Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 22

Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANtJAR 1985 Þegar stýriflauginni var skotið I noraka lofthelgi voru Sovétmenn með flotaæfingar í Barents-hafi. Hér sést sovéskur kafbátur af iuliet-gerð, en hann er vopnaður með stýriflaugum. Sovésk stýriflaug í norskri lofthelgi — eftir Arne (Mav Brundtland Segja má að það hafi verið ótrúleg heppni að sovéska stýri- flaugin, sem rauf lofthelgi Norð- manna á fjórða degi jóla, olli eng- um skaða. Mönnum létti mjög þegar í ljós kom að ekki var um viljaverk að ræða, heldur óhapp við heræfingar Sovétmanna. Vita- skuld er reginmunur á óhappi og meðvituðum verknaði, en sú stað- reynd má ekki leiða til þess að menn láti sér óhöpp, sem verða við beitingu vopna, í léttu rúmi liggja. Það þarf ekki ríkulegt ímyndun- arafl til að geta sér til um hverjar hefðu getað orðið afleiðingar óhapps þessa. Flaugin hefði getað hæft þéttbýlt svæði og grandað fjölda manns og hún hefði einnig getað hæft eitthvert varnamann- virkja Norðmanna. Norðmönnum var fullkunnugt um heræfingar Sovétmanna í Barentshafi. Raun- ar fylgdist norski herinn með flauginni áður en hún kom inn yfir norskt landsvæði. Þannig hefðu Norðmenn getað lagt mat á óhappið þó að flaugin hefði ollið tjóni. Þessi staðreynd sýnir ljós- lega að varnarkerfi Norðmanna er nauðsynlegt og er starfrækt í þágu friðar og öryggis. Þeir sem telja að friðurinn verði best tryggður með því að rifa þessi varnarmannvirki til grunna eru á villigötum stadd- ir. Að sjálfsögðu sendu norsk yfir- völd Sovétmönnum mótmæli en þar fyrir utan er mikilvægast að huga að, hvernig koma má f veg fyrir að atburður sem þessi endur- taki sig. Því verða Sovétmenn að svara. En það er einnig í þeirra þágu að þeir hugi að þessu atriði. Hættan á sams konar eða svipuðu óhappi er til staðar og gæti það kostað sovéska borgara lífið eða stórskemmt eitthvert af hernað- armannvirkjum Sovétmanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. í þessu sambandi nægir að minna á óhappið vorið 1984 þegar mikil sprenging varð í vopnabúri Sov- étmanna í nágrenni Murmansk. Gömul vopn Hvað varðar vopn og starfsemi hersins þá vita menn ósköp lítið um eftirlits- og öryggisreglur Sov- étmanna. Stjórnvöld þar í landi kosta líka kapps um að dylja öll alvarleg vandamál sem upp koma. Hins vegar er vitað að meðal Sov- étmanna er ýmsu ábótavant við framkvæmd öryggisatriða. Menn ganga til þeirra starfa með hang- andi hendi og bera ekki nægilega virðingu fyrir reglum þar að lút- andi. Barátta sovéskra stjórn- valda gegn óhóflegri áfengis- neyslu landsmanna miðar einmitt að því að auka virðingu þeirra fyrir lögum og reglu. Yfirleitt gengur herinn fyrir hvað varðar starfsmenn og hrá- efni til vopna- og hergagnasmíða. Þrátt fyrir þetta hafa Sovétmenn tilhneigingu til að halda sig við gamlan vopnabúnað. Fullyrt hefur verið að stýriflaugin, sem hér er til umræðu, hafi verið af gamalli gerð og gæti þetta bent til þess að Sovétmenn eigi í erfiðleikum við að endurnýja vopnabúnað sinn. Undir venjulegum kringumstæð- um er það ekki áhyggjuefni hins frjálsa heims að Sovétmenn hafi ekki yfir nógu góðum vopnum að ráða, en óhappið með stýriflaug- ina sýnir að einhver endurnýjun Sovétmanna á vopnabúnaði sínum þarf ekki að vera af hinu illa. Raunar hafa Vesturlönd