Morgunblaðið - 26.01.1985, Page 25

Morgunblaðið - 26.01.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 25 ríkissjóðs róna 1985 sjávarútvegi er áætluð 430 m.kr., en þetta er nýmæli í fjárlögum 1985. 3) Fjárveiting til Lánasjóðs ísl. námsmanna hækkar úr 400 m.kr. í 668 m.kr. Miðað er við að sjóðurinn mæti umfram- fjárþörf námsmanna að fullu á árinu 1985, en að 1. árs nemar leiti víxillána hjá bankakerfinu á komandi hausti. 4) Vaxtagreiðslur ríkissjóðs hækka úr 840 m.kr. í 1.471 m.kr. A hinn bóginn er víða gætt strangs aðhalds í útgjöldum. í mörgum tilvikum eru teknar ákvarðanir um lækkun og jafnvel afnám fjárveitinga. Hér ber hæst lækkun niðurgreiðsla úr 813 m.kr. í 700 m.kr., útflutningsuppbóta úr 468 m.kr. í 380 m.kr., niðurgreiðslu á rafhitun úr 230 m.kr. í 200 m.kr. Jafnframt eru framlög til sjóða í mörgum tilvikum skert miðað við gildandi lög og fjárveitingar til verklegra framkvæmda lækka að raungildi. Á fundinum með fjármálaráð- herra kom ennfremur fram, að þrátt fyrir strangt aðhald reynist 743 milljóna króna rekstrarhalli hjá ríkissjóði. Lánsfjárþörf ríkis- sjóðs yrði því óhjákvæmilega mik- il á árinu 1985, en hana er einkum að rekja til rekstrarhallans og endurgreiðslna af áhvílandi lán- um, en afborganir nema 1,1 millj- arði auk 160 millj. kr. til Seðla- bankans. A-hluti ríkissjóðs í árslok 1984: Greiðsluafkoma jákvæð um 639 milljónir króna GRRIÐSLUAFKOMA A-hluta ríkissjóðs í árslok 1984 var jákvæð um 639 milljónir króna, en var í árslok 1983 neikvæð um 747 milljónir króna. Greiðslu- afkoman er því betri í ár sem nemur 1,3 milljörðum króna. l>essar upplýsinga komu m.a. fram á fundi sem Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hélt með fréttamönnum þar sem kynnt voru fjármál ríkissjóðs fyrir árið 1984. Árið 1984 námu tekjur umfram gjöld samtals 783 milljónum króna, en árið áður voru gjöld umfram tekjur hins vegar 1.163 milljónir króna og hefur rekstrarafkoma A-hluta ríkissjóðs á greiðslugrunni því batnað um 1.946 milljónir króna. Innheimtar tekjur námu rúmlega 20,7 milljörðum króna, sem er 5,6 milljörðum króna hærri fjárhæð en á árinu 1983 eða hækk- un um 37%. Greidd gjöld námu 19,9 milljörðum króna, sem er 3,7 milljörðum hærri fjárhæð en árið áður eða hækkun sem nemur 23%. Lána- og viðskiptareikningar sýna, að ríkissjóður hefur greitt 144 milljónir króna umfram inn- borganir. Á árinu 1983 sýndu sömu reikningaflokkar að innkomið fé nam 416 milljónum króna umfram útborganir. Ríkissjóður hefur því bætt stöðu sína á lána- og við- skiptareikningi frá fyrra ári um 560 milljónir króna. Greiðsluaf- gangi A-hluta ríkissjóðs var ráð- stafað þannig að sjóðsstaða hans var bætt um 446 milljónir króna hjá Seðlabankanum og um 193 milljónir króna gagnvart inn- heimtumönnum. Fjármálaráöherrar Norðurlandannæ Víðtækar áætlanir til að efla hagþróun og atvinnu Ráðstafanir til að draga úr útflutningsstyrkjum FJÁRMÁLARÁÐHRRRAR Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Finnlandi nú í vikunni sérstaka áætlun Norðurlandanna til að efla hagþróun og auka atvinnu í löndunum. Áætlunin verður lögð fram til umræðu á næsta þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjavík í byrjun mars næstkomandi. Ráðið fól norrænu ráðherranefndinni á síðasta þingi þess, að undirbúa þessa áætlun og hefur verið unnið að því síðan. í áætlun fjármálaráðherranna er meðal annars gert ráð fyrir veru- legum fjárfestingum í samgöngu- kerfum Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands, sem fjár- magna á í gegnum sérstakan lána- flokk hjá Norræna fjárfestinga- bankanum. Gert er ráð fyrir sér- stökum þróunarsjóði fyrir hin vest- lægari Norðurlönd, það eru Fær- eyjar, Island og Grænland. Þá er einnig gert ráð fyrir mjög aukinni starfsemi Norræna iðnaðarsjóðsins og átaki til að efla útflutnings- starfsemi á Norðurlöndum, m.a. með auknu fjármagni Norræna út- flutningsverkefnasjóðsins. 