Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 17

Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 17 brunna og garða. Hér var sem sagt lífsloftið jafn mikilvægt og húsin sjálf og skipulag þeirra — hið sál- ræna rými og lífskvikan. 1 tímans rás hefur byggingar- listin fjarlægst þessi órjúfanlegu samtvinnuðu lögmál, og þó eru þeir frægastir húsameistararnir á þessari öld sem og öðrum, sem mest hafa haft þau í heiðri. Húsa- gerðarlist er um margt orðin að stöðluðu tæknisviði og húsameist- arar að „teknikrötum", svo hér sé vísað til alþjóðlegrar skilgrein- ingar. Margir þeirra hafa einungis hina svonefndu „rasspúðamennt- un“, sem er gróf skilgreining á þeirri menntun, er fer einna helst fram innan veggja skólastofnana og styðst oft við tízkusveiflur og harðsoðnar kenningar. Þegar svo upp kemst að stórisannleikur er rangur, er einungis búinn til nýr og hinn fyrri úthrópaður. Við þekkjum þetta, sem kennum í listaskólum og verðum stöðugt áþreifanlega varir við tímabundn- ar tízkusveiflur frá útlandinu, sem svo greiðlega ganga ofan í svo marga, — en eiga þó stundum lftið skylt við endurnýjun, róttækni né frelsi í listum, en þó verðar allrar athygli og rannsóknar svo sem allt annað. Vafalítið eru það listaháskólar, sem eiga að útskrifa húsameistara en ekki tækniháskólar, en þó ekki svo að húsameistaradeildin verði að einangruðu ríki í ríkinu, svo sem við vill brenna. í listaháskólum er lögð áhersla á hinar skapandi kenndir og það eru einmitt þessi tengslarof við hið skapandi, sem hér teljast meinið. Það er ekki hægt að kenna forvitnina í skólum né stýra skap- andi kenndum — þessi atriði verða að koma innan frá. En það er hægt að hlúa að þeim og þær má efla innan skólastofnana, svo fremi sem þær eru fyrir hendi. Hins vegar má kenna öllum sæmi- lega viti bornum mönnum að teikna hús. Hér í þessum pistli er ekki ætl- unin að koma fram með umfangs- mikla gagnrýni á Skúlagötu- skipulagið heldur visa til og minna á nokkur grundvallaratriði í húsagerðarlist. Það hefur enda ekki verið haldin sýning á skipu- lagshugmyndinni né verið kallað eftir opinni umræðu um tillögurn- ar. Hér er eingöngu hægt að styðj- ast við myndir í fjölmiðlum, sem segja máski ekki allt. En ég vil að fram komi, að við skoðun mynd- anna vöknuðu hjá mér vissar óþægilegar kenndir, er létu mig ekki f friði og tvær spurningar leituðu stíft á. — Er hér ekki um sumt verið að ýta vissum hlutum úr Breiðholtinu niður f gamla borgarkjarnann ásamt því að flikka upp á heildarmyndina með þvf að fá að láni hugmyndir frá hinni margfrægu „Habitat“-húsa- samstæðu frá heimssýningunni i Montreal? Ég nota hér orðið „margfrægu' vegna þess, að eftir að Habitat-hugmyndin hafði hlað- ið á sig viðurkenningum og orðið heimsfræg sem „stórkostleg“ lausn á vandamálinu um lifrænar vistarverur varð hún einnig fræg að endemum. Fólkið, sem flutti í íbúðirnar að heimssýningunni lok- inni vildi svo einfaldlega ekki búa þar og borgaryfirvöldin lentu í hinum mestu vandræðum með að leigja þær út. Lífrænni voru þær sem sagt ekki, en þó hafði hug- myndin náð að festast kyrfilega á teikniborð húsameistara víða um heim og innan veggja skóla. — Kjarninn f þessu skrifi er öllu framar