Morgunblaðið - 23.01.1985, Page 9

Morgunblaðið - 23.01.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 9 Tvær systur óska eftir stórri 2ja eöa 3ja herb. íbúö á leigu sem fyrst, helst nálægt miöbænum. Erum báöar í góöum störfum. Reglusemi og skil- vísum greiöslum heitiö. Vinsamlegast hringið í síma 27557. Rýmingarsala til mánaðamóta Seljum útsaum: Rókókóstóla, púöaborð, píanó- bekki, klukkustrengi o.fl. Hornhillur, fatastanda, leikföng, bollastell, náttföt, dömusloppa, barnakjóla, bróderuö koddaver, út- saumaða og heklaöa smádúka, gleraugnahulstur, ýmsar skrautvörur o.m.fl. Sjónval Vesturgötu 11. 21200 bein lína ráðleggingasími spariíjáreigenda |) BÚNAÐARBANKINN r\/ TRAUSTUR BANKl Þessir margeftirspurðu kuldaskór aftur fáanleuir 8142-470 Loðfóðraöir. Vatnsvaröir. Hertur ytri sóli og auövitað vasi. Bláir — Kaki. Verð kr. 1495—1595 GElSiBI DV. FIMMTUDAGUR 17. JANUAR19« Með fríðarverðlaun á fund sex þjóðarleiðtoga: Ólafur Ragnar Gnmsson situr toppf und í Delhi Hreinsun í Delhí Ekki haföi Morgunblaðiö fyrr greint frá því að Ólafur R. Grímsson heföi veriö kjörinn forseti Þingmannasamtaka um heimsskipulag en aörir fjölmiölar tóku viö sér — aö vísu ekki fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps enn. Þær munu gera það þegar Ólafur fer til Nýju Delhí í lok mánaö- arins. Þar verður hann á fundi meö sex þjóöarleiðtogum. Eins og kunnugt er fer nú fram mikil hreinsun í Delhí — vonandi spillir handtaka njósnara og útsendara erlendra ríkja ekki fyrir fimm-álfa-friöarfundinum þar. Friðarverðlaun að auki Þriðjudaginn f síðustu viku gat Morgunblaðið fhitt lesendum sfnum og þjóðinni allri þau gleðitíð- indi, að Ólafur R. Gríms- son hefði verið kjörinn for- seti Þingmannasamtaka um heimsskipulag, sem hafa það að markmiði sam- kvæmt lögum sfnum að stuðla að heimsfriði fyrir tíLstilli skuldbindandi al- heimslöggjafar er nái til allra þjóða í einu samfé- lagi. Fyrir þessari heims- byltingu sem leiða mun af sér skertan sjálfsákvöröun- arrétt þjóða ætla samtökin að berjast með þingræðis- legum aðferðum. Ekki liðu nema tveir dagar frá því að frétt Morgunblaðsins um upp- hefð Ólafs birtist þar til Dagblaðið-Vísir upplýsti lesendur sína um það, að Ólafur R. Grímsson hefði að auki hlotið friðarverð- laun í útlöndum. „Ég tók á móti friðarverðlaununum í háskólanum í Ottawa f nóvember og voru þau veitt fyrir merkilegasta framlagiö í afvopnunarmál- um árið 1984,“ sagði Ólaf- ur R. Grímsson af þessu tilefni. Því miður er þess ekki getið, hvað þau samtök heita á ensku sem veittu Ólafi R Grfmssyni friðar- verðlaunin. En þess má geta að Douglas Roche, sem var forveri Ólafs i for- sæti þingmannasamtak- anna sem vilja nýtt heims- skipulag, fékk árið 1983 heims-friðarverðlaun frá samtökum sem kalla sig World Federalists Associ- ation, þaö er að segja Sam- tök um sambandsríki ver- aldarinnar. En slíkt sam- bandsríki er langtíma- markmið þeirra sem mynda kjarnann f þing- mannasamtökunum sem nú lúta forsæti Ólafs R. Grfmssonar. Á sínum tíma sá Dougl- as Roche ástæðu til að gefa eftirfarandi yfírlýsingu vegna þátttöku f starfí þingmannasamtakanna: „Við erum því ekki fýlgj- andi að stjórn mála í Kan- ada verði falin alheimsrík- isstjórn, við erum ekki Marxistar, við erum ekki fylgismenn einhliða af- vopnunar, við erum ekki landráðamenn.“(!) Silkihanskar Þjóðviljans Það var þó ekki fýrr en í laugardagsblaði Þjóðvilj- ans sem pólitískir samhcrj- ar Ólafs R. Grímssonar sáu ástæðu til að vekja máls á frama hans í útlöndum. Lenti það f hhit Óskars Guðmundssonar að fara silkihönskum um Ólaf f samtali við hann um málið. Þessu merkilega viðtali lýkur með þessum orða- skiptum: Óskar „Sú kenn- ing hefur skotið upp kollin- um í sambandi við þetta starf þitt á alþjóðlegum vettvangi, að enginn sé spámaður í sfnu fdðurlandL A þetta við um þig?