fallist á þessa skoðun hvað varðar eld- flaugar af ýmsum gerðum. m.a. hástrategískar eldflaugar, sem í eðli sínu eru árásarvopn. Vita- skuld munu Vesturlönd ekki veita Sovétmönnum aðstoð að þessu leyti, en viðurkenning á því að sérhver endurnýjun vopnabúnað- ar þurfi ekki að leiða til ills gæti orðið til þess að minnka viðsjár með vestri og austri. Þetta atriði gæti reynst mikilvægt í Ijósi þeirrar ógnar sem af kjarnorku- vopnum stafar. Sjálfsagt væri betra ef atburðir á borð við óhappið með stýriflaug- ina gætu leitt til þess að stórveld- in tækju á afvopnunarmálum af meiri alvöru. Atburðurinn hefur orðið til þess að ýta undir kröfuna um að stýriflaugar verði einnig til umræðu í fyrirhuguðum afvopn- unarviðræðum stórveldanna. Mauno Koivisto, Finnlandsforseti, telur að banna eigi stýriflaugar sem draga lengra en 600 kílómetra og norska ríkisstjórnin telur að einnig eigi að fækka skammdræg- um stýriflaugum. Réttilega hefur verið bent á, að erfitt muni reyn- ast að fylgjast með að afvopnun- arákvæði varðandi stýriflaugar séu í heiðri höfð, þar sem auðvelt er að flytja vopnin úr stað. Þetta eru þó ekki fullnægjandi rök fyrir því að ekkert sé aðhafst. Schultz og Gromyko komust að samkomu- lagi um að samningaviðræðurnar skyldu taka til allra gerða kjarn- orkuvopna og varnarkerfa í geimnum. Samkvæmt þessu ættu viðræðurnar einnig að ná til stýri- fiauga, sem eru hannaðar fyrir eða geta borið kjarnorkuvopn. Brot á lögsögu Miðað við þau miklu umsvif sem her Sovétmanna hefur að öllu jöfnu haft I námunda við Noreg hefði mátt búast við fleiri atburð- um á borð við óhappið með stýri- fiaugina, og að meira yrði um brot Skýrsla um greiðsluskyldur ríkissjóðs til landbúnaðar: Löggjöfin ösamstæð og margt af henni úrelt Búnaðarfélagið vaxið Stjórnarráðinu yfir höfuð „HIÐ fyrsta sem vakti athygli mína er það, hverau þessi löggjöf er að ýmsu leyti ósamstæð og margt af henni úrelt. Mér þótti sitthvað í löggjöflnni bera þess merki, að margsinnis hefði verið breytt og aukið við, án þess að heildarsjónar- miða og nútímalegra skoðana um löggjafaratferlið væri gætt. Það er geysilega margt að flnna, sem ég tel, að eigi alls ekki heima í lögum frá Alþingi, sitthvað heldur klaufalegt, jafnvel broslegt. Þá eru lagaákvæðin um greiðsluskyldu ríkissjóðs óeðlilega flókin og fyrir vikið erfltt að fá beildarmynd af þessari löggjöf, sem er þrátt fyrir annmarkana á margan hátt merkileg. Sérstaklega rak ég augun f það hversu stjórnkerfl landbúnaðarins er frábrugðið því, sem almennt gerist." Páll Líndal befur að beiðni Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra tekið saman yfirlit um greiðsluskyldur ríkissjóðs varðandi landbúnaðarmál og er ofangreind tilvitnun hhiti af niðurstöðum hans. Páll mun taka saman yfirlit um fleiri málaflokka og eru landbúnaðarmálin einungis fyrsti hluti verksins. Eftirfarandi er einnig úr niður- stöðum skýrslunnar: „Mun ég fyrst víkja að því. Að forminu til fer landbúnaðarráðu- neytið með yfirstjórn landbúnað- arrnála, en þegar farið er að athuga löggjöfina nánar, kemur í ljós, að í raun er þetta á allt annan veg. Ákvörðunarmöguleikarnir og ákvörðunarvaldið eru í raun að mjög verulegu leyti hjá Búnaðarfé- lagi íslands. Það hefur, ef svo má segja, vaxið Stjórnarráðinu yfir höfuð á flestum sviðum landbúnað- armála. Félagið hefur ekki