Morgunblaðið - 23.01.1985, Page 22

Morgunblaðið - 23.01.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Fáein orð um lýðræði — eftirÞórð Kristinsson Almennt sammæli virðist um að ríkjandi sjórnskipan á íslandi sé lýðræði, enda skjalfest í stjórn- arskránni. Þykir þvi ekki nema eðlilegt að skreyta ræður þessu hugtaki, einkum hátíðarræður og þær sem samdar eru af stjórn- málamönnum. Á hinn bóginn ligg- ur ekki ætíð ljóst fyrir hvað nákv- æmlega er átt við með hugtakinu, né heldur hvort þeir sem velta því mest í munni á hátíðisstundum hafi hugmynd um að það ber til- tekna merkingu. Stjórnmál eru iðkuð innan ramma ríkjandi stjórnskipunar og verða því að lúta reglum hennar. Hugtakið lýðræði í hefðbundnum skilningi felur í sér þá meginreglu að stjórnvöld ríkis sæki vald sitt til lýðsins — til þeirra sem mynda ríkið. Ein leiðin til að tryggja að handhafar valdsins (stjórnvöld) lúti vilja lýðsins er sú að stjórnað sé að lögum, en ekki aö geðþótta manna; m.ö.o. eru lögin viðmið eða regla sem öllum ber að lúta. En að baki lýðræðisreglunni liggur hug- sjón sem unnt er að líkja við ákveðna afstöðu, einskonar yfir- lýsingu um að öllum meðlimum lýðræðissamfélags beri að vinna saman að sameiginlegri heill og velferð. Grunnforsendan er frelsi og jafnrétti. Þessa afstöðu getum við kallað mælikvarða sem menn hafa komið sér saman um; hún ber „Þaö er nefnilega fyrst í óbeinu lýðræöi eins og okkar sem í alvöru reyn- ir á þolrif lýðræöishug- sjónarinnar og e.t.v. þá sérstaklega á heilindi fulltrúanna sem kosnir eru til að fara meö stjórn í umboði lýðsins. í því efni er einkum mikilvægt að fulltrúarn- ir hafi skilning á því hvaö í því felst að bera ábyrgö.“ vott um ákveðinn skining á mann- inum og stöðu hans í samfélaginu. Og sé hún einlæg, þá heldur hún lýðræðishugsjóninni lifandi og virkari, þ.e. hún er þá meira en einbert orðagjálfur. Enda þótt frelsi, jafnrétti og al- mannaheill merki ekki nákvæm- lega það sama fyrir alla, þá er eigi að síður ljóst að það sem einkum greinir lýðræði frá annarri stjórn- skipan er að einungis í slíku ríki getur þessi afstaða blómstrað að fullu, með því að þar eru til þær stofnanir og reglur sem virða hana og virkja: í lýðræðisríki eru nefnilega stjórnarskrá, fulltrúa- þing, almennur kosningaréttur og stjórnmálaflokkar. En þessi fyrir- bæri eru beinlínis til þess stofnuð að tryggja virkt jafnrétti og frelsi og viðhald þessa. Og tryggingin er reist á því að hver þjóðfélagsþegn tekur á sinn hátt þátt í meðferð valdsins. Nú hafa hagkvæmnisástæður í verki ráðið því að óbeint þingræð- islegt lýðræði hefur víðast tekið við af beinu — þar sem allur lýður myndaði löggjafann og fulltrúa- kerfið var óþekkt. Vill þá tíðum gleymast að hvort tveggja er reist á sömu forsendunni: Að stjórnvöld ríkis sæki vald sitt til lýðsins, til þeirra sem mynda ríkið. Ástæðan er einkum sú að í óbeina lýðræð- inu hefur eiginlegur tilgangur lýð- ræðisins tekið á sig breytta mynd. Þannig má færa að því rök að meginhlutverk lýðsins — kjósend- anna — sé ekki lengur það að taka beinar ákvarðanir um einstök málefni ríkisins, heldur það eitt að kjósa fulltrúa til að taka þessar ákvarðanir. Hlutverk þeirra er m.ö.o. að koma á fót stjórn, ann- aðhvort í beinni kosningu um til- tekna gefna stjórnarkosti eða að kosinn er milliliður, þing, sem af- tur myndar stjórn, einskonar þingnefnd eins og hér tíðkast. Þingið hefur þá eftirlit með nefnd- TOSHIBA stærstir í örbylgjuofnum BESTU KAUPIN ÖRBYLGJUOFN frá TOSHIBA Japan 10.877 stgr. Góöir greiösluskilmálar • Bakar kartöflur á 5 mín. ^Bi • Steikir sunnud. lærið á 40 mín. • Steíkir roastbeaf á 20 mín. • Sýöur fisk á 5—6 mín. • Bakar sandköku á 6 mín. • Poppar á 3 mín. Fáöu þér Toshiba örbylgjuofn, — ofn frá stærsta framleiöanda heims á örbylgjuofnabúnaði. Frá Toshiba koma nýjungarnar. Þaö nýjasta, ofnar meö DELTAWAVE dreifingu, meö eöa án snún- ingsdisks. Ofnar búnir fullkomnustu öryggjum sem völ er á. Fáöu þér ofn meö þjónustu: 190 blaösíöna matreiöslubók og kvöldnámskeiö fylgir. Fullkomin námskeiösgögn á íslensku. Opinn símatími og upplýsingar frá sérfræöing okkar í matreiöslu í ör- bylgjuofnum, Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara, menntaðri frá Tilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Fullkomin þjónusta og þú færö fullkomið gagn af Toshiba örbylgjuofnunum. 5 geröir fyrir heimili, 2 gerðir fyrir hótel og mötuneyti. