöðvarn- ar væru með áform um að selja seiði til Noregs, nýta sér þann markað á meðan hann væri til stað- ar. Á siðustu árum hefði orðið meiri aukning í seiðaframleiðslu en eldis- og hafbeitarstöðvarnar hér hefðu getað tekið við, en það sagði hann að ætti eftir að breytast á næstu árum með uppbyggingu eldisstöðva. Sauðfé sótt í Svínanes Þyrla landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var á fimmtudag send vestur í Svfnanes í Austur-Barðastrandarsýslu, til að aðstoða heimamenn við að ná sauðfé sem þar hafðist við, en brýnt var að sækja það vegna riðuveiki. Leiðin að kindunum reyndist engum fær nema fuglinum fijúgandi og tókst þyrluflugmönnunum Témasi Helgasyni og Boga Agnarssyni að flytja nokkra heimamenn út í Svínanes, þar sem kind- urnar voru. Meðfylgjandi mynd, sem Tómas Helgason tók, sýnir hvern- ig kindurnar voru fluttar bundnar við flotholt þyrlunnar, en nánar segir af viðureigninni við sauðféð á blaðsíðu 25 f Morgunblaðinu í dag. Lagarfoss dreginn frá Múrmansk til Kirkjuness VÉLARBILUN varð i Lagarfossi, skipi Eimskipafélags íslands í byrj- un þessarar viku, er það var að koma til hafnar í Múrmansk i Rúss- landi. Skipið var dregið til hafnar þar og affermt, en síðan verður það dregið til Kirkjuness i Noregi, þar sem viðgerð fer fram. Lagarfoss var með fullfermi af síld á Rússlandsmarkað, þegar óhappið varð og hefur uppskipun gengið vel. Ekki fékkst leyfi til þess að fá viðgerðarmenn til Múrmansk, en Rússar höfðu talið sig geta gert við vél skipsins á 10 dögum. Með því að draga skipið til Kirkjuness og fá viðgerðarmann þangað með tilheyrandi tæki, tek- ur viðgerð aðeins um þrjá daga. Um einn sólarhring tekur að draga skipið þangað. Töf vegna þessa er talin verða um fjórir sól- arhringar. Sótt um hækkun á bensíni og olíu Bensínlítrinn í 27,45 kr? Gyllenhammar forstjóri Volvo á viöskiptaþing PEHR Gylleuhammar verður gestur Verzhmarráðs íslands á viðskipta- þingi sem haldið verður 26. mars nk. Pehr Gyllenhammar er stjórn- arformaður og forstjóri sænsku Volvo-bílaverksmiðjunnar. Hann er einn kunnasti fjármálamaður i Evrópu nú um þessar mundir og mjög virtur stjórnandi, enda hefur fyrírtæki hans átt velgengni að fagna síðustu árin. Pehr Gyllenhammar fæddist i Gautaborg 1935 og er lögfræðing- ur að mennt, hann réðst til Volvo árið 1970, varð framkvæmdastjóri fyrirtækisins ári síðar og stjórn- arformaður þess 1983. Gyllenhammar á sæti í stjórnun margra fyrirtækja og stofnana, og má þar nefna stjórn Scandinav- iska Enskildabanken, stjórn Kiss- inger Associates i New York, í stjórn S. Pearson og Sons i Lond- on og á sæti í alþjóðlegri ráðgjaf- arnefnd Chase Manhattan bank- ans í New York. Hann er einnig formaður norrænu atvinnumála- nefndarinnar sem skipuð var á síðasta þingi Norðurlandaráðs. OLÍUFÉLÖGIN hafa sótt um hækk- un á útsöiuverði á bensíni og olíu- vörum. Óskað er eftir mismiklum hækkunum eftir tegundum, 6% hækkun bensínverðs, en mun meiri hækkunum á öðrum tegundum, að sögn Indriða Pálssonar, forstjóra Olíufélagsins Skeljungs hf. Búist er við að erindi olíufélaganna verði tek- ið fyrir í verðlagsráði í næstu viku. „Við erum að leita eftir breyt- ingum á útsöluverði allra tegunda í samræmi við gengisbreytingar frá 24. nóvember þegar verðið var síðast ákveðið. Síðan hefur gengið breyst verulega jafnframt þvi sem verð á oliu erlendis hefur farið hækkandi. Þar að auki er inn- kaupajöfnunarreikningurinn neikvæður um 230 milljónir kr. og förum við fram á að hann verði jafnaöur á 3 mánuðum," sagði Indríði Pálsson. Bensín