Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 37
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
37
Mynd af iljum fósturs, sem deytt var á tólftu viku þungunar.
fjölda harnlausra og gæfusnauðra
hjónabanda.
Eru konur „neyddar“ til
fósturdeyðingar?
Grunntónninn í bréfi SJ í þætti
Velvakanda er sleginn strax í upp-
hafi, þegar hún segir: „Það er
þetta miskunnarlausa, vestræna
karlmannaþjóðfélag sem við kon-
ur lifum í, sem veldur því, að við
erum neyddar til fóstureyðingar.“
(Auðkennt hér, JVJ.)
Við lestur þessara orða kemur
kannski einhverjum í hug þessi
spurning: Búa unglingsstúlkur þá
við skyldubundin kynmök skv. lög-
um? Hvernig er því farið með allar
þær ógiftu konur, sem láta deyða
afkvæmi sín — hver skyldaði þær
til kynmaka? Árið 1982 voru 58,6%
þeirra kvenna, sem „fengu" fóstur-
deyðingu, ekki í sambúð af neinu
tagi. Ætli bann við fósturdeyðing-
um myndi ekki draga verulega úr
þeirri „nauðung“ til kynmaka og
fósturdeyðinga, sem Sarah þessi
heldur fram? Það eru einmitt
þessi „frjálsu lög“, sem eru rót
hins sívaxandi vanda, en ekki
lausn hans.
SJ segir síðar í bréfinu: „Ég
held, að ég tali fyrir hönd allra
kvenna með því að segja, að það
lízt engri okkar á fóstureyðingu
sem lausn á rnálinu." (Leturbreyt-
ing SJ.) Ef þetta er satt og eins
hitt, sem Sarah segir, að konur
séu neyddar til fósturdeyðinga,
hvernig ætlar hún þá að skýra þá
staðreynd, að 64,5% kvenna, sem fá
fósturdeyðingu, nota engar getnað-
arvarnir? Af 1.173 konum árin
1981—’82 viðhöfðu aðeins 417
getnaðarvarnir af einhverju tagi.
(Skýrslur landlæknis. Hér eru
ekki taldar með 37 konur, sem
upplýsingar vantaði um. Til getn-
aðarvarna teljast hér ekki einung-
is pilla, lykkja og hetta, heldur og
verjur karlmanna, örugg tímabil
o.fl.) Hlutfallstala þeirra, sem
ekki notuðu getnaðarvarnir, er
ekki lægst, heldur hæst á meðal
stúlkna undir 25 ára aldri, þ.e.
71,1% árin 1981—'82 (419 af 589
stúlkum).
Hvernig er hægt að tala um
þungun þessara stúlkna sem óvilj-
andi slys? Ég spurðist fyrir um
það hjá landlæknisembættinu,
hvort eitthvað hafi verið um fóst-
urdeyðingar vegna nauðgana á
síðari árum, og fékk neitandi svar.
En ef þessar stúlkur voru ekki
neyddar til kynmaka, hvernig getum
við þá sagt, að þær séu neyddar til
að deyða fóstur?
„Skárra að leyfa slíkt
meö lögum“?
Sarah segir fósturdeyðingar
alltaf munu eiga sér stað og
„a.m.k. skárra að leyfa slíkt með
lögum en að láta framkvæma það
ólöglega og drepa ekki aðeins
ófædda barnið, heldur móðurina
einnig". Eins og ég hef áður sagt,
eru tölurnar um dauðsföll kvenna
vegna dulinna fósturdeyðinga
ótrúleg rangfærsla og óvíst um
nokkurn verulegan mun á áhrifum
„löglegra" og ólöglegra fóstur-
deyðinga hér á Vesturlöndum.
I öðru lagi má benda á, að lækn-
ar, sem kynntu sér málin, hafa
upplýst, að fjöldi þeirra fóstur-
deyðinga, sem framkvæmdar voru
í Bretlandi til að komast fram hjá
íslenzkum lögum, var margfalt
lægri en rauðsokkur vildu vera
láta, þegar þær unnu að þvi að fá
rýmri fósturdeyðingalög árin
1973—’75. Umræddir læknar voru
þeir Guðmundur heitinn Jóhanns-
son kvensjúkdómalæknir (í sjón-
varpsþætti í apríl 1975) og Gunn-
laugur Snædal yfirlæknir fæð-
ingadeildar Landspítalans (Vísir
ll.febrúar 1978).