“ Ólaf- un „Er þetta ekki gamalt, gott og gilt máltæki?" Þá vitum við það öll er landið byggjum, og vonandi skilja þeir sneiðina f Alþýðu- bandalaginu sem hafa fellt Ólaf út af Alþingi íslend- inga. Eins og greint er frá hér að ofan, er það yfirlýstur tilgangur samtakanna að breyta heimsskipulaginu, setja upp gerðardóma og koma á fót alþjóðlegum herafía ojs.frv. o.s.frv. Óskar Guðmundsson nefn- ir þetta atriði feimnislega og af undirgefni við Ólaf R. Grímsson, til að koma Ólafí ekki f opna skjöldu, lætur Óskar eins og það séu einhverjir aðrir en fé- lagar í samtökunum sjálf- um sem segi að hverju þau stefna. Þessi furðulegu orðaskipti skuhi birt hér f heild: Óskar „Nú hafa sumir viljað meina að nýtt heims- skipulag, sem samtökin kenna sig við, skerði full- veldi ríkjanna sem eiga fulltrúa í samtökunum." Ólafúr: „Þetta er nú ein- hver meiriháttar misskiln- ingur, nema menn telji að friðarsamlegar lausnir á deilumálum, útrýming fá- tæktar og reglur til að koma í veg fýrir styrjaldir skerði fullveldi ríkja. Nei, staðreyndin er sú, að til að komast hjá þeim ógnum sem við mannkyni blasa þarf nýtt skipulag í þeim almenna skilningi að bæta þannig samskipti þjóða og ríkja að komi ekki tO kjarnorkuátaka og þjóðar- morða vegna hungurs." Undrun Þjóðviljans Óskar Guðmundsson lætur varfærnislega í Ijós óttablandna undrun yfir því að Ólafur skuli ekki sjálfur hafa komið frama sínum í útlöndum á fram- færi. Og ekki stendur á skýringunni hjá Ólafi: „Sjálfur bef ég verið hálfpartinn innanbúðar á Þjóðviljanum, svo ég hef ekki kunnað við að beita tengshim mínum þar vegna þessara mála..." Þá vita þeir Þjóðvilja- menn það. Störf Ólafs fyrir Þjóðviljann koma í veg fyrir að blaðið geti flutt fréttir af friðarbarátt- unni. Þeir Þjóðviljamenn hófu að merkja leiöara blaðsins svo að menn sæju þegar Ólafur skrifaði þá. Þetta stafaði af því að hann er misskilinn spá- maður á blaðinu eins og í Alþýðuhandalaginu. Nú geta þeir á Þjóðviljanum sagt, að blaðið geti ekki fíutt fréttir, nema Ólafur fari þaðan. Jarðabókin um ísafjarðar- og Strandasýslu komin út SJÖUNDA bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er komió út í Ijósprentaðri útgáfu Sögufélagsins. Fjallar þetta bindi um ísafjarðar- og Strandasýslu. Jarðabókin um ísafjarðarsýslu var öll tekin saman á árinu 1710, en um Strandasýslu á árunum 1706 og 1709—1710. Dr. Jakob Benediktsson gaf þetta bindi út í Kaupmannahöfn árið 1940 á veg- um Fræðafélagsins. Bindið hefur áður verið ljósrit- að (1945), en upplag frumútgáfu eyðilagðist að mestu við spreng- ingu í prentsmiðju S.L. Möllers á stríðsárunum. Um jarðabókin hefur verið sagt m.a. að hvergi sé að finna á ein- JARÐABÓK Áma Magnóssonar og ftils Vidalíns kaQarðar- og Stmndasýsla Sjtimwta bindi um stað jafnmikinn fróðleik um jarðir landsins sem í henni. Hún er hið fyrsta rit sem hefur að geyma svo nákvæmar upplýs- ingar um kvikfénað bænda, jarðir og býli á íslandi, að fá má af henni mjög glögga vitneskju um efnahag landsmanna og hvernig hver jörð var í byrjun 18. aldar. Jarðabókin hlýtur að verða und- irstaða allra byggðasögu- og staðfræðirannsókna hér á landi. Hinni ljósprentuðu útgáfu verður haldið áfram á næstu ár- um og lýkur með útgáfu á ýmsu efni sem snertir jarðabókar- verkið. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur mun sjá um þá út- gáfu og semja atriðisorðaskrá við öll bindin. Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.