Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 30

Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Fimdur um Norðurlönd sem kjarnorku- laust svæði ANNAÐ kvöld klukkan 20.30 veröur haldinn fundur að Borg- artúni 6, þar sem fjallað verður um Noröurlöndin sem kjarn- orkulaust svæði. Trine Edklun frá Noregi gerir þar grein fyrir samtök- unum „Trakat Nu“ en samtök- in hafa það á stefnuskrá sinni að á þessu ári verði tekin af- staða til þess hvort Norður- lönd verða lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. Eiður Guðnason alþingis- maður setur fundinn en síðan munu ýmsir taka til máls og í lokin fara fram umræður und- ir stjórn Guðrúnar Helgadótt- ur alþingismanns og Ingi- bjargar Hafstað kennara. (Úr (réttatilkynningu) Tveir starfnmenn Naustsins í Reykjavík halda hér á Þorrabakka. Á honum eru svið, slátur, hákarl, hrútspungar og fjölmargt annað sem íslendingar gæða sér gjarnan á um þorrann. Þorri gengur í garð á morgun ÞORRI gengur í garð á morgun. Það var lengi trú manna, að ef þorri væri stilltur og frostasamur, myndi vora vel. Það er langt frá því að menn hafi látið sér nægja að huga að veðurlagi á þorra. Margir siðir tengjast þorranum og er sagt frá einum allundarlegum í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar frá 19. öld: „Það var skylda bænda að fagna þorra eða bjóða honum í garð með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjar- hurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga á eftir sér brókina á hinum og. bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag." Þessi siður mun líklega aflagð- ur með öllu hér á landi, en veislur halda menn í tilefni af þorra og nefna „þorrablót". Siður þessi mun hafa legið niðri víðast hvar á landinu lengi vel en fékk byr und- ir báða vængi á tíma sjálfstæð- isbaráttunnar. Nú virðast flestir landsmenn sætta sig vel við að blóta þorra, þótt guðhræddum mönnum hafi áður þótt siður þessi vondur og heiðinn. Bændur ættu e.t.v. að huga að því, sem sagt er í bókinni íslensk- ir þjóðhættir eftir Jónas Jónas- son. Þar stendur, að hundur, sem alinn sé á þorra eða góu verði bestur, því þá sé hann mátulega gamall til að venja hann við lambfé á vorin. Ungir skákmenn með forustu Olíuskipið „Torasund**, sem um er rætt í fréttinni, en það er systurskip Kyndils. Kaupverð nýja Kynd- ils óvenju hagstætt — segir Magnús Ármann hjá skipa- miðluninni Gunnar Guðjónsson IJNGIR og efnilegir skákmenn hafa tekið forustu á Skákþingi Reykja- víkur. Andri Áss Grétarsson, sem varð 16 ára fyrr í mánuðinum, og Þröstur Þórhallsson, 15 ára gamali, eru með 4 vinninga ásamt Dan llanssyni, sigurvegaranum á Nkák- þingi Islands 1983, að loknum fjór- um umferðum. í 4.-7. sæti eru Þröstur Berg- mann, Lárus Jóhannesson, Baldur A. Kristinsson og Hilmar Karls- son með 3‘A vinning. Baldur er að- eins 14 ára gamall. Ungir skák- menn setja æ meiri svip á skák- mót hér á landi. Þröstur hefur staðið sig með ágætum á mótum og Andri Áss var j fremstu röð á alþjóðlegu unglingamóti í Hamar um áramótin. Fimmtán skákmenn hafa hlotið 3 vinninga. Tefldar verða 11 umferðir á Skákþingi Reykjavíkur eftir Monradkerfi. Alls taka 90 skák- menn þátt í mótinu og er teflt á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum. Kvennaáratug- urinn gerður upp á tveim- ur ráðstefnum Kvennaáratug Sameinuðu þjóð- anna lýkur á þessu ári og eru m.a. áformaðar af því tilefni tvær ráð- stefnur í Nairobi í Kenýa í sumar. Annars vegar hin opinbera ráðstefna SÞ dagana 15.—26. júlí, þar sem sendinefndir frá hinum ýmsu lönd- um líta yfir og gera upp árangurinn af kvennaáratugnum. Hins vegar verður, eins og í Mexíkó og Kaup- mannahöfn, hliðarráðstefnan For- um-85 með frjálsri þátttöku dagana 8.