Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
Staða og horfur í ferðamálum 1984—1985:
Mesta ferðaár sögunnar
— tími endurmats og viðurkenningar
— eftir Heimi
Hannesson
Það ætti senn að verða hverju
mannsbarni ljóst, eftir atburðarás
síðustu mánaða, að ekki skiptir í
raun máli um hversu margar
krónur menn kunna að semja í
hinum flóknu kjarasamningum
þar sem stórir hópar aðila þrátta
andspænis hvor öðrum vikunum
saman, heldur hitt hvort reynist
kleift að auka verðmæti útflutn-
ings landsmanna til hagsbóta
fyrir þjóðina í heild. A.m.k. þá
væru menn að skipta köku, sem
væri fyrir hendi og þá fyrst tíma-
bært að tala um kaupmátt og
tryggingu hans. Ef þetta fylgist
ekki að, siglum við með enn meiri
hraðbyri inn á eitt versta lág-
launasvæði V-Evrópu. Nógu
slæmt er það þegar orðið, þrátt
fyrir ýmis ytri skilyrði, sem kunna
að líta vel út, en eru byggð á röng-
um forsendum. Því er á þetta
minnst hér í spjalli, sem fyrst og
fremst fjallar um eina atvinnugr-
ein, þ.e. ferðaþjónustuna, að um
þessi áramót eru nýjar atvinnugr-
einar mjög á dagskrá.
Það vekur óneitanlega nokkra
furðu, ekki sízt þeirra sem starfað
hafa lengri eða skemmri tíma við
atvinnugrein ferðamála — ferða-
þjónustuna, að engu er líkara, að
atvinnugreinin og allt henni tengt
sé annað hvort svo sjálfsagður
Fyrri grein
og/eða ómerkur þáttur í atvinnu-
háttum landsmanna, að um þessa
vaxandi og grózkumiklu atvinnu-
grein er nánast þagað í öllum eða
flestum opinberum umræðum,
hvort sem um er að ræða atvinnu-
vegi dagsins eða framtíðarinnar.
Sama gildir um flesta opinbera
umræðu, það heyrir til undan-
tekninga, að um atvinnugreinina
sé fjallað af þekkingu af hálfu
stjórnmálamanna — og varla
heldur af vanþekkingu — þrátt
fyrir þá staðreynd að í þróun
ferðamála er fólginn einn lífvæn-
Helgar-
námskeið í
Appleworks
Applework er nýr hugbúnaður fyrir Apple // e og Apple // c
tölvur, sem sameinar í einu kerfi ritvinnslu, töflureikni og
gagnavinnslukerfi. Þannig samtenging kerfa í eina samstæða
heild býður uppá áður óþekkta möguleika við tölvuvinnslu og
er til mikils hagræðis fyrir notandann.
MARKMIÐ:
Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði við
vinnu ! Appleworks og allar skipanir kerfisins útskýrðar. Til-
gangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða undir-
stöðuþekkingu á Appleworks, þannig að þeir geti að námskeiði
ioknu unnið við aila vcrkþætti kerfisins hjálparlaust.
EFNI:
— Ritvinnsla.
— Gagnavinnsla.
— Áætlanagerð og útreikningar.
— Flutningur gagna milli verkþátta.
— Útprentun.
— Varðveisla gagna.
— Meðferð búnaðar.
ÞÁTTTAKENDUR
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á að kynnast
og þjálfast í notkun Appleworks.
LEIÐBEINANDI:
Ellert Steindórsson, stjórnsýslufræð-
ingur. Lauk prófi frá Uppsalaháskóla
1983 en starfar nú hjá hagdeild Fjár-
laga og Hagsýslustofnunar.
Tími — Staður:
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930.
2.-3. febrúar kl. 9—17.
Síðumúla 23.
STJÓRNUNARFÉIAG
ÍSLANDS IM23
legasti vaxtarbroddur í atvinnu-
vegaþróun bæði næstu ára og
framtíðar, og a.m.k. fimm þúsund
einstaklingar hafa beina atvinnu
af ferðaþjónustu. Fáar, ef nokkrar
atvinnugreinar hafa sýnt jafn-
mikla arðsemi, þó að hún sé mis-
jöfn og síðast en ekki sízt,
atvinnugreinin er öðrum greinum
líklegri til að skapa ný störf við
skemmtileg viðfangsefni á næstu
árum. Þó stendur hún styrkjalaus
á eigin fótum, greiðir í vaxandi
mæli skatta til hins opinbera á
sama tíma og ríkisvaldið hefur um
árabil vanrækt lögbundnar
skyldur til stofnlánasjóðs at-
vinnugreinarinnar og sama gildir
um framlög til einu sameiginlegu
stofnunar ferðaþjónustunnar,
Ferðamálaráðs íslands. Er sú
saga lengri og litríkari en hér mun
greint frá að sinni.
