Morgunblaðið - 24.01.1985, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
Dauða-
geislar
r
Eg vil byrja þetta fimmtu-
dagsspjall á því að þakka
sjónvarpinu fyrir endurkomu
Derricks. Sannarlega vel af sér
vikið hjá þýðverskum frændum
vorum að berja saman framhalds-
þátt er sífellt kemur á óvart, þótt
þar sé ætíð fylgt sömu formúl-
unni. Þannig má segja að höfund-
ar þessa framhaldsþáttar fylgi í
höfuðdráttum vinnuhætti Sir
Arthur Conan Doyles, höfundar
Sherlock Holmes. En sá vinnu-
háttur felst í því að leiða fram á
sviðið kláran leynilögreglumann
er raðar saman brotum í morð-
gátu, uns lausnin finnst. Sögur
samdar f slíkum anda nefnast
leynilögreglusögur eða „detective
stories". Hér er eigi pláss til að
fara nánar út í þann bókmennta-
dálk er telur leynilögreglusögur,
njósnasögur, æsisögur, glæpasög-
ur og svonefndar dularfullar sögur
(mystery stories), en æði oft finn-
ast mér svokallaðir „menningar-
vitar“ beina ljósinu frá slíkum
bókmenntum. Þannig hefir Nób-
elsnefndin hvað eftir annað gengið
framhjá sagnameisturum á borð
við Graham Greene og Georges
Simenon, en þessir snillingar hafa
gjarnan beitt fyrir sig leyni-
lögreglusagnatækni, í því augna-
miði að ná til heimsins. En slíkt
þykir víst ekki fínt í heimi menn-
ingarvitanna, sem eru sennilega
fyrir löngu búnir að gleyma því að
Nóbelsverðlaunasjóðurinn varð til
vegna uppfinningar og sölu morð-
valdsins dýnamits. Þessi dapur-
lega staðreynd leiðir hugann að
Kastljósi Einars Sigurðssonar
fréttamanns, er fylgdi fast á hæla
Derriks leynilögreglumanns á
þriðj udagskveldið.
Kastljósið
í þessum Kastljósaþætti, beindi
Einar fréttamaður athyglinni að
stríðsrekstri sem annarsvegar er
háður á landamærum Thailands
og Kambódíu og hinsvegar á
nokru „hærra plani" eða við endi-
mörk gufuhvolfsins. Mér varð
hugsað til ummæla ónefnds
bandarísks geimfara, er ég hlýddi
í fyrrgreindum þætti á „stjörnu-
stríðsræðu" Reagans forseta.
Geimfarinn mælti eitthvað á
þessa leið: Þegar ég horfði ofan út
geimnum á þetta agnarkríli sem
við nefnum Jörð, þá varð mér
hugsað til þess hversu fárániegt
stríðsbröltið er í raun og veru og
því lengur sem ég starði á þennan
depil í alheiminum, því sannfærð-
ari varð ég um gildi geimferða, um
gildi þess að sjá mannlífið frá
hærra sjónarhóli og skilja um leið
þörfina á því að sætta alla menn
þá örskotsstund er þeir dvelja á
þessar geimörðu.
Sú kemur tíð
Það er kannski engin furða þótt
ýmsir geimfarar hafi hneigst að
friðarstarfi og trúmálavafstri. En
nú líður senn sú tíð að vér getum
horft með stolti til þessarra
hugdjörfu riddara himinsins. Her-
stjórunum nægir nefnilega ekki að
leggja undir sig jörðina, þeir verða
lika að sýna mátt sinn og megin,
upp í himinhvolfinu. Þannig lýsir
James Hartinger, yfirmaður loft-
varna Bandaríkjanna, því yfir í
viðtali við U.S. News & World
Report (19. desember 1983), að
þegar sé hafin bygging stjórn-
stöðvar fyrir aðgerðir í himin-
geimnum. f téðu viðtali upplýsir
Hartinger hershöfðingi ennfrem-
ur að sennilega eyði rússneskir
herstjórar enn meira fé í hlið-
stæðar aðgerðir. f hafdjúpi læðast
kjarnaflaugar, f jörðu bíða enn
fleiri flugtaks og senn blika
dauðageislar á himni. Hvar endar
þetta allt saman?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Útvarp kl. 14.00:
„Ásta málari“
Lestur hafinn á
heimildarsögu Gylfa Gröndal
■I f dag byrjar Þóranna
00 Gröndal lestur heim-
ildasögunnar „Ásta
rnálari" eftir Gylfa Gröndal, en
bókin er skrifuð eftir frumdrög-
um Ástu sjálfrar og fleiri heim-
ildum.
Ásta Árnadóttir, sem er
fyrsta íslenska konan sem tekur
próf í iðngrein, fæddist í Narfa-
koti í Njarðvíkum árið 1883 en
fluttist á miðjum aldri til Vest-
urheims þar sem hún var búsett
til dauðadags 1955. Ásta afréð
að gerast húsamálari svo að
hún fengi kaup á við karlmenn
og gæti stutt móður sína, en
hún varð ung ekkja með stóran
barnahóp.
Ásta lauk sveinsprófi í mál-
araiðn í Kaupmannahöfn árið
Ásta málari með pensil og
málningarfotu
1907 og síðan meistaraprófi í
sömu grein í Hamborg. Hún var
því langt á undan sinni samtíð í
jafnréttismálum, enda vakti
það athygli á kvennaárinu 1975,
þegar bókin um Ástu kom út, að
17 ára stúlka skyldi um alda-
mótin hefja af eigin rammleik
þá baráttu, sem loks hefur feng-
ið byr undir vængi á síðustu ár-
um.
