Morgunblaðið - 23.01.1985, Side 41

Morgunblaðið - 23.01.1985, Side 41
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1985 41 Þuríður Halldórs- dóttir — Minning Amma mín, Þuríður Halldórs- dóttir, lést 14. september s.l. Hún fæddist 13. febrúar 1906, að Hraunkoti í Aðaldal, S-Þingeyjar- sýslu dóttir Halldórs Þorgríms- sonar bónda og Guðrúnar Her- borgar Jónsdóttur. Amma er af þeirri kynslóð ís- lendinga sem lifað hefur mestar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Hún hafði gaman af að rifja upp æskuár sín og segja okkur barna- börnum sínum frá lífinu í ís- lenskri sveit upp úr aldamótunum og þeim breytingum sem seinna urðu. Þessi ár var í Hraunkoti fé- lagsbú Halldórs og tveggja bræðra hans, Jónasar og Ármanns. Fjöl- skyldur þeirra bjuggu þá ailar á sama baðstofuloftinu, fólk fædd- ist, lifði og dó. Þar var oft þröngt um manninn og ég man þegar amma sagði mér að hún hefði um tíma sofið til fóta. Þá átti ég erfitt með að skilja hvernig það væri hægt, en þá var algengt að börn svæfu til fóta hjá fullorðnum. Halldór langafi minn var ekki mikill áhugamaður um búskap, en þess meiri fræðimaður og ættfróð- ur með afbrigðum. Hann las jafn- an upphátt fyrir fólkið í baðstof- unni, á meðan það sýslaði eitthvað á vetrarkvöldum. Þegar amma var um fermingu fluttist hún ásamt foreldrum sínum til Hólmavaðs þar sem hálfsystir hennar, dóttir Halldórs, bjó. Hún var þar heimil- isföst að mestu næstu árin, en stundaði ýmis störf fjarri heimil- inu þess á milli. Hún var einn vet- ur á Breiðumýrarskóla, en fór vet- urinn 1927—1928 til náms að Hér- aðskólanum á Laugum. Þar sá hún afa, Ingólf Helgason, í fyrsta skipti í gegn um skráargat, en þá voru þær nokkrar vinkonur að laumast til að líta á skólasveina. Hann er fæddur 18. apríl 1909 að Broddanesi í Strandasýslu, sonur Helga Þorsteinssonar bónda og Þorbjargar Oddsdóttur. Afi og amma giftu sig 28. desember 1929, og fluttust til Húsavíkur vorið 1930. Þau bjuggu fyrst í Árnahúsi, og þar fæddist móðir mín, Helga, 2. ágúst þetta sumar. Þau byggðu húsið Bræðraborg ásamt bróður afa, Jóhannesi, sem þau fluttust í haustið 1932. Þar fæddust Guðrún Herborg 23. okt. 1932, Halldór 19. apríl 1934 og Þorbjörg Ingunn 15. júlí 1935. Móðir ömmu fluttist með þeim til Húsavíkur og bjó hjá þeim til dauðadags, 15. janúar 1947. Einnig fluttist móðir þeirra bræðra með þeim og bjó hjá Jó- hannesi. Afi og amma bjuggu í Bræðra- borg til 1960, en þá fluttust þau í nýtt hús að Höfðabrekku 17. Amma rak alla tíð myndarlegt heimili, og var bæði ættrækin og rausnarleg. Mikið var um gesta- komur og fjölmargir dvöldust um lengri eða skemmri tíma. Bæði var það að þau voru félagslynd, en auk þess átti amma margt frænda í sveitinni sem litu við þegar komið var í kaupstað. Hún hafði frá föð- ur sínum mikinn áhuga á ættfræði og var mjög fróð í þeim efnum. Hún fylgdist mjög vel með lands- málum, og það voru oft líflegar umræður við kaffiborðið hjá henni. Hún var sönn jafnaðar- manneskja og gætti þess vandlega að aldrei hallaði á neinn. Henni var mjög umhugað um fjölskyldu sína og fórum við barnabörn hennar ekki varhluta af því. Við systkinin vorum flest sumur um tíma hjá afa og ömmu á Húsa- vík, á meðan við vorum að alast upp. Það voru góðir tímar. Þegar maður lítur til baka finnst manni að alla daga hafi verið sólskin. Þá Hannes Friðriks- son bóndi - Kveðja Fæddur 9. október 1892 Dáinn 11. janúar 1985 Afi var fæddur á