Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 27
Stefnuræða Reagans: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 27 Amnesty Intemational: 997 manns í Perú saknað London, 22. janúar. AP. AF HÁLFU Amnesty lnternational er því haldið fram að 997 nafn- greindir karlmenn, konur og börn, hafi horfið sporlaust eftir að her- menn eða lögreglusveitir hafi hand- tekið viðkomandi í afskekktu héraði í suðurhluta Perú, sem sett var undir beina stjórn hersins fyrir tveimur ár- um. í skýrslunni, sem heitir „Mannhvarf og pólitískar aftökur af hálfu stjórnarherja á neyðar- ástandssvæðinu í Andesfjöllum", segir að auk hinna 997, sem sakn- að er, sé vitað um að rúmlega 400 manns hafi verið teknir af lífi, oft að undangengnum pyntingum, í Ayacucho, og er óttast að sú tala eigi enn eftir að hækka. Segir í skýrslunni að herinn hafi gripið til útrýmingarherferð- ar skömmu eftir að hafin var sókn gegn hryðjuverkasamtökum maó- ista. Samtökin sjálf bera, aö sögn Amnesty, ábyrgð á mörgum aftök- um og þau haía einnig pyntað óbreytta borgara. Ronald Reagan Láttu okkur athuga hverjan þanfir þínan enu á sviði hugbúnaðan og tölvukenfa. ViÖ hjálpum þén að undinbúa janðveginn þannig að þegan þú kaupin tölvu þá nýtist hún sem allna best. Okkar þekking í þína þágu Hjá okkun slænðu þrjár í einu höggi: 1. Hugbúnað 2. Tölvun 3. Pjónustu Viðbrögð á ýmsa vegu Tuggu fagnaö Fjallhestar í Wales hafa orð á sér fyrir að vera einrænir og hlédrægir, en þegar Christopher Collins vitjaði hesta sinna nálægt Merthyr Tydfil á dögunum urðu fagnaðarfundir. Snjókoman að undanförnu hefur valdið því, að lítið er af grasi til að bfta og tuggan, sem Collins færði hestum sínum, var vel þegin. Skemmdarverk unnin á bönkum Moskvm, Peking, Bruxael og vftar, 22. jnnúar. AP. VIÐBRÖGÐ við stefnuræðu Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta, sem flutt var á mánudaginn, hafa verið með ýmsu móti. Sovéska fréttastof- an Tass fordæmdi „tóninn" í ræð- unni og sagði Reagan uppfullan af stríðsæsingi að vanda, Kínverjar sögðu flestum Bandaríkjamönnum betur borgið undir forsæti Reagans en einhvers annars frambjóðenda og í Evrópu er skrafað og skrifað um inntak ræðunnar, ekki síst í forystu- greinum blaða þar sem stefnur eru oft markaðar. Tass úthúðaði Reagan fyrir „stríðsæsingar" og bar honum á brýn að heita þjóð sinni að haldið yrði áfram að rannsaka möguleik- ana á því að koma upp varnarkerfi gegn kjarnorkuvopnum í geimn- um. Sagði Tass að Sovétleiðtogar hefðu margsinnis og fyrir löngu lýst yfir að það kæmi ekki til greina að ræða afvopnun nema að blátt bann yrði sett við staðsetn- ingu vopna i geimnum. Sakaði Tass Reagan um að reyna að spilla komandi afvopnunarviðræðum áð- ur en þær hæfust. Kínverska menningarmála- dagblaðið Guangming greindi frá því í leiðara, að Bandaríkin væru eins vel stæð og frekast væri kost- ur undir forsæti Reagans, en hann ætti erfið verkefni fram undan, m.a. að rétta greiðsluhalla við út- lönd og að ná afvopnunar- samkomulagi við Sovétríkin. Kínverska blaðið bætti því við að það væri alls ekki einhugur á bak við Reagan í sjálfum Bandaríkj- unum og stafaði það fyrst og fremst af ströngum efnahagsað- gerðum sem hefðu bitnað nokkuð á mið- og lágstéttarfólki. Blöð í Evrópu allri fjölluðu um embættisendurtöku Reagans og voru skoðanir skiptar, allt eftir því hvaða lönd áttu f hlut og einn- ig stjórnmálaskoðunum hvers blaðs. Línan var þó, að þrátt fyrir stór og herská orð í byrjun síns ferils, hefði Reagan reynst vera þolinmóðari og hyggnari forseti en á horfðist í fyrstu. Berlín, 22. janúar. AP. FJÓRIR bankar í Vestur Berlín uróu fyrir baróinu á skemmdarvörgum í dögun í dag, eldsprengju var varpaó inn í einn þeirra, en rúóur brotnar í hinum þremur. Manntjón varó ekk- ert, en eignatjón var ekki metió opinberlega. Slökkva tókst eldinn sem tendraóur var í einum bank- anna áóur en spjöll urðu. Það var í Marienfelde sem eldsprengju var varpað inn um glugga á banka, en grjótkastið átti sér stað í Grúnewald og Tempel- hof. Lögreglan í Berlín vinnur að rannsókn málsins, en í dag neitaði hún að tjá sig um hvort samband væri milli skemmdarverkanna og þeirrar hryðjuverkaöldu sem farið hefur um landið að undanförnu og er eignuð „rauða hernum" sem er afsprengi „Baader-Meinhof" sam- takanna. Það er þó álit margra sérfræðinga að svo sé. Rétt byrjun reynlst best GÍSLI J. JOHNSEN TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF SMIÐJUVEGI 8 - P.O. BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SlMI 73111 n i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.