Minnzt var á sambýli ríkisvalds
og einkaaðila. Þeirri skoðun hefur
áður verið opinberlega lýst af
þeim er þetta ritar, að eðlilegt
verður að telja, að þjónustustofn-
un feröamálanna, Ferðamálaráð,
breytist að lokum í einskonar
sjálfseignarstofnun atvinnugrein-
arinnar, þar sem menn bæði bera
ábyrgð og eiga réttindi. Ábyrgðin
gæti m.a. verið í því fólgin að at-
vinnugreinin byggði upp sinn eig-
in tekjustofn, en önnur framlög
færu eftir gildandi lögum, m.a.
með hliðsjón af því, að mikið er
um ýmsar opinberar skyldur í al-
mannaþágu, sem bæði þjóna
ferðamálunum sem atvinnugrein,
erlendum gestum okkar, en þó síð-
ast en ekki sízt, öllum landsmönn-
um.
Feröamálaráð í rúm 8 ár
Um þessi áramót eru liðin átta
og hálft ár frá því að Ferðamála-
ráð íslands hóf skipulega starf-
semi með það meginmarkmið í
huga að byggja upp og efla nýlega
atvinnugrein landsmanna. Erfitt
er fyrir þá sem hafa verið aðilar
málsins að dæma um árangur á
hverri líðandi stund, en nú þegar
fyrir liggja staðreyndir síðasta
árs, er það óhagganleg niðurstaða,
að feröaþjónustan er orðin at-
vinnugrein í örum vexti, sem taka
verður tillit til.
Árið 1984 varð mesta ferða-
málaár sögunnar og er sama hvort
átt er við umfang atvinnugreinar-
innar, tekjur af henni í erl. og inn-
lendri mynt eða fjölda þeirra
ferðamanna, er sóttu landið heim.
Þegar þetta er ritað eru endanleg-
ar tölur ekki komnar, en verða
væntanlega u.þ.b. 85 þúsund, en sú
tala hefði orðið nokkru hærri, ef
ekki hefði októberverkfallið komið
esiö
reglulega af
ölíum
fjöldanum!
Heimir Hannesson
„Umsvif feröaskrifstofa
og ferðaheildsala munu
minnka og samkvæmt
alþjóölegum spám er
taliö líklegt aö eftir
6—7 ár muni 30—40%
feröaboöa veröa seld
beint til viöskiptavin-
anna — aukin tölvuvæö-
ing heimilanna og fyrir-
tækjanna beint viÖ sölu-
aöila munu hafa veruleg
áhrif.“
til. Áætlað hefur verið að erlendar
og innlendar tekjur ferðaþjónust-
unnar í heild hafi ekki verið minni
en ca. 3,6—3,8 milljarðar króna,
þó að sú tala sé ekki enn studd
með opinberum hagtölum. Erlend-
ar gjaldeyristekjur eru lang-
stærsti hluti þeirrar upphæðar. Á
milli ára hefur aukning erlendra
ferðamanna numið a.m.k. 10%,
sem er langtum meira en gert er
ráð fyrir í faglega unninni skýrslu
um ferðamál, sem Ferðamálaráð
hafði frumkvæði að að unnin yrði
og samgönguráðuneytið féllst á að
láta gera. Þar var gert ráð fyrir
3,5% meðaltalsaukningu frá
1984—1992. Virðist nú þegar ljóst,
að grundvöllur þeirrar spár, er
þar var gerð, sé þegar brostinn og
reikna megi með nýjum forsend-
um, sem þýðir í raun nýtt mat á
allri stefnu og framkvæmd varð-
andi móttöku erlendra ferða-
manna og þarf slíkt endurmat að
taka til allra þátta samgöngukerf-
isins. Ef til væri opinber ferða-
málastefna ætti slík stefnumótun
ekki sízt að beinast að slíku endur-
mati. Gögn og faglegar unnar
skýrslur eru fyrir hendi, auk ann-
arra upplýsinga, sem grunnur
slíkrar stefnumótunar, en ef hin
ríkjandi pólitíska stefna verður
fólgin í áframhaldandi athafna-
leysi, í bezta falli smáskammta-
lækningum, er þess ekki að vænta,
að við slíkar aðstæður fari slíkt
endurmat fram, þaðan af síður
mótun nýrrar ferðamálastefnu í
samræmi við gefin loforð. Þar
verða aðilar atvinnugreinarinnar
að knýja á hinn pólitíska hand-
hafa — hverju sinni.
Spurningar viÖ tímamót
og framtíðarsýn
Við tímamót, sem þessi, vakna
óneitanlega ýmsar spurningar. Er
þess t.d. að vænta, að jafn mikii
aukning verði á árinu 1985 og sú,
sem varð raunin 1984? Og hverjar
skyldu vera meginástæður þeirra
staðreynda, sem fyrir liggja? Og
hvernig skyldi þróunin vera og líta
út fyrir að verða í heiminum
kringum okkur?
