Morgunblaðið - 24.01.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.01.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 15 Esjan fékk á sig brotsjó: Tveir gámar útbyrðis og skemmdir í lest ESJA, skip Skipaútgerðar ríkisins, fékk á sig brotsjó, vestur af Straum- nesi að morgni mánudags síðastliðins og runnu tveir gámar útbyrðis af þil fari skipsins og hurfu í greipar Ægis. í gámunum voru vörur til fyrirtækja á Dalvík og Vopnafirði, en ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið tjón hlaust af óhappi þessu. Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. sagði í samtali við Morgunblaðið, að nokkrar skemmdir hefðu einnig orðið í lest skipsins við þetta óhapp. Er Esja kom til Akureyrar síðdegis í gær var hafist handa við að kanna hversu mikið tjón hlaust hér af, en engar niðurstöður liggja enn fyrir í þeim efnum. Guðmundur sagði að það hefði verið lán í óláni að gámar þeir, sem útbyrðis fóru, hefðu ekki haft að geyma persónulegar eigur, enda gætu slík tjón oft verið óbætanleg. Aðspurður sagði Guðmundur að ekki væri vitað hvort óhappið með gámana mætti rekja til vanrækslu á írágangi, en líkur bentu þó til að svo væri ekki, né heldur vegna þeirra skemmda sem urðu í lest skipsins. AframVHdngurl Víkingurvann sér á dögunum, sæti í 8 liöa úrslitunum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Framundan er nú grimm barátta um sæti í 4 liða úrslitunum, tveir leikir við Júgóslavnesku bikarmeistarana CRVENKA. Þetta verða hörkuleikir þar sem ekkert verður gefið eftir. VÍKINGUR: CRVENKA i Laugardalshöll Föstudaginn 25. janúar kl. 20:30 Sunnudaginn 27. janúar kl. 20:30 J Áhorfendur skipta sköpum. Nú er allt að vinna. Við hvetjum áhorfendur til að koma i og taka virkan þátt í leikjunum. Þannig fæst meiri skemmtun, meiri barátta og betri árangur. Það eru einmitt þessi atriði, sem erlend lið óttast mest. Áfram Víkingur TRYGGINGAR Miðasala i Hóllinni baða daga frá kl. 17:00 veitt nokkur þjónusta vegna sér- stöðu þess. Felst hún aðallega í svokallaðri ADL-þjálfun (athafnir daglegs lífs). Einnig er þar veitt önnur þjónusta þar sem heimil- ismenn dvelja þar lengri tíma sól- arhringsins en almennt gerist á sambýium. Gert er ráð fyrir að 6 einstakl- ingar geti dvalið á Sambýlinu í senn. Við sambýlið starfa 11 starfs- menn í 7,4 stöðugildum og þar af 4 þroskaþjálfar í 2,4 stöðugildum. Forstöðumaður er Málfríður Þorkelsdóttir þroskaþjálfi. Af annarri starfsemi á vegum svæöisstjórnarinnar má nefna leikfangasafn Vesturlands í Borg- arnesi sem starfrækt hefur verið frá ársbyrjun 1982. Þar fer fram kennslu- og leiðbeiningarstarf- semi í þágu fatlaðra barna og barna sem eiga í tímabundnum þroskaerfiðleikum. í hlutverki safnsins felst einnig útlán leik- fanga sem stuðlað getur að aukn- um þroska viðkomandi barna, ásamt því að foreldrum og að- standendum er veitt aðstoð og leiðbeining um notkun leikfangan- na. Safnið lánar einnig leikföng til leikskóla, grunnskóla og annarra stofnana, nánar tiltekið sér- kennslu. Forstöðumaður sansins er Laufey Jónsdóttir þroskaþjálfi. Einnig er í undirbúningi að koma á fót vernduðum vinnustað á Akranesi og hefur þegar verið ráð- inn framkvæmdastjóri Viðar Vésteinsson. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi er skipuð og starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 41 frá 1983. í stjórn- inni sitja: Svandís Pétursdóttir formaður, Snorri Þorsteinsson, Kristófer Þorleifsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðjón Ingi Stef- ánsson, Halldór Sigurðsson og Kristborg Haraldsdóttir. Fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnarinn- ar er Eyjólfur Finnsson Borgar- nesi. J.G. Sambýli fyrir fjölfatlaða tekið í notkun á Akranesi ÞORBERGUR Akranesi, 14. janúar. SAMBÝLI fyrir fjölfatlaöa var