Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 32

Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Staða sjóðsins betri en mörg undanfarin ár LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna hefur talsvert verið í fréttum að und- anförnu eins og oft áður þegar fjár- veiting til hans er til umfjöllunar á Alþingi í tengslum við samþykkt fjár- lagafrumvarps. í haust sóttu 3.895 manns um lán, en reynslan sýnir að talsvert af umsóknum bætist við um áramót og til samanburðar var tala umsókna á síðasta ári um lán hjá sjóðnum samtals 5.925, 3.597 umsókn- ir vegna náms hérlendis af um 10 þús- und sem rétt eiga til láns og 2.327 vegna náms erlendis. Fjölgun um- sókna milli ára undanfarin ár hefur verið 10—15%. Nálega 90% þeirra sem sækja um fá lán. Morgunblaðið hafði samband við Sigurjón Valdimarsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins, í því skyni að kynna lesendum sjóðinn og hlutverk hans og er það sem hér fer á eftir byggt á gögnum frá sjóðnum og samtölum við framkvæmdastjórann. Lán skulu nægja fyrir eðlilegum náms- og framfærslukostnaði 1 1. grein laga um námslán og námsstyrki frá 1982 segir að megin- hlutverk sjóðsins sé „að veita ís- ienskum námsmönnum fjárhags- aðstoð til framhaldsnáms við stofn- anir er gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar nemenda og gerðar eru til háskólanáms hér- lendis" og í 3. grein segir að opinber aðstoð samkvæmt lögum þessum skuli „nægja hverjum námsmanni t.il að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til fjölskyldustærðar, framfærslu- kostnaðar þar sem nám er stundað, tekna námsmanna og maka hans, lengdar árlegs námstíma og ann- arra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmanns". Framfærslukostnaður náms- manna er ákvarðaður af stjórn LÍN, og byggður á könnun á framfærslu- kostnaði námsmanna sem fram fór árið 1974. Framfærslukostnaðurinn hefur á Islandi fylgt þróun fram- færsluvisitölu, þar til nú að hann skal fylgja þróun meðaltals ráðstöf- unartekna samkvæmt útreikningi Þjóðhagsstofnunar. Erlendis fylgir hann upplýsingum OECD um þróun verðlags í hinum ýmsu löndum. Á meðfylgjandi töflu 1 yfir fram- færslukostnað í hinum ýmsu lönd- um má sjá að hann er nú lægstur í V-Þýskalandi, 15.910 á mánuði, en hæstur í USA, 35.700 krónur fyrir einstakling. Einstaklingar sem njóta einhverra fríðinda hvað varð- ar leigu ná ekki stuðlinum 1,0, sam- anber meðfylgjandi töflu 2 og eigi námsmaður börn fær hann einnig hærra lán í hlutfalli við það. Þannig fær til dæmis einstætt foreldri í leiguhúsnæði með 2 börn á framfæri stuðulinn 1,6, sem síðan er marg- faldaður með framfærslunni í við- komandi landi. Fullur framfærslu- kostnaöur lánaður Frá framfærslukostnaði eru dregnar umreiknaðar tekjur námsmanns eða með öðrum orðum 75% tekna námsmanns á árinu, samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra á síðasta ári. Áður var samsvarandi tala frá árinu 1981 90% og þar áður drógust tekjur námsmanns frá að fullu. Sjá með- fylgjandi töflu 4 um meðhöndlun tekna námsmanns áður en þær koma til frádráttar á heild- arframfærslukostnaði námsmanns. Fjárþörf námsmanns er fram- færslukostnaður hans að frádregn- um tekjum og á þessu ári mun sjóð- urinn lána fjárþörfina að fullu. Á síðasta ári voru lánuð 95% af fjár- þörf og hefur samsvarandi hlutfall farið stigvaxandi á undanförnum árum. Á áttunda áratugnum voru lánuð 85% af reiknaðri fjárþörf. Vegna þess að tekjur dragast ekki að fullu frá láni, er mögulegt fyrir námsmann sem er með tekjur um- fram framfærslu yfir sumarmánuð- ina að hafa meira fyrir sig en fram- færslukostnaðurinn segir til um. Óendurkræfir ferðastyrkir Auk láns vegna framfærslu, fá námsmenn einnig lán vegna bóka-, tækja- og efniskostnaðar og er í þeim efnum farið eftir staðfestum upplýsingum kennara eða skóla um eðlilegan slíkan kostnað á viðkom- andi námsbraut. Þessar upphæðir eru mjög mismunandi eftir eðli námsins. Ef engar upplýsingar liggja fyrir, er upphæðin fyrir eitt misseri miðuð við 18% af fram- færslu októbermánaðar og febrú- armánaðar eftir því hvort um haust- eða vormisseri er að ræða. Samsvarandi tala fyrir námsmenn erlendis er 12%. Hámark er einnig miðað við framfærslu sömu mán- aða, en það er 65% fyrir ísland en 45% fyrir útlönd. Á haustmisseri 1984 var lágmarkið á íslandi 2.926 á misseri, en hámarkið krónur 10.566. 