að hvetja til umræðu á opinberum vettvangi um húsa- gerðarlist ásamt reglubundinni gagnrýni, þvf að hér er aðhalds þörf. Hugleiða má og hvort hér sé verið að endurtaka slysið á Laug- arásnum, sem er frábært dæmi um óyfirvegaða framkvæmd, og nú blasir við sjónum manna og erfitt er að afsaka, ef þá hægt. Menn voru þó varaðir við fram- kvæmdunum á sfnum tíma en án árangurs. Velmetnir og ágætir húsameist- arar standa að baki Skúlagötu- skipulaginu, en allir geta gert mis- tök, svo sem hér kunna að vera á ferðinni. Hér er svo mikilvægt mál á ferð, að það kallar á ftarlegar og fagleg- ar umræður, áður en hafist verður handa um framkvæmdir. Umræð- ur, sem svo vonandi fæða af sér skipulega umfjöllun um húsagerð- arlist hérlendis. Ralph og hinn japan.sk i lerimeistari hans, „Pat“ Morita, reða málin við þjálfara andsteðinganna í Karatemeistarinn. uðu góðum húmor og austur- lenskri heimspeki. Ralph Macchio, sem stóð sig svo ágætlega í The Outsiders, gerir það engu síður gott hér. Hann tjáir vel óöryggi aðkomu- piltsins og vanmátt hans gagn- vart ríkidæmi þeirra og styrk. Roluskapinn á tímabili og svo sigurgleði og öryggi í lokin. Það eru samskipti, vinátta og virðing þessara tveggja persóna og sá siðferðilegi boðskapur sem felst í lærdómnum sem sá aldni kennir þeim unga, sem lyftir Karatemeistaranum vel yfir með- allagið. Gamansemi hennar, boðskapur og léttleiki hlýtur að falla flestum í geð. Höldum jafn- væginu! Föt fyrir alla — konur og kalla Bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir: Föt fyrir alla, saumabók með sniðum og leiðbeiningum. Útg. Mál og Menn- ing 1984. Sigrún Guðmundsdóttir bendir á f formála að þessari bók, hvernig bezt sé að nota hana svo að hún komi að sem mestu gagni. Leið- beiningarnar eru einfaldar og skýrar og „tilgangur bókarinnar er sá að gera ykkur sjálfbjarga f að koma saman einföldum flfkum og sjálfstæð f vali ykkar á sniðum og efnum“. Sfðan eru ýmsar nyt- samar orðaskýringar og að þvf búnu er tekið til við að kenna okkur undirstöðuatriðin, hvernig eigi að taka mál og birtar máltöfl- ur og alls konar upplýsingar aðrar settar fram á einkar skilmerki- legan hátt. í bókinni er svo að finna leiðbeiningar um hvernig skuli gera snið, hvernig eigi að fara að þvf að máta flíkur og svo mætti lengi telja. Loks eru svo „uppskriftir" að hvers kyns flíkum á konur og karla og börn, stærðir af öllum gerðum og með bókinni fylgja siðan sniðarkir. Einnig eru allmargar ljósmyndir af flíkunum fullgerðum og eiga þær það sam- merkt vi fyrstu sýn, að þær virð- ast fremur einfaldar að gerð, laus- ar við óþarfa prjál og almennt ósköp frjálslegar, f ágætri merkingu þess orðs. Hvort þessi bók dugar þeim sem ekki hafa fengizt eitthvað að ráði við saumaskap veit ég ekki gjörla. Þar sem vélakostur af því tagi sem til þarf er ekki á mínu heimili gat ég ekki gert prufu á því og þar af leiðandi ekki reynt sjálf hversu eða hvort bókin er auðveld til að- stoðar. En hún virðist verulega sannfærandi og ákaflega mikil vinna i hana lögð. HEKLAHF Laugavegi 170-172 íiimi 21240 FJÖLHÆFASTA FARARTÆKIÐ Á LANDI pajero styttri gerð, fæst einnig með Turbo-dieselvél

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.