tekjur til starfsemi sinnar utan það fé, sem það fær úr ríkissjóði, ýmist samkvæmt beinum ákvæðum laga eða árlegum fjárveitingum á fjár- lögum. Þótt svona sé skipaö málum á ríkisvaldið engan íhlutunarrétt um stjórn félagsins eða starfshætti; hefur það komið fram oftar en einu sinni hér að framan. Félagið fer með beina stjórn á vissum þáttum ríkisvaldsins, það markar opinbera stefnu á vissum sviðum, stjórnar raunverulegum ríkisframkvæmd- um, annast fjársýslu fyrir ríkið o.8.frv. Það hefur á að skipa all- fjölmennu starfsliði, sem ráðið er af stjórn félagsins og nýtur rétt- inda ríkisstarfsmanna án þess að ríkisvaldið hafi nokkuð um þessi mál að segja. Og sem dæmi um það, hvernig málum er skipað, er það, að reikningar félagsins ganga ekki til ríkisendurskoðunar. Nú fer því víðsfjarri, að í þessu felist gagnrýni á störf félagsins, enda kann ég ekkert af þeim að segja. Það, sem ég vil varpa fram til íhugunar er það, hvort það teljist eðlilegt, að þessi skipun haldist. Þetta er fyrst og fremst pólitískt mál. Þótt núverandi fyrirkomulag virðist hálfkyndugt frá lögfræði- legu sjónarmiði, að félagsskapur með sjálfvirku stjórnkerfi fari með ákveðinn þátt ríkisvaldsins, má vera, að þetta sé hagkvæmt og skynsamlegt. Því varpa ég fram sem fyrstu ábendingu, hvort eðlilegt sé, að nú- verandi stjórnkerfi haldist. Önnur ábending er þegar komin fram í VIII. kafla, (sjá hér á eftir). Hún felur í sér, að stigið verði fyrsta skrefið til lagahreinsunar hvað snertir skylduframlög ríkis- sjóðs. Þriðja ábending er sú, að endur- skoðuð verði hið fyrsta löggjöfin um landbúnaðarmái, hvort sem stjórnkerfið verður látið haldast eða því breytt. Sú endurskoðun, sem ég á við, er ekki hugsuð í því skyni að auka eða minnka ríkisframlög til landbúnaðarmála. Það er pólitisk spurning, sem ekki er mitt hlutverk að ræða hér. Eg á eingöngu við, að lagabálkar eins og t.d. jaröræktar- lög og búfjárræktarlög verði færðir í skaplegt horf; allt það efni, sem ekki er nauðsynlegt að standi í lög- unum verði flutt yfir í reglugerðir, ef ekki er alveg hægt að fella það brott, greiðslukerfið verði stórlega einfaldað og horfið frá þeim forn- fálega hætti að láta Alþingi ákveða hrein framkvæmdaatriði eins og t.d. kveða á um það, hvernig með 18 mismunandi móti eigi að verðlauna kynbótahross á sýningum o.s.frv. Ég fullyrði, hvað sem líður fyrstu ábendingu, að framkvæmd á ann- arri og þriðju mundi gera landbún- aðarlöggjöfina miklu geðslegri en nú er, auðveldari til skilnings og þar með framkvæmd markvissari á allan máta. Það er kominn tími til að grisja i þessum mikla frumskógi, sem land- búnaðarlöggjöf okkar er stundum kölluð." Landbúnaðarstefnan frá 18. öld Páll lýsir skipan landbúnaðar- mála í skýrslunni, einsog þau koma honum fyrir sjónir. Eftirfarandi er úr inngangi hans að kaflanum um skipun landbúnaðarmála á íslandi: „Sú skipun landbúnaðarmála, sem við búum nú við, að því er tekur til opinberra afskipta, virðist vera beint afkvæmi hagfræðikenninga, sem voru ofarlega á baugi í Evrópu um og eftir miðja 18. öld. Þá var sett fram í Frakklandi fræðilegt hagkerfi, sem svonefndir fysiokratar (búauðgismenn) stóðu að. Þar í flokki var einna fremstur læknirinn de Quesnay (1694—1774), sem er m.a. höfundur ritsins Tableau Économique, sem út kom árið 1758. Hér er ekki ætlunin að gera kenningum