Arnkötlustöð- um í Holtum. Þar bjó hann alla sína tíð og þar dó hann nú rétt eftir hátíðirnar, 92 ára að aldri. Það er erfitt að tala um afa án þess að minnast á ömmu og eins er erfitt að tala um þau bæði án þess að skrifa um þá tíma sem við átt- um uppí sveit fjögur saman. Afi missti ömmu fyrir tíu árum og átti hann erfitt með svefn upp frá því. Amma var fædd á sjálfu alda- mótaárinu og var hún frá Efra- Seli á Landi. Steinunn Bjarnadótt- ir hét hún. Afi hafði fengið vin sinn til þess að skrifa henni bið- ilsbréf fyrir sig á útflúruðu máli sem tilheyrði við slík tækifæri. Afi var mikið fyrir að lesa en hon- um fannst hann sjálfur ekki nógu góður penni, síst af öllu þá í þessu tilfelli. Ég kynntist ömmu og afa auð- vitað ekki fyrr en löngu seinna þegar öll börnin sjö voru uppkom- in og farin að heiman eða suður eins og þá var. Við vorum komnar í staðinn systurnar sem lang- fyrstu barnabörnin. Annað reynd- ar það fyrsta, fætt á Arnkötlu- stöðum, hún Sigga. Við áttum eft- ir að vera tvær einar með ömmu og afa öll suraur meðan við vorum börn eða Iangt fram á unglingsár- in. Við lifðum á þessum árum þá áhyggjulausu tíma í sveitinni hjá þeim báðum sem ekki er lengur í tísku að skrifa um. Sveitasæla var jú sjaldgæf og eftirsóknarverð sem sælgæti borgarbarna. Grunn- ur sælunnar var eflaust hversu samheld amma og afi voru, hversu vel þau höfðu lært hvort á annað í langri sambúð og hversu tillits- söm þau voru við okkur og hvort við annað. Væntumþykja þeirra var okkur augljós, sýndi sig í hverju verki. Þau höfðu eflaust átt við hina ýmsu erfiðleika að etja um sína búskaparæfi en þegar við systurnar komum til sögunnar voru þau að minnka við sig bú- skapinn. Afi var rólegur í tíðinni og amma nokkuð ákveðnari. Verkin á bænum voru unnin þéttingslega og vel og lítið hugsað um frægð eða eilífð. Afi var hlédrægnin ein, fámáll og lítið áberandi en hann las, hlustaði og vann sitt verk eins og góðum bónda sæmir. Það skipti enda litlu máli hvort var meira áberandi hann eða amma, það kom útá eitt. Það var hvorugt þeirra sem gaf út fyrirskipanir, hlutirnir voru bara gerðir hisp- urslaust án þess að miklum tíma væri eytt í formlegan æsing. Það var jú auðvitað ætlast til þess að viss verk væru unnin á hverjum degi, viss í vikulokin og svo hin og þessi eftir veðri og tíð en það besta var að mitt í öllum vinnuverkun- um var ótakmarkaður tími til leikja og sögusagna. Við trúðum á sögur og álfa, á Kötluhól og Jónsmessunótt. Dýrin öll til- heyrðu okkar heimi, voru öll spök og gælin, tjaldurinn líka. Sam- band okkar við dýrin var of til- finningalegt til þess að vera viður- kennt fyrst til að byrja með af afa og ömmu sem reyndum bændum en áður en þau vissu af voru kýrn- ar farnar að hárgráta við hin ýmsu tækifæri. Þannig aðlöguð- umst við á báða bóga, engar dyr voru lokaðar, engin bönn á neinu strái né ástæðulaust út í loftið. Tíminn var okkar, óendanlegur og svo langlega ljúfur. Gestir voru velkomnir í þennan heim og var alltaf mikil og einlæg kátína þeg- ar bíll kom á braut. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt afa skellihlæja en glettinn var hann samt og þekkti ég vel glampann í augunum þegar hon- um var skemmt. Fámælið var okkur engin hindrun og þögðum við ágætlega saman þegar því var að skipta. Síðast þegar ég sá afa, hafði liðið nokkur tími og þóttist afi ekki þekkja mig. Ég þekkti vel þennan leik afa að þykjast ekki heyra eða muna eða fatta. En við höfðum ekki sést í nokkurn tíma. „Hver ert þú?