og oliuvörur hækkuðu siðast samkvæmt ákvörðun verð- lagsráðs i lok nóvember, en um áramótin hækkuðu þær örlítið vegna hækkunar söluskatts. Bens- inlítrinn kostar nú 25,90 kr. Við 6% hækkun mun hann hækka um 1,55 kr og kosta 27,45 kr. Sjópróf til að undirbúa málshöfðun UNDANFARIÐ bafa farið fram sjó- próf vegna þriggja skipa Eimskipafé- lags íslands, sem töfðust i verkfalli opinberra starfsmanna. Að sögn Þórðar Magnússonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Eimskips, er þetta gert til að sannreyna þá at- burðarás, scm varð i verkfallinu. Yfirmenn skipanna hafa mætt til skýrslugjafar fyrir réttinum og farið hefur verið yfir leiðabók skip- anna. Að sögn Þórðar er búist við, að þessi sjópróf verði um 10 talsins og i framhaldi af þeim verði tekin endanleg ákvörðun um málshöfðun vegna meintra ólöglegra aðgerða við verkfallsvörslu. Luton gegn Reykjavík! ENSKA fyrstudeildarliðið Luton Town kemur hingað til lands i kvöld, og leikur á morgun kl. 15 gegn Reykjavíkurúrvali í knattspyrnu á gervigrasvellinum i Laugardal. Vegna slæmra vallarskilyrða varð að fresta mörgum leikjum ( ensku knattspyrnunni i dag, þar á meðal leik Luton gegn Stoke, og þvi þágu forráðamenn liðsins boð um að koma til íslands og leika á morg- un. Sjá nánar á íþróttasíðu. Var að hugsa um að henda hlutnum, en hætti við það — segir Reynir Grétarsson, 12 ára, sem fann beizlishlutann vid Hof í Vatnsdal „ÞAÐ >ar í moldarflagi milli tveggja lækja, uppi á ból, um 200 metra fyrír ofan veginn, aem ég fann beizlisádráttinn,“ sagði Reyn- ir Grétarsson, 12 ára grunnskóla- nemi á Blönduósi, f samtali við bhn. Morgunblaðsins í gær, en eins og kom fram í Morgnnblað- inn, er beizlishlutinn sem hann fann álitinn vera fri 11. öld. Reyn- ir, sem er sonur Grétars Guð- mundssonar og Ingunnar Gisla- dóttur, var í sveit á Hofi f Vatnsdal f sumar hji frændfólki sfnu þar, en afi hans er Gísli Pilsson bóndi á HofL Frá tildrögum fundarins segir Reynir Grétarson: „Þetta var í haust eftir að búið var að smala af fjalli. 1 fjallinu voru nokkrar kindur og hafði Jón frændi minn beðið mig að aðstoða sig við að ná kindunum. Átti ég að standa fyrir hliði, svo að kindurnar færu ekki um það. Þá tóku þær Hlntnrínn er lagður silfurþræði, sem sjást ætti ef myndin prentast vel. skyndilega á rás upp f fjallið og ég stökk af stað til þess að kom- ast fyrir þær. Sá ég þá allt I einu þennan hlut, tók hann og stakk honum í vasann. Ég er ekki alveg viss, hvar þessi staður er nákvæmlega, ég var svo mikið að flýta mér. Ég hélt i fyrstu að þetta væri kopar og bar það undir Jón, sem sagði mér að ég skyldi fægja hlutinn, en það þýddi ekkert. Ég var meira að segja um tima að hugsa um að henda þessu, en hætti við það. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða hlutur þetta er, en þetta er kallaður beizlisádráttur og Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur segir, að i honum séu silfurþræðir. Það er á honum eitthvert mynstur, sem helzt lik- ist eldfjalli og hann er þríhyrnd- ur með tveimur götum, sem unnt er að setja fingur i gegnum' „Jú, ég er búinn að fara aftur á staðinn með pabba,“ sagði Reyn- ir, „og ég held, að ég hafi fundið staðinn aftur, en ég er ekki vísb. Mér er sagt að helzt komi svona hlutir upp á yfirborð, þegar jörð frystir. Þegar ég fann hlutinn hafði verið næturfrost annað veifið.“ Reynir kvaðst bráðlega myndu afhenda beizlishlutann Þjóðminjasafninu. Keynir Grétarason með beizlishhit- ann. Ljósmyndir/Skarphéðinn Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.