Morgunblaðið - 23.01.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 23.01.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 © 1984 Umversal Press Syndicate G'lZ Hann erniðri í kjaLLara a% hre'msa. o-fninn-" Með morgnnkaffínu Ég vonaði að þú kæmir til þess að kvarta. Bréfritari telur að fullorðnir skemmti sér á sama hátt og unglingar og neyti vímuefna í miklum mæli. Sakfellum þá sem sökina eiga Móðir skrifar: Það er klassískt að tala sífellt um unglingavandamál. Og öðru hverju má sjá í fjölmiðlum út- blásnar fréttir og frásagnir af hegðun unglinga í skemmtana- lífinu. Þar er allt slitið úr sam- hengi. Þar er talað um unglinga eins og einhvern sérþjóðflokk í þjóðfélaginu. Auðvitað þurfa flestir að gera sér glaðan dag eins og svo er kallað, og full- orðna fólkið gerir mikið úr. En hvernig gerir fullorðið fólk það? Jú, ég held að sá hópur sé stærri, sem setur samasem- merki milli glaðs dags og áfeng- is en hinn sem bregður á leik með börnum og unglingum á annan hátt. Oft hefur okkur ver- ið sýnt inn á skemmtistaði þess varnarlausa hóps sem ungling- arnir eru og skemmtanavenjur þeirra sendar inn í stofur flestra landsmanna. En hvar er rétt- lætið? Hvenær hafa sjónvarps- menn farið inn á skemmtistaði fullorðna fólksins og sýnt ungl- ingunum hvernig það skemmtir sér. Ætli það yrði ekki uppi fót- ur og fit víða í þjóðfélaginu ef slíkt yrði gert opinbert? Eftir höfðinu er sagt að lim- irnir dansi. Hvernig væri að fara á annan hátt inn í það hvernig þjóðin skemmtir sér, og kafa dýpra á rætur hinnar djúpu þarfar fyrir hvers kyns vímuefni. Og sleppa því að vera alltaf að sakfella unglingana. Hver kæmist svo á tónleikana? 2712—2299 skrifar: Ég get ekki lengur orða bund- ist yfir þessum bréfaskriftum Duran Duran aðdáenda sem í bréfum sínum krefjast þess að farin verði ferð á tónleika með þessari mjög svo lélegu hljóm- sveit (þ.e.a.s. Duran Duran) ef hljómsveit má kalla. Á þessu sést best hve ill áhrif tónleikarnir með Duran Duran, sem sýndir voru í sjónvarpinu milli jóla og nýárs, hafa haft á ómótuð börn og unglinga á aldr- inum 7—12 ára, en eftir því sem ég kemst næst er aðalaðdáenda- kjarninn einmitt á þeim aldri. Ég varð nefnilega vitni að at- viki þar sem 12 ára stúlkubarn sat á gólfinu fyrir framan sjón- varpið meðan tónleikarnir stóðu sem hæst og í hvert skipti sem einhver hljómsveitarmeðlimur- inn birtist á skjánum var sjón- varpið kysst og kjassað. Og að lokum: ég held varla að nokkur krakki á aldrinum 7—12 ára hafi efni á því að ferðast á svona tónleika, hvað þá að hon- um yrði leyft að fara einum út S heim. HÖGNI HREKKVISI „ LAT/P EKKi HIMA KÆRULeVSlSueöU FRAMKOMU HAW5 BLEKK3AyMK.UK." Norsk menning lakari en okkar Siggi flug skrifar: Kæri Velvakandi minn. Ég lofaði þér um daginn að fá ekki allsherjar skrifræpu, en ég get nú ekki orða bundist, og skrifa þér því nokkrar línur. Þú ert að hvetja menn til þess að láta í ljós skoðanir á ýmsum málum, og því langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi. Við höfum hljóðvarp sem er orð- ið 54 ára gamalt, og sjónvarp sem við glápum á, síðan 30. sept. 1966. En þá var sjónvarpað aðeins tvisv- ar í viku. Síðan var þessu breytt, og nú er sjónvarpað alla vikuna nema fimmtudaga, þá- eiga starfsmenn frí, (af hverju??) Það er lítið gert af því að hugsa um gamla fólkið, og hina sjúku sem myndu auðvitað taka fegins hendi við þvi að sjá einhverjar myndir á fimmtudögum, en þeim er gleymt. Það var talað um að þetta ætti að vera til reynslu, en nú eru liðin bráðum 20 ár og fimmtudagur er sem einhver helgur dagur sem all- ir starfsmenn sjónvarpsins eiga að hafa frí á. Á næstu grösum eru margir sjónvarpshnettir og auðvelt mun vera að ná því efni sem þeir hafa á boðstólum. Allt er þetta ný tækni sem þýtur um loftin blá með ógnarhraða á meðan við sitjum aðgerðarlitlir og horfum á. Það er verið að byggja útvarps- og sjón- varpshús fyrir hundruð milljóna króna, en á næsta leiti þýtur sjón- varpsefni hringinn í kringum okkur, og innan tíðar verður hægt að ná til þess með hringlaga loft- neti, hvort sem rikisútvarpinu lík- ar betur eða verr. Nú á, að mér skilst, að bæta okkur þetta upp með því að senda okkur norskt sjónvarp, án þess að nokkur maður sé spurður að því hvort hann vilji fá norskt sjón- varp eða ei. Það voru á sínum tíma 60 manns sem tóku af skarið og bönnuðu ameríska sjónvarpið frá Keflavíkurflugvelli illu heilli, og ég neita því að nú geti þeir 60 manns aftur skyldað okkur til þess að horfa á norskt sjónvarp, sem er auðvitað fyrir einangraða menn langt norður í hafi, á Spitz- bergen og Jan Mayen. Hermanna- sjónvarp kalla kommúnistar það ef það er frá Bandaríkjamönnum. Við höfum lítið með norska menningu að gera. Ég held að hún sé miklu lakari en okkar menning. Norskt sjónvarp er leiðinlegt, jafnvel leiðinlegra en okkar. Eg held að norsk menning sé afar leiðinleg. Hvar voru t.d. Noregs- konungasögur skrifaðar? Þær voru skrifaöar á Islandi, og eftir að landnemarnir voru farnir frá Noregi til íslands, var bókstaflega ekkert eftir í Noregi. Málinu, ís- lenzkunni, týndu þeir niður og fóru að tala mállýzku, sem seinna varð að norsku. Þetta er ekkert annað en mállýzka, sem þeir tala. Hvað höfum við til þeirra að sækja? Mig langar til þess að vita, hvenær glutruðu Norðmenn niður ís- lenzkunni? Er enginn málvisinda- maður sem getur sagt mér það, eða er enginn af þeim vísu mönn- um sem veit neitt fyrir árið 874? Eða er það ekki rannsóknarefni? Við viljum ekkert norskt sjón- varp, heldur sjónvarp með fjöl- breytni á heimsmælikvarða, sjón- varp frá alþjóðlegu gervitungli, sem við getum stillt að eigin geð- þótta. Átti norska sjónvarpið að vera ókeypis??

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.