1 áætluninni er fjallað um ráð- stafanir til að auðvelda viðskipti Norðurlandanna innbyrðis og draga úr takmörkunum eða aðgerð- um, sem hafa skaðleg áhrif á við- skipti eða samkeppnisstöðu ann- arra Norðurlanda. Er hér m.a. átt við stuðningsaðgerðir stjórnvalda til einstakra atvinnugreina og út- flutningsstyrki sem hafa óheppileg samkeppnisáhrif I viðskiptum Norðurlandanna innbyrðis eða viðskiptum þeirra við önnur lönd. í áætluninni er einnig lagt til aukið samráð Norðurlandanna á alþjóða- vettvangi, þar sem fjallað er um efnahagsmál auk margra fleiri til- lagna um beinar aðgerðir til að auka hagvöxt og atvinnu innan ramma þess samstarfs, sem Norð- urlöndin hafa þegar með sér. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sat ráðherrafundinn í Finnlandi fyrir Islands hönd, en hann gegnir nú formennsku í nor- rænu fjármálaráðherranefndinni. Þá hafa einnig tekið þátt í undir- búningsvinnu þessarar samþykktar þeir Geir H. Haarde aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra og Magnús Pétursson hagsýslustjóri. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT BURNS OPEC-ríkin horfast í augu við frekari verðlækkun á olíunni Þegar OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, gáfust upp fyrir breyttum markaðsaóstæðum og lækkuðu verðið á olíunni sagði Yamani, olíumála- ráðherra Saudi-Arabíu, að þess yrði ekki langt að bíða, að samtökin næðu aftur sinni fyrri stöðu f verðlagningarmálunum. Sú spá hans hefur ekki ræst og nú virðist sem leiðtogar ríkjanna verði enn einu sinni að bíta í það súra epli að lækka verðið. Yamani sagði nú nýlega, að vel gæti komið til greina einhver breyting á opinberu lág- marksverði OPEC, sem er 29 dollarar fyrir olíufatið, og Kuwaitmenn hafa lagt til, að verðlagningarkerfi samtakanna verði tekið til endurskoðunar, þannig að verðið fari eftir gæð- um olíunnar og geti breyst með tilliti til markaðarins. „Þeim er einfaldlega að verða ljóst, að markaðurinn samþykkir ekki 29 dollarana," sagði David Johnson, sérfræðingur í olíumál- unum og starfsmaður virts fjár- festingarfyrirtækis í Skotlandi. Spáir hann því, að OPEC-ríkin muni lækka verðið í 27 dollara olíufatið á skyndifundi samtak- anna í Genf nk. mánudag en að- rir sérfræðingar telja líklegt, að verðið verði jafnvel lækkað enn meir. „Þeir munu sætta sig við það sem er óhjákvæmilegt," sagði G.W. Maynard, yfirmaður þeirr- ar deildar Chase Manhattan- bankans, sem fylgist með þróun efnahagsmála í Evrópu og Miðausturlöndum og hefur að- setur í London. „Það væri ekki illa ráðið af OPEC að lækka nú verðið um 4—5 dollara í þeim tilgangi að auka eftirspurn eftir olíunni." Hvað sem þessum spádómum líður er ekki víst, að til verð- lækkunar komi á Genfarfundin- um og minna má á, að þegar verðið var lækkað úr 34 dollur- um í 29 í mars 1983 náðist ekki um það samstaða fyrr en eftir tveggja vikna ákafar umræður. Þar var líka um að ræða fyrstu verðlækkunina í 52 ára sögu samtakanna. Leiðtogar OPEC eru ekki leng- ur einráðir um olíuverðið eins og þeir voru á áttunda áratugnum. Fyrir áratug