—17. júlí og verða þar umræður og umræðuhópar um margvísleg mál- efni kvenna. Innan samstarfsnefndar ís- lenskra kvenna til undirbúnings verkefna á árinu er starfandi svonefndur alþjóðahópur, sem m.a. hefur rætt hugsanlega ferð kvenna frá íslandi á Forum-85. í frétt frá hópnum segir m.a. að samkvæmt lauslegri könnun verði fargjaldið vart undir 40 þúsund krónum og er þá eftir dvalar- kostnaður í ráðstefnuborginni. Eru konur sem hug hafa á því að fara til Nairobi beðnar um að hafa samband við Jafnréttisráð. „ÓHÆTT er að fullyrða, að kaup- verð nýja Kyndils hafi verið óvenju hagstætt,“ sagði Magnús Ármann hjá skipamiðluninni Gunnar Guð- jónsson sf. er Morgunblaðiö bar undir hann fréttir þess efnis að greitt hafl verið of hátt verð fyrir olíuskipið Kyndil, sem kora til lands- ins á sunnudaginn. Gunnar Guð- jónsson sf. hafði milligöngu um kaup skipsins, en kaupendur eru olíufélögin Skeljungur og Olís. Magnús Ármann sagði í samtali við Morgunblaðið um mál þetta: „Staðhæft er, að hinn nýi Kyndill sem áður hét „Torafjord" og var í norskri eign, hafi upphaflega ver- ið afhentur eigendum vorið 1982, en hið rétta er að skipið var upp- haflega afhent eigendum í janúar 1983. Einnig er því haldið fram að systurskip „Kyndils", sem heitir „Torasund", sé nú til sölu fyrir 20 milljónir norskar og því sé kaup- verð „Kyndils", sem var 27,5 millj- ónir, of hátt sem nemur mismun- inum. Hið rétta er, að olíufélögun- um stóð til boða að kaupa „Tora- sund“ á svipuðu verði og gefið er upp í umræddri grein og skoðuðu fulltrúar félaganna skipið. Hinn nýi „Kyndill“ var tvímælalaust talinn vænlegri skipakostur en „Torasund" til kaups. „Torasund" er tæplega einu og hálfu ári eldri og er með ýmsa mjög umtalsverða galla, s.s. að skipið er með umtals- verðar botnskemmdir, önnur í Ijósavél og annar ketill skipsins er ónýt, og skipið hefur legið í u.þ.b. 7 mánuði í hálfgerðu reiðileysi í kjölfar gjaldþrots útgerðar skips- ins. Einnig má bæta við að nýi „Kyndill" er mikið fullkomnara skip en „Torasund". Ekki kemur fram í fréttum að verð nýja „Kyndils" til fyrri eig- anda var 37 milljónir norskar við afhendingu fyrir réttum tveimur árum og einnig að verð fyrir sams- konar nýtt skip í dag er 44 til 45 milljónir. Jóhann Hjartarson hlaut 70.000 krónur úr Verðlaunasjóði Landsbanka íslands Morgunblaðið/RAX. Lúðvík Jósepsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbanka íslands, afhendir Jóhanni Hjartarsyni, alþjóðlegum skákmeistara, 70.000 króna verðlaun úr Verðlaunasjóði Landsbanka íslands. JÓHANNI Hjartarsyni, alþjóðleg- um skákmeistara, var í gær veitt 70.000 króna verðlaun úr Verð- launasjóði Landsbanka íslands. Verðlaunasjóðurinn var stofn- aður árið 1982 er Landsbanki ís- lands gaf 100.000 krónur til myndunar sjóðs sem veita skyldi fé til skákverðlauna. Reglugerð fyrir sjóðinn var sett 2. nóvem- ber 1982 og var þá ákveðið að verkefni hans yrðu í fyrsta lagi að veita fé til skákverðlauna til árlegra landsmóta um skólaskák og að veita ákveðna fjárhæð til sérhvers íslendings er næði al- þjóðlegum titli skákmeistara eða stórmeistara eftir stofnun sjóðs- ins. Stjórn sjóðsins skipa forseti og varaforseti Skáksambands fs- lands og einn fulltrúi frá Lands- banka Islands. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum í maí 1983 vegna útslitakeppni í skólaskák sem haldin var í Hafnarfirði. Verðlaunin voru farseðlar á úrslitamótið og ennfremur á skákmót erlendis. Önnur úthlutun var með sama hætti er úrslitamót fór fram í Bolungarvík í maí 1984. Jóhann Hjartarson er fyrsti íslendingurinn sem útnefndur hefur verið alþjóðlegur skák- meistari af Alþjóðlega skáksam- bandinu (FIDE) eftir að sjóður- inn var stofnaður. Á nýliðnu ári sigraði hann m.a. í tveimur al- þjóðlegum skákmótum hér á landi og varð íslandsmeistari í skák 1984. Jóhann er 22 ára gamall lögfræðinemi og hefur þegar náð tveimur áföngum af þremur að stórmeistaratitli. Lúðvík Jósepsson fráfarandi formaður bankaráðs Lands- banka íslands afhenti Jóhanni verðlaunin. Hann sagði m.a. að frumkvæði að stofnun Verð- launasjóðs hafi komið frá skák- unnendum. Með þessum verð- launum væri verið að sýna að vilji væri fyrir hendi til að styrkja íslenska skákmenn. Þeir legðu oft mikið erfiði og mikinn kostnað á sig og þeir ættu svo sannarlega skilið að fá viður- kenningu. Hann vonaði að þessi verðlaun yrðu einhver hjálp. Jóhann Hjartarson þakkaði fyrir verðlaunin og sagðist líta svo á að þau væru viðurkenning til allra íslenskra skákmanna. Að lokum færði Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksam- bands íslands Landsbanka- mönnum þakkir fyrir hönd sam- bandsins. Nú stendur yfir í afgreiðslusal Landsbankans í Austurstræti sýning á tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni um merki bankans, sérstakt afmælismerki og minjagrip í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1. júlí 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.