Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
26. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaösins
Sovét-
flaugin
undir
ísnum
Helsinki, 31. janúar. AP.
Kafarar úr finnska hernum
fundu í dag meginhluta sovézku
eldflaugarinnar, sem skotið var
inn yfir Noreg og Finnland, á botni
Inari-vatns, að sögn talsmanns
finnska flughersins. Reynt verður
að ná flauginni upp á morgun,
fostudag.
Kafararnir fundu flaugina í
þriðju ferð sinni undir ísinn.
Vegna kulda gátu þeir aðeins
verið stutta stund í kafi í einu og
hlýjuðu sér í upphituðu tjaldi á
milli. Er meginhluti flaugarinn-
ar rúmlega þriggja metra langur
og 1,5 metrar í þvermál.
_ AP/Símamynd
TRJONA MARKFLAUGARINNAR
Trjóna sovézku flaugarinnar, sem rauf norska og finnska lofthelgi á dögunum, á ísnum á vatninu Inari í einu af nyrstu héruðum Finnlands. Hermenn skoða
flaugaroddinn. í gær fundu kafarar aðalhluta flaugarinnar á botni vatnsins og átti að gera tilraun í dag til þess að ná honum upp, svo og öðrum flaugarhlutum,
sem fundust á botninum.
Við leitina á vatnsbotni fund-
ust mörg smærri brot úr flaug-
inni, sem skotið var af sovézku
herskipi við Norður-Noreg 28.
desember sl. Trjóna flaugarinn-
ar fannst á InarLvatni í gær og
skammt frá henni dæld í 80
sentimetra þykkan ísinn á vatn-
inu, sem benti til að meginhluta
hennar væri að finna á vatns-
botni.
Lundúnablaðið The Daily
Express sagði í dag að sovézka
flaugin hefði stefnt til Ham-
borgar eða Bremen í V-Þýzka-
landi vegna rangra fyrirskipana
til stýribúnaðar. Rússar hefðu
skotið hana niður er mistökin
komu í ljós. Talsmaður finnska
hersins og talsmenn yfirvalda í
Bonn, Washington og London
vísuðu frétt blaðsins á bug og
sögðu hana lýsa bezt þekkingar-
leysi heimildarmanna blaðsins.
Réttarhöld yfir Arne Treholt hefjast 25. febrúar:
Ákærður fyrir njósnir
í þágu Rússa og íraka
Osló, 31. jftnúar. Kr» Jan Krik Laure frétUrilarft
Arne Treholt fyrrum skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu í Osló
var í dag formlega ákæröur fyrir
njósnir fyrir Sovétríkin árin 1973
til 1983 og írak 1981 til 1983.
í tilkynningu Thorbjörns
Gjölstad ríkissaksóknara segir
MorgunblaAsinH.
að Treholt sé ákærður fyrir brot
á fjórum greinum hegningarlag-
anna, fyrir trúnaðarbrot, fyrir að
ljóstra upp um ríkisleyndarmál,
svo og fyrir brot á refsilöggjöf er
kveður á um þagnarskyldu þeirra
sem aðgang hafa að leyndarmál-
Svíar styðja verk
unnið í þrælavinnu
Stokkhólmi, 31. janúar. AP.
VÍETNAMAR nota nauðungarverkamenn við hráefnisöflun og rekstur
Bai Bang-pappírsverksmiðjunnar, sem reist var fyrir fé sænsku þróun-
arstofnunarinnar, að því er stofnunin sjálf skýrði frá í dag. Stjórn Olofs
Palme hefur hingað til engu skeytt um fullyrðingar borgaraflokkanna um
nauðungarvinnuna.
Nauðungarverkamönnunum,
sem eru 6.500 talsins, er þröngv-
að til að vinna við hörmulegar
aðstæður. Flestir þeirra eru gift-
ar konur, sem neyddar voru burt
frá fjölskyldum sínum og hótað
refsivist í endurhæfingarbúðum
ef þær strykju úr vinnu, að sögn
stofnunarinnar. Tóku um 1.000
verkamenn þá áhættu í fyrra og
flýðu frá Bai Bang.