form- lega tekið í notkun sl. laugardag á Akranesi að viðstöddum fjölda gesta, m.a. félagsmálaráðherra, Al- exander Stefánssyni, þingmönnum kjördæmisins og sveitarstjórnar- mönnum. Svandís Pétursdóttir formaður svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Akranesi bauð gesti vel- komna og lýsti aðdraganda þess- arar byggingar svo og byggingar- sögu hennar. Félagsmálaráðherra flutti ávarp og opnaði sambýlið formlega. Jóhannes Ingibjartsson lýsti húsnæðinu fyrir viðstöddum og að lokum flutti séra Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi ávarp og bæn. Að þessari athöfn lokinni var viðstöddum boðið til kaffisamsætis og fluttu þar ávörp Valdimar Indriðason alþingismað- ur, Sigurfinnur Sigurðsson for- maður stjórnarnefndar um mál- efni fatlaðra og Gíslný Bára Þórðardóttir þroskaþjálfi fulltrúi starfsfólks á sambýlinu. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 6. október 1982, en þessi lóð varð fyrir valinu af nokkrum lóðum sem Akraneskaupstaður hafði boðið til þessa verkefnis og felldi hann einnig niður bygg- ingargjöld. Húsið, sem var fjármagnað af Framkvæmdasjóði fatlaðra, var reist í þremur áföngum, þ.e. í fyrsta áfanga, október til desem- ber 1982, voru framkvæmd jarð- vegsskipti og grunnur steyptur, í öðrum áfanga, mars til hausts 1983, voru veggir reistir og húsið gert rúmlega fokhelt og í þriðja áfanga, janúar til júní 1984, var gengið frá húsinu að innan. Húsið er einlyft íbúðarhús, 341 m2 og 1473 m3 að stærð. Þar er rúm fyrir 6 einstaklinga í einbýl- isherbergjum. Að öðru leyti eru þar öll venjuleg herbergi íbúðar- húss, þ.e. stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús, snyrtingar, böð og nauðsynlegar geymslur. Allt er húsið hjólastólagengt og hefur það að sjálfsögðu í för með sér all- mikla rýmisaukningu. Útveggir hússins eru steyptir og eingangraðir að innan á hefðbund- inn hátt. Innveggir eru úr tré og hljóðeinangrun milli herbergja. Það er borið upp af límtrésbit- um. Að innan er það klætt furu- panel en að utan lituðu prófilstáli. Húsið er hannað á vegum Verk- fræði- og teiknistofunnar sf. Akranesi, bæði arkitekta- og verk- fræðiteikningar, sem einnig hafði yfirumsjón með verkinu. Bygging hússins fór fram að loknum útboðum. Verktaki við grunn var Trésmiðja Guðmundar Magnússonar. Pípulagnir á henn- ar vegum voru í höndum pípu- lagna Karvels og Páls. Trésmiðjan Jaðar varð hlutskörpust í útboði um að reisa húsið. Hún tók einnig að sér alla gerð innréttinga. Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra flytur ávarp. GUÐMUNDUR Sambýli fjölfatlaðra á Akranesi. Ásamt henni stóðu eftirfarandi aðilar að framkvæmdum: Pípu- lagnir: Pípulagningaþjónustan sf., múrverk: Gísli Kvaran og Krist- ján Hannibalsson, blikksmíði: Blikksmiðja Guðmundar Hall- grímssonar, Raflagnir: Raflagna- þjónusta Sigurdórs Jóhannssonar, málning Málningarverk sf. Bygg- ingarkostnaður er u.þ.b. kr. 8.800.000,-. Allar framkvæmdir voru undir stjórn Svæðisstjórnar málefna þroskaheftra á Vesturlandi, síðar Svæðisstjórn málefna fatlaðra. Formaður Svandís Pétursdóttir. Sambýli fjölfatlaðra á Akranesi er reist á vegum Svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Vesturlandi. Er framtakið sérstakt að því leyti að það er fyrsta sinnar tegundar á landinu, þar sem það er byggt og rekið með fjölfatlaða sérstaklega í huga. Markmið Sambýlisins er það sama og annarra sambýla á landinu, þ.e. að leitast er við að skapa heimilisanda t.d. með því að hafa eininguna smáa í sniðum og að þjónusta sé sótt út fyrir veggi sambýlisins. Þó er á Sambýlinu Sr. Björn Jónsson, sóknarprestur á Akranesi, flytur ávarp. Morgunblaðid/Jón Gunnlaugsson. Svandís Pétursdóttir, formaður svæðisstjórnarinnar flytur ávarp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.