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Þórður Kri.stin.s.son inni sem það skipar. Og í þessu felst einnig það hlutverk lýðsins að setja stjórn (fulltrúa) af með því að kjósa hana ekki aftur. En enda þótt þessi breytta mynd á eiginlegum tilgangi lýð- ræðisins breyti því ekki að aðferð þess er enn sem fyrr leið til að taka stjórnmálaákvarðanir, þá gerir hún það að verkum að valdið sem slíkt skiptir um hendur: Stjórnmálamaðurinn öðlast valdið til ákvörðunar með samkeppni um atkvæði lýðsins.Hins vegar skiptir valdið ekki um eigendur. Þessu fylgja auðvitað ýmis vandkvæði, einkum þó á meðferð valdsins. Þannig er það m.a. I okkar samfélagi, að kjósandinn veit ekki hverskonar stjórn hann er að kjósa, enda þótt kosið sé að lýðræðisreglum; hann veit ekki fyrirfram hverskonar stjórn þing- ið myndar að loknum kosningum. Fjarlægð kjósandans frá eiginlegu ákvörðunarvaldi verður til þess að hann hvorki ber upp málefni sem ráða örlögum hans, né heldur á neinn þátt í ákvörðun um þau; slík málefni eru venjulega borin upp og ákveðin fyrir hann af „full- trúum" hans. Fjarlægðin getur þannig kynt undir tveimur mjög varasömum afleiðingum: Hún get- ur gert það að verkum að kjósand- inn hættir að finna til ábyrgðar á gerðum fulltrúa sinna, stjórn- málamannanna, og fulltrúunum hættir til að gleyma ábyrgð sinni — gleyma því á hvaða forsendum þeir eru kjörnir og taka að líta valdið sem sitt eigið. Þessar af- leiðingar ala hvor á annarri og merki um báðar eru í okkar sam- félagi. Af þessum sökum skiptir miklu að missa ekki sjónar á því að óbeina þingræðislega lýðræðið er reist á sömu forsendu og hið beina; að stjórnvöld sæki vald sitt til þeirra sem mynda ríkið. Það er nefnilega fyrst í óbeinu lýðræði eins og okkar sem í alvöru reynir á þolrif lýðræðishugsjónar- innar og e.t.v. þá sérstaklega á heilindi fulltrúanna sem kosnir eru til að fara með stjórn í umboði lýðsins. I því efni er einkum mik- ilvægt að fulltrúarnir hafi skilnig á því hvað í því felst að bera ábyrgð. Ástæðan er þessi: Eigin- legt hlutverk þeirra er fyrst og fremst varðveisla lýðræðishug- sjónarinnar, en sú varðveisla felur í sér þá siðferðilegu ábyrgð að starfa í anda hennar af heilindum með hag allra manna samfélags- ins að leiðarljósi. Þessi siðferði- lega ábyrgð hvílir á öllum gerðum þeirra vilji þeir vera trúir hug- sjóninni sem þeir játast með þátttöku sinni í lýðræðisríki. Láti þeir hana lönd og leið er þátttaka þeirra byggð á misskilningi og þeir hafa þar með brugðist hlut- verki sínu. En ábyrgðin er ekki aðeins á annan veginn. Sérhver þegn tekur þátt í meðferð valdsins með því að kjósa fulltrúa til að fara með það fyrir sína hönd; vald stjórnar er beinlínis fengið frá samfélaginu og verður því helst að endurspegla það allt. í þessum skilningi stjórn- ar lýðurinn sér sjálfur. En um leið verður að vera einhver réttlæting á því hvernig samfélagið — eða sú stjórn sem það kemur á fót — get- ur lagt skyldur á herðar öllum meðlimum þess. Réttlætingin er að valdið er lýðsins, m.ö.o. þegar hann hlýðir boðum stjórnar sem hann hefur sjálfur komið á legg, þá er hann að fara að sínum eigin skipunum — að svo miklu leyti sem vilji hans birtist í stjórnhátt- um samfélagsins, lýðræðinu. Hér falla því saman réttindi og skyld- ur, þ.e. hugmyndin um rétt og vald lýðsins til að koma á fót stjórn gerir fyrirfram ráð fyrir þeirri skyldu sérhvers einstaklings að hlýðnast hinni settu stjórn. Og í því efni skipta stjórnmálaskoðan- ir engu máli. Allir meðlimir sam- félagsins verða að fara að settum reglum — sem þeir hafa sjálfir sett sér — og minnast þess að til- tekin réttindi fela í sér tilteknar skyldur. Ábyrgðin er því gagnkvæm: Ábyrgð þjóðfélagsþegnanna gagn- vart ríkinu sem slíku (sem í reynd er ekkert annað en þegnarnir allir í senn), og ábyrgð stjórnmáia- mannsins gagnvart þegnunum. Hún er einfaldlega sú að missa aldrei sjónar á lýðræðishugsjón- inni. Hundsi menn ábyrgðina vilja þeir ekki viðhalda lýðræðinu. /Wdur Krístinsson er prótstjórí rið Háskóla fslands. Poppópera í síðasta sinn NEMENDUR og kennarar gagnfræðaskólans í Hveragerði munu sýna poppóperuna „Eyjapeyjar, hverapíur, eldgos, ástir og allt hitt“ f Félags- heimilinu & Seltjarnarnesi í kvöld klukkan 20.30. Hér er um að ræða poppóperu, sem nemendur og kennarar sömdu og frumsýnd var í byrjun desember. Þar eru 10 til 12 popplög fhitt, en leikstjóri er Margrét Óskarsdóttir. Meðfylgjandi mynd var tekin af nemendunum á æfingu poppóperunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.