Skýrsla stofnunarinnar verður
birt opinherlega á föstudag. Er
hún samin af tveimur ráðgjöfum
stofnunarinnar, sem dvöldust í
fimm mánuði með nauðungar-
verkamönnunum. Helmingur
kvennanna þjáðist að jafnaði úr
malaríu vegna skorts á flugna-
netum. Bjuggu þær í hrörlegum
húsum á vinnustað. Fá nauðung-
arverkamennirnir aðeins 10
daga frí á ári.
Mun skýrslan ugglaust kynda
enn frekar undir deilum í Sví-
þjóð um hina umfangsmiklu
þróunaraðstoð, sem Svíar veita
Víetnömum. Aðstoð Svía nemur
365 milljónum sænskra króna á
þessu ári, eða 1.650 milljónum
íslenzkra. Mestur hluti fjárins
hefur farið til reksturs Bai
Bang-pappírsverksmiðjunnar og
beinist gagnrýni stjórnarand-
stöðuflokkanna fyrst og fremst
að henni. Smíði verksmiðjunnar
varð tvöfalt dýrari en kostnað-
aráætlun gerði ráð fyrir og af-
köstin minni en reiknað var með.
Segja borgaraflokkarnir verk-
smiðjuna illa rekna.
um um landvarn-
ir.
Ákæruskjalið
er í átta liðum. 1
því er að finna W
nákvæma lýs- WÁ
ingu á því hvaða
leyndarmál Tre-
holt seldi sov-
ésku leyniþjón-
ustunni, KGB, og Treholt
leyniþjónustu fraks, hvenær
hann afhenti upplýsingarnar og
hvar. Verður skjalið birt í heild í
heyranda hljóði í upphafi rétt-
arhaldanna yfir Treholt, sem bú-
ist er við að taki marga mánuði.
Réttarhöldin verða opin í upp-
hafi, en óljóst er að hve miklu
leyti þau verða opin.
Treholt er ákærður fyrir að
hafa orðið sér úti um ríkisleynd-
armál með ólöglegum hætti og
fyrir að þiggja greiðslu fyrir að
selja þau Rússum og írökum.
Ákæruskjalið er ekki birt í heild
að þessu sinni, að sögn saksókn-
ara til að koma í veg fyrir að
réttarhöld fari fram á síðum
blaða áður en hin eiginlegu rétt-
arhöld hefjast.
Sækjendur í njósnamálinu
hafa verið skipaðir ríkislög-
mennirnir Lasse Qvigstad og
Tor-Aksel Busch, en verjandi
Treholts er Alf Underland.
Skýrði hann skjólstæðingi sínum
frá ákærunni þar sem hann sit-
ur á bak við lás og slá í fangelsi í
Drammen.
Rússar svartsýnir
Vínarborg, 31. jnnúar. AP.
TALSMAÐFR V arsjárbandalagsins varaði við því í dag að viðræður stórveld-
anna um fækkun herja í Mið-Evrópu kynnu að dragast fram yfir 1990 ef ríki
AtlanLshafshandalagsins breyttu ekki um afstöðu í viðræðunum.
Viðræðurnar hófust fyrst fyrir
11 árum og fór fyrsti viðræðu-
fundurinn fram í dag eftir að Sov-
étmenn samþykktu að hefja að
nýju viðræður um takmörkun
vígbúnaðar.
Mikhail Kakeyev, talsmaður
sovésku viðræðunefndarinnar,
sagði tillögur NATO-ríkjanna í
mörgu óaðgengilegar og að í þeim
fælist engin von um árangur í ná-
inni framtíð. „Án stefnubreyt-
ingar Vesturveldanna gætum við
haldið áfram í 20 ár.“
John Karch, fulltrúi Banda-
ríkjamanna í Vínarborg, sagði að
samkvæmt pottþéttum heimildum
hefðu Varsjárbandalagsríkin
200.000 umframhermenn á samn-
ingssvæðinu í Mið-Evrópu.