30 milljónir í skólagjöld. • Þá veitir sjóðurinn einnig lán vegna skólagjalda og samkvæmt upplýsingum um umsóknir haustið 1984, nema lán vegna þessa liðar tæpum 30 milljónum. í haust bárust 355 umsóknir um lán vegna skóla- gjalda í Bandaríkjunum, samtals áætlað að upphæð krónur 23,2 millj- ónir eða að meðaltali 64.342 krónur. 51 umsókn barst um lán fyrir skóla- gjöldum í Englandi, samtals að upp- hæð 4,8 milljónir, meðaltal 93.740 og 28 frá Kanada, samtals að upphæð 1,7 milljónir eða 60.250 að meðaltali. f Bandaríkjunum og Kanada er há- mark láns vegna skólagjalda í und- ergraduate-námi 6 þúsund dollarar, en 4 þúsund pund í Englandi. í graduate-námi er ekkert hámark, enda sýni námsmaður fram á nauð- syn þess að valinn sé skóli þar sem skólagjöld eru hærri en sem fyrr- töldum hámörkum nemur. Mögulegt er að sækja um lán fyrir skólagjöldum í öðrum löndum. Við mat á umsóknum er meðal annars farið eftir því hvort skólagjöld tíðk- ast almennt í viðkomandi landi. Til að mynda er yfirleitt ekki veitt aukalán vegna skólagjalda á Norð- urlöndunum. Óendurkræfír feröastyrkir Námsmenn fá einnig óendurkræf- an styrk vegna kostnaðar af ferðum til og frá námsstað, stundi hann nám fjarri heimili sínu. Jafnframt fær hann lán vegna ferðakostnaðar maka og barna, sé um slíkt að ræða. Miðað er við reglur sem gilda um fjölskylduafslátt af fargjöldum og leggja verður fram reikninga um kaup á farseðlum. Á skólaárinu 1982/83 var upphæð ferðastyrkja samtals tæpar 29 milljónir króna. Innanlands var lægsti styrkurinn 50 krónur, sá hæsti 2.272, en erlendis sá lægsti 9 þúsund og sá hæsti 55.500 krónur. Að öðru leyti sjá töflu 6, yfir upphæö ferðastyrkja undanfarin ár. Til viðbótar því sem að framan er talið geta námsmenn sótt um auka- lán vegna meölagsgreiðslna þeirra eða maka þeirra. Frá því 1. janúar í ár geta námsmenn orðið aðilar að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Bæt- ast þá 6% við lán til þeirra og greið- ast þau 6% beint til Söfnunarsjóðs- ins, ásamt 4% frá námsmanninum Tafla 4 Meöferð á tekjum námsmanns áður en þær eru dregnar frá framfærslukostnaði A) Fyrst er dregin frá tekjum framfærsla námsmannsins sjálfs í leyfi. B) Séu börn á framfæri námsmanns dregst framfærsla þeirra í leyfi einnig frá tekjunum. C) Greidd opinber gjöld ársins dragast frá tekjum. D) Séu tekjurnar hærri en sem nemur þessum liðum (A—C) dragast 25% þess sem framyfir er frá tekjum. E) Komi námsmaður úr launavinnu og sé að hefja nám fær hann sérstakan frádrátt á nettóvinnutekjur. Sá frádráttur nemur 5/8 hlutum nettóvinnutekna sem aflað er áður en nám hefst. F) 57,5% af tekjum maka dragast frá framfærslu hans og hans hlutar í framfærslu barna. Tekjur umfram það koma til frádráttar fram- færslu námsmannsins og hlut námsmannsins í framfærsu barna, ef við á. Tekjur maka umfram tvöfaldan framfærslukostnað einstakl- ings á námsstað koma að fullu tii frádráttar framfærslu. Tafla 6 Ferðastyrkir inn&nlandft Kerðafltyrkir erlendis DpphæA lípphæð (Ipphæð (Ipphæð Ár la-gMta hæala Vjðldi læpiU hæsta lleildarupphæð l9«7/68 — — 492 X 1968/69 — — 557 60 200 X 1969/70 — — 621 100 250 X 1970/71 — — 721 120 270 X 1971/72 25 25 845 140 400 145.350 1972/73 25 25 865 140 340 163.250 1973/74 25 25 942 