Þessu til viðbótar má varpa hér
fram nokkrum efasemdaspurning-
um um þá einkennilegu hugsun, að
löghelgað dráp saklausrar mann-
veru geti verið „skárra" en það,
sem gert er með leynd. Skyldi
læknum okkar finnast það
„skárra", að þeim yrði falið að
fremja líknardráp i stað þess að
horfa upp á það, að nokkrir þung-
lyndustu sjúklingar þeirra stytti
sér aldur? Er löghelgað dráp ein-
hver lausn á málinu? Breytir
„löghelgunin" í rauninni nokkru
um siðleysi verksins?
Orsakir fósturdeyðinga verða
einungis upprættar með því að
bæta lífskjör fátækra foreldra og
með því að „neyða“ fólk til að
hugsa um þá ábyrgð, sem fylgir
samförum karls og konu.
Sú fullyrðing, að fósturdeyð-
ingar hafi alltaf átt sér stað, orkar
í sjálfri sér tvímælis, a.m.k. var
tíðni þeirra fram yfir miðja þessa
öld ekkert í líkingu við það óhugn-
anlega blóðbað, sem nú fer fram í
flestum löndum. Um þessa rök-
semd (að fósturdeyðingar hafi
alltaf átt sér stað og því sé réttast
að lögleyfa þær) segir læknirinn
J.C. Willke: „Vissir þú, að á síð-
asta ári var einni milljón bíla stol-
ið í Bandaríkjunum" Svo sannar-
lega verður þetta ekki stöðvað.
Hvers vegna leyfum við þá ekki
bílþjófnaði með lögurn?"
Éins getum við litið yfir sögu
mannkyns, virt þar fyrir okkur
óhæfuverkin: morð, limlestingar,
nauðganir, rán, svik og hjúskap-
arbrot, og síðan spurt okkur sjálf:
„Er nokkurt vit í því að banna
þetta gegndarlausa ofbeldi, vantar
ekki fremur lög til að kveða á um
framkvæmd þess á kostnað ríkis-
ins?“
Biblían kemur hér til hjálpar
með ótvíræðum hætti: „Vei þeim,
sem kalla hið illa gott og hið góða
illt, sem gjöra myrkur að ljósi og
ljós að myrkri, sem gjöra beizkt að
sætu og sætt að beizku." (Jesaja
5.20.)
Ætli mörgum hefði ekki brugðið
í brún, ef við þeim hefði blasað
þessi fyrirsögn, þegar þeir opnuðu
Moggann sinn yfir morgunkaff-
inu: „Morð munu alltaf eiga sér stað
— þess vegna verður að leyfa þau
með lögum."
Svona talar enginn né hugsar.
En nógu sljó erum við til að sjá
þetta sett upp í fyrirsögn um
ófædd börn, án þess að síminn hjá
Velvakanda verði rauðglóandi
vegna mótmæla almennings!
Er ekki kominn tími til, að við
förum að gera eitthvað í þessu
hneykslismáli þjóðarinnar? Á
hverjum virkum degi, sem við sitjum
með hendur í skauti, eru tvö ófædd
börn til viðbótar deydd í þessu landi.
Er það kannski lausn að þegja sem
fastast?
Jón Valur Jensson er gudfræóingur
að mennt.
HERRAHÚS-
ÚTSALAN
Á SÍDASTA DEGI
GERUM VIÐ YKKUR TILBOÐ
SEM ER ERFITT AÐ HAFNA ...
Léttir stakir jakkar
Léttar buxur
Skór vetrar
Melka blussur
Trinet vetrar blússur
Lee Cooper vetrarblússur
Lee Cooper vetrarblússur
Peysur
Bolir
Skyrtur, stutterma
áöur tilboösverö
2.980,- 500,-
1.490,- 500,-
1.590,- 500,-
2.790,- 1.000,-
2.980,- 500,-
2.690,- 1.000,-
1.990,- 500,-
2.190,—1.290,- 500,-
690,—990,- 250,-
790,- 250,-
Adalstræti 4.
Símar 15005 — 29122
Góð
kaup
Medisterpylsa nýlöguö kr. kg. 130,00
Paprikupylsa aöeins kr. kg. 130,90
Óöalspylsa kr. kg. 130,00
Kjötbúöingur kr. kg. 130,00
Kindakæfa kr. kg. 155,00
Kindabjúgu kr. kg. 153,00
Kindahakk kr. kg. 127,00
10 kg. nautahakk kr. kg. 175,00
Hangiálegg kr. kg. 498,00
Malakoff álegg kr. kg. 250,00
Spægipylsa í sneiöum kr. kg. 320,00
Spægipyisa í bitum kr. kg. 290,00
Skinka álegg kr. kg. 590,00
London lamb álegg kr. kg. 550,00
Bacon sneiöar kr. kg. 135,00
Bacon stykki kr. kg. 125,00
Þessi verö eru langt undir heildsöluveröi.
Gerid gód kaup.