“ spurði hann mig. Ég fór að hlæja og svaraði leikn- um en hann var kominn yfir ní- rætt og vildi vita hversu gamall ég héldi hann væri í sér. Hann hélt áfram fattleysinu og mátaði mig á því það kom á mig hik eitt einasta sekúndubrot. Þá var afa skemmt. Blessuð sé minning hans og ömmu. Hanna Steinunn Guðrún Ág. Sigurgeirsdóttir, Júlíus Sólbjartsson - Kveðja JÚIÍU8 Fæddur 24. júlí 1897 Dáinn 9. júlf 1977 Guórún Ágústa Fædd 14. ágúst Dáin 26. desember 1984 Ég ætla bara að skrifa örfá þakkarorð til elsku afa og nöfnu sem núna var að kveðja þennan heim og er nú búin að hitta vin sinn aftur sem hún saknaði svo mikið eftir lát hans. Afi sem ég kallaði var ekki minn rétti afi heldur móðurbróðir, en þegar ég var lítil stelpa og kom með mömmu að Arnarstapa voru barnabörnin hans þar, og þau kölluðu hann afa. Svo ég gerði það líka og alla tíð síðan. Ég vil þakka þeim þeirra hlýju og góðvild og bið Guð að geyma þau uns við sjá- umst. tiuðrún M. Sigurbjörnsdóttir (afastelpa). var margt brallað undir verndar- væng þeirra, veitt, smíðað, farið í berjamó, eða prakkarast. Það var vel um mann hugsað á allan hátt, og þeir voru ófáir morgnarnir sem maður vaknaði við ilminn af ný- steiktum kleinum og brauði. Þá var lífið í föstum skorðum og mað- ur borðaði alvörumat í hverjum matmálstíma. Seinna var ég önnur tvö sumur við smíðar hjá afa. Þá var enn hið sama upp á teningnum, ekkert skorti. Það var eitthvert kvöldið þessi sumur að við afi vorum að mála glugga á húsinu þeirra við Höfðabrekku, en ég var ólmur að komast frá að hitta kunningjana. Ömmu þótti þá dóttursonurinn fara nokkuð frjálsiega með pensil- inn, en hún var alla tíð mjög ná- kvæm og vandvirk. Ég lofaði þá að skafa og snyrta gluggana strax á morgun eða hinn, en þá hlógu þau við og orðuðu það ekki frekar. Það var svo nokkrum árum seinna er ég kom í heimsókn að amma segir við mig: „Þú þyrftir nú að fara að skafa gluggana, Ingólfur minn.“ Eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti ömmu, þá ræddum við m.a. um lífið og tilveruna. Það var gaman að heyra til hennar þegar hún leit yfir farinn veg. Hún var ánægð, og taldi sig hafa lifað góðu og hamingjusömu lífi. Ég held að allir sem henni kynntust og um- gengust eigi ánægjulegar minn- ingar tengdar henni. Ég átti mjög góðar stundir með henni, og á mjög góðar minningar frá þeim samverustundum. Ingólfur Skúlason t Þökkum heils hugar samúö og vinarþel vegna andláts og útfarar HREFNU HJÖRLEIFSDÓTTUR, Sjafnargötu 10. Haraldur Ólafaaon, Ólafur Haraldaaon, Áageröur Höakuldadóttir, Hörður Haraldaaon, Haraldur Haraldaaon, Ragnheiður Snorradóttir, Rafn Haraldaaon, Sigurbjörg Jónadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför ODDNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR kennara. Gunnar Guðmundaaon, Sólveig Kristjónadóttir, Margrét Arnadóttir, Páll Gunnarsson, Kriatín Gfaladóttir, Guömundur Gunnarsson, Sigurður Gunnarsaon, Oddur Gunnarsson. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ELÍNBORGAR GUÐBJARNADÓTTUR, Hátúni 12. Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólki Vlfilsstaöaspitala. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Guömundsson, Guðný Sigurðardóttir, Sigriður Siguröardóttir. Lokað i dag vegna jaröarfarar frú JÓHÖNNU GUNNARS- DÓTTUR. Ásbjörn Ólafsson hf. Borgartúni 33. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.