Við þekkjum þá þróun, er hinir
færustu erlendu sérfræðingar
telja sig sjá fyrir í hinum alþjóð-
legu ferðamálum. Það er athygl-
isvert og ekki á allra vitorði, að
líkur eru á því, að ferðamál að
meðtöldum samgöngum, sem eru
næst stærsta atvinnugreinin í
heiminum í dag, næst olíuvinnslu-
og sölu, sé miðað við verðmæti,
muni heldur síga á, þó að þyngd-
arpunkturinn kunni að breytast í
landfræðilegum skilningi. Vest-
ur-Evrópa verður eftir sem áður
stærsti áfangastaður ferðalanga
heimsins, en þegar er sú þróun
hafin, að alþjóðaflugið teygir sig í
ört vaxandi mæli til Austurlanda
og Kyrrahafslandanna, bæði nær
og fjær, með vaxandi kaupgetu og
auknu ferðaframboði í ríkjum, þar
sem ferðamál voru óþekkt fyrir
fáum árum. Ef litið er á Vestur-
Evrópu í heild hlýtur ))essi þróun
að þýða verulega aukna sam-
keppni í ferðamálum V-Evrópu-
landa.
Ljóst er að þróunin :í hótelmál-
um stefnir í þá átt að fjölga gisti-
húsum í ódýrari flokki og af ein-
faldari gerð, en samtímis því sem
svokölluðum lúxushótelum fækkar
hlutfallslega, m.a. fjölgun svokall-
aðra íbúðahótela. Iæiguflug mun
aukast, sérstaklega á hinum lengri
flugleiðum og fargjaldamismun-
urinn aukast. Mat sérfræðinga á
vegum ETC (Ferðamálaráð Evr-
ópu) er, að líkleg meðaltalsfjölgun
til ETC til ársis 1990 verði um
5,1% á ári, eða frá sl. áramótum
tæplega 36%. Ef við heimfærum
þetta til íslenskra aðstæðna þýddi
þetta að á árinu 1990 kæmu
hingað 106 þús. erlendir ferða-
menn — vill svo til að þetta er
nákvæmlega sama talan sem
framangreind úttekt nefndar á
vegum samgönguráðuneytisins
gerir ráð fyrir að sæki okkur heim
árið 1992, en þar er gert ráð fyrir
minni aukningu a hundraðshluta
á ári. Hvað sem bessu h'ður er
fyrirsjáanlegt, að miðað við bæri-
legt ástand í heimsbyggðinni er
aukning framundan, bæði frá er-
lendum mörkuðum og á heims-
markaði — koma þar m.a. til enn
lengri leyfi en fyrr og vaxandi
áhugi alls almennings á ferðalög-
um.
Ef til vill bendir allt til þess, að
róttækustu breytingarnar í fram-
kvæmd ferðamála á næstu árum
felist í markaðsstarfseminni. Um-
svif ferðaskrifstofa og ferða-
heildsala munu minnka, og sam-
kvæmt alþjóðlegum spám er talið
h'klegt, að eftir 6—7 ár muni
30—40% ferðaboða verða seld
beint til viðskiptavinanna — auk-
in tölvuvæðing heimilanna og
fyrirtækjanna beint við söluaðil-
ana munu hafa veruleg áhrif.
Horfur á nýju ári
Varðandi fyrstu spurninguna
um horfurnar á nýju ári virðist
Ijóst, að enn stefnir ; aukningu
miðað við þær upplýsingar, m.a.
um bókanir, sem fyrir liggja, en
fyrr en haldbetri upplýsingar
liggja fyrir er variegt að gera ráð
fyrir þeirri miklu aukningu, sem
varð að raunveruleika á sl. ári.
Hvað sem því líður er ekkert sem
bendir til annars en að ferðaþjón-
ustan festi sig í sessi á nýju ári —
og er ítrekuð nauðsyn þess að á
þeirri staðreynd fáist skilningur í
orði og á borði hjá sem flestum
aðilum þjóðfélagsins.
Og þá kemur að því að reyna að
svara því hverjar hafa verið
orsakir þeirrar jákvæðu þróunar,
sem nú er ljós. Hér koma til marg-
ar og samtengdar orsakir þar sem
samstarf margra aðila hefur skil-
að þeim góða árangri, sem við
blasir. Ætli það liggi ekki t.d.
fyrir, að margra ára þrotlaust
starf Ferðamálaráðs í samvinnu
við fleiri aðila er jafnt og þétt að
skila árangri. Að þessu samstarfi
eiga m.a. hlut að máli flugfélögin
bæði, útflutningsaðilar og utan-
ríkisráðuneyti.
Hcimir Hannesson er héradsdóms-
lögmadur og fyrrverandi formaður
Ferðamilaráðs íslands.