var ekki um að ræða neina samkeppni af hálfu ríkja utan samtakanna, Bretl- ands og Noregs, en nú vinna þessi ríki meiri olíu en nokkurt annað ríki í samtökunum að Saudi-Arabíu undanskilinni. Síðan hafa auk þess bæst við önnur olíuríki, sem ekki eiga að- ild að samtökunum, eins og t.d. Mexíkó. Það hefur heldur ekki styrkt stöðu OPEC, að olíuinnflutn- ingsríkin hafa lært þá list að fara betur með en áður. Olíu- notkun í Bandaríkjunum minnk- aði um 20% á árunum 1978—83 og á sama tíma um 21% i lönd- um Evrópubandalagsins. Afleið- ingin er offramboð á olíu, sem ýtir undir verðlækkun og gerir enn þótt olíunotkunin hafi auk- ist í kjölfar meiri hagvaxtar í þessum ríkjum. Verðið á bestu bandarísku olíunni er nú komið í 25,90 dollara fyrir fatið en var í 30 í október sl. og fréttir eru um, að í þessum mánuði hafi Norð- menn gert samning um olíusölu og lækkað verðið í 27,35 dollara. Bretar munu einnig vera í svip- uðum hugleiðingum. Til að vinna gegn verðlækkun- inni reyndu OPEC-ríkin að draga úr framleiðslunni en vegna efnahagserfiðleika í sum- um ríkjanna varð minna úr því en til stóð. Eina happið, sem rek- ið hefur á fjörur OPEC, er kuld- akastið í iðnríkjum norðursins að undanförnu en vegna þess hækkaði fyrr í þessum mánuði verðið á saudi-arabískri hráolíu um 50 sent en við hana er verðið á olíu annarra OPEC-ríkja mið- að. Sú verðhækkun er þó aðeins talin stundarfyrirbrigði. Chase Econometris Associates, bandar- ískt ráðgjafarfyrirtæki um efna- hagsmál, sagði t.d. í skýrslu til viðskiptavina sinna í síðustu viku, að líklegt væri, að meðal- heimsmarkaðsverð á olíu myndi lækka um 1,27 dollara, í 26,90 dollara fatið, fyrir marslok og um önnur 40 sent í sumar. Þegar olían lækkar í verði um einn dollar, lækkar verðið til neytenda um 2,5 sent á gallon en í olíufatinu eru 42 gallon. Lægra verð ýtir þess vegna undir ha- gvöxt í olíuinnflutningsríkjun- um en getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir þau OPEC-ríkj- anna, sem í mestum efnahags- erfiðleikum eiga, t.d. Nígeríu, Venezuela og Indónesíu. Það á raunar einnig við um Ecuador og íran. Jafnvel Saudi-Arabar, forys- tuþjóðin í OPEC og mestu olíuútflytjendur í heimi, eiga í nokkrum þrengingum vegna verðlækkunarinnar. Árlegar tekjur þeirra af olíunni er nú ekki nema þriðjungur þess, sem þær voru hæstar árið 1981, 115 milljarðar dollara, og mikill niðurskurður ríkisútgjalda af þeim sökum hefur valdið gjald- þroti ýmissa fyrirtækja í land- inu. Þótt öll teikn bendi til, að oliu- verðið haldi áfram að lækka sjá margir sérfróðir menn fyrir sér mjög aukna eftirspurn undir lok þessa áratugar og myndi þá ha- gur OPEC-ríkjanna loksins fara að vænkast og verðið stefna upp á við á ný. Starfsmenn „The Worldwatch Institute", óháðrar rannsóknastofnunar í Washingt- on, sögðu fyrr í þessum mánuði, að miðað við núverandi notkunarvenjur kæmi til ann- arrar orkukreppu eftir aldamót- in. Sögðu þeir, að fram til ársins 2025 myndi olíunotkunin meira en þrefaldast nema gripið yrði til nýrra ráða í orkusparnaði. SS. (Robert Burns er starfsmadur AP- fréttastofunnar og sérfræóingur ( málefnum olíumarkaðarins). OlíuKvintýrið í Norðursjó batt enda i ofurvald OPEC-ríkjanna í verð- lagningarmálum olíunnar og Bretar og Norðmenn vinna nú meiri olíu en nokkurt OPEC-rikjanna að Saudi-Arabíu undanskilinni. Þessi borpallur, Gelsenberg-pallurinn, er raunar vestur-þýskur og er um 60 km vestur af Helgolandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.