Morgunblaðið - 23.01.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 23.01.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 23. JANtlAR 1985 47 Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins á ferð hérlendis Er framkvæmda-stjóri Alþjóða Rauða krossins, Hans Höegh, var hér á ferð fyrir skömmu, átti hann m.a. viðræður við forsætis- og utanríkisráðherra um neyðarhjálp og þróunaraðstoð á vegum Alþjóða Rauða krossins og landsfélaga, en auk þess var rætt um samvinnu Rauða kross-félaga og stjórnvalda. Frá vinstri: Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ, Benedikt Blöndal, formaður RKÍ, Hans Höegh, fram- kvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Meðal gesta voru f.v. Konstantin Karamanlis forseti og Melina Mercouri, menningarmáiaráðherra og fyrrum leikkona ... Nana Mouskouri heim eftir 22 ára „útlegð“ Söngkonan heimsfræga Nana Mouskouri er grísk eins og mörgum mun eflaust vera kunnugt um. Fyrir 22 árum hélt hin þá 25 ára gamla Nana út fyrir landsteinana í leit að frægð og frama og hvort tveggja hreppti hún í ríkum mæli. Hún söng í tónleikahöllum um heim allan, en aldrei í heimalandi sínu, Grikklandi, þar til 14. janúar síðast- liðinn, að hún skaust heim fyrirvaralítið eftir að hafa lokið tónleika- ferðalagi um Þýskaland. Var Nönu Mouskouri tekið með miklum virkt- um og lét hún þau orð falla að það myndu ekki liða önnur 22 ár uns hún heimsækti heimaland sitt aftur. Nana söng fyrir fullu húsi í stærstu hljómleikahöll Aþenu og meðal áheyrenda var foreti landsins, Konstantin Karamanlis, og menningar- málaráðherrann, fyrrum leikkonan Melina Mercouri. Eftir hljómleik- ana, þar sem hinir 5000 áheyrendur sungu oft hástöfum með Nönu, sagði hún: „Fyrst nú geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt Grikkland er mér.“ COSPER — Nú verð ég að hætta þessu, elskan mín, nýi einkaritarinn minn er að koma inn — og ég get ekki látið hana bíða, gamla manneskjuna. Átök vegna fundar nýnasista Berlín, 21. janúar. AP. Til átaka kom milli hundruð manna, sem vopnaðir voru hnífum, kylfum og grjóti, og lögreglu í borg- inni Velbert í norðurhluta l'ýzka lands. Tveir lögreglumenn slösuðust í grjótkasti mótmælenda og 39 óeirðaseggir voru handteknir. Lætin brutust út eftir fund lítils hægriflokks í Velbert. Um 2.000 manns, flestir í flokki græningja og í öðrum vinstrisamtökum, mót- mæltu því að flokki nýnasista, væri leyft að funda í bænum. Um 300 manns reyndu að brjótast í gegnum lögregluvörð við fund- arstaðinn. Tóku þeir að kasta grjóti að lögreglunni og sló þá i brýnu. Að sögn lögreglu voru hnífar, gasbyssur og barefli gerð upptæk hjá mörgum þeirra er handteknir voru. í Berlín, Göttingen og Hamborg efndu um 4.000 vinstrisinnar til mótmælaaðgerða til stuðnings fé- lögum í Rauða hernum, sem sitja í fangelsi. Slösuðust fjórir lögreglu- menn er fleygt var reyksprengjum OK grjóti kastað að lögreglu, sem reyndi að halda fólkinu í skefjum. Kýpurdeilan: Tyrkir ásaka Kýpur-Grikkja Ankara, 21. jaaúar. AP. TYRKIR sögðu Kýþur-Grikki í dag bera ábyrgð á því að viðræður aðila Kýpurdeilunnar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (Sl») urðu árangurslausar og voru þeir sagðir hafa klúðrað tækifæri til „sögulegra sátta“. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Ankara sagði ástæðuna fyrir því að upp úr viðræðunum slitnaði hafi verið þvermóðsku Kýpur- Grikkja, sem hafi hafnað uppkasti að sáttatillögu, sem framkvæmda- stjóri SÞ lagði fram. Sagði í tilkynningu ráðuneytis- ins að tilraunir til að stilla til frið- ar og sætta Kýpurbúa hefðu sett verulega niður vegna þessa. t við- ræðunum í New York tóku leiðtog- ar stríðandi fylkinga þátt, Rauf Denktash leiðtogi Kýpur-Tyrkja og Spyros Kyprianou Kýpurfor- seti. Slitnaði upp úr viðræðunum vegna gjörólíkra túlkana deiluað- ila á uppkaststillögunni. /'CHi Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segír: HULL/GOOLE: Dísarfell 4/2 Dísarfell 18/2 ROTTERDAM: Dísarfell 5/2 Disarfell 19/2 ANTWERPEN: Dísarfell 6/2 Disarfell 20/2 HAMBORG: Dísarfell ...25/1 Dísarfell 8/2 Dísarfell . 22/2 HELSINKI: Arnarfell . 12/2 LÚBECK: FALKENBERG: Arnarfell . 17/2 LARVÍK: Jan . 28/1 Jan . 11/2 Jan . 25/2 GAUTABORG: Jan . 29/1 Jan . 12/2 Jan . 26/2 KAUPMANNAHOFN: Jan ........... 30/1 Jan ........... 13/2 Jan ........... 27/2 SVENDBORG: Jan ........... 31/1 Jan ......... 14/2 Jan ........... 28/2 ÁRHUS: Jan ........... 31/1 Jan ........... 14/2 Jan ........... 28/2 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ...... 8/2 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 24/1 Jökulfell ...... 9/2 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Blaðburðarfólk óskast! Austumær Bragagata Vesturbær Hagamelur frá 14—40 Úthverfi Hverafold Þingholtsstræti Sóleyjargata Miöbær 1 Nana situr fyrir á Akropolishæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.