fysiokrata nein almenn skil; ætlunin er að drepa aðeins á viðhorf þeirra til landbúnaðar, sem urðu mjög afdrifarík. Þeir boðuðu þá kenningu, sem kom mjög f bág við ríkjandi sjónarmið í efna- hagsmálum, að landbúnaður og þá ekki sízt jarðyrkja, væri undirstaða annarra atvinnuvega. Eftir því yrðu menn að haga gerðum sínum. Samkvæmt því væru þeir, sem ættu landið (la classe des propriéta- ires), hefðu með höndum ræktun þess og nýtingu, burðarás þjóðfé- lagsbyggingarinnar. Skilyrði þess, að þeir gætu staðið undir henni væri, að vel væri við þá gert, svo og þá, sem jörðina erjuðu, bændur, sem þá voru yfirleitt leiguliðar. Þeir voru kallaðir framleiðslustétt- in (la classe productive). Nú skyldi lokið stuöningi ríkisins, er tíðkazt hafði, við það, sem þeir nefndu hina óvirku stétt (la classe stérile), en til hennar töldust þeir, sem stunduðu iðnað og verzlun. Fyrir neðan og utan við þessar þrjár stéttir var stétt lítilmagnans (le petit pcuple), verkalýður allur. Kenning fysiokrata náði tölu- verðri útbreiðslu, féll vel að stjórn- arháttum hins upplýsta einveldis og varð landbúnaðinum viða mikil lyftistöng; átti t.d. drjúgan þátt i að bændaánauð var afiétt f ýmsum löndum. Þessar kenningar höfðu t.d. veru- leg áhrif í Danmörku og þaðan bár- ust þær til íslands eins og annað það, sem f umheiminum gerðist á þeirri tíð. Það var ekki sízt í áliti og tillög- um landsnefndarinnar, sem kon- ungur skipaði 1770, að áhrif þeirra koma fram. Þessi nefnd haföi það viðfangsefni að gera tillögur um, hvernig unnt væri að bæta úr því dæmalausa eymdarástandi, sem þá ríkti hér á landi. Nefndin fékk mjög víðtækt erindisbréf, ekki aðeins varðandi fjármál og atvinnumál, heldur og um stjórnsýslu. Heildargreinargerð nefndarinnar er prentuð í Lovsamling for Island IV. bindi, bls. 34—51 í sambandi við það, að árið 1774 var hinu svonefnda Tollkammeri f Kaup- mannahöfn falið að sjá um frekari framkvæmd á tillögunum, eftir þvf sem henta þætti. Sitthvað af þvf, sem nefndin hafði gert tillögur um, hafði áður orðið mönnum fhugunar- og tillögu- efni; sumt af þvf hafði komizt í framkvæmd eins og stofnun Inn- réttinganna í Reykjavík og í sam- bandi við þær innfiutningur 14 danskra og norskra bænda til að leiðbeina landsmönnum f akuryrkju o.fl.; einnig stofnun fjárræktarbús á Elliðavatni. Or öðru hafði minna orðið eins og konungsúrskurði frá 1751 um stuðning við akuryrkjutil- raunir og ákvæðum í stjórnarbréfi 1755 um verndun skógarleifa. Tillögur landsnefndarinnar voru mjög f samræmi við kenningar fysiokrata. Þótt minna yrði úr framkvæmdum en til stóð, verður það þó engan veginn allt skrifað á reikning stjórnvalda, því að nokkru eftir að tekið var að vinna að fram- kvæmdum steðjuðu að geysilegir erfiðleikar eins og t.d. af völdum Móðuharðinda og styrjalda. Sjálf- sagt má segja, að boginn hafi verið spenntur nokkuð hátt, enda vesöld og framtaksleysi hér á landi slíkt, að meira en meðalátak þurfti til að bæta úr, og þvf hlaut eiginlega að fara sem fór. Það, sem einkennir tillögurnar er það, hversu mikil rfkisforsjá er nú tekin upp f landbúnaðinum, sem var raunar eini teljandi atvinnuvegur- inn hér landi. Það var ekki aðeins, að stjórn hans og eftirlit með fram- kvæmd væri fengin embættismönn- um, heldur ákveðið mjög margbrot-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.