Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
„Meirihlutaeign bæjar-
sjóðs í BÚH óraunsæ"
*
— segir Sólveig Agústsdóttir, annar tveggja bæjarfulltrúa, sem ekki
gerðist hluthafi á stofnfundi nýs útgerðarfélags í Hafnarfirði
STOFNUN almenningshlutafélags
um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hef-
ur verið til umræðu í fjölmiðlum að
undanfornu og hefur þar m.a. komið
fram, að allir bæjarfulltrúar gerðust
hluthafar á stofnfundi félagsins að
undanskildum tveimur. Annar
þeirra er Sólveig Ágústsdóttir, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og
var hún innt eftir ástæðu fyrir þeirri
ákvörðun hennar, að gerast ekki
hluthafi í hinu nýstofnaða hlutafé-
lagi, eins og aðrir fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins.
Sólveig sagði m.a. að frá upp-
hafi kjörtímabilsins hafi hún haft
áhuga fyrir að losa bæjarsjóð
Hafnarfjarðar undan ábyrgð á
rekstri BÚH. „Bæjarútgerðin hef-
ur um árabil verið rekin með tapi,
og hefur tapið farið síversnandi á
undanförnum árum, þar til svo
var komið siðastliðið haust, að
fyrirtækið komst í algjört
greiðsluþrot. Rekstri togaranna
var hætt og vinnsla fiskiðjuvers-
ins stöðvaðist, þrátt fyrir að
bæjarsjóður hafi lagt fram tugi
milljóna á undanförnum árum í
rekstur BÚH,“ sagði Sóveig m.a.
„Á síðasta ári voru lagðar fram 14
milljónir króna og þar af 3,4 millj-
ónir beint í launagreiðslur til
starfsfólks nú í haust. Ég tel að
skuldir þær, sem bærinn komi til
með að yfirtaka, vegna rekstrar
BÚH, séu nú komnar yfir 100
milljónir og eru ekki öll kurl kom-
in til grafar.
Ég hef lagt til við meirihluta
bæjarstjórnar að auglýsa fyrir-
tækið til sölu, en engan hljóm-
grunn fengið. Síðastliðið vor kaus
Sólveig Ágústsdóttir, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirdi.
síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar
þriggja manna starfsnefnd, er
fékk það verkefni að fara ofan í
fjármál og rekstur BÚH. Nefndin
komst að þeirri niðurstöðu, að
breyta um rekstrarform BÚH og
stofna almenningshlutafélag.
Lagði nefndin síðan fram tillögu
til bæjarstjórnar um stofnun
hlutafélags með 51% eignaraðild
baejarsjóðs.
Ég tel meirihlutaeign bæjar-
sjóðs óraunsæja, en greiddi þó til-
lögunni atkvæði ásamt 10 öðrum
fulltrúum bæjarstjórnarinnar,
fyrst og fremst til að koma hreyf-
ingu á umræður um vandamál þau
er steðja að rekstri BÚH. Ég hefði
álitið skynsamlegra að bærinn
hefði losað sig að fullu við alla
ábyrgð eða átt til dæmis 20% til
30% í hinu nýstofnaða hlutafélagi,
ef þess hefði verið óskað. Mig
grunar einnig, að eigin fjárstaða
hins nýstofnaða útgerðarfélags sé
til muna lakari en fram hefur
komið til þessa, meðal annars
vegna ofmats á togara BÚH, eins
og skýrt hefur komið fram í sölu
og tilboðum samsvarandi togara
Bæjarútgerðar Reykjavíkur um
þessar mundir. Það var meðal
annars af þessum ástæðum, að ég
gerðist ekki hluthafi í hinu nýja
almenningshlutafélagi," sagði Sól-
veig Ágústsdóttir.
Að telja rétt fram er leið til að komast hjá óþarfa áhyggjum og streitu sem
jafnan fylgir óheilindum og óreiðu í fjármálum.
Auk fjölmargra breytinga og Ieiðréttinga
sem skattstjórar landsins gera á skattfram-
tölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda
félaga og einstaklinga til sérstakrar
rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360
mál í athugun.
Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið
rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið
skattahækkanir svo milljónum skiptir.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Þer líður betur
með skattframtalið-og samviskuna-í lagi
VK> MIMNUM & TILKVNNINCASKYLDUNA
6fiTN i' ‘ 1 ! •
> . ^ '
É
A 1 3 J 1 » * * * * m 1» n 13 >3 i< 11 (N (»
■ O « » » Jl v V S3-C- .'. ©
ItKjlillcíir t'IrPrPi siwstpito 0 ÍST
Vestmannaeyjar:
Dagatal til
að minna
á tilkynninga-
skylduna
Ve.stmannaeyjum, 29. janúar.
KIWANISKLÚBBURINN Helgafell
í Vestmannaeyjum hefur í samvinnu
við Slysavarnafélag íslands gefið út
dagatal sem dreift verður ókeypis
um borð í öll skip íslenska flotans
sem eru 12 lestir eða stærri. Dagatöl
þessi eru sérlega gerð til þess að
minna skipstjórnarmenn á Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa og er
þess vænst að þeim verði valinn
staður í borðsal og brú skipanna,
þannig að þau verði ávallt í sjónmáli
áhafnarinnar.
Útgáfa dagatala þessara er lið-
ur í fjáröflun Helgafells og verður
hagnaði varið til slysavarnamála.
Það hefur ekki farið framhjá fólki
sem fylgist með veðurfregnum í
útvarpi að ekki líður svo dagur að
ekki sé lesinn langur listi skipa
sem beðin eru að tilkynna sig til
næstu strandstöðvar Landsímans.
„Megin tilgangurinn með útgáfu
þessa dagatals er að minna á til-
kynningaskylduna með áberandi
hætti og það er von okkar að skip-
stjórnarmenn taki þá áminningu
til greina, þannig að auglýsingar
eftir skipum sem hafa vanrækt að
tilkynna sig hverfi með öllu úr út-
varpinu," sagði Magnús Kristins-
son, einn forvígismanna Helga-
fells, þegar þetta ágæta framtak
klúbbsins var kynnt fyrir frétta-
mönnum.
Dagatalið er veglegt og vandað,
prýtt fallegum litmyndum frá
sjávarsíðunni í hverjum mánuði
eftir ljósmyndarana Sigurgeir
Jónasson og Guðmund Sigfússon
frá Vestmannaeyjum. Þá fylgja
hverjum mánuði stuttar upplýs-
ingar og áminningar um sjóslysa-
varnir og björgunarstörf sem
Hannes Þ. Hafstein hjá SVFf hef-
ur tekið saman en hann var þeim
Helgafellsfélögum mjög innan
handar við framkvæmd verksins.
Dagatölin eru prentuð hjá Odda
hf. Þeir skipstjórnarmenn sem
einhverra orsaka vegna ekki fá
dagatöl send um borð í skip sín
geta nálgast þau hjá Slysavarna-
félaginu eða Helgafelli í Eyjum.
Þess má geta í lokin að Tilkynn-
ingaskyldan tók til starfa í maí
1968 en lög um framkvæmd henn-
ar samþykkt á Alþingi 13. maí
1977.
- hkj
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!