Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Fatlaðir brugðu á hvers konar íþróttaleiki I fþróttahúsinu á Egilsstöðum. MorgunbUíií/ólafur Hermann Níelsson, formaður UÍA, og Ólafur Jensson, formaður íþróttasam- bands fatlaðra. Egilsstaðir: íþróttaiðkun mikilvægur þátt- ur í endurhæfingu fatlaðra — segja forsvarsmenn íþróttasambands fatlaðra EgiinUMam. 19. janúw. Forsvarsmenn íþróttasambands fatlaðra kynntu bér I dag starfsemi sína, möguleika fatlaðra almennt til íþróttaiðkana og gildi íþrótta fyrir endurhæfingu þeirra. Kynning þessi var gerð í samvinnu og samráði við Ungmenna- og íþróttasamband Aust- urlands og Svæðisstjórn Austur- lands um málefni fatlaðra. Að sögn Hermanns Níelssonar, formanns UÍA og ólafs Jenssonar, formanns íþróttasambands fatl- aðra fór kynning þessi fram i máli og myndum í morgun og þangað boðaðir fatlaðir á Austurlandi, að- standendur þeirra og aðrir er mál- ið varðar helst. Síðdegis var síðan komið saman i íþróttahúsinu á Egilsstöðum til íþróttaiðkana. Fréttamaður Mbl. náði þar sem snöggvast tali af Eddu Bergmann — sem vann til bronsverðlauna í sundi á Ólympiuleikum fatlaðra á síðastliðnu ári. „Ég byrjaði að stunda sund fyrir einum 6 árum og það hefur gjörbreytt lifi mínu. Eg lamaðist af völdum lömunarveikinnar 1944 og lá algjörlega rúmföst í 3'Æ ár og síðan tók hægur bati við — en hækjunum gat ég ekki sleppt fyrr en ég hafði stundað sundíþróttina um árabil undir leiðsögn mins ágæta þjálfara, Erlings Jóhanns- sonar. Raunar stefndi ég alls ekki að keppni i upphafi. Samt sem áð- ur hefi ég nú víða tekið þátt í sundkeppni fatlaðra og orðið vel ágengt bæði hér heima og erlend- is, m.a. unnið til gullverðlauna á Stoke-leikunum.“ Er þjálfunin þá ekki hörð þegar út i svona keppnisíþrótt er komið? „Jú, það fer gifurlegur tími i æf- ingar, einkum fyrir mót. Helst þarf ég að æfa mig daglega — og syndi þá gjarnan um 3 km. Það er þó ekki keppnin sem slík sem skiptir meginmáli í íþróttaiðkun- um fatlaðra heldur þeir möguleik- ar sem iþróttaiðkun gefur fötluð- m Þægindi Flugleiðir bjóða þér aö velja á milli hótela í Glasgow eða Edinborg. Þessi hótel eru öll tyrsta flokks, en ódýr engu að síður. Við viljum sérstaklega vekja athygli þína á splunkunýju og stórglæsilegu hóteli ( Glasgow sem heitir Skean Dhu. Gisting á þessu ágæta hóteli er ótrúlega ódýr. Skemmtun Glasgow státar af afbragðs góðum veitingastöðum og pöbbum í hefðbundnum skoskum st(l. Á fjölum leikhús- anna er alltaf eitthvaö spennandi. Einnig er líklegt að þú lendir á skemmtilegum hljómleikum. Verð Ofangreindar verðtölur fela í sér flug og gistingu í 2 manna herbergi á Skean Dhu. Morgunverður er innifal- inn, en flugvallarskattur bætist við. Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagl Stofna samtök og helga sig Wallenberg HÓPUR fólks, bæði kristnir og gyð- ingar, sem hafa helgað sig minningu sænska stjórnarerindrekans Raoul Wallenbergs, hafa stofnað „Raoul Wallenberg-samtökin". Voru sam- tökin stofnuð formlega 17. janúar, í tilefni af því að þá voru rétt 40 ir fri þvíað sovéskir hermenn handtóku Wallenberg i Búdapest i Ungverja- landi í stríðslok og hafa þeir hvorki litíð manninn af hendi né gefið skil- merkilega skýrshi um örlög hans. Wallenberg, sem bjargaði 100.000 gyðingum fri vísum bana, hefúr sést nokkrum sinnum að þvf er glöggir menn telja, í sovéskum fangelsum. Margir eru þeirrar skoðunar að Wallenberg kunni að vera enn i lífi. Á fréttamannafundi sagði tals- maður samtakanna, að félagar þeirra teldu Wallenberg vera á lífi, það hefði oft sést til hans og jafnvel náðst við hann samband, en Sovétmenn hafa einungis sagt að hann hafi látist skömmu eftir að þeir handtóku hann. Segja Wallenbergmenn að hann sé í haldi í Gulag-eyjaklasanum. Samtök þessi munu gefa út tímarit, láta vinna myndsegul- bönd og kvikmyndir um „hin stór- kostlegu afrek þessa manns sem hefði erft eitt voldugasta fjöl- skyldufyrirtæki Svíþjóðar. Þá segja talsmenn samtakanna, að saga Wallenbergs ieiði hugann að mannréttindum fyrr og nú og hversu mjög jyeim sé ábótavant. Einnig bjóði þessi samtök upp á mjög svo timabæra möguleika fyrir tcristna og gyðinga að vinna naman r«ð máli sem varðar ekki bara I»á liópa, Iieídur alla iarð- arbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.