Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 1
 56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 18. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samvinna gegn hækk- un dollars London, 22. janúar. AP. GENGI Bandaríkjadollars var nokk- uð i reiki í dag eftir að nokkrir seðlabankar Evrópuríkjanna gripu í taumana til að stemma stigu við hækkun hans. Seðlabankar í Vestur-Þýska- landi, Austurríki og líklega í fleiri ríkjum seldu í dag 250-300 millj- ónir dollara til að vinna gegn hækkun á gengi dollarans og er það fyrsta sameiginlega aðgerð beirra eftir fund fjármálaráð- herra fimm ríkja í Washington í fyrri viku. Þegar gengisskráningu lauk í kvöld fengust fyrir dollar- ann 3,1680 vestur-þýsk mörk; 2,6682 svissneskir frankar; 9,6945 franskir frankar; 3,5800 hollensk gyllini; 1.946,25 ítalskar lírur og 1.3240 kanadískir dollarar. Fyrir pundið fengust þá 1,1242 dollarar. Verkfóll í Grikklandi Aþrnu, 22. jinúir. AP. BAKARAR, bankastarfsmenn og byggingaverkamenn voru í farar- broddi 40.000 manna, sem í dag gengu fylktu liði um Aþenuborg til að mótmæla stefnu grísku stjórnar- innar í launamálum, en félagsmenn í rúmlega 150 verkalýðsfélögum lögðu í sama skyni niður vinnu í einn sól- arhring. Meginkröfur grísku verkalýðs- félaganna eru, að lágmarksdag- laun verði 1.600 drökmur (um 500 ísl. kr.), lágmarksmánaðarlaun 36.000 drökmur (rúmar 13.000 ísl.) og lágmarkseftirlaun 32.000 drökmur (um 10.000 ísl.). Stjórnin og leiðtogar gríska alþýðusam- bandsins hafa hins vegar komist að samkomulagi um nokkru lægri upphæðir. Verðbólga í Grikklandi er um 18%, sú mesta í EB-löndunum, og atvinnuleysið um 10%. Á fundi nú um helgina í miðstjórn sósíalista- flokksins sagði Papandreou, for- sætisráðherra, að óheppilegar launahækkanir hefðu í för með sér meiri verðbólgu og meira atvinnu- leysi og að það endaði aðeins með því að Grikkir yrðu að leita á náð- ir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kosningar eiga að verða í Grikk- landi í október á þessu ári. Sáttargerðarkirkjan sprengd — til að auðveldara verði að skjóta flóttafólk Sáttargerðarkirkjan í Austur-Berlín, kunn kirkja mótmælenda sem stendur rétt við múrinn milli borgarhlut- anna, var að mestu sprengd f loft upp í gær. Hefur kirkjan lengi verio mikill þyrnir í augum austur-þýskra stjórnvalda, þar sem í skjóli hennar hefur fólki tekist að flýja vestur yfir. Á myndinni sést þegar kirkjuskipið var sprengt upp, en kirkjuturninn verður sprengdur 12. febrúar nk. Þegar öll kirkjan verður horfin munu austur- þýskir landamæraverðir betur geta fylgst með múrnum, mesta mannvirki austur-þýskra stjórnvalda, og átt hægara með að koma skoti i þá, sem reyna að flýja. Líbanon: Greinir á um brott- flutning Tel Aviv, Naqoura, 22. janúar. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í dag, að ákvörðunin um brottflutning ísraelsks herliðs fri Líbanon í þremur áföngum væri skynsamleg og nyti stuðnings alls hersins. Fulltrúar Líbana og Israela ræddust við um brottflutninginn í dag en greindi i um flest Peres, forsætisráðherra, sagði í dag á fundi í utanríkis- og örygg- ismálanefnd ísraelska þingsins, að áætlunin um brottflutninginn væri i þágu landsmanna sjálfra, yki öryggi þeirra og auðveldaði endurskipulagningu og þjálfun hersins. Sagði hann, að ákvörðun- in hefði komið flatt upp á Líbani og Sýrlendinga og með henni hefðu