Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 44
44
MORGUNBLAMÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
fclk f
fréttum
Þeytir John rit-
vélinni frá sér?
John Travolta og Jamie Lee
Curtis leiða saman hesta sína
í kvikmynd sem frumsýnd verður í
sumar vestanhafs. Travolta er þar
í hlutverki blaðamanns sem er að
leita að einhverju til að skrifa um
og ungfrú Curtis leikur jassball-
ettkennara. Hver veit nema að við
sjáum Travolta leggja ritvélina
fyrir róða og þrífa skóna upp úr
leikfimitöskunni og taka nokkur
fullkomin dansspor fyrir okkur.
Kvikmyndin ku ganga undir nafn-
inu „Perfect".
MorKunblaðið/Bjarni.
Það komust færri að en vildu á hátíðina sem Útsýn efndi til í tilefni 30
ára starfsafmælis síns.
B. Jónsson.
ÓKEYPIS FAGNAÐUR í BROADWAY
I tilefni 30 ára
starfsafmælis Útsýnar
„Nýtt íslandsmet sett í sveiflu á hesti"
Ferðaskrifstofan Útsýn á 30
ára starfsafmæli um þess-
ar mundir og af því tilefni var
fólki boðið í ókeypis fagnað í
Broadway sl. sunnudagskvöld,
þar sem fjöldi skemmtikrafta
kom fram og gestum var boðið
upp á veitingar. Blm. hafði sam-
band við Ingólf Guðbrandsson,
forstjóra ferðaskrifstofunnar
Útsýnar, og spurði m.a. hvort
margmenni hefði verið.
„Það voru um 1500 gestir sem
komu og alls ekki hægt að anna
eftirspurninni eftir miðum. Ég
held að allir séu sammála um að
þetta fór vel fram og fólk
skemmti sér þó þröngt væri oft
á þingi.
Það var ýmislegt sem fram
fór, m.a. var hársnyrtistofan
Krista með hár- og snyrtisýn-
ingu, Model 79 sýndu fatnað frá
Eggert feldskera og tískuversl-
unin Sér, gestir tóku þátt í al-
mennum söng og léttum þraut-
um á sviði. Jón Þorsteinsson
óperusöngvari söng bæði íslensk
og erlend lög, auk þess sem hann
söng ásamt kór sem hlaut nafn-
ið Príklúbbskórinn við undirleik
Töfraflautunnar sem einnig lék
fyrir dansi. P’imleikameistarar
íslands, bæði drengir og stúlkur,
sýndu tilþrif á sviði og það var
sett nýtt íslandsmet í sveiflu á
hesti, alls 57 sveiflur í lotu.
Þjálfari íslenska landsliðsins í
fimleikum, Jónas Tryggvason,
setti metið. Kraftajötunninn
okkar Jón Páll Sigurðsson fékk
ávísun upp á 20.000 fyrir mat-
vælum og ef hann vinnur keppn-
ina sem hann er lagður af stað í
nú, þá tvöföldum við upphæðina.
Á skermunum var að sjálfsögðu
ferðakynning á ferðum Útsýnar
í sumar.
Gestum gafst kostur á að
smakka á hinum ýmsu réttum
og góðgæti. Ég vil endilega fá að
nota hér tækifærið og þakka
þeim aðilum sem gerðu það
kleift," sagði Ingólfur að lokum.
Ljósmynd/Árni Sæberg.
„BIXIÐ"
Fyrst söluturn, þá skyndibita-
staður, nú veitingastaður
Löngum hefur Lauga-
vegurinn hýst ein-
hverja greiðasölu og nú er
svo komið að um margar
slíkar er að ræða. Ein
þeirra stendur neðarlega
og lætur ekki mikið yfir
sér. Þar hafa þó í áranna
rás fleiri komið við en víð-
ast annars staðar, kannski
var þá nafnið „White
Star“, „Adlon“ eða hver
veit hvað. Nú er þar til
húsa Bixið.
Eigendurnir voru teknir
stuttlega tali.
— Þið byrjuðuð með
sjoppu hérna ekki satt?