En ef til vill vekur persónu-
saga Ástu málara ekki síður
eftirtekt en atorka hennar og
áræði. Líf hennar var viðburða-
ríkt og ævintýralegt, og sagt er
frá ástum hennar og örlögum af
einlægni og tilfinningahita.
Þannig kemst Ásta sjálf að
orði í lok bókarinnar:
Ég hef fengið minn skammt af
meðlæti og mótlæti.
Líf mitt hefur verið eitt óslitið
ævintýr.
Því var ekki til einskis lifað.
Fyrrverandi þingmenn
Vesturlands segja frá
— spjallað við Ásgeir Bjarnason
^■■H 1 dag hefst
n30 fyrsti þáttur af
*“ sjö í þáttaröð-
inni fyrrverandi þing-
menn Vesturlands segja
frá. Umsjónarmaður er
Eðvarð Ingólfsson og í
þessum fyrsta þætti ræðir
hann við Ásgeir Bjarna-
son, sem sat á þingi fyrir
Framsóknarflokk frá 1949
til 1978.
Eðvarð sagði í samtali
við Morgunblaðið að þætt-
ir þessir yrðu í léttum dúr
og fjölluðu fyrst og fremst
um þingmennina sjálfa,
þeirra uppvaxtarár,
áhugamál o.fl. Verður lít-
illega vikið inn á þingferil
þingmannanna en að öðru
leyti slegið á léttari
strengina.
í næstu sex þáttum,
sem verða á hálfs mánað-
ar fresti, ræðir Eðvarð við
Halldór E. Sigurðsson,
Framsóknarflokki, Jónas
Árnason, Alþýðubanda-
lagi, Ingiberg J. Hansson,
Sjálfstæðisflokki, Braga
Nielsson, Alþýðuflokki,
Jósep Þorgeirsson,
Sjálfstæðisflokki og Bene-
dikt Gröndal, Alþýðu-
flokki.
ÚTVARP
Fimmtudagur
24. jartúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð: — Sigurjón
Heiðarsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Trltlarnir á Titringsfjalli" eft-
ir Irina Korschunow. Kristln
Steinsdóttir les þýðingu slna
(4).
9J® Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
11.00 „Eg man þá tlð" Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Her-
mann Ragnar Stefánsson.
11.30 Fyrrverandi þingmenn
Vesturlands segja frá. Eð-
varð Ingólfsson ræðir við
Asgeir Bjarnason.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13JJ0 Barnagaman. Umsjón:
Sigrún Jóna Knstjánsdóttir.
13.30 Tónleikar.
14.00 „ Asta málari" eftir Gylfa
Gröndal. Þóranna Gröndal
byrjar lesturinn.
1430 A frfvaktinni. Þóra Mar-
teinsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
1530 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
1630 Sfödegistónleikar.
a. Divertimento I A-dúr eftir
Joseph Haydn. Concentus
musicus kammersveitin I Vln
leikur; Nikolaus Harnoncourt
stj.
b. Strengjakvartett I a-moll
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
1935 Krakkarnir I hverfinu
6. Soffia sér um búðina
Kanadlskur myndaflokkur I
þrettán þáttum, um atvik I llfi
nokkurra borgarbarna. Þýð-
andi Kristrún Þórðardóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
2030 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós
Þáitur um innlend málefni.
op. 41 nr. 1 eftir Robert
Schumann. (talski kvartett-
inn leikur.
17.10 Slðdegisútvarp.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Tónlist.
20.00 Hvlskur. Umsjón: Hörður
Sigurðarson.
20.30 Frá tónleikum Sinfónlu-
hljómsveitar Islands I Há-
skólablói. (Beint útvarp frá
Umsjónarmaður Ólafur Sig-
urösson.
21.10 Grfnmyndasafniö
Leiksýningln
Skopmyndasyrpa frá árum
þöglu myndanna.
2135 Hláturinn legir llfið
Ellefti þáttur.
Breskur myndaflokkur I
þrettán þáttum um gaman-
semi og gamanleikara I fjöl-
miðlum fyrr og slðar. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.55 Lára
(Laura)
fyrri hluta tónleikanna.)
Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat. Einsöngvari: Nic-
olai Gedda. Kynnir: Jón Múli
Arnason.
2135 „Löngum er óg einn á
gangi" Dagskrá um örn Arn-
arson skáld á aldarafmæli
hans. Helgi Már Barðason
tók saman. Lesari ásamt
honum Gyða Ragnarsdóttir.
(Aður futt 29. des. 1984.)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
2235 Milli stafs og hurðar. Um-
Bandarlsk blómynd frá
1944, s/h.
Leikstjóri Otto Preminger.
Aðalhlutverk: Gene Tierney,
Dana Andrews, Clifton
Webb, Judith Anderson og
Vincent Price.
Ung kona finnst myrt og
lögreglan hefur rannsókn
málsins. Beinist grunurinn
fljótlega að nokkrum nánum
vinum hinnar látnu.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
2330 Fréttir i dagskrárlok
sjón: Hilda Torfadóttir og
Olafur Torfason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
24. janúar
10.00—12.00 Morgunþátt-
ur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Sigurður Sverr-
isson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Nýjustu dægurlögin.
Stjórnandi: Leópold Sveins-
son.
15.00—16.00 I gegnum tlöina
Stjórnandi: Ragnheiður Dav-
Iðsdóttir.
16.00—17.00 Bylgjur
Framsækln rokktónlist.
Stjórnendur: Asmundur
Jónsson og Arni Danlel Júll-
usson.
17.00—18.00 Einu sinni áður
var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962
= Rokktlmabilið.
Stjórnandi: Bertram Möller.
20.00—24.00 Kvöldútvarp.
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
25. janúar