130 340 194.825 1974/75 25 50 UIMI 210 650 337.330 1975/76 1036 523.460 1976/77 1201 731.707 1977/7* 10 230 1256 440 1430 917.292 1978/79 1348 1.535.900 1979/80 17 284 1394 770 5530 2.691.860 1980/81 40 766 1367 2594 19812 4.938.982 1981/82 40 766 1606 15.452.187 1982/83 50 2272 1756 9000 55500 28.996.S69 X = ekki sundurlMtað í reikningum sjóðsins. ísland 16.750 Tafla 1 England 20.600 Danmörk 16.660 — London 22.100 Noregur 19.200 Skotland 17.700 Svíþjóð 16.910 Frakkland 16.750 USA a) 27.480 — París 18.390 b) 31.590 V-Þýskaland 15.910 c) 35.700 — Miinchen 17.500 Kanada 25.610 (Miöaö er við gengi 7. jan. ’85) Framfærslukostnaður í ýmsum löndum Tafla 2 Stuðlar námsmanna: Einstakl. í ieiguhúsnæði eða eigin húsnæði: 1.0 Einstakl. í leigulau.su húsn. fjarri foreidrum: 0.9 Einstakl. í foreldrahúsum: 0.7 Stuðlar vegna barna: a) einstæð foreldri: 1. barn : 0.4 2. barn: 0.2 önnur: 0.1 hvert b) aðrir námsmenn: 1. barn : 0.2 önnur: 0.1 hvert Stuðlar vegna maka: Sé maki ekki við lánshæft nám, getur framfærsla hans bæst við framfærslu námsmanns, t.d. ef börn á framfæri eru 2 eða fleiri. Stuðull maka : 0.5 Hlutur maka í framfærslu barna bætist þá einnig við. 1. barn: 0.1 önnur: 0.05 hvert Stuóull er margfaldaóur meó framfærslukostnaói í viókomandi landi. Tafla 3 Framfærslukostnaöur einstaklings á íslandi des. 1984—feb. 1985. Framfærsiuvísitala 14391 stig 1. Fæði 7730 46,15% 2. Húsnæði 2576 15,38% 3. Fatnaður 1030 6,15% 4. Hreinlæti og heilsugæsla 903 5,39% 5. Bækur og ritföng 903 5,39% 6. Ferðir innanbæjar 1288 7,69% 7. Húsgögn og búsáhöld 774 4,62% 8. Ýmislegt annað 1546 9,23% 16750 100,00% Framfærslan hefur hækkaó um 3,04%á tímabilinu sept. til nóv. 1984. Tafla 9 Lánshæft nám á íslandi 1.1. Á ÍSLANDI. Samkvæmt gildandi lögum og reglugerð telst eftirfarandi nám lánshæft: Nám á háskólastigi og það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. (Sjá nán- ar 1. gr. laga nr. 72/1982 og 1. gr. reglugerðar nr. 578/1982.) Nám í sérskólum á íslandi sem skilgreint er af menntamálaráð- herra í reglugerð. (Sjá lög. nr. 72/1982 og 2. gr. reglugerðar nr. 578/1982). Sérnám sem skilgreint er í úthlutunarreglum Lánasjóðsins, enda hafi námsmenn náð 20 ára aldri á því almanaksári sem lán eru veitt. (Sjá 2. gr. laga nr. 72/1982 og 3. gr. reglugerðar nr. 578/1982.) Erlendir námsmenn geta notið námsaðstoðar á íslandi að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum sbr. gr. 1.1.4. 1.1.1 NÁM Á HÁSKÓLASTIGI Háskóli Islands, Kennaraháskóli Islands, Tækniskóli íslands; tæknifræði og meinatækni, Bændaskólinn á Hvanneyri; búvísindadeild, Tónlistarskólinn í Reykjavík; nám á háskólastigi. 1.1.2 ANNAÐ NÁM samkvæmt reglugerð sem menntamálaráðherra setur: Fiskvinnsluskólinn 2. og 3. ár, Fósturskóli íslands, Hjúkrunarskóli íslands, Iðnskólar; framhaldsdeildir, 2. og 3. ár, íþróttakennaraskóli íslands, Leiklistarskóli íslands, Myndlista- og handíðaskóli Islands, Nýi hjúkrunarskólinn, Styrimannaskólar, Tónskólar; kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsstigakerfi Tón- listarskólans í Reykjavík fengið lán. Tækniskóli íslands; raungreinadeildir og iðnbrautir, Vélskólar, Þroskaþjálfaskóli íslands. 1.1.3 20 ÁRA REGLAN Lánasjóði er heimilt að veita aðstoð þeim námsmönnum sem náð hafa 20 ára aldri á því almanaksári sem lán eru veitt og stunda sérnám. Nám sem stundað er við eftirtalda skóla er lánshæft skv. lögum nr. 72/1982, 2. gr. 2. mgr.: Bændaskóla; bændadeildir, Fiskvinnsluskólann 1. ár, Garðyrkjuskóla ríkisins, Hótel- og veitingaskóla Islands, Iðnskóla; grunnnám, samningsbundið nám og tækniteiknun, Ljósmæðraskóla Islands, Lyfjatæknaskóla íslands, Meistaraskóla iðnaðarins, Röntgentæknaskóla fslands, Tækniskóla íslands; undirbúningsd., Sjúkraliðaskólann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.