ísraelar tekið frumkvæðið í sínar hendur. Samningamenn Líbana og ísra- ela ræddust við í dag um fyrirhug- aðan brottflutning fsraela en voru mjög ósammála um hverjir skyldu taka að sér öryggisgæslu á þeim svæðum, sem ísraelar fara frá. Is- raelar ætla að ljúka við fyrsta hluta brottflutningsáætlunarinn- ar 18. febrúar en Líbanir krefjast refjalausra upplýsinga um hvenær þeir ætli að vera alfarnir úr land- inu. Afganir auka baráttu gegn innrásarliðinu Nýju Delhi, 22. janúar. AP. MIKLIR bardagar hafa verið í Afgan- istan og er haft eftir heimildum, að um 10.000 sovéskir hermenn hafi ver- ið sendir í skyndingu til austurhluta landsins til að berjast við skæruliða. Erlendir sendimenn í landinu segja, að skæruliðar hafi greitt sovéska inn- rásarliðinu og stjórnarhernum mikil og þung hðgg að undanförnu. Um 10.000 sovéskir hermenn voru 15. janúar sl. sendir til Paktia-héraðs, sem er við pakist- önsku landamærin, en þar hafa skæruliðar gert harða hríð að stöðvum stjórnarhersins og Sovét- manna. Virðast skæruliðarnir nú vera miklu djarfari en áður í árás- um sínum og er það talið stafa af því, að þeir séu betur vopnum bún- ir. Sem dæmi um það má nefna, að 17. janúar sl. réðust þeir um miðj- an dag, í mikilli snjókomu að vísu, á Bagram-herflugvöllinn fyrir norðvestan Kabúl og eyðilögðu þar 12 þyrlur. Nokkrum dögum áður réðust þeir á flugvöll í Khanda- har-héraði og eyðilögðu þar marg- ar flugvélar. Fréttir eru enn um að 55. stór- deild afganska hersins sé umkringd af skæruliðum í Paktia-héraði og að tilraunir Sovétmanna til að koma til hennar vopnum og vistum hafi allar mistekist. Síðustu mánuði hafa Sovétmenn flutt mikið lið að landamærunum við Pakistan og Iran til að reyna að hindra ferðir skæruliða inn í Afg- anistan en að flestra dómi er það ógjörningur enda landamærin gíf- urlega löng og liggja um ógreiðfært fjalllendi. Rúmlega 40.000 griskir launþegar fóru f gær í göngu um Aþenuborg og mótmæltu stefnu stjórnarinnar í launamálum. Kröfðust þeir hsrri launa og eftirlauna og i borðunum voru slagorð þar sem mótmælt var hiirðum efna- hagsraðstöfunum og atvinnuleysinu f landinu. Ríkisleyndarmál fyrir viskíflösku Nýju Drlhi. 22. janúnr. AP. INDVERSKA fréttastofan skýrði frá því í dag, að tveir Frakkar, sem grunaðir væru um njósnir, hefðu flúið fri Indlandi iður en franski sendi- riðsmaðurinn var kallaður heim en hann er sakaður um að vera aðalmað- urinn í njósnamilinu. UNI, Indverska fréttastofan, flutti þá frétt í dag, að tveir franskir kaupsýslumenn hefðu flúið úr landinu áður en sendi- ráðsmaðurinn var kaliaður heim, sem indverskir fjölmiðlar segja, að hafi staðið að baki njósna- hringnum. Dagblaðið Hindustani Times sagði í dag, að meira en 60 hátt- settir embættismenn stjórnar- innar, í hernum og í leyniþjónust- unni hefðu verið handteknir eða væru til yfirheyrslu vegna njósnamálsins, sem er mesta hneyksli, sem uppvíst hefur orðið um í landinu. Þykir mörgum Indverjum málið hið skammar- legasta fyrir þjóðina og sýna ótrúlega mikinn siðferðisskort. Ljóst sé, að ríkisleyndarmálin hafi verið sem á útsölu og emb- ættismenn í æðstu trúnaðarstöð- um jafnvel selt þau fyrir eina viskíflösku. I indverskum fjolmiðlum er talað um að fleiri þjóðir en Frakkar séu riðnar við njósnirn- ar, t.d. Vestur-Þjóðverjar, Banda- ríkjamenn og Sovétmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.