— Jú, þegar húsnæðið
losnaði og Vogue flutti
bauðst okkur þetta pláss
og eigandinn þá, Valdimar
(Silli og Valdi), vildi endi-
lega að það yrði áfram ein-
hverskonar veitingastaður
hérna, því það hafði verið
venjan alla tíð. Fyrst var
hér danshús, „White Star“,
og fleira og áður en Vogue
var hér var hér kaffihús
kallað Adlon og hér hittust
leikarar, skáld og fleira
fólk.
Þannig að ’76 settum við
upp ís- og sælgætissölu
ásamt pylsum og tilheyr-
andi. Tilgangurinn var þó
alltaf að stefna á skyndi-
bitastað og 1978 opnuðum
við slíkan, þann fyrsta í
sinni röð á íslandi, þ.e.a.s.
hægt var að kaupa ham-
borgara, franskar og þann-
ig mat í pappírsumbúðum
og formi er tíðkaðist er-
lendis. Við vorum ekki
lengi ein í Paradís því það
er eins og með krárnar
núna, skyndibitastaðir
spruttu upp eins og gor-
kúlur um allan bæ.
Það var ákveðið 1982 að
breyta Bixinu í matsölu-
stað og þá var breytt hér
innréttingum, matseðli,
öllu nema nafninu, sem
fékk að halda sér, en við
fengum ekki vínveitinga-
leyfi fyrr en síðastliðið ár.
Við vorum búin að sækja
um það, en dómsmálaráð-
herra vor var ekki hlynnt-
ur því og þetta dróst því
töluvert.
— Þið fallið undir nýju
veitingalögin, finnst ykkur
það koma sér illa?
— Þetta eru í raun lög,
sem eru gerð til að farið sé
í kringum þau. Þetta er
svo fáránlegt að það nær
ekki nokkurri átt.
— Nú eruð þið orðin
sjóuð í veitingahúsa-
rekstri. Hvernig er að
standa í þessu?
— Það er virkilega gam-
an en ákaflega bindandi
starf eins og allur einka-
rekstur er. Það eru miklar
kröfur gerðar í dag og
maður þarf að standa sig
vel í stykkinu því nú til
dags veit viðskiptavinur-
inn hvað hann á að fá og
vill.
Þetta er líka mikil
vinna. Það þarf að mæta
átta á morgnana og maður
er aldrei kominn heim
fyrir miðnætti.
— Hafið þið trú á að
allir þessir nýju staðir eigi
eftir að bera sig?
— Já, það ætti að vera
fótur fyrir því, enginn vafi.
Fólk er farið að fara miklu
meira út á slíka staði en
áður tíðkaðist og það er
orðið mikið ódýrara að
fara út að borða. Áður fyrr
fann maður sér ætíð tilefni
og klæddi sig upp, ef fara
átti á veitingahús, en nú er
þetta enginn viðburður,
heldur hluti af daglegu lífi
fólks.
— Er ekki dauður tími í
veitingahúsarekstri um
þessar mundir?
— Það koma tímar í
svona rekstri sem eru
dauðari en aðrir og þetta
er einmitt ekki gósentíð.
Með hækkandi sól fara
ferðalangarnir að koma og
fleira fólk að fara í bæinn
þannig að þá fer þetta að
glæðast verulega. Salan
hefur þó orðið mikið jafn-
ari eftir að krítarkortin
komu til sögunnar. Áður
fyrr gátu síðustu dagar
mánaðarins verið algjör-
lega dauðir, en um leið og
fyrsti var kominn var það
mikið að gera að maður
hafði ekki við.
Nú er þetta ekki lengur
á þann veg og fólk verslar
einnig eftir skiladögum á
krítarkortunum.
— Er eitthvað nýtt á
döfinni hjá ykkur?
— Við erum tiltölulega
nýfarin að hafa bjórlíki og
vínveitingar og matseðill á
veitingahúsum er alltaf að
breytast. Það þarf að
endurskoða matseðlana á
sex mánaða fresti og
endurbæta ef vel á að vera.
Það eina sem er að byrja
um þessar mundir er að
um helgar verðum við með
síldarréttaborð upp á
danska vísu með öllu til-
heyrandi ásamt venju-
legum matseðli, sem er
ætíð í gangi alla daga frá
opnun og fram til 11.30 á
kvöldin.