Morgunblaðið - 24.01.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.01.1985, Qupperneq 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANtJAR 1985 Mikill áhugi á loðdýraræktinni: Veitt 20 ný loðdýraleyfi MARGIR bændur hafa nú áhuga á að hefja loðdýrarækt. Úthlutunarnefnd loðdýraleyfa veitti nýlega 18 aðilum leyfi til að hefja loðdýrarækt og 2 leyfi til stækkunar búa. Flestir vilja hefja refarækt en einnig hefur áhugi á minka- rækt aukist. Tíu aðilum var synjað um leyfi til loðdýraræktar, flestum vegna óvissu í fóðurmálum, að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar, fulltrúa í landbúnaðarráðuneytinu. Af þeim 20 sem leyfi fengu nú sóttu 15 eingöngu um leyfi til refa- ræktar, 2 til minkaræktar ein- göngu og 3 til bæði refa- og minkaræktar. Fjöldi refa er 875 en 1.195 minkar. Flestir hyggjast hefja loðdýraræktina næsta haust. Flest búin eru í N-Múlasýslu, 7 talsins, 3 eru í Árnessýslu, 2 á Snæfellsnesi og í V-Barðastrand- arsýslu en eitt í Skagafirði, Eyja- firði, S-Þingeyjarsýslu, N-Þing- eyjarsýslu, Rangárvallasýslu og Reykjavík. Flestir byrja með 40 refi en einstaka bændur fengu leyfi til að byrja með 100 refi. Að- spurður um við hvað nefndin mið- aði þegar hún ákvæði fjölda dýra hjá hverjum og einum, sagði Sveinbjörn að flestir vildu byrja smátt og fá þá tækifæri til að auka við sig síðar ef aðstæður leyfðu. Nefndin hefði heimild til að takmarka bústærð við 2 heils- ársstörf, það er svokölluð fjöl- skyldubústærð, en á þetta hefði lítið reynt enn sem komið er. 40—50 ofbeldismyndir verða teknar úr umferð AÐ UNDANFÖRNU hafa skortun armenn Kvikmyndaeftirlits ríkisins metið kvikmyndir á myndböndum hér á landi. Að sögn Níelsar Árna Lund, forsvarsmanns kvikmyndaeft- irlitsins, hefur komið í Ijós að á markaðnum eru að minnsta kosti 40—50 ofbeldismyndir. Mun kvik- myndaeftirlitið láta lögregluyfirvöld vita um hvaða myndir það telur að taka eigi úr umferð um næstu mán- aðamót. Níels sagði þær myndir sem kvikmyndaeftirlitið gerði athuga- semdir við væru ekki nema 1—2% af þeim myndum sem hér væru á myndbandaleigum. Innihéldu þær oft mjög grófar misþyrmingar á fólki, oft nauðganir og oft væru sýnd morð á börnum eða börn not- uð til að fremja ódæði. Oft væru þetta vel gerðar myndir og sen- urnar eðlilegar. Sagði hann að það hefði sýnt sig erlendis að bein fylgni væri á milli sýninga ofbeld- ismynda og ofbeldisverka. Níels sagði að mikilvægt væri að fólk stæði með kvikmyndaeft- irlitinu í þessu starfi og gat þess að starfsfólk myndbandaleiganna sýndi þessu yfiríeitt skilning. Davíð Oddsson borgarstjóri: Framsókn leiki ekki tveimur skjöldum ÞAÐ ER mjög mikilvægt að pólitískt andrúmsloft sé Sjálfstæðisflokknum hagstætt og staða þjóðmála vinni með honum, sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld. Hann sagði ríkisstjórnina hafa farið vel af stað og náð mikilvæg- um árangri í hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífi framan af og fram á síðasta ársfjórðung liðsins árs. Síðan hafi sigið á hina verri hliðina og stöðugleikinn raskast. Borgarstjóri sagði jafnvel for- sætisráðherra ganga fram fyrir skjöldu í hlutverki stjórnarand- stöðu og málgagn hans, NT, væri yfirfullt af ósmekklegum dylgjum í garð sjálfstæðismanna. Ég legg á það áherzlu, sagði borgarstjóri, að ég er ekki að mæla fyrir stjórn- arslitum en á hinn bóginn verður ekki við það ástand búið sem verið hefur undanfarandi. Það er tími til kominn að Framsóknarflokkur- inn hætti að leika tveimur skjöld- um. HVAÐA KEPPNI? Aö undanförnu hafa í auglýsingum birst ummæli tveggja mætra rallkappa par sem peir segja aö í keppni sé betra aö aka afturhjóladrifnum bíl. Flestir bílstjórar vita hins vegar aö í öllum almennum akstri hefur framhjóladrif yfirburöi yfir afturhjóladrif- iö ekki síst í snjó og annarri ófærö. Afturhjóladrif er í góðu lagi fyrir rallkappa ef þeir svo kjósa. Framhjóladrifiö er hins vegar þaö eina rétta fyrir okkur hina í allan venjulegan akstur þar sem eina keppnin er aö komast klakklaust á leiöarenda, líka þeg- ar snjóar. KAUPTU FRAMHJOLADRIF, VELDU ÖRYCCIÐ LÁTTU AÐRA UM ÁHÆTT- UNA. Unol ER AUÐVITAÐ FRAMHJÓLADRIFINN Unol 45 Super á götuna kr. 280.000.- KOMDU OC KÍKTU Á KJÖRIN. aona rEGHl I VfLHJÁLMSSON HF.I Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.