Morgunblaðið - 23.01.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.01.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 5 Heilsugæslustöðinni á Eskifirði fært heyrn- armælingatæki að gjöf Eskifírði, 17. janúar. í gær afhentu forráðamenn Lionsklúbbs Eskifjarðar, Kvenfé- lags Reyðarfjarðar og Kvenfé- lagsins „Döggin" á Eskifirði, heilsugæslustöðinni hér ný og fullkomin heyrnarmælingartæki að gjöf. Tækin eru ætluð til mæl- ingar á innra eyra, að sögn hér- aðslæknisins Auðbergs Jónsson- ar. Er tæki þetta til mikilla bóta fyrir læknishéraðið því hingað til hefur alltaf þurft að ferðast til Reykjavíkur til rannsókna þeirra sem tækið er ætlað til. Þakkaði héraðslæknir gefendum gjöfina og kynnti notkun þess. Ævar Talið frá vinstri: Auðbergur Jónsson, héraðslæknir, Ásbjörn Guðjónsson, fráfarandi formaður Lionsklúbbs Eskifjarðar, Haraldur Halldórsson, Reynir Arngrímsson, læknir, Guðný Árnadóttir, formaður Kvenfélagsins >.Dðggin“ á Eskifirði, Guðný Kjartansdóttir, formaður Kvenfélags Reyð- arfjarðar, og Aðalsteinn Valdimarsson, núverandi formaður Lionsklúbbs Eskifjarðar. Operutón- list á tón- leikum Sin- fóníunnar N/ESTII áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin að þessu sinni er úr ýmsum óperum, sungin og leikin. Einsöngvari á þessum tónleik- um er ítalski tenórsöngvarinn Pi- etro Ballo. Hann þreytti frumraun sína 1979 í óperunni í Treviso, skammt frá Feneyjum og söng þá aðalhlutverkið í „don Pasquale" eftir Donizetti. Eftir það kom hann fram í Feneyjum og í Teatro massimo í Palermo. Frá 1983 hef- ur hann sungið í Scala-óperunni í Mílano, Glyndebourne-óperunni í Englandi og við Ríkisóperurnar í Búdapest og Vín og hefur sungið þar m.a. hlutverk hertogans t „Rigoletto" eftir Verdi. Hann starfar nú sem gestur til skiptis við óperurnar í Vín, Zurich, Liége og Múnchen og næsta sumar tekur hann þátt í tónlistarhátíðinni í Salzburg. í frétt frá hljómsveitinni segir: „Sinfóníuhljómsveitin var svo lánsöm að fá þennan unga söngv- ara til að hlaupa í skarðið fyrir hinn víðfræga tenórsöngvara Nic,- olai Gedda sem átti að koma fram á þessum tónleikum en forfallað- ist á síðustu stundu." Hljómsveitarstjóri er Jean-Pierre Jacquillat. Sparisjóður Reykjavíkur tekur upp símaþjónustu FRÁ OG með 25. janúar næstkom- andi munu starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis svara í síma hans utan venjulegs afgreiðslu- tíma. l»essi nýjung í satrfseminni hef- ur hlotið nafnið „Símaþjónusta Spari- sjóðsins". Með þessu móti verður nú mögu- legt fyrir viðskiptavini sparisjóðs- ins að nýta sér ýmsa þjónustu hans og fá margháttaðar upplýsingar um hana enda þótt afgreiðslan sé lokuð. Símaþjónusta Sparisjóðsins verð- ur fyrst um sinn opin frá kl. 17—21, virka daga og frá kl. 13—18 á laug- ardögum. Af þjónustu sem veitt verður í símaþjónustu Sparisjóðsins má nefna móttöku tímapantana vegna viðtala við sparisjóðsstjóra og aðra starfsmenn og móttöku á beiðnum um millifærslu. Ennfremur verða í símaþjónustu Sparisjóðsins veittar upplýsingar um reikninga, þar á meðal VISA-reikninga, og gjald- daga lána auk almennra upplýsinga og þá margvíslegu þjónustu sem Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis býður viðskiptavinum sín- um, innláns- og útlánskjör og fleira. (FrétUlilkynnini;.) NY MIDSIÖD STRANDFDJTNINGA EIMSKII’S Klettsskáli viö Köllunarklettsveg er miöstöö strandflutninga Eimskips. Þar er vörumóttaka og vöruafhending fyrir Reykjavík og nágrenni ásamt allri afgreiöslu pappíra og fylgiskjala. Vöruafgreiðsla Herjólfs er einnig í Klettsskála. Strandflutningaskip okkar, Mánafoss og Reykjafoss, hafa hvort um sig mikla flutningsgetu og eru búin mikilvirkum tækjum til gámaflutninga. Fastar áætlunarferðir til hafna innanlands og utan opna nýja möguleika. Meö einingaflutningum má betur samræma heildarflutning, stytta flutningstíma og bæta vörumeöferð, jafnt fyrir innflytjendur sem útflytjendur. Sem sagt; bein tengsl við alþjóðlegt flutningakerfi. Innanlandsáætlun: Reykjavík alla mánudaga ísafjörður þriðjud. og iaugard. Akureyri miðvikudaga Húsavík annan hvern fimmtudag Siglufjörður annan hvern fimmtud. Sauðárkrókur annan hvern fimmtud. Patreksfjörður annan hvern laugard Reyðarfjörður annan hvern föstud. Vestmannaeyjar daglega. Allar nánari upplýsingar veitir Norðurlandadeild Eimskips, sími 27100. Vöruafgreiðsla Klettsskála Sími 686464 Opið kl. 8-17 alla virka daga. Vörumóttaka í Sundahöfn er óbreytt. Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100 Auglýsingaþjónustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.