Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
23
á reglum um loft-og landhelgi, en
raun ber vitni. Það er einkum
Hopen-flugslysið á Svalbarða
haustið 1978 og sá mannskaði sem
af þvi hlaust, sem kemur upp í
hugann. Hopen-slysið varð
skömmu eftir að sovésk skip höfðu
tólf sinnum brotið reglur um sigl-
ingar í norskri lögsögu. Þáverandi
ríkisstjórn Noregs tók hart á
Hopen-slysinu og neitaði að af-
henda „svarta kassann", sem
skráði allar ferðir flugvélarinnar,
fyrr en norskir sérfræðingar
höfðu rannsakað hann. Þessu mót-
mæltu Sovétmenn harðlega og
lýstu yfir að þessi harka Norð-
manna myndi leiða til kólnandi
sambúðar ríkjanna. Þó er
mönnum minnisstæðara hvernig
tekið var á brotum sovésku skip-
anna, en því máli lyktaði á þann
veg að Sovétmenn féllust á rétt-
arhöld yrir áhöfnum skipanna
sem tekin voru. Auk þess báðust
Sovétmenn afsökunar og sögðu að
hér eftir myndu sovéskir skip-
stjórar hvattir til að virða reglur
um siglingar í norskri lögsögu.
Frá því þetta gerðist hafa ekki
komið upp sambærileg vandamál.
Vegna atburðanna um sumarið
og haustið 1978 dró Knut Fryden-
lund, þáverandi utanríkisráð-
herra, eftirfarandi ályktanir:
1. Vegna aukinna umsvifa Sov-
étmanna á norðurslóðum verða
Norðmenn að vera undir það
búnir að slíkir atburðir endur-
taki sig.
2. Norðmenn verða að gera sér
grein fyrir hvernig best verður
tekið á slikum málum til þess
að atvik af þessu tagi leiði ekki
til átaka.
Rétt viðbrögð
Að mati greinarhöfundar
brugðust norsk stjórnvöld rétt við
þegar þau lýstu yfir að óhappið
með stýriflaugina myndi ekki hafa
neikvæð áhrif á sambúð Norð-
manna og Sovétmanna. Þegar
Hopen-slýsið varð lýstu ýmsir
frammámenn í norskum stjórn-
málum því yfir að þeir teldu
hugsanlegt að sovéska flugvélin
hefði rofið lofthelgi Norðmanna í
hernaðarlegum tilgangi. Einn
þessara manna var Svenn Stray,
núverandi utanríkisráðherra.
Varðandi stýriflaugina eru það
einkum fjarstaddir fréttaskýrend-
ur, t.d. í Paris og London, sem
gera ráð fyrir þeim möguleika að
sovéska flaugin hafi ekki villst af
leið. Norðmenn leggja annað mat
á atburðinn vegna þess að þeir
voru betur undir hann búnir bæði
vegna fenginnar reynslu og
bættra varnarkerfa.
Atburðurinn mun því ekki leiða
til átaka af neinu tagi. En
mönnum hefði óneitanlega verið
rórra ef ráðamenn í Moskvu hefðu
strax í upphafi sýnt meiri sam-
starfsvilja. í ljósi þessa atburðar
er áríðandi að Sovétmenn komi
nauðsynlegum upplýsingum á
framfæri þegar heræfingar þeirra
fara fram við Noreg. Auknar upp-
lýsingar frá hendi Sovétmanna
gætu orðið til þess að menn gætu
með skjótum hætti skýrt óhöpp
við æfingar, og þar með komið í
veg fyrir hugleiðingar um árás.
Þau vandamál sem skortur á upp-
lýsingum skapar ættu með réttu
að vera umræðuefni á Stokk-
hólmsráðstefnunni þar sem m.a.
verður rætt hvernig auka megi
traust á milli þjóða. Þessi vanda-
mál hafa bein áhrif á sambúð
ríkja og eru því mikilvæg bæði
Norðmönnum og Sovétmönnum ef
viðhalda á slökun á spennu og
stöðugleika í samskiptum þjóð-
anna.
Arne Olav Bruadtland er sérfræó-
ingur í öryggis- og rarnarmálum
rið norsku utanríkisstofnunina.
Hann er ritstjóri tímaritsins Int-
ernasjonal Politikk.
ið styrkjakerfi og auk þess mælt
rækilega fyrir um það, hvernig
staðið skyldi að ákveðnum fram-
kvæmdum.
Þegar litið er á þróun landbúnað-
armála hér á landi verður ekki ann-
að sagt en stefna sú, sem fylgt er
nú, sé í mörgum atriðum hin sama
og fest var í lögum á tímabilinu
1772-1783.
Það þýðir engan veginn, að hún
hljóti að vera röng; því fer fjarri.
