Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
5
Ljóðalestur í
Nýlistasafninu
í KVÖLD klukkan 21.30 verður
Ijóðalestur á sýningu ítalska málar-
ans ('arrado Corno, sem nú stendur
yflr í Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Ung skáld lesa úr verkum sín-
um: Þorri, Sjón, Matthías Magn-
ússon, Sigurberg Bragi, Þór Eldon
og Kristinn Sæmundsson. Á eftir
leikur Inferno 5 fyrir dansi. Að-
gangseyrir er 50 krónur.
Skólasýning í
Ásgrímssafni:
Myndir úr
lífi og starfi
til sveita
HIN árlega skólasýning Ásgríms-
safns verður opnuð sunnudaginn 3.
febrúar og verður þetta í 21. sinn
sem Ásgrímssafn stendur fyrir slíkri
sýningu.
Að þessu sinni hafa verið valdar
myndir úr eigu safnsins sem lýsa
lífi og starfi til sveita og sóst hef-
ur verið eftir að hafa myndirnar
fjölbreyttar, bæði efnislega og
tæknilega.
Safnkennararnir Sólveig
Georgsdóttir og Bryndís Sverris-
dóttir sjá um kennslu í safninu í
vetur og munu þær taka á móti
3ju bekkjum grunnskólans. Þær
hafa báðar aðstoðað við val og
uppsetningu mynda á sýningunni.
Sýningin stendur til aprílloka.
Ásgrímssafn er opið þriðjudaga,
fimmtudaga og sunnudaga kl.
13.30-16.00.
(KrétUtilkynning.)
Björgunarsveitin í
Siglufirði:
Sótti fólk í
Fljót vegna
stórhríðar
Siglufirði, 30. juiúar.
STÓRHRÍÐ var í Siglufirði í
dag. Flugvél frá Arnarflugi, sem
lenda átti í Siglufirði varð að
Ienda á Sauðárkróki. Farþegar
héldu áleiðis til Siglufjarðar í
rútu og bifreið, en komust ekki
lengra en í Keiluás í Fljótum
vegna stórhríðar. Björgunar-
sveitin í Siglufirði fór og sótti
fólkið og flutti til Siglufjarðar.
— Fréttaritari
Kalt um
allt land
um helgina
Að sögn veðurstofunnar verður
ríkjandi austnorðaustan kaldi og
frost um allt land um helgina.
É1 verða á annesjum norðan- og
austanlands og með suðurströnd-
inni.
Frost verður um allt land, -1°
til -5° á landinu sunnanverðu, en
-6° til -10° á því norðanverðu.
Ekkert útlit er fyrir að veðrið
breytist á meðan hæð helst yfir
Grænlandi.
.^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
sem allir hafa
beöiö eftir
40%
60%
afsláttur
Gífurlegt
vöruúrval
OPK) TIL KL 19.00 í KVÖLD OG
TIL KL 1000 Á MORGUN, LAUGARDAG
verslunum
samtímis
samtimis
KARNABÆR
W Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ
Sáni frá skiptiboröi
45800
vtfc.
Bon|PMÍe GflRBO
Laugavegi 30.