Hinsvegar hlýtur það að vera íhug-
unarefni, hvort kenningar fysio-
krata eins og þær voru útfærðar í
lögum af dönsku stjórninni seint á
18. öld, eigi við öllu lengur. Sitthvað
hefur breytzt síðan, svo að ekki sé
meira sagt. Kenning, sem var góð
og gild seint á 18. öld, þarf ekki
endilega að eiga við nú á dögum.“
Lög sem nú þegar
mætti afnema:
Páll gerir tillögur um lög varð-
andi ríkisútgjöld „sem mætti að
minni hyggju afnema án þess, að
nokkur maður fyndi fyrir því. Þau
eru svo gersamlega úrelt orin. Þetta
skiptir fjárhagslega séð engu fyrir
ríkissjóð, en það mundi vera þarfleg
grisjun í frumskóginum, sem oft er
talað um, að losna við þau úr laga-
safninu. Nóg er samt af úreltri
löggjöf," segir í skýrslunni. Hann
nefnir eftirfarandi dæmi:
„Lög nr. 104/1940 um heimild
fyrir ríkisstjórnina til að kaupa
nokkrar jarðir og afnotarétt jarða í
Ölfusi.
Lög nr. 58/1915 um mælingar á
túnum og matjurtagörðum.
Lög nr. 44/1911 um heyforðabúr.
Lög nr. 73/1917 um samþykktir
um kornforðabúr til skepnufóðurs.
Lög. nr. 80/1936 um fóðurtrygg-
ingasjóði.
Lög nr. 25/1923 um berkiaveiki í
nautpeningi.
Lög nr. 29/1937 um útrýmingu
sels úr Húnaósi.
Mér er ekki ljóst, hvort lög varð-
andi Flóaáveitu og Skeiðaáveitu
hafa raunhæft gildi; ef eitthvað af
þeim hefur slíkt gildi, mætti sjálf-
sagt koma því fyrir í örstuttu máli
og þá afnema fimm lög.
Vera má, að lögin nr. 50/1929 um
innflutning og ræktun sauðnauta
eigi einhvern formælanda, en varla
er ástæða til að hafa í gildi lög um
skyldu ríkisstjórnarinnar að flytja
inn sauðnaut „svo fljótt sem því
verður við komið" eða hlutast til
um slíkt og ákvæði um greiðslu-
skyldu ríkissjóðs varðandi kostnað
við framkvæmd laganna."
Lánskjaravísitala
mælir 67 % verðbólgu
SEÐLABANKI íslands hefur reiknað Noti menn lánskjaravisitölu sem
út lánskjaravísitölu fyrir febrúarmán- mælikvarða á verðbólgu á 12 mán-
uð og reyndist hún vera 1.050 stig eða aða tímabili, mælir visitalan rúm-
4,3% hærri en lánskjaravísitala fyrir lega67% verðbólguhraða nú.
janúarmánuð.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Þorrafagnaöur á sunnudag
SUNNUDAGINN 27. janúar verður
haldinn þorrafagnaður í Oddfellowhús-
inu við Vonarstræti. Það er Fríkirkju-
söfnuðurinn í Reykjavík sem efnir til
þessa skemmtikvölds og verður húsið
opnað kl. 19 og hefst með borðhaldi.
Helgi Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur flytur ræðu, en skemmti-
atriði verða að öðru leyti í höndum
bræðranna Ævars og Örvars Aðal-
steinssonar og Þóru Ólafsdóttur
Hjartar. Að lokum verður stiginn
dans við harmoníkutóna Þorvaldar
Björnssonar og félaga.
Miðar eru seldir í Versluninni
Brynju, Laugavegi 29.
Morgunblaðið/E.J.
í fyrravor kom milljónasti gesturinn í Þórscafé og var það einmitt á ferða-
kynningu. Hlaut hann ferð fyrir sig og konuna á lúxushótel á Spáni. Á
mvndinni sést vinningshafinn Kristján Arason taka við ferðavinningnum.
Aðrir á myndinni eru kynnirinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Kristján, Ragn-
ar Björgvinsson rekstrarstjóri Þórscafé, þjónninn Richard G. Jónsson og
skemmtanastjórinn Pétur Hjálmarsson.
Ferðahátíð
í Þórscafé
FERÐAHÁTÍÐIR Þórscafé eru að
hefjast að nýju og verður sú fyrsta í
vetur sunnudaginn 27. janúar nk.
í vetur verða kynntar ferðir út
um allan heim og einnig innan-
lands. Gestum gefst svo kostur á
því að hreppa þessar ferðir í
bingóspili. Næstkomandi sunnu-
dag verður spilað um ferðir til
London, Kaupmannahafnar og
Akureyrar.
Hljómsveit hússins skipuð níu
hljóðfæraleikurum og söngvurum
leikur fyrir dansi og Þórskabarett
verður á fjölunum ásamt fleiri
skemmtikröftum.
Matseðillinn verður fjölbreyttur
að vanda en verðinu stillt mjög í
hóf. Einnig verður ilmvatnskynn-
ing, farið í samkvæmisleiki og
verða vinningar í boði fyrir þá
snjöllustu.
Auk ferðavinninganna i bingó-
inu fá allir gestir aukavinning,
sem á annað borð fá bingó. Um-
sjón með ferðahátíðunum í Þórs-
café hefur Guðlaugur Tryggvi
Karlsson.
(Fréttatilkynning.)